Tíminn - 04.07.1975, Qupperneq 5

Tíminn - 04.07.1975, Qupperneq 5
Föstudagur 4. júli 1975. TÍMINN 5 Herförin gegn bændum 1 dagblaðinu Degi á Akur- eyri birtist nýlega leiðari, þar sem fjallað er um hinn óábyrga málflutning VIsis i iandbúnaðarmáium. i blaðinu segir: „Sjáifstæðisflokkurinn hefur lengi haft það orð á sér, að flytja óábyrgan áróður I ýmsum þjóðmálum. Þetta þykir sannast mjög glöggt i herferðþeirri.sem annað aðal- blað flokksins hóf á hendur bændastétt landsins fyrir nokkru. Herferð þessi beinist að þvi að fækka bændum smátt og smátt, og flytja I þess stað inn búvörur frá öðrum iöndum I vaxandi mæli. Dæmi eru sett upp þessu til réttlæt- ingar, en það fer oft svo þegar sanna á eitthvað með tölum, að einhverjum þáttum er sleppt, annað hvort af van- þekkingu eða til þess að fá þær niðurstöður, er styrki fyrir- fram ákveðna skoðun. Að hafa tungur tvær Almennar rökræður hafa spunnizt um mál þetta og má ætla, að þær hafi varpað Ijósi á marga þætti landbúnaðar og þýðingu hans fyrir þjóðina og stöðu hans i þjóðfélagi okkar tima. Margir hafa gripið til pennans og rökrætt landbún- aðarmál og svarað málflutn- ingi þessa blaðs Sjálfstæðis- flokksins, um að útrýma bændum og kaupa búvörur i útlöndum. Þess hefur og verið krafizt, að Sjálfstæðisflokkur- inn lýsti þvi opinberlega yfir, hvort hann væri þessari skoð- un fylgjandi eða ekki. Það gerði flokkurinn ekki en lætur hitt aðalblað flokksins leggja áherzlu á byggðastefnuna og þar með öflugan landbúnað. Þetta er kallað að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Sjálfstæðisflokkurinn telur sér hag Iþvi, að hið útbreidda blað hans I Reykjavik, Visir, haldi fram útrýmingarboðskapn- um, þvi hann fellur mörgum borgarbúum vel i geð en Morgunblaðið heldur fram byggðastefnunni.” Djarfur boðskapur Að lokum segir Dagur: „Þessi grái leikur stærsta stjórnmálaflokksins I landinu varpar Ijósi á pólitisk vinnu- brögð, sem ættu að tilheyra liðinni tið. Það hefur engin þjóð lifað það af, að vanrækja land sitt og lifa i borgriki. Hver sú þjóð, sem hneigzt hefur um of i þá átt, hefur beð- ið fjárhagslegt og menningar- legt skipbrot og ætti það að vera sæmilega skynibornu fólki næg viðvörun i þessu efni. i Ijósi þessara staðreynda er það djarft að boða útrým- ingu bændastéttarinnar á ís- landi og innflutning erlendra búvara, en jafnframt svo frá- leitt, að furðu gegnir á öld menntunar. Það eru gömul og ný sannindi, að hverri þjóð farnast þá bezt, er hún býr sem mest að sinu og nýti þau náttúrugæði, sem hún á yfir að ráða. Kjósendur ættu að að- vara þann stjórnmálaflokk. sem heldur öðru fram.” a.þ. Fjáröflun til vegagerðar: ÞRJÁR NÝJAR REGLUGERÐIR BH—Reykjavik. — Fjármála- ráðuneytið hefur gefið út þrjár reglugerðir samkvæmt heimild- um I lögum um fjáröflun til vega- gerðar. Fjalla reglugerðir þessar um innheimtu bifreiðagjalda, ökumæla og endurgreiðslur innflutningsgjalds af bensini. Reglugerð um innheimtu bif- reiðagjalda o.fl., nr. 282/1975 kemur i stað reglugerðar nr. 264/1974. Reglugerðin fjallar aðallega um gjöld af flutninga- tækjum, er nota annað eldsneyti en bensin, svo og um gjöld af festi- og tengivögnum. Vegna skrifa A.Þ. i blaði yðar laugardaginn 28.6. 1975, i dálki merktum „A viðavangi”, vill Stéttarfélag islenzkra félagsráð- gjafa gera eftirfarandi athuga- semdir: 1. Af skrifum A.Þ. verður helzt ályktað, að höf. hafi ráðizt i ritun ofangréinds pistils af algjörri vanþekkingu, þrátt fyrir að dag- inn áður hafi i blaði yðar verið sagt allitarlega frá þingi nor- rænna félagsráðgjafa, sem þá stóð yfir. 1 þeirri grein var sérstaklega skýrt frá einu umræðuefni þings- ins, en það var skýrsla um félags- lega þjónustu i Breiðholti III, Það virðist hafa farið framhjá A.Þ., að markmið þingsins var að ræða um fyrirbyggjandi félagslegt starf. Ofangreind skýrsla um félagslega þjónustu i Breiðholti III var notuð sem umræðugrund- völlur tillagna um félagslegar umbætur i hverfinu. 1 grein sinni hefur A.Þ. valið að nefna nokkur atriði úr skýrslunni án samhengis eða skýringa. Einnig blandar hann saman vandamálum, sem nú þegar er að finna i Breiöholti III, og tilgátum um vandamál, sem upp kunna að koma. Slikur málflutningur virð- ist siður en svo til þess fallinn að leysa vandann. 2. 1 grein A.Þ. kemur fram, að höf. telur okkur skorta jákvæð viðhorf til úrlausna félagslegra vandamála. Okkar mat er, að fyrst verði að gera sér grein fyrir, i hverju vandinn er fólginn, áður en reynt er að benda á úrbætur. Skýrsla okkar var tilraun til að Helztu breytingar, sem felast i hinni nýju reglugerð, eru þessar: 1. Af bifreiðum, sem eru 4 tonn eða meira að leyfðri heildar- þyngd skal framvegis greiða skatt skv. ökumæli. Þessi mörk voru áður 5 tonna eigin þyngd. 2. Skattur af leigubifreiðum (disil) til mannflutninga, er taka allt að 8 farþega, skal vera kr. 2.80 á ekinn kilómetra skv. ökumæli. Aður var fastur skattur, er miðaðist við eigin þyngd bifreiðar. skýra félagsleg vandamál i Breiðholti III og hugsanlegar af- leiðingar þeirra. Hún byggir á tvennu. Annars vegar tölulegum upplýsingum, sem aðgengilegar eru um félagslega uppbyggingu og þjónustu i Breiðholti III, og hins vegar á reynslu okkar i starfi. Visum við þvi dylgjum A.Þ. um rógburð um Breiðholt III algjör- lega á bug. 3. Okkur skilst af niðurlagi greinar A.Þ., að félagsleg þjón- usta i Breiðholti III sé svo skammt á veg komin og raun ber vitni, vegna þess að milljónum króna sé ausið i félagsráðgjafa. Verður það vart skilið öðru visi en árás á starf okkar. Ber það vitni þess, að A.Þ-hefur litt hirt um að kynna sér starfssvið og störf félagsráðgjafa, áður en hann reit grein sina. Viljum við enn benda A.Þ. á, að einn af þáttum starfs félagsráðgjafa er einmitt að benda á og vekja athygli á þeim þáttum i umhverfi, sem leitt geta til félagslegra vandamála, og eft- ir þvi sem kostur er að vinna að úrlausn þeirra. Virðist okkur, að A.Þ. ætti fremur að ganga i lið með okkur og beina spjótum sinum i aðrar áttir, t.d. til borgarstjórnar, sem fjárveitingum ræður, m.a. til félagsmálá i Breiðholti III. Hafi þessar skýringar ekki nægt A.Þ., bjóðum við honum á félagsfund til umræðna um marg- nefnda skýrslu, hvenær sem hann þess óskar. Stjórn Stéttarfélags ísl. félags- ráðgjafa 3. Festi- og tengivagnar yfir 6 tonn að heildarþyngd eiga að hafa ökumæla. Til þessa hafa skattar eigi verið innheimtir vegna notkunar slikra vagna. 4. Gjaldskrárflokkun flutninga- tækja, er hafa ökumæla, er fjölgað úr 7 i 22. 5. Gjalddögum þungaskatts skv. ökumælier fækkað úr 413 á ári. 6. Viðurlög vegna vanskila eða misnotkunar mæla voru mjög hert með lögum nr. 79/1974. 1 reglugerðinni eru nánari ákvæði um beitingu þessara viðurlaga. 7. Eigendur bifreiða, sem til þessa hefur verið greitt gjald af skv. ökumæli, verða að hafa látið eftirlitsmann fjármála- ráðuneytisins lesa á og skrá stöðu ökumælis fyrir 11. júli n.k. kjósi þeir að gera skil vegna aksturs undanfarinna mánaða skv. ákv. reglugerðar nr. 264/1974. Verði bifreið eigi færð til álesturs fyrir 11. júli verður svo álitið, þegar álestur fer fram, að vegalengd skv. akstursmæli frá þvi siðast var lesið á mæli, hafi öll verið ekin eftir 10. júli 1975. Gjöld verða þá krafin skv. ákv. hinnar nýju reglugerðar. 8. Ráðuneytið mun ákveða með auglýsingu, hvenær gjald- skylda hefst vegna þeirra flutningatækja, sem hingað til hefur ekki verið greiddur þungaskattur af skv. ökumæli, en verða gjaldskyld með setnin'gu reglugerðar nr. 282/1975. U. Reglugerð um ökumæla nr. 283/1975 kemur i stað reglu- gerðar nr. 74/1970. Reglugerðin fjallar um isetningu og innsigl- un ökumæla. Breytingar þær, sem verða með hinni nýju reglugerð eru til samræmis þeim nýmælum, er felast i reglugerð nr. 282/1975 og getið er hér að framan. III. Reglur um endurgreiðslur innflutningsgjalds af bensini nr. 284/1975 koma I stað reglna nr. 9/1971. Framvegis verður hámark endurgreidds innflutningsgjalds af bensini miðað við 1000 litra notkun á vélar, sem eru 15 hestöfl eða stærri. Við umsókn um endur- greiðslu vegna notkunar bensins á dráttarvélar skal umsækjandi leggja fram stað- fest afrit af kvittun fyrir greiðslu lögboðinna ábyrgðar- trygginga. Þá er og skilyrði endurgreiðslu, að dráttarvél sé skrásett. Stéttarfélag íslenzkra félagsráðgjafa: Athugasemdir við skrif um Breiðholt III BAGGAKASTARI Átakalaus baggahiröing GERÐ BK baggakastarinn sparar bæði tima og erfiði. Einn maður sér um hleðslu bagganna á fljótan og auðveldan hátt Kast-stefna bagganna er stillanieg úr sæti ökumanns, sem er kostur á hallandi landi. Til afgreiðslu nú þegar Nánari upplýsingar hjá sölumanni G/obus? LAGMÚLI 5, SlMI 81555 KROI < m ZJ O ■ ■ ■ Hámarks- verð KRON- VERÐ Kaffi 118.00 110.00 Hveiti 5 Ibs. 241.00 218.00 10 Ibs. 482.00 436.00 Vex þvottaduft 3 kg. 631.00 571.00 Vex þvottalögur 3.81 1. 511.00 460.00 KRON MATVÖRUBÚÐIR MULTIPRESS MP-32 og MULTIMIX MX-32 brRuh Nauðsynleg tæki í eldhúsið þegar völ er á ný\u grænmefi og ávöxtum Varahlutir í Braun heimilistæki og rakvélar fyrirliggjandi BRAUN-UAABOÐIÐ: L. RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.