Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Föstudagur 4. júli 1975. með ungu fólki LANDSMÓT Ungmennafélags Islands nálgast nií óðum, en það verður sem kunnugt er, haldið á Akranesi dagana 11.-13. júli næstkomandi. Undirbiinings- starf er nú vel á veg komið, en eins og að Iikum lætur hefur verið umiið gifurlega mikið og gott starf til - undirbúnings landsmótsins, — og hafa hundr- uð manna og kvenna lagt þar hönd á plóg. Til að kynna lesendum litillega Landsmót U.M.F.f. kom umsjónarmaður þáttarins að máli við Sigurð Geirdal, framkvæmdarstjóra U.M.F.t. Ungmennafélag Islands er stofnað árið 1907 og var fyrsta landsmótið haldið á vegum félagsins tveimur árum siðar. Síðasta landsmót U.M.F.l. var haldíð á Sauðárkróki dagana 10. og 11. júlí 1971. Að sögn Sigurðar munu keppendur og starfsftílk koma til Akraness, fimmtudaginn 10. júli, en siðan mun keppni fara fram á föstudag, laugardag og sunnudag. Við inntum Sigurð eftir þvi, hvers vegna Akranes hefði orðið fyrir valinu sem mótsstaður, og sagði Sigurður, að Ungmenna- samband Borgarfjarðar hefði óskað eftir þvl að gerast fram- kvæmdaraðili mótsins og hefðu forráðamenn þess haft i huga að halda landsmótið að Varma- landi. „Það þótti hins vegar fljótlega sýnt", sagði Sigurður, ,,að ekki myndi takast að ljúka allri mannvirkjagerð við Varmaland á tilteknum tima, svo ungmennasamband Borgarfjarðar leitaði til Ung- mennafélagsins Skipaskaga á Akranesi og fékk það i lið með sér til að sjá um framkvæmd þessa landsmóts. Var og ákveð- ið að halda landsmótið á Akra- nesi og nota þau mannvirki sem þar eru fyrir". — Þurfti að reisa á Akranesi einhver sérstök mannvirki vegna landsmótsins? — Ekki beint sérstaklega. Hins vegar hefur iþróttahUs, verið i byggingu á Akranesi i mörg ár, — og naubsyn bar til að ljUka við það mannvirki. Þá má nefna að það þurfti að byggja upp alla aðstöðu fyrir frjálsar iþróttir, alveg frá grunni, auk þess sem ýmislegt varðandi Iþrdttastarfsemi á Akranesi hefur verið lagfært og endur- bætt. Þá sér landsmótið sjálft um að reisa sundlaug úr plasti. Landsmót Ungmennafélags Islands eru haldin á þriggja ára fresti. „Það er alveg óhætt að fullyrða það, að þessi þriggja ára undirbUningstlmi milli landsmóta er alveg lágmarks- tlmi", sagði Sigurður", „Þvi það er alveg ótriílega margt sem þarf að gera til að halda jafn fjölþætt mót sem landsmót- in eru." Sigurður sagði að með réttu hefði landsmót átt að vera-I "3?---------------T~ Kort af Akranesbæ, sérstaklega gert vegna landsmótsins. Landsmótin eru þver- skurður qf starfsemi félaganna fyrra, en það hefði komið ósk um frestun landsmótsins vegna þjóöhátiðarhalda. Kvað hann undirbUningsstarf hafa verið i fullum gangi I 2 ár auk þess sem nokkurt undirbúningsstarf hef ði veriðbUiðaðinna af hendi áður. — Hvað taka mörg ung- mennafélög þátt I landsmótinu? — Það er erfitt um það að segja, þar sem U.M.F.Í. er ekki samband einstakra félaga, heldur héraðssamband og þau eru 17 með mismunandi mörg félög innan sinna vébanda. Utan héraössambandanna eiga svo 7 félbg beina aðild að U.M.F.l. — Hvað er búizt við mörgum þátttakendum á þetta lands- mót? — Ef við skilgreinum þátttak- endur sem keppendur, starfs- fólk og sýningarhópa, hygg ég, að þeir verði ekki undir 3000. — í: áætlun ykkar, — hvað hafið þið; gert ráð fyrir mörgum gestum?! Hða að n'efna þá miklu og góðu aðstöðu sem nU verður fyrir hendi I hinu stóra og veglega IþróttahUsi á Akranesi, en það hUs er á stærð við Laugardals- höllina I Reykjavik", sagði Siguröur. Sérstök landsmótsnefnd var skipuð til að hafa með höndum undirbUning mótsins og er hUn skipuð sjö mönnum, tveimur frá U.M.F.I., tveimur frá Ung- mennaféíaginu Skipaskaga, og 15. landsmót U.AA.F.Í. verður haldio d Akranesi dagana 11.—13. júlí n.k. — Rætt við Sigurð Geirdal framkvæmda- stjóra U.M.F.Í. — Ef við miðum bara við þrjU þUsund þátttakendur má fast- lega gera ráð fyrir að þeim fylgi um 10 þUs. manns, — og það er lágmarkstala. Að Eiðum, þar sem landsmótið var haldið 1968 komu um 10 þús. manns, að Laugarvatni 1965 komu 35 þUs. manns, en þá var Hka einstak- lega gott veður allan mótstlm- ann. Ef ég ætti að gizka á f jölda gesta & þessu landsmóti á Akra- nesi myndi ég nefna töluna 20 þUs. Geta skal þess, að samningar hafa tekizt við forráðamenn Akraborgar um fjölgun á ferð- um skipsins landsmótsdagana og verður sérstakt fargjald I gildi þá daga, sem landsmótið stendur yfir og er það gjald 400 kr. lægra en venjulega, þ.e. 800 kr. i stað 1200 kr. Sigurður kvað það ótviræöan kost að halda landsmót á þétt- býlissvæðum, þar eð þess væri þá kostur að nýta ýmiss konar hUsakost sem fyrir hendi væri á stöðunum. Nefndi hann að nU yrðu skólar, samkomuhUs og önnur mannvirki notuð I þágu keppenda og starfsfólks lands- mótsins. ,,Ég get ekki látið hjá Sigurður Geirdal, framkvæmdarstjóri U.M.F.l. þrlr frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar. Landsmóts- nefndin skipaði siðan sérgreina- stjóra, sem eru 27 og þeir mynd- uðu slðan nefnd sem i eru u.þ.b. 270 manns, þ.e. 10 i hverri nefnd. Á þessu sést hversu margt manna hefur unniö að undirbUningi og I raun hve landsmdt U.M.F.l. er viðamik- ið. — Landsmóti er ætlað að vera þverskurður af starfsemi ung- mennafélaganna, sagði Sigurð- ur, þótt sumir vilji halda þvl fram að landsmótið sé einhvers konar sýning.sem sett er upp á þriggja ára fresti. NU, jæja, það má segja að landsmótin séu sýning, einhver glansmynd, sem sett er upp, en sU glans- mynd er þó sönn, — hun er all- tént spegilmynd af starfsemi félaganna og undirbUningi þeirra I mörg ár. A landsmóti er keppt I öllum helztu Iþróttagreinum, sem að einhverju marki eru stundaðar af félögum U.M.F.Í., svo og starfsiþróttum. Þá eru á hverju landsmóti kynntar nokkrar greinar Iþrótta, — þær, sem hafa vaxið verulega frá siðasta landsmóti og upplýsti Sigurður okkur um, að á þessu landsmóti yrðu fimm greinar Iþrótta sem kynntar yrðu, svonefndar kynn- ingargreinar. Þær eru: Lyfting- ar, blak, júdó, borðtennis og siglingar. Starfsiþróttir setja alltaf mik- inn svip Á landsmót. „1 fljótu bragði á fólk kannski erfitt með að skilja tilgang starfsíþrótt- anna, „sagði Sigurður, „en hann er I rauninni hvetjandi, þ.e.a.s. til aukinnar menntunar I þeim störfum sem starfs- Iþróttimar í'jalla um. Um allan heim eru mjög sterkir klUbbar sem hafa eingöngu á stefnuskrá sinni starfsiþróttir, svonefndir 4H klUbbar. Þetta er að visu ekki eins þróað hjá okkur og öðrum þjóðum, en tilgangurinn er sá sami og það er ekki Htill lærdómur og menntun sem keppendur I starfsiþróttum þurfa að ganga i gegnum," sagði Sigurður. Nefndi hann t.d. dráttarvéla- akstur, en þeirri grein er skipt I tvennt, annars vegar leikni öku- mannsins á vélina, og hins veg- ar bein þekkingarkönnun. — Vissulega eru sumar starfsiþróttirnar sérkennilegar fþróttagreinar, sagði Sigurður, eins og t.d. það að leggja á borð, — það sem manni finnst heima hjá sér vera steindautt fag. En þessi iþrótt reynir mjög á hug- myndaflugið, þvi keppendur verba að koma fram með hug- myndir. Sumir eru kannski með „afmælisdag gamla skipstjór- ans", aðrir með „nýstUdentum fagnað" o.s.frv. Listin er að leg^ja á borðið þannig að hug- myndin komi berlega I ljós á borðinu. Sigurður sagði að starfs- Iþróttunum mætti skipta í þrjá flokka, þær greinar sem lUta að landbUnaði, þær greinar sem lUta að sjávarútvegi og þær greinar sem lUta að land- græðslu. Auk þessa væru svo nokkrar greinar sem lytu að innanhUsstörfum, pönnuköku- bakstur, leggja á borð og fleira. Sigurður nefndi i þessu sam- bandi að nú væri engin kyn- skipting I starfsfþróttum. Kvennaárið hefði séð fyrir þvi. — Veðrið mun eðlilega ráða miklu um það hvernig til tekst á þessu landsmóti, sagði Sigurð- ur. En veðrið verður aldrei svo slæmt að neitt mistakist i sjálfu sér, þvl á Akranesi er hægt að flýja með ýmsar greinar inn i hUs ef svo ber undir. Á landsmóti verða dansleikir og kvöldvökur öll kvöldin. Þá má og geta þriggja erlendra sýningarflokka sem heimsækja þetta 15. landsmót sem U.M.F.I. heldur. Sigurður Geirdal, fram- kvæmdarstjóri U.M.F.l. á sið- asta orðið i þættinum MEÐ UNGU FÖLKI I dag: „Já, ég veit af eigin reynslu, aö á landsmóti er eitthvað við hæfi allra aldursflokka". Sennilega þarf enginn að efast um sannleiksgildi þeirra orða. Gsal. með ungu fólki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.