Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. júli 1975. TÍMINN tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- s'tjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu vio Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð í lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Hvar fékk Rostow upplýsingarnar? Hér var nýlega á ferð Eugene Rostow, fyrrver- andi aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna. Rostow gegndi þessu starfi i forsetatið Johnsons forseta, og var þá frægur fyrir að vera einn mesti haukur stjórnarinnar, en svo voru þeir menn þá nefndir, sem vildu halda áfram þátttöku Banda- rikjanna i Vietnamstyrjöldinni. Ekki hefði verið ástæða til þess að gera ferð Rostows hingað að umtalsefni, ef Morgunblaðið hefði ekki birt við hann viðtal, þar sem fram kem- ur furðuleg fáfræði um islenzk málefni. Þetta kemur strax i ljós i fyrirsögn viðtalsins, sem hljóðar á þessa leið: „Fyrst Islendingar gátu það, hljótum við að geta það, segja lýðræðissinnar i Portúgal og á Möltu." I viðtalinu farast Rostow svo orð á þessa leið: „Kommúnistar seilast alls staðar til áhrifa og lýðræðið á vissulega i vök að verjast. Það er eftir- tektarvert, að þið íslendingar hafið stappað stálinu i lýðræðisöfl i löndum, þar sem veruleg hætta er á því, að kommúnistar nái undirtökunum. Þessa varð ég áþreifanlega var t.d. i Portúgal og á Möltu nýlega. Lýðræðissinnar þar segja sem svo: „Fyrst íslendingum tókst að koma i vegfyrir að kommúnistar fengju yfirhöhdina, þá hljótum við einnig að geta það." Ég er sannfær-ður um, að einörð afstaða ykkar til þessa máls hefur haft geysimikla þýðingu." Þessi ummæli Rostows verða vart skilin á annan veg en þann, að i tib rikisstjórnar ólafs Jóhannes- sonar hafi kommúnistar verið komnir nálægt þvi að taka hér völdin, og að ástandið hér hafi þá ekki verið með öllu ólikt þvi, semþað er nú i Portugal. Það hafi þurft að gera mikið átak á Islandi til þess að kommúnistar næðu ekki yfirhóndinni. Allir Is- lendingar vita, að þetta er fjarri öllum sanni. Ástandið hérlendis i tið vinstri stjórnarinnar var eins ólikt ástandinu i Portúgal og verið getur, og þvi er furðulegt, að fyrrverandi aðstoðarutanrikis- ráðherra Bandarikjanna skuli bera sér slik orð i munn. En sökin er þó vart hans, heldur þeirra, sem hafa gefið honum upplýsingar um islenzk stjórnmál. Þvi hlýtur að verða spurt, þegar fyrr- verandi aðstoðarutanrikisráðherra Banda- rikjanna lætur slik ummæli falla: Hvaðan hefur hann þessar upplýsingar? Hvernig er þeirri vit- neskju háttað, sem æðstu menn utanrikismála i Washington fá um islenzk mál? Þótt Rostow hafi að visu verið farinn úr stjórn, þegar vinstri stjórnin kom hér til valda, er næsta liklegt, að hann hafi enn góð sambönd við upplýsingaþjónustu i Washington. Þess vegna hljóta þessi ummæli hans að beina athyglinni þangað og vekja spurningar um þá fræðslustarf- semi varðandi islenzk mál, sem þar fer fram. Það mun annars ekki nýtt, að þær upplýsingar, sem CIA og aðrar hliðstæðar þjónustustofnanir veita bandariskum stjórnmálamönnum um erlend stjórnmál, séu á álika rökum reistar og framan- greind ummæli Rostows bera merki um. Af þvi hafa margar rangar ályktanir verið dregnar i Washington, og afleiðingarnar orðið i samræmi við það. Engin ástæða er til þess að deila á Ro s tow fyrir þessi ummæli, þvi að vafalitið hefur hann talið sig vera að farameðrétt mál. En hitt er jafn- vist, að það mun ekki hafa bætandi áhrif á sambúð íslands og Bandarikjanna, ef haldið verður áfram slikri fræðslustarfsemi um Island i Washington. ÞÞ. ERLENT YFIRLIT Palme fær slæmar fréttir að heiman Svíar hafa ótrú á kjarnorkuverum OLOF PALME, forsætisráð- herra Svíþjóðar, er um þessar mundir á ferðalagi um rómönsku Ameríku. Hann ávarpaði kvennaársráðstefn- una I Mexicó á dögunum, og nokkru seinna kom hann til Havana og átti þar langt sam- tal við Kastró. Siðan hélt hann ferðinni áfram til Suður- Ameriku. Sænsku blöðin hafa fylgzt vel með ferðalagi hans, og er ekki að efa, að það verð- ur góð auglýsing fyrir hann. Olof Palme gat haldið að heiman i góðu skapi, þvi að rétt áður en hannhóf ferðina, birtu blöðin niðurstöður skoðanakannana, sem höfðu verið gerðar i maimánuði. Niðurstaða þeirra benti til þess aö sósialdemókratar, undir forustu Palme, ættu vaxandi fylgi að fagna, og að sósla 1 dem ók r a ta r og kommUnistar hefðu fengið þingmeirihluta, ef kosið hefði veriðí mai, en það myndi þýða að stjórn Palme sæti áfram. Palmehafa hins vegar ekki borizt eins góðar fréttir að heiman siðan hann hóf ferð- ina. Hann mun hafa verið staddur í Havana, þegar sænsku blöðin birtu niðurstöð- ur skoðanakannana.sem farið höfðu fram i júní. Niðurstaða þeirra varð sU, að miðflokk- arnir og íhaldsflokkarnir hefðu fengið þingmeirihluta samanlagt, ef kosiðhefði verið þá. Niðurstaða helztu könnunarinnar var þessi (inn- an sviga kosningatölur frá 1973): Sósialdemókratar 42.5% (43.6), Miðflokkurinn 26% (25.1), íhaldsflokkurinn 16.5% (13.9), Frjálslyndi flokkurinn 7% (9.4) og kommúnistar 5.5% (5.3). Frá niðurstöðum hlið- stæðrar könnunar i maímán- uði hafði orðið sú meginbreyt- ing, að Miðflokkurinn hafði aukið fylgi sitt úr 23% 126% en fylgi sósialdemókrata lækkað úr 44.5% i 42.5%. Það getur verið Palme huggun, að enn er meira en ár til kosninga, en þær eiga að fara fram haustið 1976, ef Palme notar sér ekki þing- rofsréttinn til að láta kjósa fyrr. Margt getur breytzt á þeim tima, Palme i hag. Sumir spá þvi meira að segja, að hlutur Palme geti strax batnað i næsta mánuði, sökum þeirrar athygli, sem ferðalag hans um rómönsku Ameriku vekur. ÞAÐ ER þó liklegt, að hinn skyndilegi vóxtur Miðflokks- ins valdi Palme nokkrum áhyggjum, þvi að hann er tal- inn stafa af ástæðu, sem erfitt getur orðið fyrir Palme að glima við. Það er nefnilega talið, að fylgisaukning Mið- flokksins reki nær eingöngu rætur til eins máls, en það er áætlun um byggingu nýrra kjarnorkuvera. Mesta hita- málið á þinginu, sem lauk störfum i maílok, var frum- varp rikisstjórnarinnar um orkumál, en það fól m.a. i sér heimild til að byggja 13 ný kjarnorkuver. Miðflokkurinn beitti sér harkalega gegn þessu ákvæði frumvarpsins, og byggði andstöðu sina á þvi, að kjarnorkuverum gæti fylgt margvisleg hætta fyrir um- hverfið, og þvi ættu Sviar ekki að fjölga kjarnorkuverum, heldur reyna að leysa orkumál sin eftir öðrum leiðum. Palme og stjórnarsinnar héldu þvi fram, að visindamenn hefðu Thorbjörn Falldin hefur ástæðu til að gleðjast yfir niðurstöðum siðustu skoðanakannana. kynnt sér þetta svo itarlega, að hér ætti ekki að vera nein hætta á ferðum. Miðflokkur- inn lét sér samt ekki segjast, og greiddi atkvæði gegn fjölg- un kjarnorkuveranna. Flokk- urinn hefur áréttað þessa af- stöðu sina á landsfundi, sem hann hélt nýlega. Talið er, að þessi afstaða hans hafi mælzt vel fyrir meðal almennings og eigi aðalþátt i þvi, að fylgi hans jókst eins mikið i siðustu skoðanakönnuninni, og raun bar vitni. Þá er talið að þetta mál hafi styrkt mjög að stöðu Thorbjörns Fálldin, for- manns Miðflokksins, en aðalsennan i þinginu stóö milli hans og Olofs Palme. ANNARS gat Olof Palme verið ánægður með siðasta þing að öðru leyti. Hann gat afgreitt fjárlög og skattamál á þann hátt, sem hann helzt ósk- aði, með þvi að semja við flokkana á vixl. 1 mörgum öðrum málum varð hann að sætta sig við hlutkesti. Staðan á þingi er nú su, að sósial- demókratar og kommúnistar hafa samanlagt 175 þingmenn, og Miðflokkarnir og Ihalds- flokkurinn hafa samanlagt 175 þingmenn. KommUnistar hafa oftast fylgt sósialdemókrötum að málum, þegar til meirihátt- ar atkvæðagreiðslu hefur komið. Þegar atkvæði verða jöfn, ræður hlutkesti úrslitura A hinu nýlokna þingi varð að beita hlutkesti 72 sinnum, og höfðu sósialdemókratar heppnina með sér i 35 skipti, en hinir flokkarnir í 37 skipti. Annars var viðtækt samkomu- lag um flest mál, sem þingið afgreiddi, enda forðaðist rikisstjórnin yfirleitt að láta koma til atkvæðagreiðslu um meiriháttar stefnumál, þar sem hún hefði verið tilneydd til að efna til kosninga, ef slík mál hefðu fallið. Að vissu leyti hefur þetta hlutkestisástand á þinginu verið hagkvæmt fyrir Palme, því að hann hefur með góðri samvizku getað frestað ýmsum umdeildum kosninga- loforðum, með skirskotun til þess, að hann hafi ekki viljað eiga það undir hlutkesti, hvort þau næðu fram að ganga eða ekki. FLOKKARNIR eru nU þeg- ar farnir að búa sig undir kosningarnar á næsta ári. Sósialdemókratar hafa hafið baráttu fyrir sex klukku- stunda vinnudegi. Þeir lofa þvi þó ekki að knýja þessa breytingu fram strax, heldur stefni þeir að þvi i áföngum. Miðflokkurinn hefur ekki tekið þessari hugmynd illa, en hann beinir aðalsókn sinni gegn at- vinnuleysinu og lofar að beita sér fyrir margvislegum ráð- stöfunum til að bæta úr þvi. M.a. lofar hann minni fyrir- tækjunum margvislegum stuðningi, þvi að þau auki ekki aðeins atvinnuna, heldur séu þau að ýmsu leyti mannlegri . en risafyrirtækin. Þá leggur hann mikla áherzlu á marg- vislega umhverfisvernd og eflingu landbúnaðar. Hann segir, að Svium beri mark- visst að stefna að þvi að vera sjálfum sér nógir á sviði land- biinaðarframleiðslunnar. Það sé óskhyggja, að hægt verði að fá ódýrar vörur á heims- markaðnum þegar búið sé að skapa það ástand i þriðja heiminum, að fólk þurfi ekki að svelta, en að þvi hljóti að koma og þurfi að koma sem fyrst. Svium sé það þvi mikið framtiðarmál að efla land- búnaðinn. SU var tiðin að Miðflokkur- inn, sem þá hét reyndar Bændaflokkurinn, átti allt fylgi sitt i sveitum. Fyrir til- tölulega fáum árum hóf flokk- urinn að leita sér fylgis i bæj- um og borgum og hefur orðið svo vel ágengt, að enginn. flokkur hefur aukið eins mikið fylgi sitt þar og hann á þessum tima. Einkum hefur hann hlotið fylgi lágtekjufólks. Skoðanakannanir benda til þess, að hann sé nU sá flokkur Sviþjóðar, sem hafi mest af lágtekjufólki innan vébanda sinna. Það virðist treysta hon- um betur en sósialdemókröt- um og kommunistum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.