Tíminn - 04.07.1975, Qupperneq 9

Tíminn - 04.07.1975, Qupperneq 9
Föstudagur 4. júli 1975. TÍMINN 9 ALDAR r A MORGNI Launráð og landsfeður.' Bréfaskipti Björns Jónssonar og Valtýs Guðmundssonar Jón Þ. Þór bjó til prentunar. Almenna bókafélagið. Jón Þ. Þór skrifar inngang að bréfum þessum svo sem eðlilegt er. Er það lesendum til fróðleiks sem baksvið og umhverfi þess- ara bréfagjörða. Þess gætir nokkuð að útgáfan virðist hugsuð til varnar dr. Valtý. Útgefandi telur að enginn islenzkur stjórnmálamaður hafi verið jafn umdeildur og hann, oft hafi hann verið dæmdur rangt og hann gjaldi þess, að hann eigi enga afkomendur til að halda minningu sinni á lofti með lofsamlegri bókargerð. Allt er þetta gott og blessað. Þó er skylt að muna að áður er komin út bréfabók eftir Valtý: Doktor Valtýr segir frá, bréfi sem Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Það er ritað af vangá, sem stendur á bls. 24 i innganginum: „Hitt skal hins vegar tekið skýrt fram, að Valtýingar höfðu ekk- ert á móti þvi að fá sima lagðan til landsins, heldur töldu þeir að fá mætti hagstæðari samninga en Stóra norræna bauð upp á”. Valtýr var að sönnu búinn að vinna að þvi árum saman, að ts- land fengi simasamband við umheiminn. Þegar svo kom til framkvæmda undir forustu Hannesar Hafsteins þótti þeim félögum samningurinn verri en vera þyrfti án þess þó að hafa þar nokkuð fast i hendi til samanburðar. Björn Jónsson benti Valtý á það i þeim bréfum, sem hér eru birt, að nú þyrfti að fá tilboð, þar sem enginn tæki mark á gömlu tilboði: (Bls. 339 ,,... enginn, ekkert þing etc. get- ur byggt á 2 ára gömlu tilboði nú á dögum og raunar aldrei”). En fyrst og fremst lögðu þeir áherzlu á það, að simaþráður væri alltof dýr og úreltur, þvi að þráðlaust loftskeytasamband væri ódýrara og hagkvæmara. Þeir voru meira að segja að ráðgera þannig samband innan- lands i stað simans. Valtýr talar um það á bls. 331, að þannig megi fá „landsima margfalt ódýrari en nú er ætlast til”, en auk þess væri „leið til að fá sæ- simann miklu ódýrari fyrir okk- ur (þó honum væri haldið)” Það er misskilningur og mis- hermi að Valtýingar hafi aldrei verið á móti sæsimanum. Þessi bréf eru á margan veg fróðleg. Eitt er það að notkun margra danskra orða sýnir að þá voru ekki islenzk orð tiltæk i staðinn. Af handahófi má minna á magthavere, redaktion, guerillastrið, afslöring, blanketta, baghaanden, dybste Statshemmekighed, og mætti svo lengi telja. Vel kemur fram i þessum bréfum að þeir Björn og Valtýr voru framfaramenn. Þeir voru báðir áhugamenn um simasam- band. Þeir voru hvatamenn að stofnun Islendsbanka og vildu fúsir vinna það til að fórna Landsbankanum. Þar kom það lika til greinilega, að þeim sárn- aði að Landsbankinn var i hönd- um pólitiskra andstæðinga. Hitt sé ég ekki af þessum bréfum hvað það var, sem Valtýr vildi oe ætlaði að gera ef hann fengi ráðherravald en Hannes Haf- stein gerði ekki. Hitt hef ég lengi vitað, að Skúli Thoroddsen var langt á undan sinum tima með hugmyndir um ýmsa félags- málalöggjöf. En að það, hvar menn stóðu i flokki á þessum ár- um hverju sinni — þvi að menn voru ekki fastir i flokkum — geri okkur fært að raða þeim upp sem umbóta- og framfaramönn- um og afturhaldsmönnum held ég að sé mikil einföldun mála og grunnfær söguskilningur eða verra en það. Leiðir skildu með þeim Valtý og Birni þegar kom að barátt- unni um Uppkastið. Frá þvi greina þessi bréf litið en i sið- ustu bréfum bókarinnar er þess þó farið að gæta. Báðir höfðu þeir félagar látið sér vel lika ádeilur Landvarn'armanna á Hannes Hafstein og hans menn. Þeir reiknuðu i fyrstu hvorugur með að það yrði neitt verulegt úr fylgi þeirra. En Landvarnar- menn vöktu hreyfingu. Birni og Valtý fannst að það mætti nota til að hræða Dani og knýja þá til samninga. En svo fór Valtýr að hika Honum fannst skilnaður ekki timabær. Hann hafði alltaf Gistihúsið Hvolsvelli simi 99-5187 — 5134 Bjóðum góð herbergi og morgunverð Opið allt árið. Kennarar Kennara vantar að Gagnfræðaskólanum i Hveragerði. Kennslugreinar: stærðfræði, bókfærsla, vélritun. Einnig er laus hálf staða handavinnu- kennara stúlkna. Umsóknarfrestur er til 15. júli n.k. Umsóknir sendist formanni skólanefndar Bjarna Eyvindssyni (simi 4200 eða 4153) og gefur hann nánari upplýsingar. Skólanefnd Ölfusskólahverfis. viljað semja við Dani. Nú fannst honum Uppkastið bjóða allt sem máli skipti og við hefðum með að gera. Og þá gekk hann til liðs við Hannes Hafstein. En aldan, sem Landvarnarmenn höfðu vakið hreif Björn Jónsson með sér. Og Hannes Þorsteinsson — Durgur, eins og þeir Valtýr og Björn nefndu hann sin á milli — kom með Þjóðólf sinn til liðs við Skúla Thoroddsen. Og þeir unnu frægan sigur, — en nutu hans litt. Björn Jónsson og Skúli voru þá bilaðir menn að heilsu. Björn fékk ráðherravöld en jók engu við frægð sina með þeim. Skúli losnaði við það að valda mönn- um vonbrigðum i ráðherrasæti. Björn hafði talað stærra en svo, að þvi yrði fylgt eftir i verki. Þegar Valtýr gekk til liðs við Hannes Hafstein og Uppkastið hlaut hann að yfirgefa alla drauma sina um forustu i flokki og ráðherrastól. Ef til vill hefur honum ekki verið mikil eftirsjá i þvi. Hafi hann samt fyllilega meint allt sem hann sagði um Hannes Hafstein og hans lið, þá hefur honum hlotið að óa við að ganga i það sálufélag. En hann elskaði heldur ekki alla flokks- bræður sina eða dáði. Það er ljóst af þessum bréfum að sam- band þeirra Skúla Thoroddsens var ekki gott. Var kannske svo komið 1908, að honum þætti Hannes engu verri en Skúli? Og fannst Valtý að hann væri ekki lengur foringi fyrir liði sinu hvort eð var? I inngangi eru hugleiðingar um það hvers vegna danska stjórnin hafi ekki skipað Valtý ráðherra fyrir Island með bú- setu i Kaupmannahöfn — eða þá i Reykjavik, — strax eftir þing 1901. Þykir útgefanda að það hefði verið eðlilegt og slær þvi þá föstu, að „Valtýingar, sem voru frjálslyndir og framfara- sinnaðir hefðu átt að standa dönskum Vinstrimönnum nær en Heimastjórnarmenn”. Frumvarp Valtýs var sam- þykkt með naumum meirihluta. Það gerði ráð fyrir ráðherra i Kaupmannahöfn þó að eftir á gerðu Valtýingar ályktun um að hann mætti vera i Reykjavik ef Danir vildu svo vera láta. Þá var nú ekki óeðlilegt þó að dönsk stjórn, sem vildi heimastjórn, teldi eðlilegt að athuga málið betur. Og úr þvi það var gert og Heimastjórnarmenn unnu mik- inn kosningasigur var nánast sjálfgert að velja mann úr þeirra liði. Glæsimennska Hannesar Haf- steins var ekki öll i útlitinu. Hún var engu siður i framgöngunni. Skýringin á frama Hannesar Hafsteins hefur alltaf verið skýrð öðrum þræði i persónu- legum samböndum hans i Dan- mörku. Þvi segir i Alþingis- rimunum: „Ég held ég þori að hætta á það að hefja útför slika. Georg Brandes á ég að og Edvard karlinn lika”. Hvað gátu Danir óttast af hálfu Valtýs, mannsins, sem hafði lagt sig fram um að ná samkomulagi við stjórn Hægri- manna? Útgefandi telur að fram komi greinilega i þessum bréfum að Ólafur Halldórsson hafi haft hug á ráðherraembættinu. Ekki sé ég að svo sé. Það kemur fram að sumir höfðu augastað á honum, en þó að hann spyrði Valtý einu sinni um viðhorf flokksbræðra hans til sin i þvi sambandi, sannar það litið. Verið gat að hann hugsaði sér að vera til við- tals ef einhugur væri um sig. Annars sýnir það hvað menn höfðu takmarkaðan skilning á embættinu og þingræðinu, að þeir höfðu augastað á Ólafi, sem ekki var annað en skrifstofu- maður i stjórnarráði. Eftirtektarvert er viðhorf þeirra Valtýs og Björns til manna eins og Þórhalls Bjarna- sonar og Klemens Jónssonar. Báðir þessir menn voru sjálf- stæðir i skoðunum og vildu ráða ferðum sinum. Klemens var nánast utan flokka um skeið þegarhart var barizt. Þórhallur stóð svo nærri Valtýingum um skeið, að þeir töldu sér hann. En auðfundið er á þeim Valtý og Birni, að þeir kjósa sér fremur auðsveipnari menn. Þessi bréfaskipti skýra ýmis- legt i stjórnmálasögu okkar um aldamótin. En þær sögur verða aldrei sagðar og raktar, svo að ekki séu ýmsar ráðgátur eftir. H.Kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.