Tíminn - 04.07.1975, Page 12

Tíminn - 04.07.1975, Page 12
12 TÍMINN Föstudagur 4. júli 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 61 „Ég skildi aldrei hvers vegna karlfauskurinn f lutti lík telpunnar í aðra gröf," sagði hann við Kern. Hjart- slátturinn var nú mun hægari. „Ég man eftir því er við grófum hana upp. Ég man líka hvernig hún leit út eftir að hafa legið þarna í sex mánuði. Ekki gleymi ég heldur hvernig hann hafði leikið hana. Ég hugsaði með sjálfum mér, að þetta hefði verið átakanlega einmannalegur dauðdagi." „Hvað kom yfir þig hér áðan?" — „Ekki neitt. Læknirinn kallaði það þreytu." — „Andlitið á þér var ámóta gráttog skyrtan þín." Fleiri f lutningabílar skröltu framhjá. Vegna hávaðans frá þeim komst Teasle hjá því að svara. Þá sveigði lög- reglubifreið upp að flutningabílum, sem þeir voru í. Ljósin á bílnum köstuðu bjarma á þá. Teasle vissi, að hann myndi komast hjá því að svara. „Ég verð víst að hafa mig af stað," sagði Kern treg- lega. — „Þetta eru Labb-Rabb tækin. Það er eftir að dreifa þeim." Hann gekk f átt að lögreglubílnum — hikaði, en sneri svo við aftur. — „Þú gætir að minnsta kosti lagst niður á bekkinn þann arna og sof nað svolitið á meðan ég bregð mér frá. Þú finnur strákinn ekki með því að einblína á landakortið. Líklega viltu vera hress og vel upplagður þegar við leggjum af staðá morgun. ,, Ég halla mér ef ég þreytist. Ég vil vera þess f ullviss, að allir séu á sínum stað. Það er eins gott að ég geri hér eitthvertgagn. Ég er ekki í neinu ástandi til að fara með þér upp í hæðirnar." „Hmm. Varðandi það sem ég sagði á spítalanum um lélega frammistöðu þína þarna uppfrá —" „Það verður ekki aftur tekið. Gleymdu því. — „Hlustaðu á mig. Ég veit að hverju þú stefnir. Þú ert að hugsa um alla samstarfsmenn þína, sem hann skaut niður. Þú ert að refsa sjálfum þér með því að ofreyna líkammann. Ef til vill hef ég eitthvað til míns máls. Or- val væri kannski enn á lifi ef þú hefðir strax haft mig með í ráðum. En það var strákf jandinn sem skaut hann ásamt öllum hinum. Ekki þú. Reyndu að hafa það hug- fast." Teasle þurfti ekki þessa áminningu. — „ Ríkislögreglu- sveit númer nítján komin á sinn stað," sagði talstöðvar- maðurinn. Teasle sogaði að sér sígarettureykinn og fylgdist nákvæmlega með lögreglumanninum er hann festi enn annan gulan pinna á austurhluta landakortsins. ANNAR KAFLI Uppdrátturinn á kortinu var allur mjög ónákvæmur. — „Enginn hefur áður viljað nákvæman uppdrátt af hæðunum fyrr," sagði landmælingamaður héraðsins sér til afsökunar, er hann kom með uppdráttinn. —„Við ger- um kannski nákvæmari uppdrátt, ef einhvern tíma verður lagður vegur þarna. En landmælingar eru dýrt fyrirtæki, sérstaklega í svo hrikalegu landslagi. Það virtist aldrei skynsamlegt að eyða öllum sjóði okkar í hlut, sem ósennilegt var að kæmi nokkrum að gagni." Uppdrátturinn af nærliggjandi vegum var þó áreiðan- legur. Vegirnir sem teygðust norður eftir kortinu mynduðu ferning, en þeir sem lágu í suður mynduðu hálfboga. Vörubtllinn, sem Teasle var i gegndi hlutverki talstöðvarbíls, og var á einum af syðstu vegunum. Ríkis- lögreglumaðurinn hafði f undið hann á svipuðum slóðum. Rambo hafði síðast verið á þessum slóðum. Þess vegna var leitinni stjórnað út frá þessu svæði. Talstöðvarmaðurinn leitá Teasle. —„Ég heyri í þyrlu. Mennirnir eru að segja eitthvað, en það er ógreinilegt. —,,Við erum nýbúnir að senda tvær þyrlur. Þær ættu ekki að vera komnar svona fljótt." — „Kannski er þetta vélarbílun?" — „Þyrlan er kannski alls ekki á okkar vegum. Þetta gæti verið enn einn fréttamannahópurinn að taka myndir. Sé svo, vil ég ekki að þeir fái að lenda." Talstöðvarmaðurinn kom þessu til skila og bað um kennimerki. En það kom ekkert svar. Þá heyrði Teasle hvin skrúf ublaðanna og vélardyninn. Hann reis stirðlega upp af bekknum og gekk með erf iðleikum að tjaldopinu á bílpallinum. Fast við vörubílinn var akurinn, sem hann hafði skrönglast yfir þennan sama morgun. Úti var dimmt. Skyndilega sá hann plógförin greinilega, er skærhvítt leitarljós kviknaði undir þyrlunni. Ljósið f lökti um akurinn, og virtist sömu gerðar og Ijósið, sem kvikmyndatökumennirnir höfðu notað skömmu áður. — „Þeir eru á sveimi yfir okkur. Reyndu að ná sam- bandi. Þeir mega ekki lenda, sagði Teasle við talstöðvar- manninn. En þyrlan hafði þegar tyllt sér, og vélardynurinn hljóðnaði. Hvinur skrúfublaðanna hljóðnaði. Ljós var í f lugstjórnarklefanum. Teasle sá mann klifra út úr hon- um. Maðurinn gekk yf ir akurinn og i átt að vörubílnum, stöðugur, teinréttur og liðugur. Teasle vissi undir eins að þetta var ekki fréttamaður. Hann þurfti ekki einu sinni að líta á fötin. Ekki var þetta heldur ríkislögreglumaður, afturreka vegna vélarbilunar. Þetta var maðurinn, sem Teasle hafði sent eftir. jDrekigerir tilraun til að lifa ,,e61ilegu llfi”, /— — iÞessi frádráttur minnkaBTN jlaunin um helming, þóer ) Lnógfyrirmatoghúsnæöi. ■' !~fí Láttumigfá peningana eöa ég skýt! Dreki stenst þaö aö ráöast á þjófinn og slá hannniöur. Nei, ég er ekki aö eltast viö þjófa, lögin sjá um þetta. FÖSTUDAGUR 4. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (11). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallaö viö bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11:00: Ingrid Haebler leikur Sónötu fyrir píanó i Es-dúr op. 122 eftir Schubert/Fine Arts kvartettinn leikur Strengjakvartett i e-moll op. 44 eftir Mendelssohn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lifs og moldar” eftir Guö- mund L. Friðfinnsson. Höfundur les (7). 15.00 Miödegistónleikar. Leontyne Price syngur ari- ur úr „Grimudansleikn- um”, „II Trovatore” og „Valdi örlaganna” eftir Verdi. Filharmóniusveit New York-borgar leikur „E1 Salón. Mexico”, hljóm- sveitarsvitu eftir Aron Copland, Leonard Bernstein stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Tónleikar. 17.30 „Sýslaö i basiinu”, — minningar Guðmundar Jónssonar frá Selbekk Jón frá Pálmholti skráði og les (1). 18.00 „Mig hendir aldrei neitt”,stuttur umferðarþátt- ur i umsjá Kára Jónasson- ar. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neytenda. Þórunn Klemensdóttir sér um þáttinn, sem fjallar um verðlag. 20.00 Dúó fyrir klarinettu og fagott nr. 1 i C-dúr og nr. 3 i B-dúr eftir Beethoven. Béla Kovács og Tibor Fulemile leika. 20.30 Kristur og heimilið. Séra Guðmundur Þorsteinsson flytur syndouserindi. 21.00 Kór hollenzka útvarpsins syngur andleg lög. Max Boeckel stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Móöir- in” eftir Maxim Gorki. Sigurður Skúlason leikari les (20). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. tþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Tímlnner peningar .Verjum .SBgróöurJ verndumi landOT?/

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.