Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 4. júll 1975.
TÍMINN
13
'ltiiiiiiiiiiiilllllliii
Stutt athugascmd frá
sóknarpresti Digranes-
prestakalls
Hér kemur bréf frá séra Þor-
bergi Kristjánssyni, sóknar-
presti I Digranesprestakalli.
Séra Þorbergi likar ekki alls
kostar frétt, sem birtist I blað-
inu fyrir skömmu, þar sem
fjallað var um hin hatrömmu
átök meðal Sjálfstæðismanna i
Kópavogi:
„1 Bæjarpósti Þjóðviljans og
skrifum tveggja Kópavogsblaða
(Kópavogur og Ný stefna) hafa
birzt næsta undarlegar ritsmið-
ar um eitt og annað í Digranes-
söfnuði og sóknarprest hans.
Nafnlausum þvættingsskrif-
um af þvi tagi, sem hér um ræð-
ir, hef ég ekki hirt um að svara
og mun ekki gera það hér. En
þegar fréttastjórinn á blaði
kirkjumálaráðherra bergmálar
þann róg sem hér um ræðir, tel
ég rétt að gera stutta athuga-
semd.
IgreiniTimanumidag (2.7.),
merktri H.H.J., segir m.a. að
hlutafélagið Þorri hafi reynt sitt
Itrasta til að ná yfirráðum i
safnaðarstjórn Digranessóknar.
Er að þessu vikið i framhaldi af
frásögn um átök innan Sjálf-
stæðisflokksins i Kópavogi, er
staðið hafi milli þeirra Þorra-
manna og Sigurðar Helgasonar
lögfræðings.
Um þau efni er mér alls
ókunnugt, en vil upplýsa, að þvi
fór viðs fjarri, að flokkspólitisk-
ar ástæöur af einu eða neinu
tagi lægju að baki þvi, að þeir
sem ganga áttu úr safnaðar-
stjórn Digranessóknar á sl.
hausti, urðu ekki sjálfkjörnir
aftur og að einn þeirra féll raun-
ar Ut.
Á almennum fundi Digranes-
safnaðar haustið 1973 vék ég
m.a. að þvi, að ég teldi illt, að
söfnuðurinn skyldi ekki hafa
umráð yfir neinu húsnæði innan
prestakallsins, sérstaklega
vegna fermingarundirbúnings
ogbarnastarfs. Gagnrýni minni
á aðgerðarleysi sóknarnefndar I
þessu efni, var ekki svarað að
öðru leyti en þvi, að vara-
formaður lét þess getið að þeir
sem vildu verða hlutgengir
Ktípavogsbúar yrðu að læra að
búa við óbeysnar ytri aðstæður.
Hins vegar gerðist það á þess-
@DKILDra@
Höggdeyfar
í flestar
gerðir
bifreiða
frá Japan
og Evrópulöndum
HlLOSSIf
Skipholli 3S ¦ Sitnar:
8-13-50 verilun -8-13-51 verkstæði -8-13-52 skrifstola
um fundi, að safnaðarmaður
einn Þorleifur Jónsson, ræddi
þann möguleika, að stofnað yrði
bræðrafélag innan safnaðarins,
er m.a. gæti stuðlað að bættri
starfsaðstöðu prests og safnað-
Að liðlega ári liðnu, eða I nóv.
1974, var næsti safnaðarfundur
Digranesprestakalls haldinn.
Þar lét ég enn I ljós óánægju yfir
starfsaðstöðu minni, og taldi lítt
á sóknarnefndaroddvita að
byggja varðandi úrbætur.
Þrir áttu að ganga úr sóknar-
nefnd að þessu sinni, og urðu
sem sagt ekki sjálfkjörnir.,
Þorleifur Jónsson, sem ári áður
hafði rætt um stofnun safnaðar-
félags, stakk upp á þrem öðrum
I þeirra stað. Um 40 manns mun
hafa tekið þátt Ikosningunni, og
dreifðust atkvæði nokkuð. Fóru
leikar svo, að tveir þeirra, er Ut
áttu að ganga, voru endurkjörn-
ir með eins eða tveggja atkvæða
mun, en nýr maður kom inn I
stað fráfarandi formanns, og
var nokkur munur á atkvæða-
tölum þeirra.
Ég hygg, að ekki þurfi að
segja þeim, er til þekkja I Kópa-
vogi, að Þorleifur Jónsson hafi
með tillögum sfnum um nýja
menn verið að reka erindi and-
stæðinga Sigurðar Helgasonar.
Allt slíkt var auðvitað utan
sjónarhrings. Tillögumaður
hefur lengi unnið að safnaðar-
málum og veit vel, að hlutverk
sóknarnefndar er að tryggja
sóknarpresti viðhlitandi starfs-
aðstöðu.
Ég hafði ekki farið I neina
launkofa með það álit mitt, að
mér fyndist fráfarandi sóknar-
nefndarformaður hafa staðið
linlega að málum, og þvi var
einfaldlega stungið upp á mönn-
um, er liklegir þóttu til þess að
taka jákvætt á þessum hlutum,
— enda höfðu þeir raunar allir
áður gengið fram fyrir skjöldu I
þvi efni. Ég ætla og, að ekki
reynist auðvelt um þá alla, að
sýna fram á tengsl þeirra við
Þorra h.f., sem raunar kemur
þessu máli ekki við. Hitt má vel
vera, að gagnrýni min á fyrr-
verandi sóknarnefndarformann
hafi verið ósanngjörn, — en það
er önnur saga, sem ekki verður
rakin hér.
Kópavogi 2.7.1975.
Þorbergur Kristjánsson."
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið.
2. júli 1975.
Laus staða
Staða forstöðumanns Heilbrigðiseftirlits rfkisins er laus
til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október næstkomandi.
Umsækjendur skulu vera læknar, eða dýralæknar með
sérmenntun I heilbrigðisfræði, menn með háskólapróf I
heilbrigðisfræði, eða aðra háskólamenntun, er fullnægir
kröfum um sérþekkingu I heilbrigðiseftirliti að mati
ráðherra.Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu fyrir 15. ágúst 1975.
Bankastræ=ti 9 - Sími 11811
dE2> acroíar
Lyftutengd 4ra hjóla
rakstrar og snúningsvél
Vinnslubreidd 2 m
Hentug til rakstrar
frá skurðköntum og
girðingum.
Nánari upplýsingar
hjá sölumanni
Til afgreiðslu nú þegar
Globusn
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555
ÍNYKOMIÐ í DÖMUDEILD:
ÍÍKaki kjólar
||Þunnar kápur
^Mjó leðurbelti
1| Silkitreflar
l^ Gallabuxur
/"
Fataverzlun fyrir
DÖMUR & HERRA
^^^^^^^^^^
gNÝKOMID í HERRADEILD:
Grófriffluð flauelsföt,
jakkar og buxur
Rúllukragapeysur
Se»v
á**°
e&«
iö»'
,iV.r»
ív»
^Leðuriakkar
I
OPIÐ TIL KL.10 I KVOLD
hyggingaþjónusta
BOLHOLTI 4
ALLT
Á EINUAA STAÐ
Steinsteypa, timbur, gluggar, miðstöðvarofnar, einangrunarplast.
Tvöfalt einangtunargler, steypujarn þakjárn, ólklæðning, handrið.
Stigar, milliveggjaplötur, þakpappi, þakpappalagnir, þéttiefní.
BlikksmÍðavörur,inni-ogútidyrahurðir,eldhúsinnréttingar,teppi.
Fataskápar, harðviðarklæðning, raftæki, Ijósabúnaður,
vegg og gólfflísar og fleiri
vöruflokkar til húsbygginga.
LEITIÐ TILBOÐA