Tíminn - 04.07.1975, Blaðsíða 16
¦111
' Föstudagur 4. júli 1975.
!LT;
fyrirgóéan mat
^ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Wilson um stefnu
sína í efnahags
málum:
Hvika ekki
frá henni
Reuter-London. Harold Wilson
forsætisráöherra fullvissaöi
brezka þingmenn um það i
gær, að brezka stjórnin væri
staðraðin aö standa á móti
hærri launahækkun en 10% —
þrátt fyrir haröa andstöðu
vinstri vængs Verkamanna-
flokksins. Sú fyrirætlun Wil-
sons aö knýja fram 10% launa-
hækkun sem hámark — með
iöggjöf, ef nauðsyn krefur —
fer skýlaust I bága við loforð
hans fyrir sfðustu þingkosn-
ingar.
Margaret Thatcher, leiðtogi
thaldsflokksins, spurði Wil-
son, hvort hann stæöi við
áform sin — þrátt fyrir þrýst-
ing verkalýðshreyfingarinnar.
Forsætisráðherrann svaraði
stutt og laggott: — Fjármála-
ráðherrann hefur gert grein
fyrir stefnu stjórnarinnar og
ég hvika ekki frá henni.
Wilson
Er nýtt hráðahirgða-
samkomulag Egypta og
ísraelsmanna í nánd?
Sendiherra ísraels í Bandaríkjunum átti tvo ieynilega
fundi með Kissinger utanríkisráoherra
Reuter -Washington. Simcha
Dinitz, sendiherra tsraels i
Bandarikjunum, fiaug á þriðju-
dag til Jómfrúreyja, þar sem
hann átti tvo leynilega fundi með
Henry Kissinger utanrikisráð-
herra, sem um þessar mundir er
staddur á eyjunum i leyfi.
Reuter-fréttastofan segist hafa
frétt þessa eftir áreiðanlegum
heimildum. Fundir þeirra Dinitz
og Kissingers eru sagðir benda
til, að von -sé á nýju bráðabirgða-
samkomulagi milli Egypta og
Israelsmanna um landamæri
rikjanna á Sinai-skaga.
Dinitz hitti svo i gær að máli
Joseph Sisco aðstoðarutanrikis-
ráðherra i bandariska utanrikis-
ráðuneytinu i Washington, en átti
svo að leggja af stað til Israels i
gærkvöldi til viðræðna við
Yitzhak Rabin forsætisráðherra.
Ekki er ljóst, hvað þeim Dinitz
og Kissinger fór á milli. ísraels-
stjórn hefur sem kunnugt er boð-
izt til að hörfa frá hinum mikil-
vægu fjallaskörðum Giddi og
Mitla — þó þannig að israelskar
hersveitir verði staðsettar í nám-
unda við skörðin og þau myndi
sjálf hlutlaust belti milli Egypta
og tsraelsmana. Þá hefur stjórnin
og lýst sig reiðubúna að láta af
hendi hinar umdeildu oliulindir
við Abu Rudeis, svo og nokkur
landsvæði á suðvestur-horni
Sinai-skaga.
Egyptalandsstjórn vill aftur á
móti fá yfirráð yfir fjallaskörðun-
um gegn loforði um að gripa ekki
til vopna i deilunum við tsraels-
menn. Bandarikjastjórn hefur
lagt fast að Israelsstjórn að fall-
ast á kröfu Egypta og er sem fyrr
segir búizt við, að tsraelsmenn
láti undan þrýstingi Bandarikja-
manna.
Ford Bandaríkjaforseti í upphafi kosningabaráttu:
STEFNUM OF HRATT í ÁTT
TIL VELFERÐARRÍKIS
Reuter-Cincinnati.
Gerald Ford
Bandarikjaforseti flutti i gær-
kvöldi ræðu i borginni Cincinnati
— ræðu, er af fréttaskýrendum er
talin vera upphaf á kosningabar-
áttu Fords fyrir forsetakosning-
ar, er fram fara i Bandarikjunum
siðla árs 1976.
I ræðunni réðst Ford á meiri-
hluta demókrata á Bandarikja-
þingi og sagði, að þingmennirnir
hefðu slegið upp „veizlu", þar
sem aðeins væri hirt um að eyða
og fá fé að láni. Honum óx og i
augum, hve hratt stefndi að vel-
ferðarriki i Bandarikjunum!!!
Hann sagði, að rikisstjórn ætti að
hjálpa — en ekki gripa inn i lif
bandariskra borgara.
Sem dæmi um mismunandi
stefnu sina og þingsins nefndi for-
setinn dæmi, að þau þrjátiu laga-
frumvörp, er hann hefði neitað að
staðfesta til þessa, hefðu þýtt sex
milljarða aukaútgjöld fyrir
bandariska skattgreiðendur,
hefðu þau orðið að lögum.
Sendi-
ráðs-
starfs-
maour
skotinn
til bana
Reuter-Teheran. transkur
starfsmaður bandariska
sendiráðsins i Teheran höfuð-
borg trans var skotinn til bana
i gær. Þetta er i annað sinn, að
starfsmenn bandarisku utan-
rikisþjónustunnar i tran verða
fyrir skotárás ókunnra til-
ræðismanna.
Starfsmaðurinn — Hassan
Hosnan að nafni — sat i aftur-
sæti bifreiðar, er merkt var
bandariska sendiráðinu, þeg-
ar henni var ekið út um hlið
sendiráðsins. I sömu 'svifum
0k stór bifreið i veg fyrir
sendiráðsbifr'eiðina — út
stukku tveir menn og hófu
skothrið á Hosnan, er siðar
lézt á sjúkrahúsi af völdum
skotsára.
Richard Helms, sendiherra
Bandarikjanna i íran og fyrr-
um yfirmaður bandarisku
leyniþjónustunnar (CIA), lýsti
skotárásinni sem „hryllileg-
um glæp og enn einu dæminu
um siðleysi nútima hryðju-
verkastarfsemi".
Þann 21. mai s.l. voru tveir
flugliðsforingjar, er gegndu
störfum á vegum Bandarikja-
hers i Iran, skotnir til bana.
Aðstæður voru þá svipaðar og
nú, svo að liklegt er, að sömu
aðilar hafi staðið að þvi morði
og þvi, er framið var i gær.
Flóttamannavandamálið á Kýpur er erfitt
úrlausnar:
Hætta á
nýjum átök-
um á eynni
Tass ræðst á Poniatowski, innanríkisráoherra Frakklands:
Sovézkir ráðamenn hafa áhyggjur
af stefnu frönsku stjórnarinnar
— að sögn franska blaðsins Le Monde
Reuter-Nikósiu. Hætta er nií á, að
ný átök brjotist út á Kýpur milli
grísku og tyrknesku mælandi
eyjarskeggja. Ástæðan er sú, að
erfiðlega hefur gengið að n;i sam-
komulagi milli þjóðarbrotanna
um gagnkvæm skipti á flóttafólki.
I gær áttu yfirmenn i gæzluliði
Sameinuðu þjóðanna á eynni fund
með deiluaðilum i' þvi skyni að
koma á sáttum. Aður tilkynnti
innanrikisráðuneytið á Kýpur, að.
þrettán lögreglumönnum hefði
verið sagt upp störfum, en for-'
svarsmenn tyrknesku mælandi
manna höfðu sakað þá um að hafa
barið nokkra flóttamenn til óbóta,
er þeir reyndu að komast yfir á
yfirráðasvæði Tyrkja á norður-
hluta eyjarinnar.
I gær náðist samkomulag um
flutninga þessa hóps norður á
bóginn, en stuttu áður höfðu 800
grfsku mælandi menn fengið að
flytjast suður á bóginn — til yfir-
ráðasvæðis Kýpurstjórnar.
Óhætt er að fullyrða, að flótta-
mannavandamálið er ein stærsta
hindrunin i vegi fyrir allsherjar-
samkomulagi um lausn Kýpur-
deilunnar. A að gizka tvö hundruð
þusundir grisku mælandi manna
flýöu suður undan hersveitum
Tyrkja, er þær gerðu innrás á
Kýpur I fyrrasumar. Og u.þ.b.
fimmtiu þúsúndir tyrknesku
mælandi menn fluttust til norður-
hluta eyjarinnar. Ennþá búa ná-
lægt tiu þúsundir framandi fólks á
yfirráðasvæði hvors þjóðarbrots
og er það bundið átthagafjötrum.
Líf flóttafólksins er viða
hörmulegt, einkum á suðurhluta
eyjarinnar, þarsem ibúatala hef-
ur nálega tvöfaldazt. Aftur á móti
vill fólkið ekki snúa til fyrri heim-
kynna — a.m.k. ekki fyrr en endi
hefur verið bundinn á Kýpurdeil-
una.
Reuter-Paris. Sovézka fréttastof-
an Tass hefur ráðizt harðlega á
Michel Poniatowski, innanrikis-
ráðherra Frakklands, vegna um-
mæla hans um fyrirmæli, er
sovézki koiníiiúnislaflokkurinn er
sagður hafa sent systurflokkum
slnum I Vestur-Evrópu. t frétt
Tass er Poniatowski — sem er
einn nánasti ráðgjafi Giscard
d'Estaing forseta — sagður mis-
heppnaður stjórnmálamaður, er
reyni að upphefja sjállan sig með
andkommúniskum áróðri.
Ummæli Poniatowskis birtust i
hinni frönsku útgáfu dagblaðsins
Republica, sem er aðalmálgagn
portúgalskra sósialista. Fyrir-
mæli sovézka kommúnistaflokks-
ins voru i þvi fólgin, að vestur-
evrópskir kommúnistar ættu —
með öllum tiltækum ráðum — að
ná raunverulegu tangarhaldi á
sem flestum fjölmiðlum, sveitar-
stjórnum, verkalýðsfélögum — og
jafnvel seilast til áhrifa innan
hersins.
Poniatowski lýsti þvi yfir i gær,
að árásir Tass væru ekki svara
verðar. Aftur á móti teldist slikt
sorglegt er opinber fréttastofa
kæmi fram með svo grófar
ásakanir i garð einstaklings.
Hið óháða franska dagblað Le
Monde gerir árásir Tass á Ponia-
towski að umtalsefni I leiðara i
gær. Blaðið kemst að þeirri
athyglisverðu niðurstöðu, að með
þessu sé Tass ekki eingöngu að
ráðast á innanrikisráðherrann —
heldur gegn stefnu frönsku
stjórnarinnar: Sovézkum ráða-
mönnum þyki Frakkar hafa gerzt
of hliðhollir Bandarikjamönnum
og öðrum bandamönnum I At-
lantshafsbandalaginu að undan-
förnu. Þvi er bætt við, að viðræð-
ur fransk-sovézku samvinnu-
nefndarinnar, er nii situr á rök-
stólum í Moskvu, gangi fremur
stirðlega. Af opinberri hálfu hefur
þeim getgátum Le Monde hins
vegar verið visað á bug — og sagt,
að viðræðurnar gangi að óskum.
Poniatowski (ásamt Giscard d'Estaing)-.
verðar
Arásir Tass ekki svara