Tíminn - 05.07.1975, Page 3
Laugardagur 5. júli 1975.
TÍMINN
3
Færri bílar, betri almennings-
samgöngur, meiri gróður
og fleira fólk í gamla bænum
H.V.—Reykjavík. t tillögum
þeim, sem Teiknistofan Garða-
stræti 17, hefur gert, um varð-
veizlu og endurnýjun gamla mið-
bæjarins i Reykjavik, er gert ráð
fyrir að töiuvert veröi dregið úr
notkun bifreiða innan þessa svæð-
is. t greinargerð. sem fylgir til-
lögunum, er skýrt frá þvi, að
skortur á bifreiðastæðum innan
gamla miðbæjarins sémun meiri,
en mögulegt sé að bæta Ur — án
þess að byggja þau neðanjarðar.
í greinargerð sinni bendir
Teiknistofan á nokkra möguleika
til lausnar á vandamálinu og
byggjast flestir þeirra á þeirri
forsendu, að notkun einkabifreiða
innan svæðisins verði takmörkuð
verulega, en almenningssam-
göngur bættar stórlega þess i
stað.
í tillögum sinum gerir Teikni-
stofan ráð fyrir, að bifreiðastæð-
um innan svæðisins verði fjölgað
nokkuð, með þvi að nota núver-
andi auð svæði, að byggt verði 2ja
hæða bifreiðastæði I Grjótaþorpi,
milli Fischersunds og Vestur-
götu, að þak Eimskipafélags-
hússins verði nýtt, byggt verði
stæði neðanjarðar i Seðlabankan-
um og byggt stæði á jarðhæð þar
sem nú er Sænska frystihúsið.
Með nýtingu þessara möguleika,
auk ýmissa annarra, er talið
mögulegt að fjölga bifreiðastæð-
um innan svæðisins um samtals
743, sem er um niundi hluti þess
sem þörf er á i dag.
Til lausnar þeim vanda, sem þá
verður enn við að glima, gerir
Teiknistofan það að tillögu sinni,
að komið verði á endurbættu og
auknu almenningssamgöngukerfi
innan svæðisins og eru i greinar-
gerðinni raktar nokkrar leiðir i
þvi sambandi. Eru þar tilnefndir
möguleikar, svo sem beltisdrifn-
ar gangstéttir, beltisdrifin farar-
tæki af ýmsu tagi, farartæki á
teinum, svo sem lestir og litlir
bilar, rafdrifin farartæki, svo
sem bilar, strætisvagnar, leigu-
bifreiðir og fleira.
Flestir þessara valkosta eru
ómögulegir eða óhagkvæmir, af
einhverjum orsökum, en lagt er
til, að fáeinir þeirra verði at-
hugaðir sérstaklega, með tilliti til
hugsanlegrar notkunar i miðbæ
Reykjavikur.
Samið í Straumsvík:
Prósenta en
ekki krónutala
FB-Reykjavik.Samið hefur verið
við starfsmenn .i Alverinu I
Straumsvik.en þeir eru i tiu mis-
munandi stéttarfélögum. Þessir
nýju samningar eru byggðir á
grundvelli ASI samninganna frá
13. júni, en þó með þvi að
notaður er prósentureikningur,
en ekki ákveðin krónutala.
Straumsvikurmenn hafa alltaf
samið sérstaklega og utan við
samninga ASI. Samningar tókust
að þessu sinni eftir aðeins þrjá
sáttafundi.
Konan komin fram
H.V. Reykjavik. Sólveig
Friðfinnsdóttir, konan sem lög-
reglan i Hafnarfirði lýsti eftir i
gær, kom fram heil á húfi I gær-
morgun og hafði hún dvalið hjá
manni þeim, sem hún yfirgaf
veitingahúsið Glæsibæ með
siðastliðið sunnudagskvöld.
Fyrstu fregnir af Sólveigu, frá
þvi á sunnudagskvöld, bárust
seint i gær, eftir að lýst hafði
veriö eftir henni i útvarpi. Þá
hringdi karlmaður til ættingja
hennar, neitaði að segja til nafns
sins eða hvar hann væri staddur,
en bar þau skilaboð frá Sólveigu,
að hún væri heil á húfi og kæmi
heim til sin á föstudag.
Sólveig hafði dvalið allan
timann hjá manni þessum, en af
einhverjum orsökum ekki haft
samband við ættingja sina.
Keflavíkurbílar
skoóaðir innan
húss framvegis
S.F. Keflavik. Bifreiðaefíirlitið i
Keflavik hefur nú tekið í notkun
nýtt 200 fermetra stálgrindarhús,
að Iöavelli 4, þar sem framvegis
verður staðsett sú starfsemi, sem
að bifreiðaskoðun lýtur. Eru
Keflvikingar þvi fyrstir hér á
landi til þess að fá bifreiðar sinar
skoöaðar innanhúss, en fljótlega
verður komið upp hliðstæðri
aðstöðu viðar, til dæmis á
Blönduósi.
Byggingin i Keflavik er tekin á
leigu og er talin verða
fullnægjandi þessari starfsemi
um nokkurt árabil, en töluvert
skortir enn af tækjum til bifreiða-
skoðunar.
O Flugið
deiluaðila, sem gerður var 12.
mai siðastliðinn, áttu laun
flugvirkja að hækka um 21%
á tfmabilinu janúar-júni 1975
og auk þess skyldu laun
þeirra taka breytingum eftir
þá verðandi ramma-
samninga ASI, semkvæmt
ákveðinni reikningsreglu.
Um túlkun þess ákvæðis —
hver áhrif rammasamning-
urinn ætti að hafa á laun
flugvirkja —hefur ekki náðst
samkomulag milli deiluaðila
og hafa flugvirkjar hafnað
þeirri tillögu Flugleiða að
málinu yrði visað til annað
hvort gerðardóms eða
félagsdóms.
Á fimmtudag barst Flug-
leiðum bréf frá flugvirkjum,
þar sem tilkynnt var, að ef
ekki yrði gengið að kröfum
þeirra og hækkun sú, sem
þeir fara fram á, greidd
i gærdag, eða loforð gefið
fyrir greiðslu hennar innan
tveggja vikna, myndi Flug-
virkjafélagið gera viðeig-
andi ráðstafanir.
I lok fundar, sem haldinn
var með deiluaðilum i gær,
án þess að samkomulag
næðist, tilkynntu flugvirkjar
að vinnustöðvum þeirra hæf-
ist klukkan 16 sama dag.
I framhaldi af þvi
tilkynntu Flugleiðir h.f.
Flugvirk jafélagir.'u bréf-
lega, að fyrirtækið lýsti fullri
ábyrgö á hendur viðkomandi
flugvirkjum og Flugvirkja-
félagi Islands, ef til truflana
eða ólögmætra vinnu-
stöðvana kæmi af hálfu flug-
virkja og að það áski ldi sér
rétt til að leita til dómstóla i
þvi efni.
Jafnframt tilkynntu Flug-
leiðir, að ákveðið hefði verið,
af þeirra hálfu, að visa deil-
um þessum til Félagsdóms.
Samkomulag
náóist
um miðnætti
H.V. Reykjavik. skömmu
fyrir miðnætti i gærkvöldi
tókust samningar milii Flug-
virkjafélags tslands, og
Fiugieiða h.f. Vinnustoövun
fiugvirkja var þá þegar af-
létt, þannig að utanlandsflug
gat hafizt um miðnætti. Inn-
anlandsflug hafði ekki enn
orðið fyrir truflunum af
völdum vinnustöðvunarinn-
ar.
Samningurinn verður bor-
inn undir féiagsfund I Flug-
virkjafélagi islands I dag.
Þar á meðal er farartæki, sem
nefnist „Never-stop railway”,
sem rennur stöðugt I hring á tein-
um, semkomið er fyrir i mismun-
andi hæð frá jörðu. Farartæki
þetta er rafknúið og er fremur
ódýrt i rekstri.
Þá er bent á farartæki er nefn-
ist „Carveyor”. Er þar um að
ræða 4-10 sæta vagna, sem renna
á gúmmibeltum. Þeir eru raf-
knúnir og væru hentugir til lengri
feröa innan miðbæjarins.
I tillögunum er ennfremur bent
á hugsanlega aukna notkun reiö-
hjóla, sem væru hentug farartæki
innan bæjarhlutans, auk þess sem
Reykvikingar eru minntir á, að
skór teljast einnig farartæki, og
eru liklega allra farartækja ódýr-
astir I rekstri.
Auk þess sem tillögur Teikni-
stofunnar fjalla um umferð og
búsetu manna innan gamla
miðbæjarins, ná þær einnig til
varðveizlu og skipulags gróðurs
innan hans. 1 þeim tilgangi voru
talin öll tré innan svæðisins og
þau flokkuð eftir skilgreindu
mikilvægi þeirra. I tillögunum er
gert ráð fyrir þvi, að varðveitt
verði samtals 1.435 tré , af þeim
1.638, sem reyndust vera á svæð-
inu. Auk þess er tillaga gerð um
að trjágróður innan svæðisins
verði aukinn verulega.
Tillögur Teiknistofunnar um að
laða beri fólk til búsetu i gamla
miðbænum á ný, fela fyrst og
A myndinni eru markaðar tiliögur Teiknistofunnar um hugsanlegar
akstursieiðir strætisvagna umhverfis gamla miðbæinn f Reykjavik, en
tillögurnar fela I sér mjög aukna þjónustu i almenningssamgöngum. t
greinargerð með tillögunum er einnig bent á möguleika i samgöngum
innan svæðisins.
A myndinni eru ennfremur merkt sérstaklega þau svæði, sem lagt er til
að verði tekin undir bifreiðastæði. Alls eru það niu svæði merkt 1—9.
fremst I sér að tveim ákveðnum
hópum fólks verði greidd gatan
þangað: ungu, barnlausu fólki og
þvi fólki, sem þegar hefur lokið
uppeldisskyldum sínum. Tillög-
umar fela I sér, að leyfi verði
veitt fyrir rekstri ákveðinna teg-
unda atvinnufyrirtækja innan
svæðisins — það er þeirra, sem
með góðu móti geta fallið inn i
ibúðahverfi. Benda má á i þvi
sambandi, að innan þessa svæðis
eru nú fyrirtæki, sem ekki geta
talizt samræmast þeirri stefnu,
svo sem Sláturfélag Suðurlands
og Völundur h.f., ásamt fleiri, og
kæmi það væntanlega i hlut yfir-
valda, að aðstoða slik fyrirtæki
við að koma starfsemi sinni fyrir
annars staðar.
Framkvæmdastjóri samtaka norrænna búvísindamanna:
ÓMETANLEGT AÐ HITTAST
OG RÆÐA VANDAMÁLIN
gébé—Rvik. — Fimmtándu ráð-
stefnu Samtaka norrænna
búvisindamanna lauk i Reykjavik
i gær, en þá hafði ráöstefnan stað-
ið siðan á þriðjudag. Við slit ráð-
stefnunnar flutti forseti tslands,
dr. Kristján Eldjárn erindi, sem
hann nefndi Hugleiðingar um
land og þjóð. Siðan sleit formaður
samtakanna, Sveinn Hallgrims-
son ráöstefnunni, en erlendir full-
trúar dvelja hér i nokkra daga i
viðbót og munu þeir fara I ýmsar
Rolf ólsson tekur á móti viður-
kenningu fyrir ritgerð sina, af A.
Hjortshoj-Nilsen, formanni hag-
fræöideildar. Tímamynd G.E.
Forseti tslands, dr. Kristján
Eldjárn, flytur erindi sitt: Hug-
leiðingar um land og þjóö. Tlma-
mynd: G.E.
skoöunar- og kynningarferðir um
land allt. Mörg mál voru tekin
fyrir á ráðstefnunni Og var unnið i
mörgum starfshópum eða deild-
um. — Þetta var svo sannarlega
vinnu-ráðstefna, sagði Ottar
Jamt, framkvæmdastjóri sam-
takanna, og hafa fulltrúar haft
nóg að gera þessa daga. Geysi-
lega margir fyrirlestrar voru
haldnir á ráðstefnutimanum.
Ottar Jamt, framkvæmdastjóri
samtakanna, sagði i viðtali við
Timann, að i Samtökum nor-
rænna búvisindamanna væru
samtals 2.500 meölimir I Dan-
mörku, Finnlandi, tslandi, Noregi
og Sviþjóð. Samtökin starfa i ell-
efu deildum, sem eru: I. Jarðveg-
ur og áburður, II. Jurtarækt, III.
Bithagar, IV. Jurtasjúkdóma-
fræði og landbúnaðardýrafræði,
V. Búfénaður, VI. Næringarefna-
fræði, VII. Tækni, VIII.
Ræktunartækni, IX. Land-
búnaðarhagfræði, X. Kennsla og
ráðgjöf, og XI. Umhverfisvernd.
Otto Jamt sagði, að ráðstefn-
urnar, sem haldnar eru fjórða
hvert ár, væru yfirleitt mjög vel
sóttar og væru eitt aðalatriði
samtakanna, og mjög mikil
áherzla lögð á undirbúning
þeirra. Sagði hann, að nú hefði
verið reynt i fyrsta skipti að
breyta dagskrá ráðstefnunnar
með þv í, að i stað þess aö deild-
irnar hefðu áður unnið saman
hver útaf fyrir sig, þá hefðu nú
sex deildir unnið saman að sama
verkefninu, sem var grasrækt.
Hefði þetta gefizt mjög vel og yrði
þvi haldið áfram á næstu ráð-
stefnum.
Þá sagöi Ottar Jamt, að
ómetanlegt væri fyrir búvisinda-
menn að koma saman og ræöa
vandamál sin, sem væru mörg
sameiginleg á öllum Norðurlönd-
unum. Þeir skýrðu frá niðurstöö-
um sinum — og þeir hafa engin
leyndarmál á þessu sviöi hver
fyrir öörum, og þvi er þetta mjög
nytsamlegt i starfi þeirra, sagöi
Ottar Jamt. — Þá sækja þeir bæöi
styrk og hugmyndir hver til ann-
ars á þessum ráðstefnum. — Viö
þurfum aö geta nýtt náttúruauð-
æfi okkar sem allra bezt, sagði
hann, og verðum að hjálpa bænd-
um i hinu margþætta starfi
þeirra, til að þeir nái sem beztum
gæðum.
Fulltrúar ráðstefnunnar
heimsóttu nokkra bæi i nágrenni
Reykjavikur, auk tilraunastööva
og sagði Jamt, að hann gæti
óhræddur fullyrt, að þeir hefðu
orðið fyrir miklum áhrifum eftir
þær ferðir og haft mikla ánægju
af. Jamt sagði, að allflestir er-
lendu fulltrúanna heimsæktu nú
Island i fyrsta sinni og ættu varla
orð til að lýsa ánægju sinni yfir
hve heimsóknin hefði i alla staði
tekizt mjög vel. Þá fannst og ráð-
stefnugestum sér mikill heiður
sýndur er forseti Islands heiöraði
þá með nærvist sinni, bæði viö
opnun ráðstefnunnar og við slit
hennar, þar sem hann hefði flutt
mjög fróðlegt og athyglisvert er-
indi.
Þá er þess að geta aö iokum, að
á föstudaginn, þegar ráðstefnunni
var slitið, var Rolf Olsson frá
Sviþjóð veitt viðurkenning fyrir
beztu ritgerð i landbúnaðarhag-
fræði,á Norðurlöndum, sem birzt
hefur á timabilinu 1971-1974 og
hlaut hann 1500 kr. sænskar.
Formaður hagfræðideildar A.
Hjortshoj-Nilsen afhenti Olsson
viðurkenninguna. Sveinn
Hallgrimsson, sem hefur veriö
formaður samtakanna siðastliðin
fjögur ár, sleit svo ráðstefnunni i
Háskólabiói.
Ottar Jamt, framkvæmdastjóri
samtakanna. Timamynd:
Róbert.