Tíminn - 05.07.1975, Page 9

Tíminn - 05.07.1975, Page 9
Laugardagur 5. júli 1975. TÍMINN 9 TIMINN HEIMSÆKIR KOPASKER „VÆGAST SAGT NAUÐSYN AÐ AUKA FJÖLBREYTNINA" ASK-Kópaskeri. Kópaskers er hvergi getið sem byggðarkjarna fyrir miðja siðustu öld. Um það leyti fór fram rannsókn á ýmsum höfnum á Norðuriandi, og er sennilegt, aðþá hafi það ráð verið tekið að gera „Kópaskersvog” eins og staðurinn var fyrst nefnd- ur, að kauptúni öxarfjarðar. Arið 1879 var „Kópaskersvogur” lög- giltur sem verziunarstaður og um likt leyti hófu iausakaupmenn siglingar þangað. Einnig var verzlað þar á skipum frá Gránu- félaginu og Örum & Wulff. — Verzlun lausakaupmanna var að mörgu leyti hagkvæm. Sökum litils tilkostnaðar var þeim auðvelt að selja ódýran varning, en græða samt, ef kaupcndur stóðu vel i skilum. Nokkrir heimildir eru fyrir þvi að sæmi- legt þótti, ef lausakaupmenn gátu selt vörur sinar með 50% áiagningu á innkaupsverðið er- lenda. Smám saman minnkuðu ferðir kaupmanna til Kópaskers og var þcim að fullu iokið styrjaldarárin 1914-1918. En Kaupfélag Norður-Þingeyinga var stofnað laust fyrir aldamótin. Útræði og vinna á vegum kaup- félagsins hófst, og búa nú á Kópa- skeri um 130 manns. Þegar blaðam. Timans átti leið um Kópasker fyrir skömmu, átti hann tal við Árna Sigurðsson, formann kaupfélagsstjórnar og stjórnarformanns. Sæbliks h/f. Árni hefur verið skólastjóri barnaskólans á Kópaskeri i rúmlega 13 ár, en jafnhliða þvi hefur hann stundað búskap. Reksturstap Sæbliks h/f rúm 600 þús. á sl. ári — Hvenær var Sæblik h/f stofnað og hvernig hefur reksturinn gengið undanfarið? — Sæblik h/f var stofnað 1973 af kaupfélagi staðarins, verkalýðs- félaginu, tveim hreppsfélögum auk um 70 einstaklinga. Fyrir- tækið stundar saltfiskverkun og hrognasöltun i húsnæði kaup- félagsins og tók á móti um 80 tonnum af fiski siðastiiðið ár og framleiddi 270 tunnur af hrogn- um. Þessi afli fékkst af tveimur dekkbátum og nokkrum trillum, en afli bátanna var með eindæm- um lélegur i ár, þannig var bolfiskafli þeirra helmingi me'ir’i árið 1973. Hins vegar varo aukning á hrognasöltun i vor, en þá var staltað i alls 320 tunnur. Sæblik h./f hefur ákveðið að byrja á rækjuvinnslu og hafa vélar þegar verið útvegaðar til þeirrar starfsemi, Ætlunin er, að vinnslan fari fram i sláturhúsi kaupfélagsins. Til Kópaskers hafa verið keyptir tveir bátar, annar 20 tonna, en hinn 65 tonna, sem fara væntan- lega á rækjuveiðar strax og færi gefst. Það er vægast sagt nauðsyn að auka fjölbreytnina, enda eru horfurnar á auknum bolfiskafla ekki beint glæsilegar. Það má einnig kenna um lélegum afla að afkoma Sæbliks varð ekki betri en raun ber vitni en tapið varð um 600 þúsund síðastliðið ár. Að visu voru árið 1974 byggðar verbúðir, er kostuðu um 7 milljónir fullfrá- gengnar. En skuld fyrirtækisins vegna þeirra og kaupa á tækjum til vinnslunnar dregur eðlilega úr þeim hagnaði er annars hefði getað orðið. Annar stærsti atvinnuveitandinn. — Hvað vinna margir hjá fyrir- tækinu: — Reynt er að hafa fastráðna starfsmenn sem fæsta, en um 5menn eru á launum allt árið. Arni Sigurösson Hins vegar er öðru hvoru nokkur -fjöldi^gr vinur við söltun hrogna og annað þess háttar, en alls námu launagreiðslur fyrir- tækisins 5 milljónum á siðastliðnu ári. Eina sláturhúsið af þeim eldri, er hefur útflutningsleyfi 28 þúsund fjár er slátrað i sláturhúsinu á Kópaskeri á einungis fimm vikum, en að jafnaði er slátrað þar 1.200 fjár á dag,” sagði Arni. „En það er at- hyglisvert, að sláturhúsið er hið eina af hinum gömlu sláturhús- um, sem enn hefur útflutnings- leyfi, án þess að endur- skipulagningu á vinnslu hafi farið fram. Þetta byggist á góðri verk- un og meðferð hráefnisins og er ekki i ætt við neitt þing- eykst karlabrobb.” „Annars varð útkoman i kaupfélaginu i heild góð, rekstrarhagnaður, eftir að afskrifaðar höfðu verið 6",8 milljónir, nam 200 þúsund krón- um. Hins vegar varð heildarvelt- an 320 milljónir og hafði aukizt frá árinu áður um tæp 60%. Spretta á túnum bænda 3.-4. vikum siðar á ferðinni en i fyrra. Aðspurður um afkomu bænda undanfarið, sagði Árni meðal annars: „Afkoma bænda var yfi'rleitt góð siðastliðin 3 ár, enda voru tún nokkuð að ná sér eftir kalskemmdir, hins vegar hefur dæmiö snúizt við og muna menn óvlða þungan vetur og nú. Þaö hefur og borið nokkuð á nýjum kalblettum, sem eru að visu ekki sérlega miklir, en óhætt er að fullyrða að spretta á túnum bænda er tæpum mánuði á eftir miðað við meðalár, enda búið að vera með afbrigðum kalt nú I vor. Innistöður sauðkinda voru og óvenjumiklar og heyskortur var farinn að gera vart við sig án þess þó að valda tilfinnanlegum vandræðum. Bygging heykögglaverk- smiðju á dagskrá Að lokum sagði Arni, að mikill áhugi væri meðal bænda að reist yrði heykögglaverksmiðja i ná- grenninu. Það hefði komið i ljós siöastliðið vor, að mikil þægindi væri að geta gripið til þeirra, en kaupfélagið átti nokkrar birgðir af heykögglum. Eðlilega væri það áhugamál bænda, að slik verk- smiðja risi i nágrenninu, en Landnám rikisins hefði ákveðið að hún yrði byggð I Suður-Þing eyjarsýslu, og væri þar byrjað að brjóta land. Að lokum hitti Timinn að máli Friðrik Jónsson, enhann er odd- viti Presthólahrepps. Friðrik hef- ur búið á Kópaskeri siðan 1944 og vinnur nú hjá kaupfélaginu. Ekki hægt að út- hluta fleiri lóðum. — Hvað eru mörg hús i byggingu á Kúpaskeri i dag? „Það munu vera þrjú hús i smiðum á vegum einstaklinga sagði Friðrik, „en á vegum hreppsins verður bráðlega hafin bygging þriggja leiguibúða, raunar áttum við að byrja á þeim Friðrik Jónsson i fyrra, en þá stóð á opinberum aðilum að standa við gefin fyrir- heit. Trésmiðja kaupfélagsins hefur tekið að sér að hefja fram- kvæmdir i næsta mánuði, en Tré- smiðjansér fram á verkefnaskort verði ekki hafizt handa um neinar byggingar á þessu sumri. En á meðan ekki hafa verið undir- búnar fleiri götur á Kópaskeri, verður ekki hægt að úthluta fleiri lóðum. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um gatnagerðarframkvæmdir i sumar, enda má benda á það, að hreppurinn er fremur tekjulitill, en tekjur voru alls 7 milljónir á siðastliönu ári. Mun fleiri hafa samt áhuga á byggingafram- kvæmdum, en það sýnir lausleg könnun, er fram fór á vegum hreppsins. t henni gáfu sig fram átta aðilar er höfðu hug á ibúðum. en geta ekki hafið framkvæmdir af ýmsum orsökum. Skólamál i ólestri Að sögn Friðriks fullnægir barnaskólinn alls ekki þeim kröf- um er grunnskólafrumvarpið gerir ráð fyrir. Aðstaða fyrir nám af ýmsu tagi er ekki fyrir hendi, enda skólinn byggbur 1928. Eftir að barnaskólastiginu lýkur verða börn að fara i Skúlagarð og siðar að Lundi til að ljúka skyldunámi. Fyrir barnaskólann er leigt húsnæði af kaupfélaginu, en það húsnæði er aðallega notað fyrir söng og leikfimikennslu. 1 sam- bandi við nýja barnaskóla- byggingu sagði Árni, að hug- myndir væru vissulega fyrir hendi, en málið enn á umræðustigi. En tæpast gæti bygging nýs húsnæðis dregizt lengur en um tvö ár. Eins og er hefur Presthólahreppur i samráði við tvo aðra hreppa hafið undir- búning að nýju skólahúsnæði að Lundi i Axarfirði, en þar er ætlunin að hægt verði að ljúka gagnfræðingsstigninu. Heilsugæzlustöð og hafnarframkvæmdir. Teikningar af heilsugæzlustöð hafa verið til umræðu hjá hreppsnefndinni, og sú teikning er helzt hefði komið til umræðu. sagði Árni, gerir ráð fyrir einum lækni og hjúkrunarkonu, enengar endanlegar ákvarðánir hafa verið teknar enn sem komið er. Um það hvenær hugsanlegt væri að byrjað yrði, hvað Friðrik ómögu- legt að segja, það væri i þessu eins og öðrum framkvæmdum að fjárskortur hamlaði. Hafnarframkvæmdir eru fyrir- hugaðar 1978 er. þá er gert ráð fyrir, að bryggjan verði lengd, og um það bil 10 þúsund kúbikmetrum dælt úr höfninni.En Friðrik sagði hreppsnefnd hafa samþykkt tillöguna, en hún hefði i hyggju að fara fram á könnun á hafnarskilyrðum á Kópaskeri, þvi að ýmsum hugmyndum hefði verið fleygt. sem ef til vill væru hagkvæmari.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.