Tíminn - 08.07.1975, Side 4
4
TÍMINN
Þriöjudagur 8. júli 1975.
Farinn að læra
Bitillinn Ringo Starr hefur
ákveðið að gerast leikari. Hann
er innritaður i leikskólann
Actors Studio i New York, en
þar hafa margir frægir leikarar
stundað nám. En þótt Ringó sé
nú setztur á skólabekk til að
læra að leika má geta þess, að
hann hefur farið með stór hlut-
verk i nokkrum kvikmyndum án
þess að kunna það.
Betri landbúnaðarvörur
A siðustu tiu árum hefur korn-
uppskeran af hverri ræktaðri
ekru aukizt um nær 35% i
Sovétrikjunum. Þetta kemur
fram i skýrslu lapdbúnaðar-
ráöuneytisins, sem fjallar um
þýðingu landbúnaðarafurða i
sambandi við bætta lifsafkomu.
t skýrslunni er lögð áherzla á,
að jafnframt þessu hafi gæðin
aukizt verulega. Neyzla á betri
mjöltegundum hefur aukizt,
jafnframt þvi að neyzla kjöts-
og mjólkurvara eykst stöðugt.
Af opinberri hálfu er mikið gert
til að hvetja til að bæta fram-
leiðslu landbúnaðar enn meir.
Þannig er greitt því hærra verð,
þvi betra sem komið er. Eins er
greitt hærra verð fyrir feita
mjólk og góðar mjólkurafurðir.
Mikill fjöldi rannsóknarstöðva
aðstoðar landbúnaðinn við að
auka og bæta framleiðsluna.
lODDQaDDDDDaaaaDaaaaaaaaa
Skart
Vissulega er ungfrú Lia Beldam
augnayndi, en hún er eingöngu
með á þessari mynd til að beina
athyglinni að skartgripunum
sem hún ber á höndum og plötl-
um. Þeir em nær 400 milljón
króna virði. Hvað gæti hún ekki
borið alklædd? Lia trónaði i
þessum flikum með skartið á
mikilli sýningu sem haldin var i
London og mun skrautið hafa
verið tilefni sýningarinnar.
Anna prinsessa var viðstödd.
— Þú þarft ekki að láta svona
þótt pahhi þinn vilji ekki að við
giflumsl. Kg finn áreiðanlega
einhverja aðra stelpu.
DENNI
DÆMALÁUSI
..Leyfið mér að sjá hendurnar á
ykkur." ,,Ég hélt það myndi liða
yfir kerlinguna.”
(D iys,P'£a VEtfyvy Si&uie