Tíminn - 08.07.1975, Síða 11

Tíminn - 08.07.1975, Síða 11
Þriðjudagur 8. júli 1975. TÍMINN 11 var ég ekki hrædd. Til þess gafst enginn timi. Hið einasta, sem komst að i kollinum á mér, var að koma litlu stúlkunni i björgunar- bátinn. Vegabréfið varð honum að fjörtjóni Enginn timi gafst til að sækja björgunarvestin niður i lúkarinn. Fatnaður, peningar og skartgrip- ir — allt slikt var skilið eftir. Sá eini, sem gerði tilraun til að sækja einhvern af munum sinum, var spænskur háseti 53 ára að aldri. Hann ruddi sér braut niður til að sækja vegabréfið sitt — vegabréf, sem hann átti aldrei eftir að nota aftur. Hjarta hans þoldi ekki áreynsluna, og hann lézt, þegar verið var að ná honum um borð i björgunarbátinn. Egill Nylén: — Fimm minútum eftir að fyrsta sprengingin varð, voru all- ir komnir um borð i björgunar- bátana. Þetta gekk hreint ótrú- lega vel, en það ber lika að hafa i huga, að skipstjórinn Oddur Stormo, gætti þess ætið mjög vel, að vikulega væru æfingar i með- ferð björgunarbátanna. Hann var afskaplega kröfuharður i sam- bandi við allar öryggisráðstafan- ir um borð, og þarna kom i ljós, hversu mikils virði slikt er. Björgunarbáturinn bakborðs- megin var tekinn til handargagns. Sidsel og Mónika fengu að fara um borð upp á þilfari, áður en hann var látinn siga niður með skipshliðinni. Hinir urðu að klifra niður og synda út að björgunar- bátnum, sem hafði borizt nokkuð frá skipinu. Þeir voru löðrandi af svartoliu, þegar þeir komu um borð i björgunarbátinn. „Golar Patricia” var nú byrjuð að hall- ast iskyggilega mikið, og reykur- inn ásamt stöðugum sprenging- um skaut fólkinu skelk i bringu. Sprengingin stóra gat orðið, hve- nær sem var, og þvi var nauðsyn- legt að komast á brott jafnskjótt og hægt var. A meðan stóð Stormo skipstjóri uppi á brennandi skipinu og taldi. Þegar hann hafði talið 44, yfirgaf hann — samkvæmt gömlum regl- um sem gilda til sjós — siöastur manna. Hann tók sér sæti aftast i björgunarbátnum og taldi allt fólkið aftur, — áhöfnin, konur og börn. Björgunarbáturinn stjórn- borðsmegin var, eins og hinn báturinn, byggður úr áli, og nú var hann allur svartur og sviðinn eftir eldslogann. Hann var þó lika settur á sjó og nokkur hluti fólks- ins fór um borð i hann. Of gott til að vera satt Allir — utan spænska hásetans, sem lézt um borð i björgunar- bátnum — voru nánast ósárir. Nokkrir höfðu hlotiö smáskrám- ur, en annars höfðu allir sloppið ótrúlega létt frá þessum válega atburöi. Þetta var næstum of gott til að vera satt. Hefði slysið borið að höndum einni klukkustund fyrr eða siðar, hefði fjöldi fólks látið lifið. Ef einhver hefði veriö stadd- ur uppi á þilfari á þvi andartaki, sem sprengingin varð, er ekki að sökum að spyrja, hann hefði sam- stundis horfið á vit forfeðranna. Þegar sprengingin varð voru allir áhafnarmeðlimirnir — fyrir utan þá, sem voru á vakt við vélina eða Sidsel og Egill Nylén ásamt litlu dótturinni Moniku. á brúnni — að snæða hádegisverð. Engin sála var uppi á þilfari. Sennilega gátu margir þeirra, sem sátu i björgunarbátunum, þakkað hádegisverðinum fyrir að hafa haldið lifi. Eins og smádepill úti við sjón- deildarhring var skemmtiferða- skipið „Cabo San Vincente”. Vél- ar þess höfðu verið stöðvaðar, þvi að eldsúla — að minnsta kosti þrisvar sinnum stærri en „Cabo San Vincente” — hafði vakið at- hygli fólks um borð. Þótt ein- kennilegt kunni að virðast hafði. spænska skipið ekki orðið vart við nein neyðarmerki. En það var svo auöséð, aö þarna var um skips- tapa aö ræða, að skipstjórinn fyr- irskipaði að haldið skyldi að slys- staö eins hratt og hægt væri. Á meðan varð fólkið i björgunarbátunum tveimur vitni af óhugannlegum atburöum, þar sem voru siöustu krampakenndu átök „Golar Patricia”. Hver stór- sprengingin af annarri reið af og skipið snarsnerist um sjálft sig, svipað og manneskja hefði gert i sömu aðstöðu. Allt i einu sprakk þetta 327 metra langa skip i tvo hluta. Aftari hlutinn byrjaði að sökkva og að lokum stóð aðeins aftasti hiutinn lóðrétt upp af sjón- um eins og risastórt flugstél. Fremri hlutinn teygðist og snar- snerist i hina áttina með mikl- um sprengingum og látumj svo hvarf brotið skipið niður i djúpið . 50 minútum eftir fyrstu sprenginguna var ekki annað eftir af „Golar Patricia” en rjúkandi oliublettir á hafinu. //Hroöaleg sjón" — Það var sorglegt og hræðilegt, fannst mér, — að sjá þetta risa- skip hverfa i djúpið. Það var i senn bæði þrúgandi óhugnanlegt óg raunverulegt. A þennan hátt minnist Sidsen Nylén siðustu andartakanna, sem „Golar Patricia” var ofansjávar. Hún situr i sófanum sinum heima i Tvedestrand og rifjar upp hræði- legustu atburði lifs sins. — Núna er dálitið farið að fyrnast yfir þessa atburði — þannig að ég get talað um þá. Til að byrja með var þetta eins og hræðilegur draumur eða martröð. Draumur, sem maður vill helzt forðast að ræða við nokkurn mann. „Golar Patricia” skaut alltaf upp i hugann aftur og aftur. Alltaf þessar sömu hugsanir hugsaðu þér.... ef.hugsaðu þér ef... Ég hef aldrei reykt jafn- mikið eins og eftir að „Golar Patricia” fórst. En að öðru leyti hef ég ekki orðið vör við nein slæm eftirköst. Egill Nylén situr og leikur sér við Móniku i sófanum. Hann er nú heima i nokkurra vikna leyfi en heldur siðan aftur út með öðru oliuskipi frá Liberiu. Ég spyr um viðbrögð hans á þvi andartaki, sem hann sá skipið hverfa i djúpið. Þá verður augna- ráð hans fjarlægt og hann starir út i skerjagarðinn, fyrir utan Tvedestrand án þess að sjá nokkurn hlut. Hann hugsar sig um örlitla stund, en segir svo: — Ég var hryggur. Já, það var hryggð, sem mér var efst i huga. t minum augum var þetta skip ætið dálitið sérstætt og það átti i mér djúpar rætur. Ég var um borði „Golar Patricia” frá þvi að lokið var við smiði þess i Japan árið 1969. Ég var viðstaddur þegar skipinu var gefið nafn, og fór jómfrúarferðina frá Japan til Persaflóa og þaðan áfram til Englands. Að visu hætti ég um tlma, en ég vonaðist ætið til að fá aftur starf um borð i „Golar Patricia”, og þegar tækifærið bauðst i sumar var ég ekki lengi að gripa það fegins hendi. orugg Dvölin um borð i björgunar- bátunum varð ekki löng. Einum og hálfum klukkutima eftir að sprengingin varð, voru þau komin um borö i spænska farþegaskipið. Sidsel Nylén segir svo frá þessum tima: — Þegar við vorum komin nokkuð frá skipinu og gerðum okkur grein fyrir aö við vorum nú örugg, vörpuðu allir öndinni létt- ara. Glaðværð — já nærri þvi aa kátinublandinn hugblær breiddist meðal fólksins. Það var eins og það skipti ekki svo ýkja miklu máli, að látinn maður var um borð. Ég sat i botninum á bátnum — svo nærri hinum látna, að ég gat auðveldlega snert hann með þvi að teygja út höndina — en ein- hvern veginn snerti þetta mig ekkert illa. Ekki þá. Monika var til allrar hamingju of litil til að skilja nokkurn skapaðan hlut. — Um borð i spænska skemmti- ferðaskipinu var tekið á móti okkur eins og við værum goðum bomar verur, segir Egill Nylén. — Þilfarið var krökt af farþegum, sem hrópuöu húrra og smelltu af okkur myndum hver i kapp við annan. Strax var okkur boðið koniak til að hlýja okkur. Siðan fengum við þurr og hlý föt og þá þann stórkostlega málsverð, sem hægt er að gera sér i hugarlund. — Og við sjálft lá, að ég væri neydd til að setjast i stólinn hjá hárgreiðslukonunni, segir Sidsel Nýlén. — Fólkiö var svo hrifiö og hjálpfúst, að ég gat alls ekki fengið af mér að' valda þvi vonbrigðum með þvi að neita góðu boði. Heim til Noregs Um klukkan tiu þetta sama kvöld komu skipbrotsmennirnir á land i Tenerife. Þaðan lá leið 30 Norðmanna til Noregs, en nokkrir F"rakkar, ttalir, Danir, Spán- verjar og Þjóðverjar héldu hver til sins heimalands. Á Fornebu-flugvelli tókst að lauma skipbrotsmönnunum fram hjá blaðamönnum, sem höfðu fíykkzt að i stórum hópum. Rúta beið þeirra þegar flugvélin lenti og með henni óku þeir beint frá flugvellinum. Vart varð ýmissa eftirkasta hjá einstaka fólki, en þar að auki voru allir þreyttir og eftir sig eftir langa ferð og litinn svefn. En þetta gerði blaða- mennina tortryggna. t nokkrum blöðum var skrifað, að fólkinu hefði verið fyrirskipað að þegja. og i sambandi við skipstapann hefðu átt sér stað atburðir, sem sem ekki mættu koma fyrir eyru almennings. — Sú er alls ekki raunin, segir Egill Nylén. — Björgunarað- gerðirnar tókust eins vel og framast er hægt að hugsa sér. Ég hef aldrei orðið vitni að jafn- góðum vinnubró'gðum og þarna var beitt. Hver maður vissi ná- kvæmlega, hvað honum bar að gera — og sinnti sinu hlutverki hratt og nákvæmlega. Það hlýtur að nálgast hraðamet að koma öllu fólki i bátana á fimm minútum. álitur Egill Nylén. „Golar Patricia” var 216 þúsund tonn, og samkvæmt skipaskráningu Llyods- tryggingafélagsins stærsta skip, sem nokkru sinni hefur farizt. Næst stærsta skipið, sem farizt hefur, er Marpessa 206 þúsund tonna skip, sem sökk úti fyrir strönd Norður-Amerikú 15. desember 1969. Hvað gerðist eiginlega með „Golar Patricia”? Vitað er, að skipið sökk eftir að i þvi hafði orðið fjöldi gassprenginga. Fyrsta sprengingin varð i aftur- hluta skipsins og þaðan bárust þær út um allt skipið. Litill neisti varö valdur að þessum hroðalega skipstapa. Slikt hefur gerzt áður. Það gerðist nú. Og það getur gerzt aftur. (Þýtt — HJ)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.