Tíminn - 08.07.1975, Síða 14

Tíminn - 08.07.1975, Síða 14
TÍMINN Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 64 Hann varð að stanza og snúa aftur til þess staðar, þar sem hann rankaði viðsér, því hann varekki með riffilinn í höndunum. En þegar hugsun hans skýrðist enn meira, þá gerði hann sér grein fyrir því, að hann haf i verið með riffilinn allan tímann, festan milli byssubeltisins og buxnana. Þá lagði hann aftur af stað út. En hellisgólfið hallaðist smám saman niður í móti. Rambo vissi þegar, að hellisopið hlaut að vera einhvers staðar upp í móti en ekki niður. Þess vegna sneri hann við enn einu sinni, og hélt nú í gagnstæða átt. Svolítill vindgustur var í göngun- um. Þessi vindur kom að utan — og hef ði átt að vísa hon- um veg. En Rambo gerði sér það ekki Ijóst fyrr en hann hrasaði í einni beygjunnu og kom að hellisopinu. Við honum blasti heiður næturhimininn, sindrandi stjörnur, vaxandi tungl, útlínur trjánna og klettarnir fyrir neðan hann. Ekki vissi hann hversu lengi hann hafði verið í yfirliðinu né heldur hvernig hann hafði komist inn í hellinn. Síðast mundi hann til sín er hann staulaðist til móts við sólaruppkomuna, þaðan sem hannlá í út jaðri mikils þykknis brómber jarunna, hrasaði niður við svolítinn læk og svalaði þorsta sínum. Hann hafði látið sig falla í lækinn af ásettu ráði — til að láta kaltog svalandi vatnið renna yfir sig og hressa sig. Það mundi hann nokkuð vel. Nú var hann hér við þetta hellisop. Úti var nótt. Hann stóð nú frammi fyrir þeirri staðreynd, að stórt landssvæði og heill dagur í lífi hans voru leyndardómur, sem hann kunni enga skýringu á. Rambo giskaði á, að það væri aðeins einn dagur. Skyndi- lega datt honum i hug: Gæti það haf a verið meira en einn dagur? Langt fyrir neðan sig og í mikilli fjarlægð sá hann flöktandi Ijós. Það virtust vera hundruð bjartra bletta, nema hvað þeir komu og fóru, kviknuðu og slökknuðu. Þeir voru bæði gulir og rauðir, þó mest rauðir. Sennilega bílaumferð á vegunum, hugsaði hann með sér, kannski er þetta aðalvegur. En Ijósin voru meira en svo, að þetta gæti talist eðlilegt. Svo var enn eitt: Ljósin virtust ekki hreyfast neitt sérstakt. Svo virtust Ijósin smám saman hægja á sér, unz þau stönzuðu alveg. Þetta var ekki eðli- leg umferð. Ljósin mynduðu boga vinstra meginviðhann og út til hægri um tveggja mílna veg. Verið gat að hann áætlaði f jarlægðina eitthvað ónákvæmt, en Rambo var þess nú fullviss að Ijósin voru í beinu sambandi við þá leit sem gerð var að honum. Og hann hugsaði með sér: Það er allt á iði þarna niðurfrá. Teasle hlýtur að langa meira til að ná mér, en nokkrum manni öðrum, sem hann hefur haft afskipti af. Næturloftið var mjög kalt. Ekki heyrðist til skordýr- anna og ekki var að heyra þrusk í runnunum f rá neinum dýrum. Eina hljóðið var veikt vindhljóðið, þegar hann rótaði í föllnu laufi og nuddaði saman föllnum greinum. Hann sveipaði að sér ytri ullarskyrtunni og skalf. Svo heyrði hann þyrluna nálgast sig frá vinstri. Hljóðið hækkaði stöðugt og varðað öskri. Svo f jarlægðist þyrlan og varð ógreinilegri langt að baki hans. Önnur þyrla var fyrir aftan hina — og enn önnur var hægra megin við hann. Hann heyrði veikt bergmálið af gjammi hund- anna. Þá breyttist vindáttin. Vindurinn barst nú í átt til hansfrá þeirri áít, sem Ijósin voru í. Með vindinum barst gjammið frá enn fleiri hundum. Einnig heyrði hann þungan og fjarlægan vélardyn vörubifreiðanna. Úr því að Ijósin höfðu verið skilin eftir á, þá höfðu þeir vélarnar í gangi, hugsaði Rambo með sér. Hann reyndi að telja Ijósin, en f jarlægð þeirra var svo mikil, að hann ruglað- ist. Þá margfaldaði hann þennan ótöluiega Ijósafjölda með þeim f jölda manna, sem kæmist f hvern vöruf lutn- ingabíl. Tuttugu og fimm, eða kannski þrjátíu. Það var augljóst, að Teasle ætlaði sér að ná honum. I þetta sinn ætlaði hann ekki að hætta á nein mistök. Hann ætlaði sér að hefja eftirförina með hverjum manni og sérhverju hjálpartæki, sem hann hafði yfir að ráða. En Rambo langaði ekki til að berjast lengur við hann. Hann var bæði veikur og kvalinn. Einhvern tíma þegar hann missti af Teasle í brómberjarunnunum eða villtist inn í þennan helli hafði honum runnið reiðin. Reiðin hafði jafnvel verið að hjaðna á meðan eltingaleikurinn við Teasle var í hámarki. Rambo var þá örmagna af þreytu. Hann var f ullur örvæntingarf ulls ákafa að ná Teasle. En það var ekki lengur ánægjan að sýna honum í tvo heim- ana, eða hvor væri slyngari, heldur aðeins að ná honum, lokið því af og losnað á brott. Þrátt fyrir það, að hann hafði drepiðalla þessa menn og fórnað svo miklum tíma og orku sem hann þurfti að spara til f lóttans, hafði hann ekki sigrað enn. Honum fannst þetta vera heimskuleg og gagnslaus tímasóun. Hann fann til tómleikakenndar og viðbjóðs. Til hvers var þetta allt? Hann hefði átt að grípa tækifærið og flýja í skjóli stormsins. Hvað um það, nú ætlaði hann að láta sig hverfa. Hann var þegar búinn að heyja sinn bardaga við Teasle. Það var heiðarlegur bardagi og Teasle sloppið lifandi úr þeim hildarleik. Þetta var á enda. Ætlarðu nú að blekkja sjálfan þig með kjaftavaðii, hugsaði hann svo með sér. Hvern þykistu vera að leika t frumskóginum fær maður þarfnast ""Ef maður er svangur er hægt að fá mat, engum er visað t á brott. Svo erum við ?ikallaðir frumstæðir!- Bannað að'^Yingjamlegt^ ■ afa^ ’lfÓlk’b?rHinnL 'Ég held að vatnið sé lægra hérna megin við bátinn. lililliil !l Þriðjudagur 8. júli 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (14). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lifs og mold.ar” eftir Guð- mund L. Friðfinnsson. Höf- undur les (9). 15.00 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist. a. Fimm skissur fyrir pianó eftir Fjölni Stefánsson. Steinunn Briem leikur. b. Svala Niel- sen syngur lög eftir Skúla Halldórsson við ljóð eftir Orn Arnarson, Tómas Guð- mundsson, Sverri Thorodd- sen, Þórodd Guðmundsson o.fl. höfundur leikur á pia- nó. c. Sinfóniuhljómsveit Is- lands leikur Divertimento fyrir blásara og pákur eftir Pál P. Pálsson, „Of Love and Death” eftir Jón Þórar- insson og „Sjöstrengjaljóð” eftir Jón Ásgeirsson. Ein- söngvari: Kristinn Halls- son. Stjórnendur: Páll P. Pálsson og Karsten Ander- sen. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Siðdegispopp 17.00 Tónleikar 17.30 Sagan: „Baniið hans Péturs” eftir Gun Jacobson. Jónina Steinþórsdóttir þýddi. Sigurður Grétar Guðmundsson les (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fjölmiðlun kirkjunnar i þriðja heiminum. Séra Bernharður Guðmundsson flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 21.00 (Jr eriendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maðurtekur saman þáttinn. 21.25 Jessye Norrnan syngur lög eftir Satie og Mahler.Ir- win Gage leikur með á pia- nó. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér” — ór bréfum hans og minnisgreinum. Martin Beheim-Schwarz- bach tók saman. Jökull Jakobsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 22.45 Ilarmonikulög. Carl Jularbo leikur. 23.00 „Women in Scandinavia”, — fyrsti þátt- ur — Danmörk. Þættir á ensku, sem gerðir voru af norrænum útvarpsstöðvum um stöðu kvenna á Norður- löndum. Dick Platt stjórn- aði gerð fyrsta þáttarins. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. fiminn er peningar Hreint É ^land I fagurt I land I LANDVERND

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.