Tíminn - 08.07.1975, Síða 19
Þriðjudagur 8. júli 1975.
TÍMINN
19
O Teiknar
út. Ef ég finn hér fengsæl mið, þá
er það hugsanlegt. —
— En hvaða verkefni er það,
sem þú ert að vinna að? —
— Ég vil helzt ekki tala um það
að svo komnu máli, þetta er enn
ekki komið á það stig. —
— Hefurðu teiknað mikið, siðan
þú komst vestur? —
— Ég hafði hugsað mér að
teikna einhver ósköp, en enn sem
komið er, hef ég haft nóg að gera
við að skoða mig um, bæði niðri i
fjöru og upp til fjalla. —
— Hvernig er það fyrir
Reykviking að koma i svona
fámennt byggðarlag vestur á
fjörðum? —
— Fyrir mig er þetta stórkost-
legt ævintýri, og ég hef enn ekki
séö, að hér sé litið um að vera,
eins og svo margir segja. Flestir
virðast vera önnum kafnir við að
bjarga sér, reyna að lifa sem
mest á landsins gögnum og gæð-
um. Hér eru menn i nánari snert-
ingu við náttúruna og umhverfið.
— Ætlarðu að koma aftur næsta
sumar? —
— Ég kann svo vel við mig, að
ég er alls ekki viss um, að ég fari
neitt i vetur. Mér er reyndar sagt,
að veturinn geti verið anzi harð-
ur, en ég held að það sé vel þess
virði að leggja það á sig, að vera
hér einn vetur, fyrst sumarið er
svona fallegt. —
O Vikuvinna
kemur að þvi að ég þurfi að borga
8000 krónur i kyndingarkostnað
fyrir siðustu þrjá mánuði, og
þykir fæstum það mikil kynding.
Þá á ég eftir þúsund krónur til
þess að lifa af.
— Hvemig ætlarðu að brúa bilið?
— Ég get á engan hátt brúað
bilið. Ætli það endi ekki með þvi,
að ég verði að láta hreppinn
framfæra mig.
— Heldurðu að bónuskerfi myndi
bæta kjör verkafólks i
frystihúsinu á Flateyri, ef það
yrði tekið upp?
— Til þess að taka upp bónuskerf i
i frystihúsinu á Flateyri, þarf að
breyta húsinu mikið, en mér hef-
ur nú reyndar skilizt, að það
standi til vegna komu skut-
togarans.
En ef aðstaðan batnaði, er ég
þeirrar skoðunar, að bónuskerfi
yrði til bóta, a.m.k fyrir þá, sem
duglegir eru. Sjálf hef ég unnið
eftir bónuskerfi, t.d. á Súganda-
firði og persónulega finnst mér
það betra fyrirkomulag, en þar
er vinnuaðstaðan miklu betri
heldur en hér á Flateyri. Þegar
ég vanná Súgandafirði, hafði ég
eftir bónuskerfinu sömu tekjur á
dag og ég hefði haft fyrir
vikuvinnu i frystihúsinu á Flat-
eyri.
— Getur bónuskerfið ekki virkað
ákaflega þrúgandi fyrir gamla
fólkið?
— Jú, sú hætta er alltaf fyrir
hendi, en persónulega er ég þeirr-
ar skoðunar, að bónuskerfið sé
hentugra og skapi meiri mögu-
leika, jafnvel þó að ég sé nú
komin af léttasta skeiði. En eftir-
lit þarf að vera mjög strangt
gagnvart svona kerfi, og
ávinningurinn ekki siður kominn
undir þvi, að I vinnusal sé góð
trúnaðarmanneskja, en nú sem
stendur er engin trúnaðar-
manneskja i vinnslusal
frystihússins Hjálms, h.f.
— Hvernig stendur á þvi?
— Það hefur enginn viljað taka
starfið að sér, sem liklega er ekki
mjög vinsælt. Sjálfsagt er þetta
okkur konunum sjálfum að
kenna.
— Nú sagði mér kona, sem
vinnur i frystihúsi Einars
Guðfinnssonar i Bolungarvik, að
á siðasta aVi hefði hún haft um
900 þúsund i árstekjur og unnið
eftir bónuskerfinu. Eru tekjur
ykkar i frystihúsinu á Flateyri
eitthvað sambærilegar þessu?
— Þær eru ekkert sambærilegar
við það, sem hér er. Á siðasta ári
getég varla sagt að ég hafi sleppt
úr einum einasta vinnudegi, en
árstekjurnar voru ekki nema um
300 þúsund krónur, rúmlega hálf
mánaðarlaun hjá flugstjórum.
Það þarf þvi ekki mikil heilabrot
til þess að sjá, að erfitt hlýtur að
vera að fleyta fram lifinu á ekki
meiri tekjum.
Manninn minn missti ég fyrir
um 20 árum frá sex ungum börn-
Ingvar Stefán Ingi
Norðurlandskjördæmi eystra
Þingmenn Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi
eystra, Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason,
boða til funda sem hér segir (aðrir fundir auglýstir siðar):
Svalbarösströnd fimmtud. 10. júll kl. 9 e.h.
Sólgarður föstud. 11. júll kl. 9 e.h.
Freyvangur sunnud. 13. júli kl. 9 e.h.
Dalvik þriðjud. 15. júll kl. 9 e.h.
Ólafsfjörður miðvd. 16. júli kl. 9 e.h.
Húsavik föstud. 18. júli kl. 9 e.h.
Breiðumýri laugard. 19. júli kl. 9 e.h.
Borgarf jarðarsýsla
Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðarsýslu veröur hald-
inn að Brún, Andakllshreppi, þriðjudaginn 15. júli og hefst klukk-
an 21.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing.
3. Rætt um stjórnmálaviðhorfið
Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra og Ragnheiður
Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi mæta á fundinum.
Flyt fyrirlestur um stefnumörkun i sjávarútvegs- og iönaðar-
málum I fundarsal Hreyfils Fellsmúla 26 (III. hæö) þriðjudaginn
8. júli kl. 20.30.
í fyrirlestrinum er leitast við að sýna fram á að meö nýrri
stefnumörkun i þessum atvinnugreinum væri hægt að auka
þjóðartekjur svo tugum milljarða skipti árlega — og þar með
tekjur almennings.
Ahugamenn um atvinnumál og kjaramál velkomnir.
Gert er ráð fyrir umræðum og fyrirspyrnum um dagskrár-
efnið.
Kristján Friðriksson, iönrekandi.
Héraðsmót í Barðastrandarsýslu
Héraðsmót Framsóknarfélaganna I Barðastrandarsýslu verð-
ur haldiö i félagsheimilinu Patreksfirði laugardaginn 12. júli og
hefst kl. 20.30.
Ræður flytja Steingrimur Hermannsson alþingismaður og
Ólafur Þórðarson, skólastjóri.
Villi, Gunnar og Haukur leika fyrir dansi.
umoghefsetið i óskiptu búi siðan.
Ég get þvi varla sagt, að mér hafi
gengið allt of vel að borga búið
upp.
— Heldurðu að skuttogari myndi
breyta miklu um ástand atvinnu-
mála hér I þorpinu?
— Það er ekkert vafamál, að
hann myndi breyta miklu, en til
þess að hægt verði að vinna allan
þann afla, sem berst á land, þá
verður að breyta vinnuaðstöðunni
I frystihúsinu.
— Nú er frystihúsið Hjálmur svo
til eini atvinnurekandinn á Flat-
eyri. Skapar það ekki ákveðin
vandamál?
— Jú, mér finnst það vera vanda-
mál, þvi að ef maður ætlar að
vinna einhvers staðar, þá er þetta
eini staðurinn, þar sem hægt er að
fávinnu.Enég vil taka það fram,
að með þessu er ég ekki að kasta
neinni rýrð á forráðamenn
Hjálms h.f.
— Þú sagðir mér, að það væri
enginn trúnaðarmaður frá verka-
lýðsfélaginu i vinnslusal
frystihússins. Heldurðu að það sé
vegna þess, að enginn þori að
taka það starf að sér?
— Ég get ekkert um það sagt.
Liklega er þetta bara okkur sjálf-
um að kenna.
— Nokkuð að lokum?
— Ekki annað en það, að tekjur
okkar verkafólksins eru
skammarlega litlar, og of litið um
það hugsað að bæta okkar kjör.
Mér hefur virzt, sem það væru
iðnaðarmennirnir, sem mest bera
úr býtum i hverjum kjara-
samningum. Ef ég fæ trésmið til
að vinna einn dag við að skipta
um glugga i húsinu minu kostar
það mig vikuvinnu i frystihúsinu.
Hverjum getur fundizt þetta rétt-
lát tekjuskipting?
KAUPFELAG EYFIRÐINGA
AKUREYRI - SÍMI 96-21400
HERRADEILD