Tíminn - 09.07.1975, Page 1

Tíminn - 09.07.1975, Page 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif 'w-yrA. Landvélarhf SJAVARUTVEGSRAÐHERRA: Það á að taka mjög hart á svona brotum — ný lög um botnvörpuveiðar fyrir árslok gébé-Rvik. — Við verðum að taka mjög hart á brotum islenzku togaranna, sem eru með ólög- legan veiðiútbúnað sagði sjávar- útvegsráðherra Matthias Bjarna- son i viðtali við Timann i gær. Þetta hefur hent nokkrum sinnum Risaþota og nóg er um smáfiskadrápið samt, þó togararnir séu með lög- legan útbúnað. Þá sagði Matthias, að ekki væri neitt hægt að gera varðandi smá- fiskaveiðarnar við Norðurland meðan samningurinn við Breta er enn i gildi. Ekki væri hægt að banna islenzkum togurum veiði, þar sem brezkir mega veiða: Samningurinn við Breta gengur úr gildi 13. nóv. svo sem kunnugt er. Nú er starfandi nefnd við endurskoðun á botnvörpulögun- um og er búist við að hún ljúki störfum i haust. Niðurstöður hennar verða fluttar á Alþingi i frumvarpsformi og áætlað er að ný lög gangi i gildi fyrir árslok 1975, að sögn sjávarútvegsráð- herra. í Keflavík vegna gruns um sprengju H.V. Reykjavík. Risaþota frá brezka flugfélaginu BOAC lenti i gær á Keflavikurflugvelli, vegna gruns um, að i farangri eins far- þega hennar væri sprengja. Tilkynning barst til skrifstofu flugfélagsins i London i gær, um sprengju i farangri eins farþeg- ans og þar sem vélin var stödd nálægt Islandi, á leið sinni frá London til Los Angeles, var henni snúið til Keflavikúr. Vélin lenti i Keflavik um klukkán 18.15 og hafði skömmu slöar verið tæmd af farþegum og áhöfn. Aætlað var að sprengjuleit hæf- ist i farangursgeymslum vélar- innar klukkán 8.00 i morgun H.V. Reykjavik. „Við höfum alls ekkert hernaöarlegt eftirlit með störfum og búnaði varnarliðsins I NATO-herstöðinni við Keflavik, og mér vitanlega hafa hugmyndir um að sliku eftirliti verði komið á, aldrei borið á góma innan islenzkra rikisstjórna”, sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra, I viðtali við Tlmann I gær, en vegna fréttaflutnings fjölmiðla af hlustunarbúnaði varnarliðsins i sjó við strendur landsins hefur sú spurning vaknaö, hvort Islenzkum stjórn- völdum sé kunnugt um hvaða útbúnaður tilheyri starfi varnarliösins hérlendis. „Varnarmáladeild utanrikisráðuneytisins hefur með höndum eftir- lit með þvi, sem lýtur að samskiptum bandarikjamanna hér við íslendinga”, sagði utanrikisráðherra ennfremur, „og Landsiminn hefur með höndum eftirlit með fjarskiptabúnaði liðsins, að einhverju leyti. Nánari afskipti og eftirlit með störfum og búnaði varnarliðsins er ekki um að ræða.” SLYSAGILDRA í ÍRl A myndinni má sjá hvernig húðin hefur flagnað af hönd- um eins drengjanna, sem verið hafa að leik í skemm- unni. Læknar telja húðflögnunina geta stafað af bruna, af völdum rafmagns, sýra, eða annars.^.,^^ Islenzkum stjórnvöld- um ókunnugt um varn- arbúnað varnarliðsins ÁFENGISSALAN STÓRMINNKAÐI FYRSTU VIKUNA EFTIR HÆKKUN — en sækir nú óðum í sama horf og áður H.V. Reykjavik. Vikuna 23.—27. júni var selt áfengi i útsölum Áfengisverzlunar rikisins i Reykjavik að verðmæti samtals 54.559.300 krónur, og næstu sölu- viku þar á eftir, vikuna 30. júni—4. júli, var salan samtals fyrir 62.602.200 krónur. Þetta voru fyrstu tvær heilu söluvikurnar eftir að áfengi og tóbak hækkaði i verði um 30%, þann 18. júni siðastliöinn, og mið- að við siðustu vikuna fyrir hækk- un, þegar selt var fyrir samtals 60.128.700 krónur i Reykjavikur- útsölunum, hafa áfengiskaup islendinga minnkað verulega að magni til, við hækkanirnar, en sýna þó „ákveðna viðleitni” til að ná sama horfi á ný. Miðað við siðustu söluviku fyrir hækkun, minnkaði sala i Reykja- vikurútsölum Afengisverzlunar- innar þvi um tæplega 40% fyrstu vikuna eftir hækkun, en náði sér siðan nokkuð á strik og var rúm- lega 25% lægri aðra vikuna eftir hækkun. Upplýsingar um sölu áfengis utan Reykjavikur liggja ekki fyrir enn og ekki heldur upplýs- ingar um sölu á tóbaki. BEINAGRINDIN FRÁ ARUNUM 1955-'65? HV-Reykjavik. Beinagrind af karlmanni fannst i gryfju við Faxaskjól i fyrrakvöld. Fyrstu athuganir i gær voru taldar benda til þess, að beinagrindin hefði leg- ið þarna i jörð frá þvi á árunum 1955—65. Það voru nokkrir drengir, sem grófu ofan á beinagrindina. Fyrstu beinin úr beinagrindinni fundu drengirnir um siðustu páska, en töldu þau þá vera úr nautgrip. Þegar þeir voru að grafa á sama stað á mánudag, fundu þeir fleiri bein og gerðu sér þá grein fyrir að þau myndu vera úr manni. Rannsóknarlögreglunni i Reykjavik var tilkynnt um fund- inn, og við frekari gröft á staðn- um fundust bein, sem talin eru mynda nokkuð heillega grind, karlmannssokkar úr gerviefnum og tvær skammbyssukúlur af stærðinni 45 kaliber. A timum siðari heims- styrjaldarinnar voru skotbyrgi þar sem beinagrindin var grafin, en eftir strið, liklega um eða eftir 1954, voru byrgin fyllt. Liklegt verður að teljast, að lik þess, sem beinagrindin er af, hafi lent þar i jörð eftir þann tima. Beinagrindin var send Rann- sóknastofu Háskólans til rann- sóknar, en niðurstööur lágu þar engar fyrir i gær. Unnið er að rannsókn málsins, og meðal annars hefur verið tekið saman úr skýrslum lögreglunnar allt það er varðar þá, sem týnzt hafa undanfarna áratugi og aldrei hefur spurzt til. Frá þvi um 1945hafaum tuttugu manneskjur horfið hér sporlaust. Myndin hér fyrir neðan ef af drengjunum viö gryfjuna, og hin myndin sýnir rannsóknarlögregluna að störfum þar i gær.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.