Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 4
.4 TÍMINN Miðvikudagur 9. júll 1975. Vitni saksóknarans Karl-Heinz Ruhland heitir aöal- vitni saksóknarans i Stuttgart- réttarhöldunum yfir Baader- Meinhof-hópnum. Hér sést Karl- Heinz þ.e.a.s. þaö litla sem af honum sést — uppi i hálfdauöum trjábol, en hann er hálfsmeykur viö aö láta birta myndir af sér, þvl aö ef til vill er einhver Ur þessum hermdarverkasamtök- um, sem enn gengur laus og gæti átt þaö til aö hefna sin á honum fyrir það aö bera vitni. Karl-Heinz Ruhland var áður meðlimur i samtökum, sem kallast RAF eða Rauði her- flokkurinn, ogvarþetta flokkur öfgamanna, sem stofnuðu þessi samtök, þar á meðal foringinn Andreas Baader, Ulrike Meinhof, Gudrun Ensslin og Jan Carl Raspe, og eru þau nú öll ákærð fyrir margs konar glæpi, þar á meðal morö. Réttarhöldin ganga erfiðlega, þvi að ýmislegt hefur orðið til þess að seinka þeim, svo sem deila um hverjir megi vera verjendur þeirra, hungurverkfall fanganna o.fl. Ruhland var i þessum samtök- um og var handtekinn I desem- ber 1970 og dæmdur I rúmlega fjögurra ára fangelsisvist fyrir vopnaða ránsárás og önnur hermdarverk. í júli árið 1973 var hann náðaður af Gustav Heinemann forseta, og siðan hefur hann verið aðalvitnið gegn fyrrverandi félögum sin- um. Hann hefur skipt um nafn og forðast fyrri félaga sina. Hann hefur selt endurminning- ar sinar frá þessum árum, og er það stórt og voldugt blað, sem er kaupandinn. Yfirvöldin reyna að sjá honum fyrir verná, en hann lifir samt i stöðugum ótta um lif sitt. 4 i * m ■‘Wj Stórstjörnur í stórmynd Kvikmyndaframleiðandanum Carlo Ponti hefur nú tekizt að láta gamlan draum rætast. í nýrri kvikmynd sem hann er að framleiða leika stórstjörnurnar Gina Loliobrigitta og Sophia Loren, en fram tii þessa hafa þær þverneitað að leika saman i kvikmynd. Þær eru góðar vinkonur en innan veggja kvik- myndaveranna lita þær á sig sem keppinauta, og hafa þver- neitað að leika saman til þessa þrátt fyrir fjölmörg tilboð. Ekki er látið uppi um hvaða efni kvikmyndin fjallar eða hvers konar hlutverk stöllurnar fara með.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.