Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 9. júli 1975. KÖLLUN VÍSISRITSTJÓRANS Ritstjóri Visis hefur unnið það afrek að marka blaði sinu ákveðna og afmarkaða stefnu. Hún er sú, að færa landbúnaðar- framleiðsluna að nokkrum hluta út úr landinu. Ritstjórinn er búinn að skrifa marga leiðara um þetta. Nú er hann að visu kominn aö þeirri niöurstöðu, að islenzkur land- búnaður afli gjaldeyris til jafns við það sem hann eyðir. Þar með viðurkennir hann nú i seinni tið, að landbúnaðurinn sé ekki gjaldeyrislegur baggi á þjóðinni. Nýjustu fræöi ritstjórans I landbúnaöarmálum eru þau, að bændur séu þjakaðir og pindir til þess að vinnslustöðvar af- urða þeirra græði. Þetta eru ómenguð Visisfræði. Vinnslu- stöðvar landbúnaðarafurða eru mjólkurbú og sláturhús. Þau eru svo til öll samvinnufyrirtæki bænda. Hvert einasta mjólkur- bú á landinu er það og allur þeirra hagur er sá, að geta borgað bændum hærra verð fyr- ir framleiðslu þeirra. Það þarf alveg sérstaka tegund af mannsheilum til að skilja það að mjólkurbUin græði á kostnað bænda. Slik afbrigði getum við kallað Visisheila. Kannske hefur ritstjórann rámað i það, að sumir telja að ýmsir starfsmenn við vinnslu afurðanna séu tekjuhærri en bændur almennt. Þó að svo væri væri það allt annað en að vinnslustöðvarnar græði. Þó að t.d. ritstjóri og prentari séu tekjuhærri en áskrifendur blaðs er ekki alveg vist að blaðið græði. Þarf að Utlista það nánar? Ritstjóri Visis telur að það sé fjarstæða að landbúnaðurinn stuðli að matvælaöryggi þjóðar- innar. „Landbúnaðartækin mundu fljótlega stöövast, þegar flutningar til landsins hafa stöðvazt”, segir hann. Og svo bætir hann við: „Matarforðabúr þjóðarinnar eru hinar vatnsaflsknúðu frystí^ geymslur frskverkunar- stöövanna”. Sjálfsagt myndu flest tæki stöðvast fljótlega þegar flutn- ingar til landsins hefðu stöðvazt. Það er hætt við að Jónasi þætti togararnir þungir undir árum. Hvaða atvinnuveg- ur þyldi það, að flutningakerfið yrði óvirkt? Svo held ég að þurfi Vísisheila til að skilja það að fiskur geymist betur i frysti- geymslum en kjöt. En trúlega kynni nú einhver mjólk að fást úr kúnum, þó að þrengdi að um aðdrætti. Ristjórinn segir, að „fækkun starfskrafta i landbúnaði hlyti að hafa i för með sér aukningu starfskrafta i öðrum greinum, sem annað hvort spara gjald- eyri eða afla hans beinlinis.” Hvaða starfsgreinar á hann við? Trúir hann eins og flokks- bróðir hans og starfsbróðir forðum að fleiri álbræðslur leysi allan vanda? Geta ekki lika orðið þrengingar á þvi sviði? Hefur hann útflutningsiðnað við þvl búinn að taka við sveita- fólkinu? Hvaða iðngreinar eru það þá? Veit Jónas ritstjóri hversu margt fólk hefur framfæri af þjónustu við landbúnðinn og vinnslu afurða hans? Eitt af uppáhaldsorðatiltækj- um ritstjórans er að við borgum útlendingum fyrir að éta afurðir okkar þegar um er að ræða upp- bætur á útflutning. Þetta er öfugmæli, þó að ritstjórinn hafi það frá dr. Gylfa. Við borgum útlendingum ekki neitt I þvi sambandi. Hins vegar borgum viö framleiðendum útflutnings- ins uppbót. En það er naumast von að Visisheili átti sig betur en dr. I hagfræði á þvi hverjum er verið að borga. Hvað höfum við lagt i sölurn- ar fyrir útlendinga svo að þeir ætu fiskinn okkar? Það er meira en litið. Auk beinna framlaga fyrir útgerðina sem auðvitað er þá borgun til útlendinga fyrir að éta fiskinn, höfum við minnkað krónuna okkar aftur og aftur til þess að útlendingar ætu fiskinn. Þvf getur Visisritstjórinn kjökrað og volað með dr. Gylfa yfir þvi, hvernig „neytendur” og „launþegar” séu pindir og féflettir fyrir framleiðsluna og útflutninginn. Svona getur farið þegar menn vita ekki hvað er upp og hvað er niður, þegar menn halda að undirstaðan, sem allt ber uppi, sé átumeinið. Svo er hægt að blása þvi i brjóst þeim sem hafa nógu einfalda og hrekklausa sál, að þeir sem séu bara saklausir neytendur séu kvaldir og kúg- aöir fyrir framleiðendurna. Þeir geta lengi blásið, sem nógan hafa vindinn. En þó vind- urinn sé kröftugur verður hann aldrei undirstöðumatur. Hugsum okkur nú samt að Jónasi Visisritstjóra auðnaðist að fækka bændum um helming. Hvernig ætti að grisja? Það vita kunnugir að i sumum sveitum er hætta yfirvofandi ef býlum fækkar frá því sem nú er. Menn þurfa nágranna til að geta búið i sveit. Þvi fylgir lika sú blessun að menn læra að meta granna sina. Það kynni að verða meira að gert en ætlazt væri til I eyöingu byggðar ef ógætilega væri farið I niðurskurðinn. Auðvitað segir ritstjórinn að erfiðustu jarðirnar eigi að fara fyrst úr byggð. Þýðir það að flestar eða allar jarðir i harð- býlustu héruðunum eigi að fara i eyði? Er það ráð til að hressa þorpin við að hætta að stunda landbúnað I héraðinu? Jónas Kristjánsson, dr. Gylfi og slikir hugsjónamenn hafa trúlega aldrei hugsað um þessa smámuni. Þeim mun ekki hafa verið eiginlegt að hugsa um hugsjónirsinari framkvæmd og verki — a.m.k. ekki þær, sem varða islenzkan landbúnað. En þaö er góður siður að reyna að hugsa hverja hugsun til enda. Og þú þarft stundum að vekja athygli á þvi, sem ósvarað er. Það eru ýmsir sjálfstæðis- menn orðnir langeygir eftir þvi að flokksbræður þeirra taki rit- stjóra Visis til bæna. Það er ekki mitt mál þó að þeir verði látnir horfa úr sér augun áður en vamarsveitirnar innan flokks þeirra leggja til atlögu. Það mun fara sem forlög kljást. H.KR Margir langferðabilar runnu I hlað háskólans árdegis 2. júli. Norrænir búvisindamenn lögðu leið sina út á land til að kynnast islenzkum búskap og skoða land elds og Isa. Sumir héldu til Borgarfjarðar, en aðrir austur fyrir heiði, — og slóst ég i för með þeim hópi, þ.e. deildinni, sem aðallega fæst við garðyrkju og jurtasjúkdóma. Gestunum þótti Hellisheiði „stórkostlega fallega ljót”, en vildu þó vita skil á hraununum og mosaþembunni gráu — og dáðust að strjálum blómunum, einkum holtasóley og lamba- grasi. „Og sitthvað kraumar hér undir”, sögðu þeir og bentu á gufustrókana hér og þar. A Kambabrún horfðu menn hugfangnir yfir landið baðað I sól, hvilik viðátta — og allir festu sjónir á Vestmannaeyjum I fjarska. Brátt var ekið að borholunni, þar sem nota á afl úr iðrum jaröar til að framleiða þungt vatn, eða til að hita upp heilt þorp gróðurhúsa. Þegar skrúfað var frá krananum og gufan streymdi út með fítonskrafti og drunum, rak gestina I roga- stanz. Þeir horfðu og hlustuðu hugfangnir á þennan náttúru- kraft úr neðra — og liktu helzt við tunglflaugarafl. Engum duldist reginmáttur gufunnar. „Jaröhitinn er ykkar dýrmæta olia”, sögðu þeir, „en hvernig farið þið að þvi aö beizla þessa orku og koma pípunum fyrir i fyrstu?” I Hveragerði voru fyrst skoðaðar garðyrkjustöövar Gunnars Björnssonar og Ingi- mars I Fagrahvammi, en siðar haldið til húsakynna garðyrkju- skólans, þar sem Grétar skóla- stjóri fræddi okkur um skólann og Islenzka ylrækt. „Hvað! bananar, paprika og kaffitré lika,” sögðu gestirnir, „hér er auðsjáanlega hægt að rækta meira og fleira en okkur grunaði. Þið eigið geysilega auðlegð I jarðhitanum.” Ingólfur Davíðsson: Ferðadagur með búvísinda- mönnum Eftir ræðu og gróðurhúsa- göngu biðu hlaðin matborð i skólanum og var snætt af beztu lyst. Allir vildu bragða flat- brauð, harðfisk og hangikjöt, auk hinna samnorrænu rétta. „Þið eruð búnir að framkvæma ótrúlega mikið, svona litil þjóð,” sögðu gestirnir ,,en ýmislegt getið þið sjálfsagt fært ykkur i nyt af okkar reynslu, þó að skilyrði séu næsta ólik.” Afram var ekið austur á bóg- inn, og stanzað i Garði i Hruna- mannahreppi, og gengið um garða Einars. Sannfærðust gestirnir þar enn um hina miklu möguleika á sviði ræktunar — úti og inni. „Okkur var fæstum ljóst,” sögðu þeir, „hve geysi- viðlend sunnlenzka sléttan ykk- ar er, hér er sannarlega oln- bogarými og ótakmarkað land til ræktunar handa fjölda manns. Við höfðum heyrt meira um mjóa strandlengju, fjöll og dali. En skjólbelti verðið þið að rækta, skjólbelti og aftur skjól- belti! „Vitanlega þarf að girða og það er dýrt” sagði einn 77 ára öldungur, og benti á sauðféð, sem hvarvetna dreifði sér um græna haga. „Hjá okkur er þvi haldið innan girðinga”, sagði hann. Menn dáðust að hinum fjölbreyttuislenzku fjárlitum og töluðu um fallegar gærur og loð- feldi. Lengra skyldi ekið, enginn Séð yfir gróðurhiís í Hveragerði. vildi fara heim án þess að sjá Geysi og Gullfoss. Geysir lét lit- ið yfir sér, en Strokkur gaus og gaus — og i mörgum pytti sauð og vall eins og kunnugt er Gestimir vildu lika sjá hvaða jurtategundir héldu sig aðallega við jarðhitann, og sýndu hver öðrum vatnsnafla o.fl. jarðhita- blóm. Gullfoss fagnaði okkur með reglulegri skrautsýningu — óvenjufagrir regnbogar glitruðu I fosslöðrinu og það var sannar- lega hreyfing á þeim. „Slikt og þvilikt höfum við aldrei fyrr séö,” sögðu feröalangarnir, sem séð höfðu flesta helztu fossa i Evrópu. „Gullfoss er miklu fegurri en Niagarafossamir”, bætti einn við. t Þingvallasveit mætti okkur hópur hestamanna. Raunar áðu þeir utan vegar. Allir stukku úr úr bilunum að skoða hestana, en ekki gafst tækifæri til að bregða sér á bak, þó að ýmsa langaði auðsjáanlega til þess. Stanzaðvar næst á barmi Almannagjár: menn horfðu hugfangnir yfir þingstaðinn forna, hraunið, gjárnar og vatnið — og spurðu og spurðu. Á Keldnaholti tók Björn for- stjóri móti gestum og lýsti fjöl- breyttri starfsemi stofnunar- innar. Það voru örir og ánægðir menn, sem óku til Reykjavikur. Veðurguðirnir höfðu verið okk- ur hliðhollir og á Islandi ræður veðrið miklu um hvort slik kynningar- og fræðsluför heppn- ast. Nýblómgað gullregn heilsaði okkur á horni Miklubrautar og Rauðarárstigs, hið fyrsta á þessu sumri i Reykjavik. „Hvi- lik breyting er orðinn hér á öllu og framfarir, nú er Reykjavik orðin borg,” sagði aldursfor- setinn, danskur prófessor, er margir tslendingar hafa kynnzt á búnaðarháskólanum i Kaup- mannahöfn. „Það er hálf öld siðan ég kom hér siðast,” bætti hann við brosandi. lng. Dav.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.