Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. júli 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Er það glannalegt? Eitt af þeim baráttumálum, sem minnihluta- flokkarnir i Borgarstjórn Reykjavikur hafa beitt sér fyrir á undanfömum árum, er bættur að- búnaður aldraðra. Ekki er of djúpt i árinni tekið, þótt sagt sé, að hreint neyðarástand riki i þeim málum. Kemur það m.a. glögglega fram i þvi, að stofnanir fyrir aldrað fólk i borginni hafa gefizt upp á þvi að skrá fleiri á hina yfirfullu biðlista sina. Fyrir tveimur árum ákvað Borgarstjórn Reykjavikur að gera myndarlegt átak i byggingarmálum aldraðra, og var ákveðið að verja 85 milljónum króna i þvi skyni. Það kemur hins vegar fram i reikningum Reykjavikurborg- ar fyrir árið 1974, að einungis 20 milljónum króna var varið til þessara mála. Eða m.ö.o. 65 milljón- ir króna voru klipnar af fjárveitingunni. Hér kemur enn einu sinni til sögunnar tregðu- lögmál borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins, þegar málefni gamla fólksins er annars vegar. Á mörgum öðrum liðum fjárhags- áætlunarinnar var hins vegar farið langt fram úr áætlun, sérstaklega á þeim, sem Sjálfstæðis- flokkurinn notfærði sér i sambandi við kosningarnar, og má þar nefna Grænu bylting- una, sem svo var nefnd. Á þeim lið var ekkert til sparað. Það er á valdi þeirra, sem meirihluta hafa, hvort sem það er i Borgarstjórn eða á Alþingi, hvernig fjármunum er varið, t.d. hvórt meiri áherzla er lögð á gatnagerð en félagslega að- stöðu. í sliku efni er um hreina pólitiska ákvörðunartöku að ræða. Og reynslan er ólygn- asti dómurinn um það, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haft hefur hreina meirihlutaaðstöðu i Reykjavik i tugi ára, hefur lagt meiri áherzlu á aðrar framkvæmdir en að tryggja öldruðum við- unanlega aðstöðu. Um þetta þarf ekki að deila, þvi að staðreyndirnar tala sinu máli. Það er þess vegna engin tilviljun, að borgarstjórinn i Reykja- vik, Birgir ísleifur Gunnarsson, viðhafði þau orð, þegar ákveðið var fyrir skemmstu útboð á bygg- ingu fyrir aldraða i háhýsi við Furugerði, að glannalegt væri að ráðast i það verkefni. Þessi orð borgarstjórans eru i fyllsta samræmi við hugsunarhátt Sjálfstæðismanna gagnvart gamla fólkinu. En borgarstjórinn i Reykjavik má vita það, að það er ekki glannalegt að verja fjármun- um til þessara mála. Hvort tveggja er, að þjóð- félagið stendur i þakkarskuld við fólkið, sem hef- ur borið hita og þunga dagsins við uppbyggingu þess velferðarþjóðfélags, sem við búum i, og hitt, að okkur ber að tryggja gamla fólkinu hjúkrunar- aðstoð i ellinni. 1 þeim efnum hvilir of þung byrði á mörgum heimilum, sem annast sjúkt gamalt fólk, vegna þess að ekki er rými fyrir það á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Vonandi eiga þau orð aldrei oftar eftir að heyr- ast i Borgarstjórn Reykjavikur, — að það sé glannalegt að verja fjármunum til uppbyggingar aðstöðu fyrir gamla fólkið. Helge Seip, Kristeligt Dagblad: Norrænn fjárfestingar banki tekur sennilega til starfa að ári Halda þarf sérstakan fund um málið í Norðurlandaráði í haust Helge Seip. HUGMYNDIN um norræn- an fjárfestingarbanka verður senn að veruleika. Rikis- stjórnir Norðurlandanna sendu Norðurlandaráði tillög- ur ráðherranefndar um málið hinn 19. júni. Ráðherrarnir höfðu rætt málið á grundvelli skýrslu sérfræðingahöps, sem hafði fengið það til meðferðar og undirbúnings. Tillaga ráðherranefndar- innar er i höfuðatriðum sam- hljöða uppástungum sér- fræðinganna. Nokkur frávik vekja þó athygli við fyrstu sýn. Sú breyting er efalaust mikilvægust, að minnsta kosti I byrjun, að höfuðstóll bank- ans verður minni og hann get- ur þvi minna lánað en gert var ráð fyrir áður. Höfuðstólsframlagið verður 400 Evrópueiningar hinna sér- stöku yfirdráttarréttinda við Alþjóöagjaldeyrissjóðinn, eða sem svarar til tveggja mill- jarða sænskra króna. Hámark útlána og ábyrgða verður þvi um fimm milljarðar sænskra króna, en gert hafði verið ráð fyrir fjórðungi hærri fjárhæð. Þessi lækkun er sérstaklega eftirtektarverð i augum Norð- manna, þar sem á var bent af þeirra hálfu, að höfuðstóll bankans væri of litill til þess að geta haft verulega þýðingu fyrir Norðmenn i sambandi við oliuvinnslu þeirra i Norðursjónum. Þessar ábendingar komu m.a. fram hjá Engell Olsen i norska iðnaðarráðuneytinu meðan enn var gert ráð fyrir að höfuðstóllinn yrði fjórðungi hærri en hann hefir nú verið ákveðinn. Hitt er svo annað mál, að mögulegt er að koma sér siðar saman um aukningu höfuðstóls bankans og rýmkun lánsskilyrða. FJÓRÐUNG höfuðstóls bankans ber að greiða i reiðu- fé i þremur áföngum eða eftir tvo, sextán og tuttugu og sex mánuði. Áður var gert ráð fyrir, að fimmtungur höfuð- stólsins yrði lagður fram sem reiðufé i tveimur áföngum, og skiptir þessi breyting ekki sér- lega miklu máli. Hlutur Noregs af framlögðu reiðufé höfuðstólsins verður um 100 milljónir norskra króna, eða þrisvar sinnum um það bil 33 milljónir. Siðan ber að ábyrgjast að auki þá fjárhæð þrefalda. Hlutur Finnlands er jafn hlut Noregs. Reiðufjárframlag Dana nem- ur samtals um 150 milljónum danskra króna, einnig innt af hendi i þremur áföngum, og ábyrgðin að auki nemur 450 milljónum danskra króna. Framlag Svia er svo sem næst þrefalt framlag Norð- manna og Finna. Framlag Islendinga er sextándi hluti af framlagi Norðmanna og Finna, en með þvi móti greiða tslendingar eigi að siður meira á hvern ibúa landsins en Norðmenn og Finnar til dæmis. NORRÆNI fjárfestingar- bankinn á bæði að vera lán- veitandi beint og auk þess að ganga i ábyrgð fyrir þátt- tökurikin þegar þau taka bein lán erlendis. Gert er ráð fyrir, að Norðurlönd þurfi á miklu erlendu fjármagni að halda á næstunni, þar sem oliunámið i Norðursjónum og margs Kon- ar starfsemi i tengslum við það krefst mjög mikillar fjárfestingar. Enn meira þarf þó til þegar farið verður að nýta oliuna og gasið úr Norðursjónum til iðnaðar. Fram er tekið i tillög- um rikisstjórna Norðurlanda, að norrænar tekjur af oliu — sem væntanlega á að merkja norskar tekjur fyrst og fremst — muni geta lagt bankanum allmikið fé. Nokkur takmörkun á starf- semi norræna fjárfestingar bankans felst i þvi ákvæði i til- lögum rikisstjórnanna, að framkvæmdirnar, sem lánað er til, verði að þjóna „norræn- um hagsmunum”. Túlkun þess ákvæðis er þó allrúm, þar sem nægja á, að framkvæmd- in þjóni hagsmunum „tveggja Norðurlandanna eða fleiri”. Leyfilegt verður að lána þann hluta höfuðstólsins, sem fram er lagður i reiðufé, en þó með þvi skilyrði, að bankinn sé tvimælalaust tryggður gegn gengistapi, t.d. með þvi' að binda lánin við evrópskar einingar hinna sérstöku yfir- dráttarheimilda við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, en i þeim einingum er framlagið reikn- að eins og áður er sagt. UNDIRSTRIKAÐ er i fyrir- huguðum reglum bankans, að hann skuli reka sem arðber- andi fyrirtæki. Þess vegna er ekki um að ræða styrkjastofn- un, enda kemur þetta skýrt fram i þeim starfsreglum stjo'rnar bankans, að henni beri að tryggja bankann gegn gengistapi eins og framast er kostur. Ekki er nema eðlilegt, að talið sé með i ákvæðum um reglur bankans og tilgang, að hann skuli „reka með hliðsjón af samfélagshagsmunum”. Ýmis önnur ákvæði i reglun- um eru einmitt við það miðuð að þjóna þessu sjónarmiði sem bezt. Hlutverk bankans verður að útvega fjármagn, jöfnum höndum til fjárfestingar og „útflutnings hagsmuna Norðurlandanna”. Þetta er nýtt ákvæði að þvi er fjár- festingarbankann áhrærir, en það var ofarlega á baugi i viðræðunum um efnahags- samtök Norðurlanda á sinni tið. Þetta ákvæði er áhuga- vert, bæði frá sjónarhorni efnahagsmála og stjórnmála. Það gæti meðal annars gert mögulega umfangsmikla út- flutningsstarfsemi t.d. i sam- vinnu við riki i Austur- Evrópu. A þetta hefir verið lögð mikil áherzla i umræðun- um um fyrirhugaðar reglur bankans. EKKI kemur fram i frétta- tilkynningu ráðherranefndar- innar, hvar stjórn bankans er ætlað að sitja. Um þetta verða þvi efalaust skiptar skoðanir enn um sinn. Hitt er svo annað mál, hvort það skipti nokkru verulegu máli, hvar stjórnin situr. Meira eróneitanlega um það vert, að bankinn taki til starfa sem allra fyrst. Ráðherrarnirlögðueinmitt i tillögum si'num mjög mikla áherzlu á, að bankastarfsemin hæfist sem fyrst. Formaður ráðherranefndarinnar, Dan- inn Ivar Nörgaard, fékk sam- þykki samstarfsmanna sinna i nefndinni til þess að senda formanni Norðurlandaráðs, Ragnhildi Helgadóttur, sér- staka orðsendingu undir eins og búið var að ganga frá til- lögum ráðherranefndarinnar til Norðurlandaráðs. Með hlið- sjón af þeirri orðsendingu verður varla hjá því komizt að kalla saman sérstakan fund Norðurlandaráðs f haust til þess að taka endanlega ákvörðun um efni hennar. Þarna er um að ræða fram- kvæmd áforma, sem lengi hafa verið til umræðu á Norðurlöndunum, en hefir nú verið gefið ákveðnara og fast- ara form en áður. Til álita koma atriði, sem ágreiningur gæti orðið um milli hægri og vinstri arma löggjafarþing- anna. Mjög erþvi mikilvægt að málsmerðferðin verði sem hyggilegust og i alla staði til hennar vandað. Hitt er ekki framar að efa, hverju meirihlutinn hallast i raun og veru að.Það eitt er enn a'lveg á huldu, hvenær áformin koma til fram- kvæmda. Rikisst jórnirnar hafa i tillögum sinum nefnt 1. júli 1976 sem opnunardag bankans. Það ætti að vera framkvæmanlegt. — a.þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.