Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 9
Mi&vikudagur 9. júli 1975. TÍMINN 9 T 1 ... - I ,i» 1 BRAStli J 3 P _ j- 'iiiKkíSij SíiSSSOSSj j. V. «,v.v, IÍoFívv Verð tóbaksvara ætti að fara eftir ska&setni þeirra. löndum, af þeim sem eru orðnir liáðir nikótininu. Á markaðinum eru til grisju- pokar, sem innihalda einhvers konar tóhak, er stinga má undir efri eða neðri vör og draga þeir úr allri löngun í sigarettur. Þessir slgarettupokar eru kallaðir „Smokeless.” Að sjálfsögðu eru þessir grisjupokar ekki til. á íslandi. Tegundir eins og Charlton 70 S, sem drepið var á áðan, er inni- heldur mjög litið nitkótin og tjöru eru ekki fluttar hér inn. Verðlag á tóbaki.og þá sérstak- lega sigarettum, er með afbrigð- um hálfvitalegt.og virðist verðið einungis stjórnast af vinsældum tegundanna, en ekki af skaðsemi Tegund Gerð Tjara Nikotin (mg/slg) (mg/sff Benson & Hedges king size, filter (hard pack) 16 1,1 Camel reg. size, non-filter 25 1,6 Camel king size, filter 19 1,3 Carlton 70’s reg. size, filter 2 0,2 Chesterfield reg. size, non-filter 24 1,5 Chesterfield king size, non-filter king size, filter 29 1,8 Kent 16 1,0 Kent 100 mm, filter 13 1,2 L&M king size, filter 18 1,2 L&M 100 mm, filter 20 1,4 Lark king size, filter 17 1,2 Lark 100 mm, filter 19 1,3 Lucky Sinke reg. size, non-filter 27 1,3 Mapleton reg. size, non-filter 30 1,3 Marlboro king size, filter 16 1,1 Marvels king size, non-filter 30 1,1 Marvels king size, filter 5 0,2 PallMall king size, non-filter king size, filter 27 1,0 Pall Mall Extra Mild 10 0,7 Peter Stuyvesant 100 mm, filter 22 1,5 Philip Morris reg. size, non-filter 22 1,0. Players reg. size, non-filter (hard pack)31 2,2 Raleigh king size, non-filter 24 1,5 Raleigh king size, filter 15 1,0 Salem king size, filter, menthol 18 1,0 Vantage king size, filter 11 0,7 Viceroy king size, filter 16 1,2 Winston king size, filter 19 1,3 Winston 100 mm, filter 19 1,4 (Tafla þessi er fengin hjá stærsta tóbaks-innflytjanda okk- ar, Rolf Johansson.) Það er al- varlegt mál, að menn skuli sifellt vera að blekkja sjálfa sig með þvi að svo auðvelt sé að hætta reykingum. Sannleikurinn er sá, að tilraunir i Sviþjóð með að venja fólk af þvi að reykja sýna, að þvi er Ture Arvidson forstöðu- maður og fraumkvöðull af- reykingaspitala, sem þar er, seg- ir, að eftir 10 ár hafi einungis 5% þeirra, sem sótt hafa spitalann og dvalizt þar i 6 vikur til þess að venja sig af reykingum, hætt endanlega. Niðurstaðan er sem sagt sú, að meira en 9 af hverjum 10 byrja aftur að reykja. Nú skal það ekki vanmetið hvaða áhrif það hefur að hætta aö reykja, þó ekki sé nema 1 til 2 ár. Hitt er svo annað mál, að dyggi- lega er séð fyrir þvi á tslandi, að reykingamenn fái enga aðstoð við að hætta reykingum, hversu þjáð- ir, sem þeir kunna að vera af völdum þeirra. Læknar kunna ekkert fyrir sér til hjálpar þeim, sem þurfa á þvi að halda að hætta að reykja, og sálfræðingar verða einungis hissa,ef þeir eru beðnir um aðstoð i slikum tilvikum. Séð er tryggilega fyrir þvi að i apó- tekum er ekki hægt að fá keyptar svo kallaðar nikótintöflur, sem notaðar eru að læknisráði I öðrum þeirra. Auðvelt ætti að vera að hafa þær sigarettur er innihalda minnst af eiturefnum ódýrastar, en láta verðið vaxa i réttu hlut- falli við innihald af tjöru og nikó- tini, á svipaðan hátt og gert er um áfengi, en eins og kunnugt er, er verðlagning áfengis miðuð við % innih. af hreinum vinanda. Mér þætti m jög sennilegt.ef verðlagi á sigarettum yrði þannig háttað, að þær sfgarettutegundir, sem minnst innihald hafa af nikótini og tjöru væru ódýrastar þá myndi leiöa af sjálfu sér að unglingar myndu kaupa þær tegundir sem væru ódýrastar, en eins og flestir vita gefa þær enga, eða svo til enga nautn og mjög erfitt er að venja sig á þær, eða að verða háð- ur þeim. Verðið á þessum ódýru sigarettum gæti verið i kringum 200 kr. pakkinn,en verð á hættu- legri tegundum yrði hækkað þannig að dýrustu tegundirnar myndu kosta um 500 kr. pakkinn, til þess að neyta meðaldýrra eða ódýrra tegunda. Þetta hefði aftur á móti I för með sér, að sumir myndu fara að reykja margfalt meira en þeir gerðu áður, til þess að fá i sig sama magn af eiturefn- um, en aðrir myndu gefast upp og hætta reykingum um nokkurt skeið a.m.k. Það sem skiptir megin máli er að koma i veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja og gera það ófint að reykja, t.d. finnst mér sjálf- sagt að banna reykingar i öllum opinbérum stofnunum, almenningsvögnum, áætlunarbil- um, biðsölum lækna, verzlunum, fundarsölum, i skólum og á vinnustöðum þar sem þvi verður við komið. Þarf ekki annað en að benda á að neyzla áfengis á fyrr- greindum stöðum er algjörlega bönnuð, nema þá helzt um borð i flugvélum. Til eru enn róttækari aðferðir til þess að stýra tóbaksneyzlu, sem myndu verða fólgnar i þvi að menn þyrftu að sýna sérstakan passa til þess að fá keypt tóbak,og passann gætu aðeins fengið þeir, sem hefðu náð ákveðnum aldri og væru orðnir háðir tóbakinu að meira eða minna leyti. Þar sem sýnt hefur verið fram' á með talsverðu öryggi að tóbaks- neyzla sé stórhættuleg, er sjálf- sagt að þjóðfél. geri það jafn- framt erfitt að ná til vörunnar. Einstaklingar, sem ekki eru háðir tóbaksneyzlu nú þegar, leggja þá varla á sig mikið erfiði til þess að komast í tæri við það. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skilji, að 5 milljónir króna til áróðursstarfsemi um skaðsemi reykinga er beinlin- is hlægilega litil. Ég tel, að nauðsynlegt sé að veita a.m.k. 500 milljónum króna á ári til þessar- ar starfsemi, ef hún á að bera ein- hvern árangur. Eftir þvi sem ég hef komizt næst mun enginn maður hafa lát- izt á íslandi úr kransæðastiflu 45 ára eða yngri án þess að þar hafi verið um reykingafólk að ræða. Stýring áfengisneyzlu Verulegur aðstöðumunur er á þvi að hafa aðgang að bjór.eins og flestar erlendar þjóðir hafa, eða hafa aðeins aðgang: að vin- um og sterkara áfengi, eins og á viö um íslendinga. Mjög margir hafa gaman af þvi að fara út að kvöldlagi og fá sér I glas eins og kallað er. Ef mögulegt væri að fara inn á bjórkrá og fá sér einn bjór, myndu mjög margir gera það, einkum ungmenni. Hér á landi hefur landinn um það að velja að fara I rikið, eins og það er kallað, og kaupa sér flösku, venjulega af sterku vini, en þó i rikara mæli nú léttari vin, eða að fara á vinveitingahús, sem oftast eru troðfull af unglingum, til þess að kaupa sér glas af vini. Vinið er afar dýrt á slikum öldur- húsum og ekki hægt að hafa nokkra ánægju af þvi að rabba við fólk um daginn og veginn við slík tilfelli, eins og gerist erlendis. t öðrum löndum hafa menn mun fleiri valkosti. Þeir geta far- ið á bjórkrá og keypt sér bjórkollu fyrir 100 til 200 kr.,en verðlagið fer þé svolitið eftir löndum. A bjórkrám eða á matsölustöðum er ekki glamrandi músik I eyrum þeirra allan timann, svo að næði fæst til þess að ræða saman. Annar möguleiki er að fara á vínveitingahús eins og hér þekk- ist,og er þá verðlagið á vini og sterku áfengi svipað eða dýrara en hér gerist. Einnig er hægt að kaupa i veitingahúsum bjór, og er verðið á honum milli 2 og 300 kr. hálfur 1. t þriðja lagi er svo hægt að fara á næturklúbba og aðra finni staði, en þá er tilgangurinn yfirleitt annar en að fá sér iglas til þess að gleðja hjartað. Sviar hafa á sér orð fyrir að vera miklir drykkju- menn. Staðreynd er að miijnsta kosti, hvað sem þessu orðspori liður,að áfengisverzlun Sviþjóðar (Systembolaget) hefur litið drykkju Svianna á sterkum áfengistegundum alvarlegum augum. Áfengisverzlunin þar hefur um nokkurt árabil rekið áhrifamikinn áróður fyrir neyzlu léttari vintegunda og jafnframt hækkað minna verð á léttum vin- tegundum en sterkum vintegund- um. Ernú svo komið,að verulegur og afgerandi verðmismunur er á sterkum vinum og léttum vinum. Sem i' dæmi um verðlag má nefna, að verð á heilflösku á vodka er nú um 70 kr. sænskar, eöa um 3000 kr. íslenzkar, en verð á flösku af léttu vini, svo sem spönskum borðvinum, er á bilinu 5 til 8 kr. sænskar, eða 200 kr. til 300 kr. islenzkar. Segir það sig sjálft.að slikur verðmunur hefur mjög viðtæk áhrif á vinneyzlu al- mennings þar sem um misnotkun á léttum vinum getur tæplega orðiðað ræða. Itölum dettur ekki i hug að álita að maður, sem drukkið hefur 1 til 2 litra af léttu vini.sé fullur, þeir segja hreint út að hann sé veikur. Til frekari áréttingar er rétt að minna á það» að fyrirnokkrum árum . kom fréttaklausa hér i dagblaði i borg- inni, sem skýrði frá þvi, að for- maður bindindissamtakanna i Frakklandi teldi nauðsynlegt að drekka 1 litra af vini á dag. Efgert er ráð fyrir að þessi for- maöur bindindissamtakanna hafi verið til fyrirmyndar um vin- drykkju i þvi landi, verður að draga þá ályktun,að annað hvort séu Frakkar allir saman fylli- byttur og alvarlega alkóhólskað- aðir, eða að slik vindrykkja geri mönnum ekki merkjanlegt mein. Ef til vill er vandi okkar Is- lendinga sá, að við höfum ekki á æðstu stöðum, svo sem i fjár- málaráðuneytinu og i Afengis-og tóbaksverzluninni, menn, sem hugsa um velferð þegnanna. Ein- ungis er hugsað um að plokka sem mest af peningum af al- menningi fyrir rikiskassann, sem iafnan er tómur. Til eru ein samtök i þessu landi, sem hafa litið látið á sér bera á siðustu árum, en það eru neytendasamtökin, er hugsa um velferð þegnanna. Það gildir einu hvort um er að ræða áfengis-og tóbaksmál, aðstöðu fatlaðra, verð á matvörum, húsnæðismál eða önnur þau málefni, er flokkast geta undir neytendamálefni, fyrir þau eiga neytendasamtökin að fóma sér og reyna að beita áhrif- um sinum til skynsamlegri með- ferðar, skipulagningar og ákvörðunartöku. Nauðsynlegt er að neytendasamtökin fái tækifæri til að taka þátt i stjórnun á neyzluvenjum almennings, ekki sizt á vörum eins og tóbaki og áfengi. Slöasta hækkun á vini og tóbaki hlýtur að leiða til þess að menn taki til endurskoðunar viðskipti sin við Afengis-og tóbaksverzlun rikisins. Enda eru nú möguleikar fyrirhendi, semekki voru til fyrir nokkrum árum, til þess að brugga sitt öl sjálfur. Það væri gaman að vita hvort þessir ágætu stjórnarherrar þekki teignikúrfu áfengis og tóbaks og viti i raun og veru hversu mikið þeir geti hækk- að þessar vörutegundir án þess að missa söluna niður úr öllu valdi. I Noregi var áfengi hækkað fyrir 10 til 15 árum svo mikið á skömmum tima, að heildar- tekjurnar af sölu áfengis minnk- uðu stórlega, i staðinn fyrir að vaxa, eins og ætlazt hafði verið til. Kom þá i ljós.að Norðmenn höfðu farið að brugga sitt eigið vin 1 stórum stil. Það er jafnframt vitað að smygl eykst hlutfallslega við hækkað verðlag. Ég áætla að viðbrögð okkar tslendinga verði svipuð við óhóflegar hækkanir á verðlagi, eins og þau hafa reynzt hjá öðrum þjóðum. Það er að segja að fari verðlag á áfengi og tóbaki upp fyrir visst mark, leiti fólk annarra lausna á sinum neyzluvanda. Að minu viti ætti nú þegar að lækka verðlag á léttum vinum all- verulega, eða a.m.k. um helming, en hækka verð á sterkum vlnum að sama skapi. Jafnframt mætti gefa leyfi til þess að borðvin verði seld með mat á venjulegum mat- sölustöðum, og myndi það létta verulega á þvi álagi.sem nú er á veitingahúsum. Þarft verk væri að gera könnun á þvi i hvaða til- gangi almenningur fer á vinveit- ingahús. Við vitum eða þykjumst vita að sumir fari þangað til að drekka sigfulla.aðrirfari þangað til að dansa, þriðju fari þangað til að ná sér i skvísu, enn eru aðrir sem fara þangað drepa timann, i fjórða lagi fara menn þangað til v að fá sér glas af vini og i fimmta lagi fara menn þangað til að hverfa i fjöldann, i sjötta lagi hreint og klárt út úr leiðindum, vegna þess að borgin býður ekki upp á neitt annað skemmtanalif en öldurhúsgöngu. Skemmtanalif hér á tslandi er svo fáránlega uppbyggt, að það tekur engu tali. Hér er hvorki spilaviti, næturklúbbar, strip- tease, tivoli, skemmtilegir trjá- garöar með fuglalifi, blómum og litlum tjörnum,sem gaman er að ganga um að kvöldlagi, engar úti- skemmtanir á sunnudögum eða helgum dögum fyrir almenning i görðum borgarinnar, þar sem hljómsveitir spila og leikarar koma fram og leika leikþætti og selt er pop corn og pylsur og krakkar hoppa og hia og foreldrar slappa af, ekki er heldur hér neitt litsjónvarp, þaðan af siður stereoútvarp, hér er engin ópera, engin klámblöð, engir hnefaleik- ar, ekkertishokki,sem hafandier orðá. Héreru aðeins vinveitinga- hús, en þau eru yfirleitt án skemmtiatriða. 011 þessi atriði sem ég hef talið upp, tilheyra þó nútima þjóðfélagi og tslendingar vilja gjarna telja sig sjálfa vel menntáða og vel siðaða og helzt vellrika. Stjórnvöld hafa mér vitanlega aldrei spurt um heilsufarstjón af völdum áfengisneyzlu, þegar þau skipuleggja skemmtanalif okkar tslendinga á þann hátt sem gert er. Ég álit ekki persónulega að ís- lendingar geti talizt drykkju- manna þjóðfélag, en álit þó að beina megi neyzlu áfengis inn á skynsamlegri brautir en nú er gert, t.d. i samræmi við þær til- lögur, sem drepið er á hér að framan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.