Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 9. júli 1975. Höfundur: David Morrelf Blóðugur hildarleikur 65 á? Þú varst æstur í að komast í bardaga á ný, og aldrei hvarf laði að þér að þú gætir tapað. Það er þó orðið stað- reynd. Núerkomiðað uppgjörinu. Hann byrjarþóekki að leita strax í þessu myrkri. En þegar roðar af degi verður hann á hælum þér með svolítinn her. Þá átt þú ekki minnstu undankomumöguleika. Hann vann sigur á heiðarlegan hátt, þess vegna stingur þú ekki af. Þessu er lokið. Þú vilt bara forða þér meðan enn er tími til. En ef hann stjórnar eftirförinni er þér vissast að forða þér meðan það er hægt. En þá varð honum Ijóstt, að málið var ekki svona ein- falt og auðvelt lausnar. Þarna stóð hann titrandi og þerr- aði svitann af enni sér og augabrúnum. Skyndilega streymdi snögg hitabylgja neðst frá hryggnum og upp í höfuðið. Þessufylgdi snöggur kuldaskjálfti, rétt á eftir. Þetta endurtók si g enn einu sinni. Þá skildist honum, að hann skalf ekki af golunni eða kuldanum. Þetta var sótt- hiti, ákaf ur og hár hiti fyrst hann svitnaði svo ákaf lega. Ef hann reyndi að fara af stað og laumast milli Ijósanna niðurfrá, þá gæti það riðið honum að fullu. Hann átti þegar erf itt með að standa uppréttur. Hann vantaði heit- an stað, eitthvert skýli, þar sem harjn gæti losnað við hit- ann og hvílt sár rifbeinin. Mat varð hann líka að fá, þvi hann haf i ekkert bragðað síðan hann fann þurrkaða kjöt- ið á líki gamla mannsins, sem skolast hafði fram af klettunum. Það var langt síðan það var. Hann skalf og riðaði og varð að styðjast við klettavegginn f remst í hell- inum, til að falla ekki. Svona var þá komið. Hellirinn varð að duga. Hann hafði ekki styrk né orku til að leita betri felustaðar. Honum þvarr svo ört mátturinn, að hann efaðist um að hann hefði krafta til að gera hellinn öruggt fylgsni. — Stattu nú ekki þarna að fárast yfir eig- in máttleysi, komdu þér að verki, hugsaði hann með sér. Hann gekk í átt að trjánum, sem hann hafði séð. Lauf- ið var að mestu fallið af fyrsta trénu sem hann kom að, greinarnar voru berangurslegar. Það kom því ekki að tilskyldum notum. Hann rótaði til í laufinu og kom loks niðurá mjúkar furunálar á blómlegri grein. Hann leitaði á furutrjánum að mjúkum og þéttum greinum, sem auð- velt var að brjóta af. Hann gætti þess vandlega að taka aðeins eina grein af hverju tré, svo ekki sæist, að hann hefði verið þar á ferð að safna greinum. Þegar hann hafði safnað sér fimm slíkum greinum var sársaukinn orðinn svo mikill í rif junum er hann lyfti höndunum til að brjóta af greinarnar, að hann varð að hætta. Hann hefði gjarna viljað f leiri greinar, en f imm urðu að duga. Mað sársaukastunu lyfti hann greinunum á öxl sér, þó ekki þeim megin sem rif in særðu hann, og hélt aftur í átt til hellisins. Hann var enn óstyrkari en hann hafði verið vegna þunga trjágreinanna. Þegar hann klif raði upp eft- ir leirkenndum jarðveginum í brekkunni reyndi mest á meiðsl hans. Vegna sársaukans í rif junum leitaði hann ósjálfrátt meira til annarrar hliðarinnar í stað þess að halda beint áfram. Einu sinni missti hann fótanna og skall á andlitið. Hann hrökk saman af sársaukanum. Hann komst upp aftur og kom trjágreinunum fyrir við hellisopið. En hann varð þó að fara aðra ferð niður. í þetta sinn safnaði hann saman dauðum laufblöðum og sprekum, sem lágu á víð og dreif. Hann tróð eins miklu og hann gat innundir ullarskyrtuna og í ermarnar tróð hann stórum, dauðum trjágreinum. Hann skrönglaðist áfram með byrði sína upp í hellinn. Þetta urðu alls tvær ferðir. Sú fyrsta með lauf og dauðar greinar, en seinni ferðin fór í að sækja eldivið. Hugsun hans var nú orðin öllu skýrari. Nú var hann að gera það, sem hann átti að gera, strax og hann rankaði við sér inni í hellinum. Hann gekk lengra inn í hellinn, fram hjá þeim stað, sem hann haf ði vaknað á. Hann þreif aði varlega f yrir sér með fæt- inum, ef ske kynni að hola eða sprunga leyndist á hellis- gólfinu. Því lengra sem hann hélt inn í hellinn, þeim mun lægra varð undir loft, en þegar hann varð að beygja sig, nísti sársaukinn í rifjum hans. Þá fór hann ekki lengra. Sársaukinn var óbærilegur. Sá hluti hellisins, sem hann var nú staddur í var rakur. Rambo f lýtti sér að dreifa dauðu laufinu á hellisgólf ið, sprekunum kastaði hann ofan á. Því næst kveikti hann bál, og notaði til þess eldspýturnar, sem gamli maðurinn með bruggstöðina hafi látið hann fá, nokkrum kvöldum fyrr. Eldspýturnar höfðu gegnblotnað í rigningunni, en nú voru þær orðnar svo þurrar, að hægt var að nota þær. Fyrstu tvær voru ónýtar, en sú þriðja var heil, en slokkn- aði um leið. Fjórða eldspýtan nægði til að kveikja í lauf- inu. Loginn var gráðugur og Rambo bætti þolinmóður laufi á eldinn, ásamt spreki. Þannig hélt hann áfram, þangar til bálið var orðið nógu mikið til að kveikja í stærri greinunum. Viðurinn var orðinn svo gamall, að ekki var mikill reyk- ur. Það litla sem kom barst rólega á brott með golunni f rá hellisopinu og liðaðist innar í hellinn. Rambo starði í eldinn og vermdi framréttar hendur sínar. Hann skalf. Síðan leit hann í kring um sig á skuggana, sem dönsuðu á hellisveggjunum. Honum hafði skjátlast. Hann sá nú að þetta var alls ekki hellir. Fyrir langa löngu hafði einhver verið hér vð vinnu. Þetta var gömul náma. Það var aug- Dreki reynir aö skipta um _____lifnaðarhætti ^Helmingur launa minna j^i skatta? ,. V Þessi maöur | rændi mig lögregluþjónn!1 Ég hef "'nJ tekkert vald. ^Ég sábilinn ' Diana, ég skal reyna aö V venjast þéssu lifi, fyrir þig./ Jafnvel þótt þaö drepi mig^ v~ •Engir pemngarájgKomdu þér ekkert herbergiVburt héöan! llÍd llÍÍl Miðvikudagur 9. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (15). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Ekkehard Richter leikur á orgel Hafnarfjarð- arkirkju verk eftir Max Reger, Rolf Albes og Hugo Distler. Morguntónleikarkl. 11.00: Janos Sebestyen og Ungverska kammersveitin leika Konsert fyrir sembal og kammersveit i A-dúr eftir Karl von Ditters- dorf/Victor Schiöler, Charles Senderovitz og Er- ling Blöndal Bengtsson leika Trió fyrir pianó, fiðlu og selló nr. 1 i G-dúr eftir Haydn/Joseph Szigeti og Claudio Arrau leika Sónötu nr. 3 fyrir fiðlu og pianó op. 12 nr 3 i Es-dúr eftir Beet- hoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lifs og moldar” eftir Guð- mund L. Friðrinnsson Höf- undur les (10). 15.00 Miðdegistónleikar Claude Helffer leikur Sónötu fyrir pianó eftir Béla Bartók. Phyllis Mailing og tréblástrakvintettinn i Toronto flytja „Minne- lieder” fyrir mezzo-sópran og blásarakvintett eftir Murray Schafer. Louis Cahuzac og hljómsveitin Philmaronia leika Konsert fyrir klarinettu og hljóm- sveit eftir Hindemith, höf- undurinn stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Dýr fasteign eða draumur i þjóðdjúpinu” eftir Ingólf Pálmason Helgi Skúlason leikari les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmáium GIsli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Gestur i útvarpssal Simon Vaughan syngur lög eftir Hugo Wolf, Henri Duparc og brezk þjóðlög i útsetníngu Brittens, Jónas Ingimundarson leikur með á pianó. 20.20 Sumarvaka . „Bara það bezta og sterkasta” Páll Heiðar Jónsson ræðir við Eyjólf Stefánsson söng- stjóra Höfn i Hornafirði b. Hversdagsleiki Smásaga eftir Pétur Hraunfjörð Pétursson. Höfundur les. c. Veiðivötn á Landmannaaf- rétti.Gunnar Guðmundsson skólastjóri flytur fyrsta er- indi sitt: Leiðin til Veiði- vatna. d. Kórsöngur Kammerkórinn syngur is- lenzk lög, Rut Magnússon st jórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Móð- irin” eftir Maxim Gorki Halldór Stefánsson þýddi. Sigurður Skúlason leikari les (20). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér” — úr bréfum hans og m innisgreinum Martin Beheim-Schwarz- bach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sina (2). 22.45 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.