Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.07.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 9. júll 1975. TÍMINN 13 Þeir fiska sem róa — sem til þess hafa leyfi stjórnarráðsins Sjómaður skrifar: „Um þessar mundir auglýsir sjávarútvegsráðuneytið eftir umsóknum um leyfi til sildveiða fyrir Suðurlandi. Bætast aug- lýsingar þessar við margar aðr- ar, þar sem úthlutað er veiði- leyfum til þess að veiða á ein- stökum svæðum innan land- helginnar. Skelfing hljómar þetta eitt- hvað miðaldalega i eyrum manns að heyra svona auglýs- ingu, þvi að rétturinn til þess að draga björg i bú á hafi — að sækja sjó hefur verið frjáls um margar aldir. Ef til vill má segja sem svo, að ekki sé lengur til skiptanna fiskurinn i sjónum umhverfis tsland, en þó á réttur manna að vera jafn. Þessi aðferð fer að verða dálitið bragðvond, ef þess er gætt, að það eru stjórnmála- foringjar, sem úthluta þessum leyfum, menn, sem gætu mis- notað hann. Ég vil þó taka það fram, að ég er ekki að dylgja um að núver- andi, eða fyrrverandi sjávarút- vegsráðherrar misbeiti valdi sinu. Það er aðeins hugsanlegt að þeir gerðu það, og þess vegna þarf að setja nýja löggjöf um fiskveiðar i landhelgi. Núver- andi fyrirkomulag er andstætt hugmyndum sjómanna um rétt- inn til hafsins. Alls mun verða leyft að veiða um 7.500 tonn, og er talið að ráöuneytið hafigripið til þess að krefjast söltunar um borð til þess að „takmarka” aðsókn sildarskipa iþessa ,,úthlutun”á leyfum. Þetta er ljótur leikur.” Gamall sjómaður. „Silfurgarður” Seðla- baakans. Seðlabankinn er nú búinn að gera myndarlegustu uppfyll- ingu fyrir framan Skúlagötuna, garð sem liklega mætti nefna „silfurgarð”, eins og þennan i Flatey á Breiðafirði, en goldið var I silfri fyrir hleðslu hins sið- arnefnda. Ekki fylgir sögunni, hvað verður i þessum garði, hvort þar verður ytri akbraut i framtiðinni á sexföldum vegi til og frá höfninni. Hvað um það, þarna mætti gjöra bryggju fyrir sumarskipin, skemmtiferða- skipin og fyrir þunglestuð oli'u- skip. Ytri höfnin á möguleika Ég hygg, að við höfum ekki hugleitt möguleika ytri hafnar- innar nægjanlega fram til þessa. Skjólgarður á Engeyjar- rif gæti hamið hafölduna og þá er unnt að hafa samfelldar bryggjur meðfram nýju hrað- brautinni. Ekki þyrfti liklega annað en hafa samband við „rétta” menn, sem eru að gera hús- grunna til þess að fá nægjanlegt fyllingarefni i þessar fram- kvæmdir. Hafnarframkvæmdir virðast ákaflega daufar i Reykjavik, meðan smástaðir eins og Sand- gerði, Grindavik og Þorláks- höfn, að ekki sé nú talað um Vestmannaeyjar, verja hundr- uðum milljóna til hafnargerðar, er sáralitið unnið fyrir aðalhöfn landsins — Reykjavikurhöfn. JG Nýja talvan IBM System/32. A myndinni eru talið frá vinstri: örn Kaidalóns, Ottó Michelsen, Jón Vign- ir Karlsson og Sigrlður Einarsdóttir. Timamynd: G.E. „Nýjasta barn IBM" — mjög fullkomin tölva, sem hentar vel íslenzkum markaði gébé Rvik — „Nýjasta barn” IBM, System/32, er ný tölva, sem IBM á islandi kynnti fréttamönn- um á fundi nýiega. Töivan er talin henta Islenzkum markaði, þar sem hún er tiitöiulega ódýr, mið- að við aðrar tölvur, sem hafa ver- iðá markaði hér. Auk þess er vél- in Htil um sig, varla miklu stærri en venjulegt skrifborð. Margar tölvur hafa þegar verið pantaðar, og hafa sizt færri pantanir borizt utan af landi en úr Reykjavlk. Þessi litla tölva er búin öllum eiginleikum stærri tölva, en gerir mjög litlar kröfur til umhverfis slns, t.d. þarf ekki að gera sér- stakar ráðstafanir I sambandi við loftræstingu né raflögn, aðeins að setja hana I samband (við eina innstungu), og þá er hún tilbúin til notkunar. Aðeins fárra klukkustunda þjálfun þarf til þess að menn geti slðan stjórnað tölvunni S/32, en IBM-umboðið sér um kennslu á vélina og veitir aðstoð við upp- setningu hennar. Mesti kostur tölvunnar er, að hún er mjög ein- föld I notkun við úrvinnslu full- skipulagðra verkefna. hægt er að fá tilbúin forrit fyrir stöðluð verk- efni, svo sem laun, lagerverkefni, bókhald og reikningsútskriftir, svo að eitthvað sé nefnt. örn Kaldalóns, starfsmaður hjá IBM, sem er sérmenntaður I vinnslu og rekstri tölvunnar, sagði, að hann treysti sér til að vinna verkefni á þessa tölvu á að- eins 3-4 klukkustundum, sem fyr- ir nokkrum árum hefði tekið um 3-4 daga að ljúka meðnotkun eldri tölvugerða. Þá er tölvan þeim hæfileikum búin, að hún segir sjálf til, ef hún bilar og hvar bilunin er. Hún býr yfir miklu tæknilegu öryggi, t.d. stöðvar hún sjálf úrvinnslu verk- efna, frekar en að gefa rangar upplýsingar. örn sagöi, að ef rangar upplýsingar kæmu úr tölvum yfirleitt, væri það alltaf af mannavöldum, rangar upp- lýsingar hefðu þá verið settar inn á þær I upphafi. Hægt er að fá S/32 ýmist keypta eöa leigða og geta þeir, sem leigja sér tölvuna, keypt hana á lægra verði eftir nokkur ár, ef þeim býður svo við að horfa. Tölvan geymir allar upplýsing- ar sinar á litlum segulplötum (diskettum), sem eru mjög fyrir- ferðarlitlar. Talið er, að þessar plötur geri gataspjöld óþörf, þeg- ar fram I sækir. Seguldiskur I tölv unni geymir fimm milljón stafi, en hægt er að hækka þá tölu I niu milljónir, ef með þarf. Þá getur hún skrifað eitt hundrað linur á mlnútu, en hámarkslestrarhraði IBM System/32 eru 889 þúsund stafir á mlnútu. Gefur þetta svo- litla hugmynd um, hve geysilegan spamað notkun sllkrar tölvu get- ur haft I för með sér. Fjölnota heyvagninn má nota á margvíslegan hátt: Sem votheysvagn og er þá útbúinn votheysgrindum og sjálflosandi útbúnaði. Auka 'losunarfæriband að aftan fáanlegt. Sem mykju- dreifara og barf þá aðeins að fá mykjudreifibúnað aftan á vagn- inn. Sem alhliða flutningsvagn. —JF— vagninn nýtist allt árið og er því mjög hagkvæm fjárfesting. Ýmsar stærðir fáanlegar. Nónari upplýsingar hjó sölumanni G/obus/ LAGMÚLI 5, SIMI 81555 Frystihúsverkstjóri — Vestfirðir Gott frystihús á Vestfjörðum óskar eftir verkstjóra með matsréttindum. Þyrfti að geta byrjað sem fyrst. íbúð fylgir. Þeir sem hafa áhuga, leggi nöfn sin, heimilisfang og simanúmer inn á af- greiðslu blaðsins merkt: Framtiðarstarf 1853. „MAXI” 3-4 amp. WIPAC Hleðslutækin er þægilegt að hafa i bilskúrnum eða verk- færageymslunni til viðhalds rafgeyminum lT ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.