Tíminn - 10.07.1975, Side 1

Tíminn - 10.07.1975, Side 1
TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélar hf 153. tbl. — Fimmtudagur 10. júli 1975 — 59. árgangur. HF HORÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SIMI (91)19460 Ágæt selveiði: FÁ BÆNDUR TÍU ÞÚSUND KRÓNUR FYRIR SKINNIÐ? SJ-Reykjavík. Selveiöi mun hafa verið góð hérlendis i sumar og betri en I fyrra, sem þó var gott meðalár, og veiddust þá um 6000 selkópar. Jón Benediktsson á Höfnum á Skaga sagði í gær, að selveiðin hefði verið góö hjá sér. Oddur Kristjánsson hjá Sambandi is- lenzkra samvinnufélaga sagði að veiðin hefði verið mjög góð við Húnaflóa og i Vestur-Skaftafells- sýslu. Selveiði er einnig við Breiðafjörð, i Austur-Skaftafells- sýslu, á Fljótsdalshéraði, i öræf- um og á Meðallandi. í fyrra seldi Samband islenzkra samvinnufélaga úr landi um 5000 selskinn, og Þóroddur Jónsson mun hafa selt tæpt þúsund. Verð- ið til bænda var þá um 6000 kr. fyrir 1. flokks skinn, og þótti gott. Framhald af 15. siðu. ins mjög viðtæk athugun á atriðum sem varða söluskatt og innskil hans, með sérstöku tilliti til þess hvernig undanþágur frá honum eru framkvæmdar. Að sögn skattrannsóknarstjóra, Ölafs Nilssonar, eru athuganir af þessu tagi árlegur viðburður hjá embætti hans, en i ár öllu viðtækari og lögð meiri áherzla á þær en endranær, vegna breytinga þeirra og hækkana, sem orðið hafa á söluskatti undanfarin misseri. Athuganir þessar munu, meðal annars, taka til þess hvernig undanþáguákvæði i H.V. Reykjavik. Um þessar reglugeröum um söluskatt eru mundir er að hefjast á vegum framkvæmd i bókhaldi fyrir- skattrannsóknastjóraembættis- tækja og einstaklinga. SKIL A SÓLU- SKATTl TEKIN m NÁKVÆAARAR ATHUGUNAR Gunnarsholt stærsta bú með 2.659 ærgildi Guðni Kristinsson í 5Karoi a stærsta bú einstakra bændahér — Flest stórbýli í Árnessýslu Skarð á Landi. SJ-Reykjavik Fardagaárið 1973- 1974 var 91 bú á landinu með yfir 1000 ærgildi. Bú á landinu eru alls um 4800. 1971-1972 voru bú með VELTIR HF. SELUR AN SAMÞYKKIS VERÐLAGS- YFIRVALDA FYRIR VERÐ- ÚTREIKNINGUM SÍNUM H.V. Reykjavik Siðustu sjö mán- uði hefur bifreiða- og varahluta- umboðsverzlunin Veltir h.f. ekki fengið samþykki verðlagseftirlits og verðlagsstjóra fyrir verðút- reikningum þeim á bifreiðum og varahlutum, sem fyrirtækið hefur notað I viðskiptum sfnum. Hefur fyrirtækinu verið gert að leiðrétta útreikninga sina og skila þeim leiðréttum til verðlagsstjóra, en fyrirmælum þeim hefur ekki veriö sinnt af hálfu þess. Sala fyrirtækisins á bifreiðum og varahlutum hefur þvi farið fram samkvæmt ósamþykktum út- reikningum frá þvi fyrir siðustu áramót. Algengt mun vera, að fyrir- tækjum sé gert að leiðrétta verð- útreikninga sina og til þess gefinn stuttur frestur, en venjan mun vera sú, að hafi kröfum um leið- réttingu ekki verið sinnt innan þriggja til fjögurra mánaða, leiði það til kæru á hendur fyrirtækinu. Á siðast liðnu ári breytti Veltir h.f. nokkuð kerfi þvi, sem verð á söluvöru þess er reiknað út sam- kvæmt. Meðal annars tók fyrir- tækið þá upp álagningu geymslu- gjalds, samkvæmt FOB-verði vörunnar, i stað þess að reikna það miðað við þyngd hennar, svo sem verðlagsreglur mæla fyrir um. Verðlagseftirlit hefur ekki viljað samþykkja þessa breyt- ingu, þar sem geymslugjöld þau, sem innflutningsfyrirtæki greiða skipa-og flugfélögum, miðast við þyngd vöru, og er þvi álagning miðuð við verðmæti vörunnar álitin framkalla skekkju I verð- lagningu hennar, þannig að sölu- verðhennar verður oft meira en heimilt er. Samkvæmt upplýsingum Veltis h.f. jafnar þetta sig upp með þvi, að verð annarrar vöru lækkar u.þ.b. sem nemur hækkun ann- arrar söluvöru fyrirtækisins. Kemur þvi I sama stað niður fyrir fyrirtækið, hvor hátturinn er á hafður, en þeir kaupendur vöru frá Velti h.f., sem keypt hafa bif- reiðar, eða aðra þá vöru, sem verðmæt er miðað við þyngd, hafa greitt fyrir hana hærra verð en heimilt er. Samkvæmt upplýsingum, sem Tlminn hefur aflað sér, munar þar þúsundum króna á hverja bif- reið, jafnvel tiu til fimmtán þús- undum, sem fyrirtækinu yrði væntanlega gert að endurgreiða, fáist ekki samþykki fyrir út- reikningum þess. Hefur Veltir h.f. reiknað geymslugjald sem prósentu af FOB-verði vörunnar, eitt prósent af varahlutum, en ailt niður i hálft prósent af bifreiðum. Um tima mun fyrirtækið þó hafa reiknað eitt prósent af FOB-verði allrar vöru. yfirlOOOærgildi hins vegar aðeins 43, svo augljóst virðist að bændur séu mjög að auka bústofn sinn. Stærsta bú á landinu er Gunnars- holt á Rangárvöllum, sem er i eigu Landgræðslu rikisins — með 2.659 ærgildi. Næst kemur fclags- búið að Egilsstöðum i S.-Múla- sýslu með 2.558 ærgildi. Þar búa Sveinn Jónsson og tveir synir hans. Þriðja stærsta búið er Laugardælir I Árnessýslu, eign Búnaðarsambands Suðurlands, með 2.445 ærgildi. Tvibýliö Norð- tunga I Mýrasýslu er i fjóröa sæti með 2.089 ærgildi. Þar búa Magnús Kristjánsson og Skúii Hákonarson. Skarð i Landi i Rangárvallasýslu er fimmta stærsta búið með 2.060 ærgildi, og er Guðni Kristinsson i Skarði sá bóndi á landinu, sem á stærstan bústofn, þar sem hin búin eru ekki i eign eins bónda. Fleiri bú en þessi fiinm eru ekki með yfir 2000 ærgildi. Heimild að þessari röðun búa er Jarðaskrá Landnáms rikisins fardagaárið 1973-1974. Hross, svin, geitur, hænsn, gæsir og endur eru ekki meötalin, þegar búin eru metin. Kýr er talin 20 ær- gildi, geldneyti 10 ærgildi. Þess skal getið, aö meðalbú hefur verið talið 400 ærgildi. Fardagaárið 1971-1972 voru færri bú yfir 2000 ærgildi, eöa þrjú. Þá voru Laugardælir stærsta búið (2.781), þá Egils- staðir (2.320) og Gunnarsholt þriðja (2.170). Aðurnefnd 91 stórbú eru i tiu sýslum landsins, en i þrettán sýslum eru engin bú með yfir 1000 ærgildi. 21 stórbú er i Arnessýslu, 19 stórbú eru I Eyjafjaröarsýslu, 17 i Rangárvallasýslu, 11 i Borgar- fjarðarsýslu, 7 i Mýrasýslu, 7 i S. Þing., 3 i A.-Hún, 3 i V.-Skaft., 2 I S.-Múl, og 1 i Skagafjarðarsýslu. 45 af þessum 91 stærstu búum eru einbýli, á 41 búi er tvibýli eða félagsbú, 5 bú eru i eigu rikis- ins og búnaðarsambanda. Námsmenn og starfsmenn tíunda íbúðir sínar, er i enginn braskari eni nþc r 3 H.V. Reykjavik. Viðbrögð við til- kynningu viðskipt'aráðuneytis og Seðlabankans um að Islending- um, sem eiga fasteignir erlendis, gefist frestur fram til 1. ágúst næstkomandi til þess að tilkynna réttum yfirvöldum viðkomandi eignir, hafa fram til þessa verið fremur dræm. Nokkuð hefur veriö um að aðilar hafi haft samband við gjaldeyriseftirlitið og skýrt óformlega frá þvi, að þeir eigi eignir erlendis, en form- legar tilkynningar hafa enn ekki borizt nema i mjög litlum mæli. Þeir aðilar, sem skýrt hafa frá eignum sinum, eru i flestum til- vikum menn, sem starfað hafa erlendis eða dvalið þar við nám, en þeir aðilar, sem yfirvöld hafa grunsemdir um, að hafi fest kaup á fasteignum á ólögmætan hátt, hafa engir tilkynnt eignir sinar enn. Rannsókn á þeim upplýsingum, sem yfirvöldum hafa borizt um ólöglegar eignir Islendinga er- lendis, liggur að mestu niðri um þessar mundir, en þegar tilkynn- ingafresturinn rennur út þann 1. ágúst, hefst hún aftur af fullum krafti. Eignir þær, sem formlegar og óformlegar tilkynningar hafa borizt um, eru flestar á Norður- •löndum, en mjög litið hefur borizt af tilkynningum um fasteignir á Spáni eða i öðrum sólarlöndum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.