Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 10. júli 1975. Vegaþjónusta FÍB dreifir ruslapokum til ferðamanna Vináttuvika norrænna samvinnustarfsmanna hérlendis í fyrsta sinn KPA-ráðið vill efla ferðalög á milli Norðurlanda VINÁTTUVIKA samvinnu- starfsmanna á Norðurlönd- um var nýlega haldin hér á landi i fyrsta sinn. Þátttak- endur voru alls 62. Sllkar vikur eru haldnar árlega til þess aö efla kynni samvinnu- starfsmanna á Norðurlönd- um og eru einn þáttur við- tæks félagsstarfs norrænna samvinnustarfsmanna. Myndin hér að ofan var tekin af hluta þátttakenda, þegar þeir voru staddir að Bifröst. Á fulltrúafundi SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, SIS gefur Þjóðleikhúsinu brjóstmynd af Jónasi Jónssyni 1 TILEFNI af þvi, að hinn 1. mai s.l. voru liðin 90 ár frá fæðingu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, hefur Sambands- stjórn ákveðið að láta gera afsteypu af brjóstmynd hans, sem er á Laugarvatni, og gefa Þjóöleikhúsinu. — Þá hefur stjórnin ákveðið að láta gera við minnisvarðann um stofnun Sambandsins, sem reistur var á Yztafelli á 50 ára afmæli þess 1952. Jafnframt verður umhverfi' minnisvarðans lagfært. NÆSTU 2-3 helgar mun vega- þjónustubifreið F.I.B., i sam- vinnu við Náttúruverndarráð og Landvernd, dreifa plastpokum ásamt tilheyrandi festingum til akandi ferðamanna. Er ætlazt til aö feröamenn safni rusli i poka þessa, og losi sig siðan við þá i sem nýlega var haldinn i Reykja- hlið við Mývatn, var aðallega rætt um þær tvær virkjanir, sem nú eru á döfinni á Norðurlandi, þ.e. Kröfluvirkjun og Blönduvirkjun. Fundarmenn gagnrýndu, að ekki skyldu hafa farið fram nógsam- legar forrannsóknir, áður en ráð- izt var i Kröfiu virkjun, og vöruðu eindregið við þvi, að hafizt yrði handa um virkjun Blöndu vegna þeirra umhverfisspjalla, sem af virkjuninni hlytust. Fundarmenn beindu þeirri á- skorun til Náttúruverndarráðs, að þaö fylgdist vel með fram- kvæmdum við Kröflu og sæi um að farið yrði að öllum þeim skil- yrðum, sem sett hafa verið um rannsóknir, mannvirkjagerð, umferö og meðferð affallsvatns. Þá var samþykkt ályktun um Blönduvirkjun, þarsem m.a. seg- ir: ,,í áæltuninni er gert ráð fyrir allt að 62 ferkm miðlunarlóni á afréttum A-Hún. og Skagafjarð- ar, en af þvi er talið að um 56 ferkm séu samfellt gróðurlendi. Þetta eru nálægt 40% þess gróðurlendis, sem likur eru til, að tekið verði undir miðlunarlón við fullnýtingu á vatnsorku landsins. (Ef Þjórsárver eru undanskilin eru þetta um 60%). Við þetta má bæta töluverðu landi, sem fer undir mannvirki i sambandi við virkjunina, svo sem stiflur, veituskurði, vegi o.fl., svo og raski vegna efnistöku. Þá munu eyjar i lóninu ekki nýtast til beitar. Þá fara um 10—15 ferkm af stöðuvötnum undir veitur og lón (Þritstikla, Friðmundarvatn austara, Gilsvatn o.fl.). Sum þessara vatna eru ágæt veiðivötn, en lif þeirra mun breytast grund- vallarlega við tilkomu jökulvatns úr Blöndu og fiskur að likindum hverfa úr þeim. Tillögur hafa komið fram um að veita allt að helmingi þess sorptunnur, i stað þess að henda rusli út úr bifreiðum. Væntir F.I.B. þess, að félags- menn F.t.B. verði öðrum til fyrir- myndar f þessu máli sem öðrum, er aö umferð, öryggi og hreinlæti snúa. vatns, sem fellur til Vatnsdalsár yfir i hinn nýja farveg Blöndu, en það myndi valda gerbreytingu á báðum ánum. Hætt er við ýmsum breytingum af völdum miðlunarlónsins. Jarð- vegur mun rofna i bökkum þess, og sandfok gæti orðið úr lónstæð- inu á vetrum, en á sumrum auk- inn vatnsagi i grennd við stiflur. (Leki úr lóninu gæti jafnvel or- sakað breytingar á vatnskerfum Vatnsdalsár o.fl. vatna i A-Hún.). Loks getur lónið haft áhrif á veð- ur á nærliggjandi afréttum og einnig i nálægum sveitum, t.d. með aukinni þokumyndun. Ljóst er þvi, að með fyrirhug- aðri Blönduvirkjun er stefnt að stórfelldri röskun á náttúrufari Austur-Húnavatnssýslu, sem kemur verst niður á sumum bú- sældarlegustu sveitunum, þar sem veðurfar og gróður veita hagstæðust skilyrði til búskapar og veiðihlunnindi eru einna mest. Hugmyndir um endursköpun þess gróðurlendis, sem fer undir miölunarlón eða önnur virkjunar- mannvirki, teljum við algerlega óraunhæfar, enda hlýtur upp- græðsla eyðilands að vera sjálf- sögð án tillits til virkjunar. Hið sama gildir um möguleika á aukningu veiðinnar i öðrum vötn- um, I stað þeirra sem skemmast. Óspillt náttúrufar verður efa- laust þvf meira metið, sem timar liða. Eyöing gróðurs og dýralifs er ævarandi skaði, sem ekki er hægt að bæta með fé, eða á annan hátt. Það er ekki aðeins skeði þeirra sveita, sem verst verða úti, heldur allrar þjóðarinnar og raunar alls heimsins. Með tilliti til ofangreindra atr- iða er það niðurstaða okkar, að ekki skuli stefna að Blönduvirkj- un á næstu áratugum, heldur skuli velja þá virkjunarmögu- leika norðanlands, sem vitað er að valda mun minni umhverfis- spjöllum.” Fyrir skömmu var haldin hér á landi i fyrsta«inn svokölluð vin- áttuvika eða KPA-vika meö þátt- töku sam vinnustarfsmanna frá öllum Norðurlöndunum. Eru vik- ur þessar haldnar til að kynna samvinnustarf hvers lands og efla kynni milli samvinnustarfs- mana á Norðurlöndum. Þær eru einn þáttur viðtæks félags- og kynningarstarfs, sem sambönd samvinnustarfsmanna á Norður- löndunum standa fyrir I hverju landi fyrir sig og sameiginlega. Þátttakendur i þessari vináttu- viku voru alls 62, — flestir frá Sviþjóð, 16, en fæstir frá Finn- landi, 10. Dvalið var að sumar- heimili samvinnumanna aö Bif- röst, Laugarvatni og á einka- heimilum í Reykjavik, og ferðazt um Borgarfjörð, Snæfellsnes, Suðurland og til Vestmannaeyja. Að Bifröst sáu þátttakendur sýn- ingu Inúkhópsins á Inúk-mannin- um, og vakti sú sýning að vonum mikla athygli og hrifningu. Þá kynntu þátttakendur sér starf- semi Kaupfélags Borgfirðinga, Mjólkurbús Flóamanna og Garð- yrkjuskóla rikisins. Jafnframt þessari vináttuviku var haldin hér fyrste sinn fundur svonefnds KPA-ráös, sem hefur það verkefni að samræma starf samtaka samvinnustarfsmanna á Norðurlöndum og ákvarða sameiginlega verkefni þeirra. Eru fundir þess haldnir árlega og til skiptis á Norðurlöndunum. Fundurinn var haldinn að Bifröst 29. júni og voru fulltrúar is- lenzkra samvinnustarfsmanna þeir Gunnlaugur P. Kristinsson Akureyri, Pálmi Gislason Reykjavik og Reynir Ingibjarts- son Reykjavik. Meðal tillagna, sem þessi fundur samþykkti, var áskorun til Norðurlandaráðs og rikisstjórna allra Norðurlandanna að vinna að þvi af alefni að gera feröalög milli Norðurlandanna sem ódýrust og hagkvæmust og beina ferða- mannastraumi til þeirra innbyrð- is I stað sólarlanda, sem nú er orðið mun hagkvæmara að ferðast til, a.m.k. frá íslandi. íslenzkir samvinnustarfsmenn gerðust aðilar að sambandi samvinnustarfsmanna á Norður- löndum (KPA) haustið 1973, en þá hafði Landssamband isl. sam- vinnustarfsmanna nýverið verið stofnað. Samvinnustarfsmenn á Norðurlöndum eru nú nærri tvö Svipaður fjöldi ferðamanna gébé Rvik 1 júnimánuði komu alls 15.190 ferðamenn til landsins, eða 210 færri en á sama tima i fyrra. Frá áramótum til 1. júli komu alls 45.203 ferðamenn, en heldur færri siðastliðið ár, eða 44.410 manns. Hér er bæöi átt við islenzka og erlenda ferðamenn, sem komu með skipum og flug- vélum, en tölurnar eru teknar úr yfirliti útlendingaeftirlitsins. Islendingar, sem komu til landsins i júni, voru 5062 aö tölu, og erlendir ferðamenn 10.128. Langflestir erlendur ferða- mannanna komu frá Bandarikj- unum, eða 2924. Vestur-þjóðverj- ar eru þar næstir, 1433 manns, og siðan Norðurlöndin: Danmörk 1313, Sviþjóð 1124 og Noregur 945. Annars hafa ferðamenn frá flest- um þjóðum heimsótt Island I júni, þótt ekki hafi komiö margir frá hverju landi. Ef tekið er timabilið frá ára- mótum fram til 1. júli, gefur að sjá, að Islendingar, sem feröuð- ust á þessum tima i ár, eru nokkru færri heldur en 1974. Er- lendu ferðamönnunum hefur fjölgað litið eitt á sama timabili, —- voru 26.654 1974 en eru i ár 28.345. hundruð þúsund, þar af á sjötta þúsund hérlendis. 1 Landssam- bandi isl. samvinnustarfsmanna eru nú 25 félög með um 3000 fé- lagsmenn. Formaður þess er Reynir Ingibjartsson, ritari, Jó- hanna G. Erlingsson, gjaldkeri Sigurður Þórhallsson og aðrir i framkvæmdastjórn Baldvin G. Albertsson og Pálmi Gislason. Landssambandið heldur lands- þing annað hvert ár, og verður þaö næst að Bifröst, 30. og 31. ágúst nk. Kvittanir vega- þjónustu FÍB jafnframt happ- drættismiðar VEGAÞJÓNUSTUBIFREIÐAR F.I.B. munu, eins og undanfarin sumur, aðstoða ferðafólk á vegum úti um helgar. Eru bif- reiðarnar á öllum aðalleiðum landsins. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp, að dregið verður um miðjan ágúst úr kvittunum þeim, sem vegaþjónustubifreiðamar gefa, og munu þeir, er dregnir verða út, fá afhent öruggistæki i bifreiðar sinar (slökkvitæki, sjúkrakassa, höfuðpúða o.fl.) Hafa ýmis fyrirtæki gefið hluti þessa til að auka öryggi umferð- arinnar. Vegna fenginnar reynslu vill F.I.B. benda ökumönnum á, að hafa meðferðis helztu varahluti i bifreiðar sinar, t.d. kerti, platin- ur, kveikjuþétti, kveikjulok, kveikjuhamar, viftureim og varahjólbarða. Smurstöð BP á Höfn i Hornaf. veitir félagsmönnum F.I.B. for- gang og 10% afslátt af bifreiða-, hjólbarða- og smurviðgerðum. og er opið þar um helgar. Einnig er bifreiðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli opið um helgar. Straumsvíkur- deilan að leysast? H.V. Reykjavik.Á fundi, sem raf- virkjar I þjónustu Isal héldu i gær, var lagt fram sáttatilboð frá Isal, sem fundurinn tók mjög já- kvæða afstöðu til. Var ákveðið aö fresta þvi um sinn, að trúnaðar- mannaráð tæki afstöðu til heimildar til verkfallsboðunar I Straumsvik, en taka þess i stað upp viðræður við fulltrúa Isal i dag, á grundvelli sáttatilboðsins. Var við þvi búizt i gær, að sam- komulag myndi takast milli deiluaðila i dag og taldi Hlööver Kristjánsson, trúnaðarmaður rafvirkja i Straumsvik, mjög óliklegt að nokkuð gæti komið I veg fyrir, að deilan leystist. Ekkert eitur fundið enn H.V. Reykjavik. Fyrstu athugan- ir á gjallsýnishornum þeim úr Straumsvik, sem héraðslæknir- inn i Hafnarfirði sendi Rann- sóknastofnun iðnaðarins til rann- sóknar, hafa ekki leitt i ljós nein sterk eiturefni, sem valdið gætu alvarlegri mengun I sjó. Svo sem Timinn hefur áður skýrt frá, stöðvaði héraðslæknir- inn skolun útgangsgjalls I álver- inu i Straumsvik I lok siðustu viku, og voru sýnishorn send til rannsóknar, i þvi skyni, að skera úr um, hvort skolun þessi gæti valdið mengun. Nánari niðurstöður af athugun- um Rannsóknast.ofnunar iðnaðar- íns liggja væntanlega ekki fyrir fyrr en I næstu viku. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi: Blönduvirkjun mun raska mjög náttúrufari Austur-Húnavatnssýslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.