Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 10. júli 1975. Aðlögun sjaldgæfra dýra og fugla 1 Kurgan, sem er rétt austan við suðurenda Úralfjalla, er verið að gera garð fyrir dýr i þvi sér- staka skyni að gera þar til- raunir með aðlögun sjaldgæfra dýra og fugla. Svæði þetta er valið með tilliti til þess, að þar er gnægð fæðu, en loftslagið hins vegar hæfilega kalt. Fengnir hafa verið apar frá Indlandi, og frá Moskvu, Novosibrisk og Kákasus, svo og Austur-Þýzka- landi, hafa verið fengnir páfugl- ar, rádýr, fasanar, hirtir, steppuantilópur og birnir. 1 kaupbæti hafa menn fengið stóra pelikannýlendu, sem hélt til þarna fyrir við Tjornojevatn, þar sem þessir stóru fuglar hafa deilt varplandi og fiskivatni með fjölda skarfa. Ætlunin er að sleppa hinum ýmsu dýrateg- undum lausum i viðáttumiklum skógum og á vatnasvæði i grennd við Kurgan jafnóðum og aðlögunartimabilinu er lokið. Erfitt að þurfa að líta niður Lifið leikur ekki við Sandy Allen, sem á við margháttaða erfiðleika að striða vegna vaxt- arlags sins. Hún getur ekki keypt neina tilbúna flik á sig, hún verður að láta sérsmiða öll húsgögn, sem hún notar, og hún fær ekki að taka bilpróf, vegna þess að það er enginn bill fram- leiddur svo stór, að hún geti setzt undir stýri. Sandy er 230 sm á hæð og mun vera hávaxnasta kona I heimi. Þar að auki er hún vel þybbin. Hún er 19 ára gömul og vinnur sem vélritunarstúlka á opin- berri skrifstofu i heimaborg sinni, Selbyville i Indianariki I Bandarikjunum. Þegar Sandy fæddist, var hún eðlilegt barn að stærð og þyngd, en fljótlega eftir að hún fór að ganga i skóla, fór hún að stækka óeðlilega mikið, og niu ára gömul var hún höfði hærri en allir kennarar hennar. Sjálf segir hún að sér hafi liðið hræðilega i skóla vegna stærðar sinnar, og aldrei bauð nokkur strákur henni út: þeir voru allir eins og peð við hliðina á henni, og enginn þorði að dansa við hana. Hún á reyndar enn við það vandamál að striða, þvi að enn hefur Sandy ekki hitt karlmann, sem hún þarf ekki að lita niður á. á alla — Og ég sagði við hana, taktu það sem tilheyrir þér og snautaðu út. DENNI DÆMALÁÚSI „Fljótur. Komdu hingað til okkar Snata.... ég skal útskýra fyrir þér á eftir hvers vegna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.