Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 10. júli 1975. Sigri&ur Thorlacius Ráðstefnan var merkur áfangi, en illvígar deilur um óviðkomandi efni q I I 111 I n A rmi — Rætt við Sigríði Thorlacius ui ® I 11 I W IICT 11111 kvennaráðstefnuna í AAexikó SIGRÍÐUR THORLACIUS er nýkomin heim af jafnréttisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var i Mexikóborg. I tilefni af þessu sneri Timinn sér til hennar og spurði hana frétta. — Hver eru helztu tiðindin frá þessari ráðstefnu, Sigriður? — Stærstu fréttirnar eru þær, að Sameinuðu þjóðirnar skyldu sjá ástæðu til þess að efna til sér- stakrar ráðstefnu vegna þess að almennt er talið að konur njóti ekki þess réttar, sem æskilegt og réttlátt sé. Að sjálfsögðu er mjög jákvætt, að ráðstefnan skyldi vera haldin, hvað sem mönnum kann að finnast um niðurstöður hennar. Hinu er ómögulegt að neita, að margar okkar urðu fyrir mjög miklum vonbrigðum vegna þess hve miklum tima var varið þarna til þess að fjalla um málefni, sem okkur fundust óvið- komandi þvi sem við höfðum ætlað að ræða, og ráðstefnan hreinlega misnotuð til pólitiskra sviptinga á milli vissra þjóða. Ekki að öllu leyti ráðstefna kvenna 1 upphafi ráðstefnunnar flutti formaður áströlsku sendinefnd- arinnar Elisabeth Reid, frábært erindi, þar sem hún lýsti þvi, hver væri skilningur hennar á tilgangi ráðstefnunnar, — sem mér fannst vera mjög samhljóða minum skilningi. Hún lauk máli sinu með þvi aðsegja: „þetta er ráðstefna okkar, ráðstefna kvenna.” — Ykkur hefur ekki fundizt þetta vera að öllu leyti ráðstefna kvenna? — Nei, einmitt ekki. Þess var getið i blaði, sem gefið var út dag- lega á meðan ráðstefnan stóð, að það hefði verið mjög áberandi, þegar hinar pólitisku deilur hóf- ust, að þá hefðu það alla jafna verið karlmenn, sem hlupu i ræðustölinn og tóku til máls. Það held ég að hafi ekki verið ofmælt. — Höfðu konur samt ekki forystuna á ráðstefnunni? — Onei, forseti ráðstefnunnar var karlmaður! Það var Pedro Ójeda Poullada, formaður mexi- könsku nefndarinnar. Sumum þótti þetta alleinkennilegt, en okkurvargefinsúskýring,að það væri hefð, þegar Sameinuðu þjóðirnarefndu til ráðstefnu utan höfuðstöðva sinna, að velja til forsætis mann frá þvi landi, sem væri gestgjafi hverju sinni, — og formaður mexikönsku nefndar- innar var karlmaður. — Hverjir voru helztu mála- flokkarnir, sem þarna voru á dagskrá? — Þeir voru geysimargir, — svo margir, að ekki er neinn vegur fyrir okkur að telja þá upp i þessu stutta spjalli, þvi það munu alls vera um 40 vélritaðar siður, sem samþykktar voru um einstaka málaflokka og sem heildarálykt- un. Ég grip af handahófi nokkur atriði sem sýnishorn. Aherzla er lögð á það i loka- ályktun ráðstefnunnar, að það myndi i senn auka likur fyrir friði og efla framþróun, ef konur væru til jafns við karla um að taka ákvarðanir á öllum stigum þjóð- lifsins, og að það sé skylda allra rikja að skapa konum þá aðstöðu, sem nauðsynleg sé til að þvi marki verði náð. Þvi er slegið föstu, að vegna þess hve lengi konur hafi verið af- skiptar um margt, þá verði að gera sérstakt átak til að jafn- réttisaðstaða skapist til starfa, bæði heima fyrir og á alþjóðleg- um vettvangi. Fjalla margar greinar ályktunarinnar um leiðir að þessu marki, svo sem bætt menntunarskilyrði og fræðslu um nýiar námsbrautir, jafna ábyrgð karla og kvenna innan fjölskyld- unnar, jöfn laun fyrir jafn verð- mæta vinnu o.s.frv. Sérstök áherzla er lögð á að konur skuli ekki einasta eiga fullan aðgang að öllum atvinnugreinum, heldur og jafna framamöguleika og karlar, enda sé full þörf á kröftum þeirra til aö endurbæta efnahagsástand heimsins. Eitt grundvallaratriði fyrir þroska kvennanna sjálfra og fyrir velferð þjóðanna er talið, að kon- um sé gert kleift að taka þátt i stjórnmálum til jafns við karla. Lögð er áherzla á helgi mann- lifsins og að likamlegt ofbeldi sé litillækkun og virðingarleysi, sem berjastberi gegn. Beinist það oft i mörgum og ótrúlegum myndum gegn konum og börnum. Fjallað er um afvopnun og sameiginlega baráttu kvenna fyrir friði og um sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða. Lokaorð heildarályktunarinnar eru þau, að hvetja rikisstjórnir, Sam- einuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra, sem og önnur alþjóða- samtök o.fl. til að einbeita sér að þvi að skapa réttlátt samfélag, þar sem konur, karlar og börn séu virt og geti búið við frelsi, réttlæti og velmegun. En eins og ég sagði fyrr, þá eru þessi dæmi nánast gripin af handahófi og fjölmörgu sleppt, sem mikilvægt er. — Það hlyti nú að verða að þvi heilmikil réttarbót, ef tækist að framkvæma þó ekki væri nema sumar þessara mörgu tillagna? — Já, mikil ósköp. Ég tel vist, aðþegar frá liður og við getum farið að athuga þær i ró og næði, muni óánægja okkar hjaðna að verulegu leyti. Ef þessar tillögur og ályktanir verða skynsamlega notaðar, ættu þær að geta styrkt konur verulega I viðleitni þeirra til jafnrar i stöðu á við karl- menn i hinum ýmsu þjóðlöndum. Um það var rætt, að menntunarskortur kvenna stæði mjög viða i vegi fyrir þvi að þær tækju þátt I opinberum störfum, og einnig skortur á sjálfstrausti. Margar konur treysta sér blátt áfram ekki til þess að taka þátt i sllku sökum þekkingarskorts. Aukið heilbrigðisþjónustu, afnemið hégómaaug- lýsingar og forheimskun Ef við litum dálitið fjær okkur, þá má geta þess, að gerðar voru mjög harðorðar ályktanir og áskoranir til ýmissa rikisstjórna að afnema hluti eins og til dæmis fjölkvæni og heimanmund. Fyrir okkur hér á Norðurlöndum, skiptir slik tillögugerð að sjálf- sögðu ekki neinu máli, en hinu megum við ekki gleyma, að hjá mörgum þjóðum eru fjölkvæni og heimanmundur stórfelld vanda- mál. Einnig var skorað á Sam- einuðu þjóðirnar að láta rannsaka það, semkonur frá Austurlöndum fullyrtu að ætti sér stað, að stúlk- ur væru ófrjálsar settar i vændis- hús og beittar pyndingum. Það hefðu lika einhvern tima þótt fréttir, að svona fjölmenn ráðstefna stæði að ályktun um það, að nauðsynlegt væri að kon- ur fengju fræðslu og frelsi til þess að takmarka fjölda barns- fæöinga, þvl barnamergð við lé- leg llfsskilyrði væri eitt af þvi sem sliti þeim fyrir aldur fram og gerði þeim ókleift að afla sér menntunar. Einnig voru gerðar ályktanir um nauðsyn góðrar hilbrigðisþjónustu, barna- verndar- og foreldrafræðslu. Þá tel ég og mikils virði, að skorað var á Sameinuðu þjóðirn- ar að beita sér fyrir þvi, að gerðar yrðu betri og nákvæmari hag- skýrslur um vinnuframlag kvenna, og þá ekki einungis á hin- um opinbera vinnumarkaði, heldur einnig og engu slður á heimilum. Sannleikurinn er llka sá, eins og á var bent, að skortur á hagskýrslum gerir oft erfitt um vik að vinna að bættri aðstöðu kvenna. Ekki má heldur gleyma þvi, að gerðar voru margar áskoranir á Sameinuðu þjóðirnar að fjölga nú konum I starfsliði sinu. Satt að segja voru þessar tillögur svo margar, að ekki vannst timi til að samræma þær, en mörgum fannst að Sameinuðu þjóðunum stæði næst að byrja heima hjá sér! Rikisstjórnir eru hvattar til að laða konur til starfa i utan- rikisþjónustu og senda mun fleiri konur á þing Sameinuðu þjóð- anna. Þá var jafnvel talað um að stofna sérstakan banka til þess að konur, og þá einkum þær sem bú- settar eru i landbúnaðarhéruðum þróunarlandanna, ættu kost á fjármagni til þess að bæta að- stöðu sina. Það kom I ljós i um- ræöunum, að yfirleitt eru það ein- göngu karlmenn, sem eiga að- gang að lánastofnunum. Konur hafa vist hingað- til ekki verið taldar nógu öruggir skuldunaut- ar. Svo var lika um það rætt, hve ýmsir fjölmiðlar afskræma mynd konunnar. Þess var óskað, að rikisstjórnir og aðrar stofn- anir, einkum menntastofnanir, ynnu að þvi, að konur yrðu ekki notaðar I auglýsingum sem tákn hégóma og forheimskunar, eins og alltof viða hefur viðgengizt. Önnur ráðstefna samtimis, — og þar var heitt i konunum Eins og komið hefur fram, var ráðstefnan haldin i Mexikóborg nánar tiltekið I húsakynnum utanrikisráðuneytisins þar. Þar voru jafnan fundahöld á þrem stöðum samtimis. Island átti að- eins þrjá fulltrúa. Formaður sendinefndarinnar var frú Auður Auðuns, en hinar voru Vilborg Harðardóttir blaðamaður og ég. Sannast sagna höfðum við litil tök á þvl að vera annað en áheymar- fulltrúar, vegna þess að við höfð- um harla lltið svigrúm til þess að búa okkur undir ráðstefnuna. Til- nefning okkar var gerð tæpum tveim vikum áður en lagt skyldi af stað. Aðstoðarmann höfðum viðaðsjálfsögðuengan,en flestar aðrar sendinefndir höfðu kannski þetta tiu til fimmtán fulltrúa og jafnmarga aðstoðarmenn og sér- fræðinga sér við hlið. Aðstaðan var þvi harla ójöfn. — Var ekki lika önnur ráðstefna i Mexikóborg samtimis þessari? — Jú, það er rétt. Til hennar var efnt af fulltrúum ýmissa frjálsra samtaka úr mörgum heimshornum. Þvi miður hafði ég ekki tök á þvi að fara þangað vegna timaskorts. En við fréttum daglega frá þessari ráðstefnu með þvl að lesa blaðið, sem gefið var Ut á meðan ráðstefnumar stóðu, og okkur skildist, að á hinni ráðstefnunni hefðu öldurnar risið nokkuð hátt á stundum, jafnvel fulltrúar hefðu stigið upp á borðin og æpt hver á annan,enda voru nú þarna ýmsar skapheitar konur og málglaðar. — Kona mexl- kanska forsetans opnaði þessa ráöstefnu, en hún gaf sér lika oft tima til þess að sitja á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og virtist fylgjast vel með öllu og vera áhugasöm. Tilraunin jákvæð, þrátt fyrir allt — En svo við snúum okkur aftur að ráðstefnunni, þar sem þið ts- lendingarnir voruð: Finnst þér ekki, að gagn hafi orðið að henni og að gjarna mætti endurtaka þessa tilraun? _ — Eins og ég sagði áöan, þá er ég að vona, að viðhorf mitt verði jákvæðara þegar frá liður heldur en það er núna. Þessa stundina eru mér mjög ofarlega i huga þau bolabrögð, sem ég sá beitt þarna, — hvernig hægt er að misnota lýðræðislegar reglur. Þetta urðu mér svo óskapleg vonbrigði, að þau skyggðu á margt hið jákvæða á ráðstefnunni. Það komu upp raddir um að efna til annarrar ráðstefnu þegar að fimm árum liðnum en Sameinuðu þjóðunum er ætlað tíu ára tlmabil til þess að vinna að framkvæmd- um þeirra ályktana, sem þarna komu fram, og ég get vel trúað, að ekki sé timabært að endurtaka tilraunina fyrr en að tlu árum liðnum. Og þá liggur mér við að halda, að það yrði affarasælla að þá ráðstefnu sætu eingöngu kon- ur, og ef til vill færri en núna. —vs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.