Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 10. júli 1975. Ijóstaf veggjunum og jafnsléttu gólfinu. Engin verkfæri höfðu verið skilin eftir. Hvergi sáust ryðgaðar hjólbör- ur, brotnir hakar eða ónýtar fötur. Sá sem hætti vinnu sinni hér bar virðingu f yrir staðnum og skildi snyrtilega við. Þó hefði hann átt að loka innganginum. Það var ein- kennulegt kæruleysi að skilja hann eftir opinn. Burðar- stoðirnar og timburklæðningin í loftinu voru nú orðnar f únar og rakar. Ef börn rækjust hingað af forvitni gætu þau rekist i burðarstoðirnar eða haft svo hátt, að hluti loftsins hryndi yfir þau. En hvaða erindi gætu börn átt hingað? Þessi staður var langt úr almannaleið. Þó hafði hann f undið staðinn. Aðrir gætu komið á eftir. Sennilega myndu þeir finna hann á morgun. Honum var eins gott að gæta að sér og forða sér í tæka tíð. Af stöðu tunglsins taldist honum til, að klukkan væri um ellefu. Nokkurra klukkustunda hvíld var allt sem hann þarfnaðist, sagði hann sjálf um sér. Það var allt og sumt. Síðan gæti hann haldið af stað. Bálið var hlýtt og notalegt. Hann lagði stærstu og þykkustu f urugreinarnar við bálið, unz þær voru orðnar eins og dýna. Svo lagðist hann á þær. Hann sneri slasaða hluta brjóstkassans að bálinu. Einstaka furunál stakkst gegnum föt hans og olli honum óþægindum. En við því var ekkert að gera. Hann varð að liggja á greinunum til að losna við rakann á gólf inu. Hann var svo örmagna, að honum fundust greinarnar mjúkar og notalegar. Hann lokaði augunum og hlustaði á lágvært snark bálsins. Inn- ar í göngunum heyrðist veikt bergmál drjúpandi vatns. Þegar hann sá námuveggina almennilega átti hann hálfpartinn von á að sjá teiknaðar myndir af ýmsum skepnum, hyrndum veiðidýrum og veiðimenn á eftir þeim með reidd spjótin. Einhverntíma hafði hann séð Ijósmyndir af slíku, þó ekki gæti hann munað hvenær. Kannski í skólanum. Hann hafði alltaf heillast af veiði- myndum. Á bernskuárum sínum í Colorado hafði hann oft farið í útilegur upp í f jöllin á eigin spýtur. Einu sinni fór hann inn í einn hellinn og lýsti fram fyrir sig með vasaljósinu, þá hafði hann séð mynd af buffaló, aðeins þessa einu mynd, sem máluð var á miðjan vegginn í gul- um lit. Myndin var svo raunveruleg, að hann átti helzt von á að dýrið styggðist og hlypi á brott. Hann starði á myndina allan daginn, unz birtuna f rá vasal jósinu þraut. Upp frá því fór hann í hellinn minnst einu sinni í viku. Þar sat hann og starði á myndina. Það var leyndarmál hans. Kvöld eitt barði faðir hans hann í andlitið f yrir að vilja ekki segja frá því hvar hann var niðurkominn. Rambo minntist nú þessa atburðar og kinkaði kolli með sjálf um sér, eins og til að staðfesta þögn sína yf ir þessu bernskuleyndarmáli sínu. Nú var langt siðan hann hafði komið í þennan helli, en nú fann hann fyrir hinni sömu leyndardómstilfinninguog'.þá.Einn einasti buffaló starði á hann, stórhyrnd og bógmikil skepna. Hann velti því f yrir sér hver hefði unnið i námunni og hversu langt væri síðan. Hellirinn minnti hann alltaf á kirkju. Sama var um þennan stað. En kringumstæðurnar voru nú slíkar, að hann fór næstum hjá sér. Þannig var það ekki í bernsku hans. Fyrsta altarisgangan. Skriftirnar. Hann minntist þeirrar tilfinningar, sem hann fann til, er hann ýtti til hliðar dökkum og þungum tjöldunum og smeygði sér inn í myrkan syndaaflausnaklefann. Hann kraup á svolitinn uppstoppaðan fótskemil, og minntist óskýrrar raddar prestsins, sem veitti syndaaflausn hinum synd- ugu. Hann játaði syndir sínar. Játaði hvað? Að hann hafði drepið nokkra menn fyrir skömmu síðan? Það var sjálfsvörn, faðir. En hafðir þú ánægju af því, sonur minn? Var þetta syndarstund í lífi þfnu? Þá fór hann enn meira hjá sér. Hann trúði ekki á synd- ina. Ekki þótti honum heldur hæfa að gamna sér við slíkar hugsanir. En spurningin ómaði f huga hans. Var þetta stund syndarinnar? Hugur hans mókti og hitinn f rá bálinu var notalegur. Rambo velti því fyrir sér, hverju hann hef ði svarað þessu, sem barn. Sennilega hef ði hann sagt já. Það er ekki einfalt að drepa annan mann. Hann gæti réttlætt það frammi fyrir prestinum, að það hefði verið sjálfsvörn að drepa hundana og grænklædda gam- almennið. En svo gafst honum tækifæri til f lótta. Þess í stað fór hann að eltast við Teasle og skjóta niður lög- reglumenn hans við skyldustörf sín. Það var synd. Nú var hins vegar ekki neinn vaf i á því, að Teasle var á leið á eftir honum. Nú var kominn tími til að taka út refsing- una. Innar í göngunum draup vatnið með holum berg- málsróm. Innar í göngunum? Hann hefði átt að kanna innsta hluta þeirra fsrst. Svona gömul náma var tilvalið ból fyrir bjarndýr eða snáka. Hvers vegna hafði hann ekki kannað þetta fyrr? Hann þreif logandi trjágrein og not- aði hana sem kyndil, er hann gekk innar í göngin. Sífellt varð lægra undir loft. Honum var meinilla við að stanza og beygja sig, því hann kenndi til í rif junum. En þetta varð að gerast. Hann gekk fyrir horn og kom þá á þann stað, sem drjúpandi vatnshljóðið átti upptök sín við. Vatnið lak úr loftinu, safnaðisf í poll og rann svo niður Fimmtudagur 10. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (16). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Viðsjóinnkl. 10.25: Ræða Matthlasar Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra við opnum Rannsóknastofnunar sjávar- útvegsins 2. þ.m. Morguntónleikar kl. 11.00: Burghard Schaeffer og Norðurþýzka kammersveit- in leika Konsert fyrir flautu og strengjasveit i G-dúr eftir Pergoelsi/Annie Chall- an og hljómsveitin Antiqua Musica leika Konsert fyrir hörpu og hljómsveit nr. 4 I Es-dúr eftir Petrini/ Kon- unglega filharmoniusveitin I Lundúnum leikur „Guð i ölmusuför”, svitu eftir Handel. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lífs og moldar” eftir Guð- mund L. Friðfinnsson Höf- undur les (11). 15.00 Miðdegistónleikar Eber- hard Wachter, Margit Sch- ramm, Lisa Della Casa, Ru- dolf Schock, Ingiberg Hall- stein og Sinfóniuhljómsveit Berlinar flytja atriði úr óperettunni „Parisarlifi” eftir Offenbach, Franz All- ers stjórnar. Hljómsveitin Philharmonia leikur þætti úr ballettinum „Þyrnirósu” eftir Tsjaikowsky, George Weldon stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatirainn. Eva Sigurbjörnsdóttir og Finn- borg Scheving fóstrur sjá um þáttinn. 17.00 Tónleikar. 17.30 „Sýslað i baslinu”, — minningar Guðmundar Jónssonar frá Selbekk Jón frá Pálmholti skráði og les (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Þættir úr jarðfræði ís- lands. Páll Imsland jarð- fræðingur talar um móberg og móbergsrannsóknir. 20.00 Einleikur I útvarpssal Simon H. Ivarsson leikui á gitar verk eftir Bach, Tarrega, Villa Lobos og Al- beniz. 20.25 „Hvolpur”, smásaga eftir Ólaf Jóhann Sigurðs- son. Höfundur les. 21.20 Hljómsveitarþættir úr óperum eftir Wagner NBC- sinfóniuhljómsveitin leikur, Arturo Toscanini stjórnar. 21.45 Norsk Ijóð Hannes Sig- fússon skáld les úr þýðing- um sfnum. 22.15 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér” Martin Be- heim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sina (3). 22.45 Ungir pianósnillingar Tf- undi þáttur: France Clidat. Halldór Haraldsson kynnir. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Augjlýsícf íTímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.