Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 10. júli 1975. TÍMINN 15 Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn nótt hefðum við getað komið boðum til föður þins, en nú er það orð- ið um seinan. Alan þagði stundar- korn. Að lokum mælti hann: — Ég ætla að borða morgunmaninn minn, og siðan kem ég til þin, til þess að láta þig hlýða mér yfir. — Þú hefur lært nóg i dag, sagði munkur- inn alvarlegur á svip- inn og gekk burt. Alan skildi vel, hvað Ambrósius átti við. Ef hann hefði verið læs, hefði hann séð, að bréfið var frá Mar- geiri greifa til Húgós hjá Eikunum þremur. Þeir voru báðir óvinir föður hans, og þó að Alani hefði ekki hug- kvæmzt, að þeir ætl- uðu sér að ráðast á kastalann, hefði hann talið sjálfsagt að sýna Alberti bréfið tafar- laust. Þetta var i fyrsta skipti á ævinni, sem Alan hafði óskað þess, að hann kynni að lesa. Aldrei framar mundi hann hafa andúð á klerkum. Honum þótti mjög leitt, að bróðir Ambrósius vildi ekki kenna honum þennan dag, og hann ákvað að reyna að framvegis að ráða við hina örð- ugu bókstafi og verða jafnvel læs og bróðir Ambrósius. IV. KAPÍTULI í heljargreipum Albert stallari bar mikinn kvíðboga fyrir þvi, að ekki mundi takast að verja kastalann. Hann hafði Fjölmenni á fundi um nýja skipan á fiskiðnaði og upp- byggingu nýs iðnaðar FJÖLMENNT var á fundi, sem Kristján Friðriksson iðnrekandi gekkst fyrir i Hreyfilshúsinu i Reykjavik s.l. þriðjudag, og mun vart ofætlað, að þar hafi verið 100 manns. Kristján fjallaði i erindi sinu, sem hann nefndi Hagkeðju, um nýja skipan á nýtingu i fisk- iðnaði okkar og uppbyggingu nýs iðnaðar, einkum á Norðurlandi og Austurlandi og sýndi, máli sinu til skýringar, fjölda mynda og linu- rita. Fundarmenn gerðu góðan róm að erindi Kristjáns. Margir tóku til máls, og tóku flestir mjög ein- dregið undir þær skoðanir, sem fram komu I framsöguerindinu, og stóðu umræður til miðnættis. Fundarstjóri var Hjálmar W. Hannesson menntaskólakennari, en meðal þeirra, sem til máls tóku, voru Haukur Tómasson jarðfræðingur, Jón Armann Héð- insson þingmaður, Helgi Benó- nýsson og Björn Guðmundsson Kristján Friðriksson iðnrekandi, svo að nefnd séu nokkur nöfn. Kristján Friðriksson mun siðar I sumar og haust flytja þetta er- indi á nokkrum stöðum úti á landi. Friðrik fyrstur íslendinga ó heimsmeistaramót unglinga NÝLEGA var skýrt frá Heims- meistaramóti unglinga i skák hér i blaðinu, og var þar sagt, að það ® Selveiði Nú hefur verið talað um 10.000 kr. fyrir 1. flokk, en verðið er óráðið enn. Verðið á loðfeldi úr selskinnum mun nú vera um 260.000 islenzkar krónur, og hafði Oddur Kristjáns- son það eftir þýzkum skinnakaup- manni frá Hamborg, sem ferðað- ist með honum hér fyrir skömmu og leiðbeindi bændum um verkun skinnanna. Venjulega mun þurfa sex kópaskinn I loðfeldinn. Sambandið selur megnið af sel- skinnunum til Þýzkalands, nokkuð til Danmerkur og eitthvað tii Englands. A næstunni eru væntanlegir erlendir kaupendur til að velja sér selskinn. væri i fyrsta skipti, sem Island tæki þátt i þvi. Þetta er ekki rétt. 1 fyrsta skipti sem Heims- meistaramót unglinga var haldið i Birmingham 1951 tók Friðrik Ólafsson þátt i þvi og fékk 50% vinninga. Heimsmeistari varð Ivkov. 1 Kaupmannahöfn 1953 varð Friðrik i 3.-4. sæti ásamt Ivkov og 1955 I Belgiu tók Ingi R. Jóhannsson þátt I heims- meistaramótinu og varð annar i b-riðli. Siðan hafa fleiri Islendingar tekið þátt i Heimsmeistaramóti unglinga, svo það er ekkii fyrsta skipti sem islenzkur þátttakandi fer þangað, — en eins og kunnugt er fer Margeir Pétursson til Júgó- sleviu á mótið i ár. JM' EI EGA] _____ LANDVERND Laugardalsvöllur í kvöld kl. 6,30 leika Valur - ÍBK ath. breyttan tima. Valur. Menntamálaráðuneytið 3. júli 1975. Aðstoðarlyfjafræðingur óskast til aðstoðar við rannsóknir og fleiri störf I Rannsóknastofu lyfjafræði lyfsala við Há- skóia tslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fleiri störf óskast sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 31. júli 1975. Héraðsmót í Barðastrandarsýslu Héraðsmót Framsóknarfélaganna I Barðastrandarsýslu verð- ur haldið i félagsheimilinu Patreksfirði laugardaginn 12. júli og hefst kl. 20.30. Ræður flytja Steingrimur Hermannsson alþingismaður og Ólafur Þórðarson, skólastjóri. Villi, Gunnar og Haukur leika fyrir dansi. Ingvar Stefán Ingi Norðurlandskjördæmi eystra Þingmenn Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra, Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason, boða til funda sem hér segir (aðrir fundir áuglýstir siðar): Svalbarðsströnd fimmtud. 10. júli kl. 9 e.h. Sólgarður föstud. 11. júli kl. 9 e.h. Freyvangur sunnud. 13. júli kl. 9 e.h. Dalvik þriðjud. 15. júli kl. 9 e.h. Ólafsfjörður miövd. 16. júli kl. 9 e.h. Húsavik föstud. 18. júli kl. 9 e.h. Breiðumýri laugard. 19. júli kl. 9 e.h. Borgarf jarðarsýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðarsýslu verður hald- inn að Brún, Andakilshreppi, þriðjudaginn 15. júli og hefst klukk- an 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á k jördæmisþing. 3. Rætt um stjórnmálaviðhorfið Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi mæta á fundinum. FUF Reykjavík Heldur sumarhátið sina I veitingahúsinu Borgartúni 32 fimmtu- daginn 10. júli. Haukar og sænsk-Islenzka hljómsveitin Vikivaki leika fyrir dansi. Opið frá kl. 9—1. Allir velkomnir. Skemmti- nefnd. EIR-ROR 1/8" 3 1/16" 1/4 " 5/16" 7/16" 1/2" FITTINGS Gott úrval PÓSTSENDUM UM ALLT LAND ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.