Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.07.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 10. júli 1975. Nútíma búskapur þarfnast BAUER haugsugu Guóbjörn Guöjónsson Heildverzlun Síöumula 22 Simar 85694 & 85295 SIS-FOÐIJR SUNDAHÖFN GHÐI fyrirgódan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Indverska þingið kallað saman til að staðfesta gerðir stjórnarinnar Sitja tugþúsundir í fangelsum af pólitískum ástæðum? Indira Gandhi: Hef ekki snúiö baki viö lýöræöi. Reuter-Nýju Delhi. Indverska þingið hefur veriö kallaö saman til fundar siöar i þessum mánuöi, til aö staöfesta þá ákvöröun ind- versku stjórnarinnar aö lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Þá var tiikynnt af opinberri háifu I gær, aö I tveim fylkjum Indiands heföu tæplega tvö þúsund manns verið hneppt I fangelsi frá þvi lýst var yfir neyðarástandi, fyrir hálfum mánuöi. Yfirlýsing stjórnar Indiru Gandhi er háö samþykki beggja deilda þingsins. í tillögum þeim, er lagöar verða fyrir þingið, er gert ráð fyrir, að Indira Gandhi forsætisráðherra geti lengt gildis- tima neyðarástandsins um eitt ár Kissinger við upphaf Evrópufarar: Fréttir um bráðabirgða- samkomulag tilhæfulausar r — en Egyptar og Israelsmenn vinna ötullega að lausn deilunnar inni þá Andrei Gromyko, utan- rikisráðherra Sovétrikjanna, og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra tsraels. NTB/Reuter-Washington. Henry Kissinger, utanrikisráöherra Bandarikjanna, hélt I gær í stutta för til fjögurra borga i Evrópu. Áður en hann steig upp i þotu, er flutti hann yfir Atlantsála, ræddi hann stuttíega viö fréttamenn. Aðspurður um, hvort nokkuð væri hæft i fréttum um, að bráða- birgöasamkomulag milli Egypta og tsraelsmanna hefði þegar náðst, svaraði Kissinger: — Þetta er með öllu tilhæfulaust. Hann sagði, að enn væri langt I land unz slikt samkomulag gæti náðst, en bætti viö, að báðir aðilar ynnu ötullega að lausn deilunnar. Kissinger hefur áður lýst þvi yfir, að hann færi ekki á ný til Miðjarðarhafslanda og tæki að nýju upp þráðinn, þaðan sem frá var horfið i marz s.l. (þegar slitn- aði upp Ur samningaviðræðum deiluaðila), fyrr en gengið hefði verið frá nýju bráðabirgðasam- komulagi I smáatriðum. Banda- riska stórblaðið New York Post sagði í forsiðufrétt i gær, að Egyptar og Israelsmenn hefðu sætzt á öll meiriháttar ágrein- ingsefni. Frétt þessi var að sögn blaðsins höfð eftir háttsettum bandariskum embættismönnum. Kissinger heimsækir að þessu sinni Paris, Genf, Bonn og London, þar sem hann ræðir við þarlenda ráðamenn. Að auki hittir hann að máli i Evrópuför- Forstjóraskipti norrænna samvinnu- sambanda fóru fram ó (slandi FORSTJÓRASKIPTI verða nu á miöju ári hjá tveimur af sam- vinnusamböndunum á Norður- löndum. Hjá FDB i Danmörku lætur Ebbe Groes af starfi, en við tekur Gunnar Christensen, og hjá SOK I Finnlandi tekur Viljo Luukka við af Martti Mustonen. Þrir hinir fyrst töldu sóttu árs- fund NAF á tslandi, og voru þannig staddir hér um mánaða- mótin júni/júli. Af þvi tilefni bauð Ebbe Groes fundarmönnum til stuttrar athafnar að Hótel Sögu aöfaranótt 1. júli, og á miðnætti ávarpaöi hann eftirmann sinn, sem tók þá formlega við starfinu. Jafnframt var Viljo Luukka ósk- að allra heilla i starfi sinu, sem hann tók við frá sama tima, en Martti Mustonen forfallaðist á siðustu stundu og gat þvi ekki sótt fundinn. Ekki blæs byrlega fyrir MariuPeron Reuter-Buenos Aires. Maria Estcla Perón Argentinuforseti á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. t fyrradag varö hún aö beygja sig fyrir kröfum verkalýðsleiðtoga til aö binda enda á alisherjar- verkfall i landinu. Og i gær kaus öidungadeild argen- tinska þingsins sér forseta, þvert ofan I vilja hennar. Þrátt fyrir þennan mótbyr, lætur Maria Perón ekki bug- ast. A þjóöhátíöardegi Argen- tinu i gær braut hún fyrri venj- ur, er hún lét Jose Lopez Rega félagsmálaráðherra — einan ráðherra — ganga við hliö sér til guðsþjónustu i dómkirkju Buenos Aires. (Lopez Rega er hægri hönd forsetans, en jafn- framt mjög umdeildur, — t.d. hefur fjöldi stjórnmála- og verkalýðsleiðtoga krafizt þess, að honum veröi vikið úr ráðherraembætti). Mól Denis Hills: CALLAGHAN TEKIÐ KULDA- LEGA í UGANDA Amin forseti var víðs fjarri NTB/Reuter-Kampala. James Callaghan, utanrikisráöherra Bretlands, kom I gær til Kampala, höfuöborgar Uganda, Viðtökurnar á flugvellinum viö borgina voru kuldalegar, — t.d. var Idi Amin forseti viös fjarri. Callaghan kom beint frá Kinshasa, höfuöborg Zaire, þar sem hann hafði rætt mál brezka háskólakennarans Denis Hills við Mobuto Sese Seko forsela. I för með brezka utanrikisráðherr- anum til Kampala var utanrikis- ráðherra Zaire, M. Bula Mandungu. Honum er ætlað að vera milligöngumaður i viðræð- um Callaghans við Amin um möguleika á, að Hills verði látinn laus. (Hann var upphaflega dæmdur til dauða, én var siðan náðaður af Amin fyrir þrábeiðni Mobuto.) Fjöldi fólks hafði tekið sér stöðu við flugvöllinn, er þota Callag- hans lenti. Dauðaögn ríkti, er brezki utanrikisráðherrann steig út, en zairska ráðherranum mættu aftur á móti fagnaðaróp. Búizt er við, að fyrirhugaðar viðræður Callaghans og Amins snúizt einkum um mál Hills — en þeim er einnig ætlað að bæta sambúð Bretlands og Uganda, er fariðhefur hriðversnandi allt frá þvi Amin komst til valda, árið 1971. Litil von er til, að sambúð rikjanna komist i fyrra horf á næstunni, en engu að siður eru horfur á, að koma megi i veg fyrir frekari árekstra þeirra á milli. i senn — þó aldrei lengur en þrjú ár samtals. Indira Gandhi kom i gær fram opinberlega i fyrsta skipti frá þvi lýst var yfir neyðarástandi I land- inu. A fundi, er haldinn var til að minnast sjálfstæðis Grænhöfða- eyja og Mozambique, hélt hún ræðu, þar sem hún varði ákvörð- un sina. Hún sagði, að Indverjar hefðu ekki snúið baki við lýðræði. Aftur á móti hefðu stjómarand- stæðingar reynt að grafa undan lýðræðisskipulaginu — og engin rikisstjóm gæti liðið, að einingu rlkis og sjálfstæði væri stefnt i voða. Indira Gandhisagði, að lýðræð- ið þýddi i raun og veru „stjórn fólksins” — þ.e. að hlusta ætti á óskir þess og kröfur, koma til móts við þær og vinna að öðru leyti að velferð almennings. Yfirvöld I fylkjunum Bihar i austurhluta Indlands og Mahara- shtra á vesturströnd Indlands- skaga skýrðu svo frá I gær, að samtals 1855 manns hefðu verið handtekin og hnappt 1 fangelsi i þessum tveim fylkjum á þeim hálfa mánuði, sem liðinn er frá þvi lýst var yfir neyðarástandi I landinu. Fréttir frá hinum tuttugu fylkj- um Indlands benda til, að tala handtekinna i sumum þeirra se á- lika há, þ.e. allt að 1000. A þessu sést, hversu viðtækar þær að- gerðir eru, sem indverska stjórn- in hefur gripið til i þvi skyni að brjóta á bak aftur andspyrnu stjórnarandstæðinga. Rabin ræðir við Schmidt Reuter-Bonn. Yitzhak Rabin, forsætisráöherra tsraels, kom I gær til Bonn frá Vestur- Beriin, þar sem hann staidraöi viö I rúman sólarhring. i gær ræddi Rabin viö Ilelmut Schmidt kanslara og gerði honum grein. fyrir afstöðu tsraelsstjórnar til nýs bráða- birgðasamkomulags við Egypta. A fundi með fréttamönnum, er Rabin hélt I Vestur-Berlín i gær forðaðist hann að ræða stöðuna i smáatriðum. Hann itrekaði, að báðir aðilar yrðu að gefa eftir, ef samkomulag ætti aö nást. Aðspurður kvað hann fjölda ágreiningsatriða enn biða úrlausnar. ÓDÝRAR Spánarferðir IARCELONA ARRAGONA ÐENIDORM u. v AUCANTE MAIAGA ALMERIA Bamdorm Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11 255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.