Tíminn - 11.07.1975, Síða 2

Tíminn - 11.07.1975, Síða 2
2 TÍMINN Föstudagur 11. júli 1975. Við eyddum rúmlega milljarði i áfengiskaup fyrri hluta árs H.V. Reykjavik. Fyrstu sex mánuöi ársins 1975 keyptu is- lendingar áfengi af Áfengis- og tóbakseinkasölu rikisins, fyrir samtals krónur 1.078.153.730.00. er þaö um 41.4% söluaukning, miöaö viö sömu mánuöi á siöasta ári, en þess ber aö gæta, að veröhækkanir hafa oröiö nokkrar á timabilinu frá 1. júli 1974 til sama tima I ár, þann- ig aö ekki er hægt aö reikna magnaukningu út frá þessum tölum. Mesta hækkunin, sem á tima- bilinu varð, kemur þó ekki inn i dæmið nema aö mjög litlu leiti, þar sem hún kom ekki til fram- kvæmda fyrr en 18. júni. - Söluhæsta áfengisútsalan á landinu er að sjálfsögðu Reykjavik, en þar var selt fyrir samtals 807.156.290 krónur þessa sex mánuði. Akureyrar- útsalan kemur þar á eftir, með 107.386.070 krónur, þá Keflavik með 48.911.820 króna sölu þvi næst koma Vestmannaeyingar i röðina, með sölu fyrir 38.521.880 krónur, þá tsfirðingar, sem hafa, selt fyrir 31.988.100 krónur. Seyðisfjarð- arútsalan, með 28.625.630 krón- ur og loks útsalan á Siglufirði, sem seldi á þe_-sum mánuðum fyrir samtals 15.563.940 krónur. Innbyrðis söluhlutfall útsala á landinu er mjög svipað þvi, sem var sama tima á siðasta ári, nema að þá var Vestmanna- eyjaútsalan aftar i röðinni. Nú er hún að ná sinum fyrra sessi. Tölur þessar um áfengissölu ná yfir sölu i verzlunum Áfengisverzlunar rikisins, en hins vegar hvorki yfir það, sem flutt er löglega inn af einstakl- ingum, ferðamönnum og áhöfn- um skipa og flugvéla, heldur yfir það magn áfengis, sem flutt er ólöglega til landsins. Má i þvi sambandi minna á smyglmál þau, sem lögreglan i Reykjavik og Keflavik upplýsti á siðastliðnum vetri, sem benda til þess að árlega sé þúsundum litra af áfengi smyglaö hingað til lands og dreyft á ólögmætan hátt. 892 atvinnulausir gébé Rvik— 1. júli s.l. voru 892 skráðir atvinnulausir á öllu land- inu, en það gerir hvorki meira né minna en 14.242 vinnudaga. Þetta er þó færra en var skráð 1. júni, en þá voru 1281 á skrá. t kaup- stöðum voru 804 skráðir atvinnu- lausir (12.102 vinnudagar), i kauptúnum með 1000 ibúa voru skráöir 21 (360 vinnudagar) og i öðrum kauptúnum 67manns (1780 vinnudagar). Langflestir voru skráðir atvinnulausir i Reykja- vik, eða 502 þann 1. júli, en voru 653 1. júni. Þar af voru 196 karlar og 306 konur. A Akureyri voru 175 atvinnulausir 1. júli, þar af 162 konur. 1 kauptúnum með eitt þúsund ibúa eru flestir skráðir atvinnu- lausir i Stykkishólmi, eða þrettán talsins, en þeir voru sextán 1. júni. 1 öðrum kauptúnum er Bildudalur efstur á lista með 22 atvinnulausa (420 vinnudagar), en þar var enginn á skrá i mánuð- inum á undan. A Hofsósi voru 21 skráðir atvinnulausir (205 vinnu- dagar), en aðeins sjö manns 1. júni. Italir gefa Landsbókasafni bækur ■ ■ 0fWfffrW E u í i 1 \ GIULIO Terruzzi, sendiherra ttallu á tslandi (með aðsetri i Osló) skýrði Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráðherra frá þvl I bréfi 18. nóvember 1974, að Italska rlkisstjórnin hygðist gefa bókagjöf til islands og væri ætlunin, að hún gengi til Landsbókasafns. Vildi stjórnin með þessu efla þekkingu á Italskri tungu og menningu á tslandi og yrði I gjöfinni rit bæði gömul og ný. Bókagjöf þessi hefur nú borizt til landsins, og afhenti Thor R. Thors, aðalræðismaður ltallu á tslandi, hana I Landsbókasafni miðvikudag- inn 2. júll. Af verkum eldri skálda og rithöfunda má nefna Divina Commedia Dantes, Rime Trionfi poesie latine eftir Petrarca, verk I heildarút- gáfum eftir Machiavelli, Tasso, Galilei, Goldoni, Nievo o.fl. Af itölskum samtimahöfundum, sem verk eiga i þessari bókagjöf, skulu nefndir m.a. Guareschi, Pavese, Levi, Cassola, Vittorini, Soldati og Pirandello. Gjöf þessi er afar kærkomin, þvl að Landsbókasafn tslands er þvl miður snauöara en skyldi af ritum skálda og rithöfunda hinnar gömlu og grónu menningarþjóðar sunnan Mundiufjalla. ttalska bókagjöfin verður til sýnis næstu daga á bókavagni I aðal- lestrarsal safnsins. Tuttugu mismunandi samn- ingar við vélstjóra í gangi H.V. Reykjavlk. 1 gær var hald- inn fyrsti fundur með sáttasemj- ara rikisins og aðilum að kjara- deilu vélstjóra og Landsvirkjun- ar. Vélistjórar, sem starfa hjá Landsvirkjun, hafa verið með lausa samninga frá þvi um sið- ustu áramót, en af ýmsum orsök- um hafa samningáviðræður dreg- izt nokkuð. Fram til þessa hefur jafnan verið samið við vélstjóra hjá Landsvirkjun um leið og starfs- menn ríkis verksmiðjanna þriggja, en nú er samið við þá sérstaklega. Til stóð að fram færi starfsmat hjá vélstjórunum, svipað og hjá starfsfólki rikisverksmiðjanna, en af þvi hefur ekki orðið og er það eitt af þeim atriöum, sem taf- ið hafa viðræður. I viðtali við Timann i gær taldi Ingólfur Ingólfsson, formaður DAGANA 18. til 28. júli næst kom- andi verður samnærrænt þjóð- dansamót haldið I Reykjavlk I fyrsta sinn. Hingað koma tæplega 300 manns frá Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svlþjóð til þátt- töku I mótinu. Miðstöð mótsins verður I Menntaskólanum við Hamrahlið, en erlendu gestirnir gista i skólum borgarinnar. Mikið verður um að vera þá daga, sem mótið stendur yfir. Setning fer fram laugardagskvöldið 19. júli, en á sunnudaginn 20. júli eru fyrirhugaðar sýningar og skrúð- göngur. þátttakenda I litrlkum þjóðbúningum um götur borgar- innar. Mánudaginn 21. og þriðjudag- inn 22. júli verða fluttir fyrirlestr- ar i Hamrahliðaskólanum um margvisleg efni, meðal annars is- lenzka þjóðbúninga, Islenzka þjóðdansa, islenzk þjóðlög og is- lenzka atvinnu og þjóðhætti. Þá verður einnig rætt um möguleika á að auðvelda samskipti Norður- landaþjóðanna með þvi aö taka upp nýja hætti i kennslu tungu- málanna. Að sjálfsögðu er svo dansað öll kvöld. Miðvikudaginn 23. júli skiptast þátttakendur i þrjá hópa, sem fara i stuttar ferðir út um landið. Einn hópurinn fer norður til Akureyrar en suður Sprengisand með viðkomu á Húsavik og i Mý- vatnssveit. Annar hópur fer til Egilsstaða með flugvél, en ekur heimleiðis sunnan jökla. Þriðji hópurinn mun ferðast um suð- vesturland og gista á Laugar- vatni og á Kleppjárnsreykjum. Fyrirhugaðar eru sýningar víðs- vegar þar sem hóparnir gista, t.d. á Akureyri, Húsavik, Egilsstöð- um, Fáskrúðsfiröi, Eskifirði, vélstjórafélags íslands, að samn- ingar þessir myndu ganga greið lega fyrir sig og að erfiðleikar ættu ekki að verða teljandi. Auk þessara samninga er nú unniö að fjölmörgum smærri H.V. Reykjavik. — Þetta mál er afgrcitt frá okkar hendi, á þann veg, að Veltir h.f. fær ekki heim- ild til að einfalda verðútreikninga Neskaupstað, Arnesi, Selfossi, Logalandi og viðar, ef veður og aðrar aöstæður leyfa. Hóparnir hittast svo aftur I Reykjavik sunnudagskvöldið 27. júli og verð- ur lokahóf I Hamrahliðarskólan- um þá um kvöldið. Þar verður dansaö meö dynjandi galsa. Þriðjudagskvöldið 22. júli efnir Þjóðdansafélagið til sýningar i Þjóðleikhúsinu á Islenzkum döns- um, sem fléttaðir eru inn I gömul danskvæði. Svipuð sýning var s.l. sumar i tengslum við þjóðhátiö- ina i Reykjavik. Ungmennafélag Islands og Þjóðdansafélag Reykjavlkur hafa I sameiningu annazt undir- búning og skipulagningu þessa móts og er það von þeirra aðila, að framhald geti orðið á sliku mótshaldi' hér á landi. ASK-Akureyri. Gott atvinnuá- stand er nú i Hrlsey, að sögn Björgvins Jónssonar hreppstjóra. Frá þvi um miðjan júni hefur afli heimabáta gefið næga vinnu, en frá Hrlsey róa nú 10 dekkbátar og nokkrar trillur, auk þess sem tveir togbátar frá Suðurlandi, Jón frá Hofi og Brimnes, leggja upp afla I Hrisey I sumar. Eins og áður hefur komið fram, standa vonir til að skuttogari verði gerður út frá Hrisey I náinni framtið, en KEAhefur, i samráði við aðila á Dalvik, hug á að kaupa franskan 280 tonna skuttogara. Ekki hefur samt enn verið tekin lokaákvörðun um kaupin, en fyrir samningum við vélstjóra, til dæmis samningum vélstjóra á ýmsum rannsóknarskipum og fleiri. Alls munu vera um 20 mis- munandi samningar við vélstjóra i vinnslu. slna á þann hátt, sem þeir vilja, heldur verða að lúta þeim reglum, sem fyrir hendi eru, sagði Georg ólafsson, verðlags- stjóri, I viðtali við Tlmann I gær. Svo sem Timinn greindi frá i gær, hefur fyrirtækið Veltir h.f. ekki fengið verðútreikninga sina samþykkta I meir en sjö mánuði, þar sem verðlagsstjóri hefur ekki taliö þá reglum samkvæmt. Vilja forráðamenn Veltis einfalda verðútreikninga sina þannig, að geymslukostnaður verði miðaður við verðmæti vörunnar, en ekki þyngd, sem hefur I för meö sér skekkju i útreikningum. Við það verða ýmsar vörutegundir þeirra dýrari en heimilt er, aðrar teg- undir ódýrari. I viðtalinu i gær taldi verðlags- stjóri slika útreikninga bæöi ó- sanngjarna og ólögmæta og sagði enn fremur, að heimild fyrir þeim fengist aldrei. Ur deilum þeim, sem hugsan- lega heföu staðið milli verðlags- eftirlits og Veltis, vildi verðlags- stjóri sem minnst gera, og sagði, að þar hefði aldrei verið um nein- ar illdeilur að ræða, en hins vegar hefði mál þetta ef til vill dregizt ó- eðlilega á langinn. Taldi verðlagsstjóri, að nú væri lausn þess þó i sjónmáli og Itrek- aði það, að Veltir h.f. yrði að hlita gildandi reglum um verðútreikn- inga, svo sem önnur fyrirtæki. skömmu voru sendir utan menn til að athuga frekar með þau. Þama er um að ræða tvo togara i eigu sama fyrirtækisins, og mun i ráði að Gunnar Hafsteinsson nú- verandi eigandi Freyju RE, kaupi annan þeirra til Reykjavikur. 1 Hrisey er nú verið að byggja tvö ibúðarhús, en að sögn Björg- vins hefur hreppurinn fengið leyfi húsnæðismálastjórnar fyrir byggingu þriggja leiguibúða, — þó ekki fyrr en á næsta ári. Þá standa vonir til að hafin verði dýpkun hafnarinnar á yfirstand- andi sumri, en 3,9 milljónum var veitt til hafnarframkvæmda á ár- inu. Mörg hundruð manns á norrænt þjóðdansamót, sem haldið er hér á landi VERÐLAGSSTJÓRI: VELTIR VERÐUR AÐ HLÍTA SÖMU REGLUM OG ÖNNUR FYIRTÆKI MEÐ VERÐÚTREIKNINGA Franskur skuttogari til Hríseyjar? Könnun á menningarlífi á Norðurlöndum: MINNA FÉ TIL MENNINGAR- MÁLA OG MEIRI VINNA HÉR EN ANNARS STAÐAR ASK-Akureyri. Um næstu áramót er gert ráð fyrir að fyrir liggi niðurstöður könnunar, er gerð var á menningarllfi I nokkrum borgum á Norðurlöndum. A Is- landi varð Akureyri fyrir valinu, og hafa fimm manns unnið meira eða minna aö könnuninni I um það bil eitt ár. Niðurstöður liggja ekki fyrir, en samanburður var gerður á Akureyri, Esbjerg, Tammer- fors, örcbro og Stavanger. Könnunin er gerð að tilhlutan Norræna menningarmálasjóðs- ins, og hófst hún fyrir hálfu þriðja ári. Helztu málaflokkar, sem unnið var að, voru til dæmis sögu- legur bakgrunnur Akureyrar, fri- stundastarfsemi og menningarlif bæjarbúa, og að lokum hagfræði- leg rannsókn. Tæplega er þó um raunhæfan samanburð að ræða, en Akureyri er langminnst fyrr- greindra bæjarfélaga. Ef könnunin reynist vel unnin, ætti hún hins vegar að geta orðið fröðleg lesning, og þá sérstak- lega, ef gerð verður könnun á svipuðum bæjarfélögum hérlend- is og þau erlendu höfð til frekari viðmiðunar. Eins og fyrr sagði er könnun- inni ekki lokið, en eftirtektar- verðar staðreyndir hafa þegar komið i ljós, svo sem varðandi mun meiri vinnustundafjölda er bæjarbúar leggja af mörkum, en nokkurs staðar tiðkast i hinum bæjunum. Þannig unnu um 16% þeirra, er athugunin náði til, 60 stundir á viku eða jafnvel meira. Þá reyndust styrkir hins opinbera mun lægri hér á landi til menn- ingarmála en almennt gerist ann- ars staðar á Norðurlöndum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.