Tíminn - 11.07.1975, Síða 3

Tíminn - 11.07.1975, Síða 3
Föstudagur 11. júli 1975. TÍMINN 3 segir Valbjörn Þorláksson,elzti landsliðsmadurokkar A Sölva IS 125 var 5—6 manna áhöfn. Hann var á humarveiðum, er eldurinn brauzt út. Sölvi var 70 tonna eikarskip, smiðað i Noregi 1946. Valbjörn Þorláksson var að sleikja sólskinið i sundlaugunum i gærdag, þegar Róbert smellti þessari mynd af honum. Bátur brennur og sekkur — áhöfnin heii á húfi gébé Rvik — Eikarbáturinn Sölvi 1S 125 varð alelda i gærmorgun suðaustur af Reykjanesi. Skip- verjar fengu ekki við eldinn ráðið og forðuðu sér i gúmmibáta. Ar- angurslaus tilraun var gerð til að draga Sölva alelda til hafnar i Grindavik, en hann sökk skammt frá Grindavikurhöfn siðdegis i gær. Það var um áttaleytið i gær- morgun, að skipverjar á Sölva höfðu samband við Reykjavikur- radió og tilkynntu að mikill eldur væri laus i bátnum. Eftir að hafa gert árangurslausar tilraunir til að slökkva eldinn, fóru þeir i gúmmibjörgunarbáta, þvi ljóst var, að ekki varð við eldinn ráðið. Slysavarnafélagið hafði þegar samband við Grindavik, og fóru tveir bátar þaðan til móts við skipbrotsmennina ásamt varð- skipi, sem statt var þarna nálægt. Petursey GK kom fyrst á staðinn og tók mennina um borð, og voru þeir allir ómeiddir. Siðan var Sölvi tekinn i tog, og var ætlunin að koma honum til Grindavikur, þar sem gera átti tilraun til að slökkva eldinn. Slökkvilið i Grindavik fór til móts við bátana, en það kom fyrir ekki, þvi að Sölvi logaði stafna á milli og yfirbyggingin var brunnin, er slökkviliðið kom á vettvang, og sökk hann skömmu siðar. gébé Rvik —Ég er ekki kominn I karlagrobbið enn, sagði Valbjörn Þorláksson, þegar hann var spurður, hvort hann hefði töiu á þeim erlendu mótum, sem hann hefur tekið þátt i. Eins og kunnugt er, hefur Valbjörn um langt ára- bil verið einn af fremstutugþraut- armönnum okkar, en hann er nú rúmlega fertugur að aldri og i fullu fjöri enn, sem sést bezt á þvi, að nú nýlega var hann valinn i islenzka iandsliðið f tugþraut, en undankeppni Evrópubikarkeppn- innar fer fram i Barcelona á Spáni dagana 19.—20. júli nk. Val- björn átti lengi tsiandsmetið I tugþraut <7354 stig), en i fyrra skaut Stefán Hallgrimsson hon- um ref fyrir rass (7589). Valbjörn sagði i viðtali við Tim- ann i gær, að hann hefði byrjað að stunda frjálsar iþróttir 1952—’53, en áður hafði hann leikið knatt- spyrnu með KR. Árið 1954 fór hann með KR á sitt fyrsta erlenda Iþróttamót, sem var i Noregi, Annars sagðist hann ómögulega geta komið tölu á öll þau mót, sem hann hefði tekið þátt i er- lendis, en frá 1954 hefði hann farið til keppni erlendis einu sinni til tvisvar á ári. Þá hefur Valbjörn tekið þátt i þrem ólympiuleikjum. Innan- landsmótin sem hann hefur tekið þátt I eru næstum óteljandi, svo að ekki sé minnzt á öll Islands- metin, sem hann hefur sett, en á þeim hefur hann enga tölu. Eitt met Valbjörns stendur enn. Það er met i stangarstökki (4,50 m). Nýlega tók Valbjörn þátt i Reykjavikurmótinu i frjálsum Iþróttum og sigraði þar i tveim greinum, grindahlaupi og stang- arstökki. Valbjörn kvaðst vera orðinn vanur þvi að vera elztur kepp- enda á Iþróttamótum og ekki kippa sér upp við það lengur. Framhald á 15. siðu. Vélstjórar samþykktu H.V. Reykjavik. Á miðvikudagskvöld var haldinn félagsfundur hjá vél- stjórum á farskipum, þar sem fram voru lagðir til afgreiðslu samningar þeir, sem gerðir voru milli vélstjóra óg útgerðarfélaga farskipa fyrir sið- ustu helgi. Fundurinn samþykkti samningana, sem gilda til næstu áramóta og eru I meginatriðum byggðir á þeirri stefnu i launamálum, sem mótuð var með gerð ASt-samninganna 13. júni siðastliðinn. Nokkrir annmarkar reyndust á þvi að fylgja þeirri stefnu ASl, að sam- ið skyldi um ákveðna krónutölu, I stað prósentu, þar sem launakerfi vél- stjóra er nokkuð flókið og flokkaskipting margþætt. Valda þvi samning- ar þessir nokkurri röskun á skiptingu launaflokka og varð vart nokkurr- ar óánægju meðal vélstjóra með þá. 180 laxar á einum morgni Ertu svo heppinn að eiga nr. 8835? I GÆR var dregið i 7. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 9,450 vinningar að fjárhæð niutiu milljónir króna. Hæsti vinningurinn, niu milljón króna vinningar, kom á númer 8835. Skiptust þessir vinningar á milli eftirtalinna umboða: Aðal- umboðsins, Tjarnargötu 4, Akur- eyrar, Bildudals og Dalvikur. 500,000 krónur komu á númer 4026. Voru allir miðarnir af þessu númeri seldir hjá Frimanni Fri- mannssyni i Hafnarhúsinu. 200,000 krónur komu á númer 21145. Aðalumboðið i Tjarnargötu 4 seldi trompmiðann og F og G af þessu númeri. Raufarhöfn seldi E-miðann og Akranes seldi H- miðann. 50,000 krónur: 740 — 1677 — 1946 — 5437 — 5560 — 8834 — 8836 — 8976 — 11104 — 12046 — 16249 — 17402 — 18116 — 19761 — 20349 — 21842 — 21913 — 21984 — 22731 — 27589 — 28113 — 29427 — 39672 — 40022 — 41604 — 44222 — 44584 — 50291 — 50294 — 50848 — 51578 — 52954 — 54219 — 55252 — 57677 — 58665 — 59927. Birt án ábyrgðar. gébé Rvvik — Laxagöngur hafa aimennt byrjað mjög snemma i vor og virðist þvi ailt benda til þess að laxveiðin verði mjög góð i sumar. 1 laxeidistöðinni i Kollafirði hafa nú þegar gengið tæpiega tólf hundruð laxar, en á sama tima i fyrra aðeins 205. — Þetta segir þó ekki alla sögu, sagði Einar Hannesson hjá Veiðimálastofnun, því göngu- timi laxins getur verið mjög misjafn frá ári til árs. 1 gær- morgun þegar starfsmenn lax- eldistöðvarinnar komu að kist- unni, en laxarnir ganga beint i hana, þegar þeir koma úr sjón- um, þá var þar krökt af laxi og töldu þeir hvorki meira né minna en 180 laxa upp Ur henni. Þeir hafa haft nóg að gera i stöðinni þessa viku, þvi t.d. á mánudaginn var fengu þeir rúmlega 200 laxa og heldur minna hina dagana. Flestir laxanna sem geneu i kistuna i fyrrinótt voru eins og tveggja ára, um 4—7 pund. Þó komu nokkrir stórir, þar á með- al tvær hrygnur, 12 og 13 punda. Hrygnur, sem ná 63 cm lengd og hængir, sem ná 68, eru notuð til undaneldis, en minni löxunum er slátrað og þeir seldir á al- mennan markað. Andvirði þeirra er notað til almenns reksturs laxeldistöðvarinnar. Margir laxanna voru merktir, og hver einasti þeirra var vigt- aður og lengdin mæld, voru töl- urnar siðan skráðar niður. As.l. ári innleiddi bandarisk- ur sérfræðingur, sem hér vinnur á vegum SÞ, Pete Bergman, nýja merkingaraðferð, sem áð- ur hefur verið sagt frá hér i blaðinu, en sérstökum segul- merkjum er skotið i trjónu lax- anna og er siðan hægt að lesa úr þeim ættartölu laxanna ef svo má segja.Bergman er nú stadd- ur hér á landi til að fylgjast með endurheimtu laxanna og leið- mm V \ \ Siguröur Þorsteinsson verkstjóri setur laxinn á vigtina, og mælir einnig lengd hans. Aðstoðarmaður hans, Elias Guðmundsson skráir kynferði, lengd, þyngd og hvernig laxinn er merktur. beina Islendingunum um að- ferðina við að ná og lesa merk- in. Það er Árni Isaksson fiski- fræðingur hjá Veiðimálastofn- uninni, sem hefur umsjón með merkingunum, ásamt nokkrum aðstoðarmönnum. Þeir hafa haft nóg að gera þessa dagana, t.d. I gærmorgun komu 30—40 laxar sem merktir voru með segulmerkjunum. Hægt er að sjá á löxunum, að þeir eru merktir, þvi veiðiugginn hefur verið klipptur af þeim og eru laxveiðimenn eindregið beðnir að láta Veiðimálastofnunina vita ef þeir veiða lax þannig merktan. — Hægt er bókstaflega að rekja ættartölu laxins, þegar lesið er úr merkingunum og fylgjast með þroskaferli hans. — Td. hefur lax náðst nú, sem var sleppt i fyrra og var þá að- eins 12—15 sm langur. — Eftir ársdvöl i sjó er hann orðinn 4—7 punda þungur og 55—60 sm langur, sagði Sigurður Þor- steinsson verkstjóri i laxeldi- stöðinni. Endurheimtur hafa verið mjög góðar, og gaf Sigurð- ur Timanum dæmi: Sama hrygnan hefur komið fjórum sinnum i Kollafjörð og hefur verið notuð til undaneldis. — Hún kom i fjórða skiptið i' fyrra, sagði Sigurður, svo við getum alveg eins búizt við, aðhún komi aftur I ár! Þetta er þó m jög sjaldgæft, en Einar Hannesson sagði, að um 50% af laxastofninum kæmi aft- ur, um 10% i annað sinn og svo enn færri oftar. Tilreksturs eldistöðvarinnar i Kollafirði veitir rikið 4,2 milljónir á ári og hefur það ver- ið sama upphæðin nú i nokkur ár, þótt kostnaður allur hafi stórhækkað. Þá eru laxar seldir frá stöðinni á almennan mark- að, og mikið er selt af seiðum til að sleppa i ár viðsvegar um landið. Eftirspurn eftir seiðum i vor var meiri en framboðið, sagði Einar Hannesson. Þá er þess að geta að lokum, að um sextiu þúsund gönguseið- um var sleppt i Kollafirði i fyrra og er það eina ástæðan fyrir þessari miklu laxagengd, sem verið hefur undanfarið. Þá er lika stærstur sjávarstraumur 11.—12. júli, og hefur það einna mest áhrif á göngu laxins. Hrygnan reyndist vera tólf pund og 82 sm á lengd, enda var hún sett til undaneldis. Sigurður mældi og vigtaði 180 laxa I gær morgun. Þetta er hluti laxanna, sem gengu I gærmorgun, en flestir voru þeir ársgamlir, og var sleppt I fyrra, þá voru þeir aðeins 12—15 sm á lengd en voru eftir ársdvöi i sjó, 55—60. Timamyndir: G.E. Elias þurfti að reyna kraftana þegar hann háfaði laxana upp úr kistunni og setti þá I kerið, þar sem deyfandi meðal svæfði þá, svo unnt yrði að handfjatla þá og mæla. Allt er fertugum fært: „Ekki enn kominn í karlagrobbið"

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.