Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 11. júll 1975. O0Oj karlar" í kvikmyndum Oft er þaö, þegar leikstjórar velja leikara i hlutverk, að ef leikaranum hefur tekizt vel að túlka ákveðna manngerð, þá velur leikstjórinn hann aftur og aftur i svipuð hlutverk, og siðan er það nokkurs konar ,,ein- stefnuakstur” i hlutverkavalinu og leikarinn situr siðan i föstum farvegi, og á mjög erfitt með að komast úr honum. Sumir gera gott úr þessu og eru allan sinn leikferil að leika sömu persón- una, eins og til dæmis Roy Rog- ers. John Wayne eigum við erfitt með að hugsa okkur á hvita tjaldinu ööru visi en með byssu, i hendi og oftast með kúrekahatt, leikandi einhvern harðjaxlinn. Nýjasta mynd hans heitir McQ, og ku vera ofsalega spennandi. Hér birtum við mynd af honum og auðvitað er hann að skjóta á einhvern óþokkann! í gamla daga var Edward G. Robinson frægur fyrir að leika vel ýmsa heldur illa þokkaða karla i kvikmynd- um, svo sem afbrýðisamann eiginmann, eigmgjarnan og harðlyndan föður, sem stiaði ungu elskendunum i sundur og fleiri álika karla, og ekki er góð- legur svipurinn á honum hérna á myndinni. Hann er dáinn fyrir nokkrum árum. Paul Newmann hefur leikið mörg hörkutólin, en hefur samt aldrei festst i þeim hlutverkum algjörlega, þvi að hann er mjög fjölhæfur leikari. Allir sem sáu hina frægu kvik- mynd „The Sting” muna áreið- anlega eftir honum þar en sú mynd er ein af þeim, sem hafa gefið mest i aðra hönd, þvi að hún hefur farið sigurför um all- an heim. Lee Marvin (hinn dimmraddaði) hefur helzt orðið frægur fyrir að leika „vonda menn” i kvikmyndum, og gerir það með þeim tilþrifum, að þær eru alltaf vel sóttar. Hér sýnist hann á myndinni vera i vigahug. Marlon Brandovarð einna fyrst frægur fyrir að leika i mikilli óeirðamynd, sem gerðist meðal hafnarverkamanna i New York. Hann hefur leikið marga kalda karla siðan, og sést hér i mynd- inni „The Godfather”, sem hann fékk Oscarsverðlaunin fyrir i fyrra (það var reyndar i annað sinn sem hann fékk Oscar). Hann hefur samt leikið margs konar hlutverk önnur, svo sem er hann lék i kvikmynd- inni Siðasti tangó i Paris. t þeirri mynd var hann ekki nærri eins ellilegur og i Guðföðurnum, en þar er hann með úttroðnar kinnar og málaðar djúpar hrukkur i andlit hans. Charles Bronson hefur nýlega áunnið sér mikla frægð, einkum i myndinni „D^ath Wish”. Marg- ir muna eftir Sean Connery i hlutverki 007 i James Bond- kvikmyndunum, • t.d. From Russia With Love og Diamonds Are Forever. Charles Laughton var frægur skapgerðarleikari á sinni tið, og lék bæði lögbrjóta og lögfræðinga og dómara. Viö sjáum hann á þessari mynd á gægjum fyrir horn, alveg gler- finan i kvöldklæðnaði, en þess vegna gæti hann þó alveg eins veriðað leika einhvern lögbrjót- inn eins og leynilögreglumann! DENNI DÆAAALAUSI „Hvernig veit maður hvað klukk- an er, Denni?” „Ég held þú eigir að stinga hausnum hérna inn og garga.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.