Tíminn - 11.07.1975, Side 5

Tíminn - 11.07.1975, Side 5
Föstudagur 11. júli 1975. TÍMINN 5 Síung hreyfing 1 dag hefst á Akranesi 15. landsmót UMFÍ. Er búizt viö miklu fjölmenni á mótiö, eins og jafnan, þegar UMFt heldur landsmót sin. Félagsmönnum innán UMFt hefur farið ört fjölgandi á siöustu árum og er tala þeirra nú um 17 þúsund. Bendir þaö til þess, aö ung- mennafélagshrey fingin hafi haldið vöku sinni og sé siung i anda, þrátt fyrir stórkostlegt breytingatimabil frá stofnun hennar. Stuðningur við áhugamanna- starfið Hafsteinn Þorvaldsson, for- maður UMFÍ, ritaði nýlega at- hyglisverða grein i Skinfaxa, timarit UMFÍ, þar sem hann ræöir um starfseriii áhuga- mannafélaga. Hann segir m.a.: ,,Um árabil hefur menn greint talsvert á um það með hverj- um hætti væri bezt borgið framkvæmd al- mennrar æsku- lýðsstarfsemi hér á landi, og þá fyrst og fremst hver af- skipti opinberra aðila ættu að vera varðandi framkvæmd æskulýðsstarfseminnar. Flestir hafa þó talið rétt að taka þá stefnu að styrkja frjálsa æsku- lýðsstarfsemi, þar sem hún hef- ur verið til staðar. En til eru þó staðir hérlendis, þar sem opin- berir aðilar, þ.e. bæjar- og sveitarfélög, hafa beinlinis tekið að sér rekstur æskulýðsstarf- seminnar, að sjálfsögðu með ærnum tilkostnaðiog misgóðum árangri, I stað þess að hvetja á- hugamannafélögin til dáða með auknum stuðningi eða leita or- sakanna fyrir félagslegri deyfð þeirra og reyna þá að bæta stöðu þeirra með einhverjum hætti. Forráðamenn bæjar- og sveit- arfélaga, svo og rikisins eru I vaxandi mæli að gera sér ljóst, að til þess að nýta sem bezt það takmarkaða fjármagn sem þjóðin getur varið til þessarar starfsemi, ber að taka upp þá stefnu að styrkja áhugamanna- starfið til muna og meira en gert hefur verið.” Ekki séríslenzkt rrirbæri Enn fremur segir Hafsteinn i grein sinni: „Hér er ekki um séríslenzkt fyrirbæri að ræða, þetta er rikj- andistefna nú meðal nágranna- fyi þjóða okkar á Norðurlöndum og i Evrópu. Undirritaður leyfir sér i þvi sambandi að vitna til tveggja ráðstefna sem hann sat erlendis á þessu vori, þar sem þessi stefna var rækilega kynnt: Ráðstefnu iþróttaleiðtoga i Strassburg, þar sem lögð var fram athyglisverð stefnumótun ráðherrafundar Evrópuráðsins sem haldin var i Brussel 20. til 21. marz s.l. og Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri sat fyrir islands hönd. Hin ráð- stefnan var i Osló, þar sem saman komu fulltrúar æsku- lýðsráða Norðurlandanna og æskulýðsfulltrúar. Ég leyfi uiér að vona, að stefnuyfirlýsingu þessari verði framfylgt hér á landi, og skiptir þar auðvitað höfuðmáli jákvæð og skilningsrik afstaða núver- andi menntamálaráðherra til þessara mála. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve erfið fjárhagsstaða hinna frjálsu æskulýðshreyf- inga á islandi er og hversu gífurlegt afl mætti leysa úr læð- ingi t.d. innan ungmennafélags- hreyfingarinnar með auknum fjárstuðningi við samtökin, sem hafa innan sinna vébanda 17.000 félagsmenn i 196 félögum i öll- um sýslum landsins. i engu skal þó vanmetin sá stuðningur, sem félögin hafa nú, bæði er varðar aðstöðu ýmis konar og þeinar fjárveitingar.” —a.þ. Nýkomið - Nýkomið Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Vinsam- legast vitjið pantana gerðum Höfum fengið nýja sendingu af hinum vinsælu norsku LEÐUR- STÓLUM WESTNOVA, NORSK HÚSGÖGN í SÉRFLOKKI Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild SPERW+IVEW HOLLAIND Baggafæribönd og fyrir rafmótor NEW HOLLAND baggafæribönd má koma fyrir hvort sem er í nýjum eða gömlum hlöðum. Vegna einfaldrar byggingar færi- bandanna eru þau létt og lipur i meðförum. Lengd færibandanna er eftir þörfum hvers og eins og má lengja þau um 2 og/eða 3 metra í senn. Hafið samband við sölumann. Til afgreiðslu nú þegar Nónari upplýsingar hjá sölumanni Gbbust LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Vinnustofa Ósvaldar Knudsens opnuð al menningi í mánuð — þa r verða sýndar kvikmyndirnar Eldur í Heimaey og Þjóðhátíð á Þingvöllum Vilhjálmur Knudsen kvik- myndagerðarmaður hefur ákveð- ið að opna vinnustofu föður sins, Ösvalds heitins Knudsen, al- menningi um því sem næst mán- aðartima. Sýndar verða kvik- myndirnar: „Eldur i Heimaey” og „Þjóðhátið á Þingvöllum”. Þeir feðgar unnu saman að báðum þessum kvikmyndum. „Eldur i Heimaey” var fullgerð á siðastliðnu hausti og þá sýnd við mikla aðsókn á Kjarvalsstöðum. Hún hefur siðan verið sýnd viða um heim. A kvikmyndahátið i Trentó á ítaliu I mai siðastliðnum hlaut hún gullverðlaun. Texta kvikmyndarinnar samdi dr. Sigurður Þórarinsson, tónlist Magnús Bl. Jóhannsson, tónupp- töku annaðist Lynn Costello Knudsen og tónsetningu Sigfús Guðmundsson. Aðrir kvikmynda- tökumenn en þeir feðgar voru Guðjón Ólafsson, Heiðar Mar- teinsson, Sigurgeir Jónasson og Sigurður Kr. Arnason. Kvik- myndin er 30 minútna löng og i litum. Kvikmyndin „Þjóðhátið á Þingvöllum” fjallar um hátiðar- höldin á Þingvöllum 28. júli 1974. Frágangi hennar var að verulegu leyti lokið er Ósvaldur féll frá 13. marz siðastliðinn. Kvikmyndin verður nú sýnd i fyrsta sinn. Tónlist við myndina samdi Magnús Bl. Jóhannsson, tónupp- töku annaðist Dennis D. Jóhann- Auglýsið r i Tímanum im | esson og þulur er Óskar Halldórs- son. Kvikmyndin er 33 minútna löng og i litum. Myndirnar verða sýndar á hverju kvöldi kl. 9 i kvikmynda- vinnustofu Ósvalds, Hellusundi 6a, Reykjavik. Miðapantanir eftir klukkan 4 i sima 13230. Verð að- göngumiða er kr. 200 fyrir full- orðna og kr. 100 fyrir börn. Sýn- ingin tekur röska klukkustund. Sýningar hefjast miðvikudag- inn 9. júli 1975. Snör hand- tök stúlk- unnar komu í veg fyrir stórtjón H.V. Reykjavik. Starfsstúlku I eldhúsi kaffistofunnar að Lauga- vegi 22 I Reykjavik, tókst með snarræði sinu og réttum við- brögðum að koma I veg fyrir mik- ið tjón þegar kviknaði i feitipotti i eldhúsinu. Stúlkan breiddi þegar eldvarnateppi yfir pottinn og úðaði með duftslökkvi- tæki umhverfis hann, og tókst þannig að hefta útbreiðslu elds- ins, þar til slökkviliðið kom á staðinn og réð niðurlögum hans. Að sögn slökkviliðsmanna eru aðstæður i eldhúsinu þannig, að eldurinn hefði getað breiðzt mjög hratt út og skemmdir þá orðið miklar. Svo fór þó ekki, vegna snar- ræðis stúlkunnar, sem varð til þess, að skemmdir urðu mjög litl- ar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.