Tíminn - 11.07.1975, Síða 6

Tíminn - 11.07.1975, Síða 6
6 TÍMINN Föstudagur 11. júli 1975. með - ungu fólki í GÖMLU grænmáluðu timburhúsi vestur á Grandavegi búa leikarahjónin Kjartan Ragnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir, sem bæði eru öllum íslendingum að góðu kunn fyrir margra ára leikstarf. Kjartan Ragnarsson er viðmæl- andi þáttarins i dag, en hann er einn af at- hyglisverðari ungu leikurunum á Islandi og hefur leikið i mörg ár við góðan orðstír hjá Leikfélagi Reykjavik- ur. Einbeiting og agi Kjartan Ragnarsson er 29 ára gamall, en þegar hann var sautján ára hóf hann nám i leik- list hjá leiklistarskóla Leik- félags Reykjavikur. ,,Já, allt frá þvi ég var smákrakki dreymdi mig um að gerast leik- ari”, sagði Kjartan og brosti. ,,Ég man, að ég sagði eitt sinn við mömmu, að það yrði voða- legtþegarégyrði stór, þviaðég ætlaði annað hvort að verða leikari eða hljóðfæraleikari, — og það væru margir ofdrykkju- menn i báðum stéttum”. Kjartan brosti aftur. — Reyndin var þó önnur, hvað siðustu setninguna áhrær- ir, hélt hann áfram, — þvi það er mikill agi i leikhúsinu. í islenzk- um jeikhúsum er agi og einbeit- ing mjög mikilsvirt atriði, enda er mikilvægt að þau atriði séu virt, þvi að það gefur auga leið, að það þarf geysilegan aga til að skapa gott leikverk. Einbeiting- in er ekki siður veigamikið at- riði, — við köllum það lika innlifun, — og einbeitingin er kannski hvað mest „sjarmer- andi” við leikhúslifið, leikarinn verður að vera heill i þvi, sem hann er að fást við, til aö ná góð- um árangri. Nakin geta og vangeta — Þú lærðir lika eitthvað úti, ekki satt? — Jú, ég var i eitt ár i Pól- landi hjá mikilsvirtum pólskum leikhúsmanni, sem hefur sett fram margar og merkilegar kenningar um leikhúsið, — þótt þær séu ekki einhlitar. Hans hugmyndir snerust mikið um notkun likamans og eins þróun tæknileikarans, — og þessar hugmyndir hans hafa sett mik- inn svip á leikhúsin, þótt þaö sé ekki hægt að segja að þær séu ráðandi. Þessi pólski leikhús- maður, Jerzy Grototzki, sagði eitthvað á þá leið, að leikhúsið hefði það fram yfir kvikmynd- irnar, að leikarinn væri sjálfur á sviðinu fyrir framan áhorfend- urna, og þvi væri vangeta hans eða geta nakin fyrir framan þá. Áhorfendurnir upplifðu allt með leikaranum á staðnum. Áhorfendur og leikar- ar liföu allt saman. Kvikmynd- irnar hefðu það hins vegar fram yfir leikhúsin að geta notfært sér betur tæknibrellur. — Nútima leikhús hefur ekki not af tæknibrellum lengur, sagði Kjartan, þvi fólk fær nóg af þeim i kvikmyndunum. Hér fyrr á árum sóttu leikhúsin mik- ið i alls konar tæknibrellur og sköpuðu oft veröld, sem áhorfendur áttu erfitt með aö skilja, hvernig væri búin til. Þaö eru nánast engin tök á þvi i Hljóðfæri leikarans er ekki eins auðvelt viðfangs, eins og t.d. götin á flautunni ellegar nótnaborðið ó píanóinu Hljóðfæri leikarans er nefnilega hann sjólfur nútímaleikhúsi að fást við slika hluti i dag, — þar sem tækni- brellur eru það þekkt fyrirbæri i kvikmyndaheiminum. KR-framleiðsla Kjartan Ragnarsson hefur allt frá þvi hann byrjaði fyrst að leika, unnið hjá Leikfélagi Reykjavikur, utan hvað hann hefur nokkrum sinnum leikið með Grimu. Ég minnist á það, hvað leikarar virðast laðast að gömlum timburhúsum, meira en aðrar stéttir, og við rifjum upp okkur til gamans allan þann fjölda islenzkra leikara sem hefur valið sér gömul timburhús sem heimili. „Þessi gömlu hús hafa eitthvað að gefa,” sagði Kjartan. „Og þetta hús t.d. á sina sögu. Hér bjó lengi, allt frá árinu 1916 gamall maður faðir Óla B. og Guðbjörns i KR. Þetta hús er þvi KR-fram- leiösla”, sagði Kjartan og hló. Góður kvöldskóli — Já, við vorum að tala um leikskóla L.R. áðan. Það var að mörgu leyti ófullkominn skóli, þar sem hann var einvörðungu kvöldskóli. En eftir á að hyggja, þá var hann að mörgu leyti mjög merkilegur og það var gaman að stunda nám i' þeim skóla. Og þegar ég lit til baka, þá get ég ekki hjá þvi komizt að telja þennan kvöldskóla góðan skóla, þvi það eru nánast vand- ræði hjá leikhúsunum, hvað margir leikarar eru jafnir að getu og þeir eru velflestir af þessari kynslóð sem lærðu i leikskólanum. Það er næstum þvi vandamál hjá leikfélaginu að veita öllum þessum góðu leikurum nægilegan leikþroska og skapa þeim lifsskilyrði. Kjartan sagði, að það hefði veriö eftirsjá að skólanum, en hann hafði verið lagður niður, bæði vegna offjölgunar i leik- arastétt, og eins til að ýta á eftir stofnun rikisleiklistarskóla. Hljóðfæri leikarans — Það er mikið nám sem leikari þarf að stunda, til undir- búnings starfi sinu. Hins vegar eru dálitið mismunandi skoðan- ir uppi meðal leikhúsfólks, hvernig eigi að standa að leikaranámi, — og er það von- um skiljanlegt, þar sem hljóð- færi leikarans er ekki eins auð- velt viðfangs, eins og t.d. götin á flautunni eilegar nótnaborðið á með ungu fólki neyddir til að vera samvinnu- fúsir og samhuga i verki, — þótt i þeim efnum megi margt betur fara, eins og i svo mörgu öðru. Og ég tel, að allir leikarar hafi hugmynd um það, hvernig sam- vinnan gæti verið betri. — Annars finnst mér það dálitið skritið, sagði Kjartan að segja hvað mér finnst um leik- list. Leikarar verða sifellt að vera leitandi og það er þvi nán- ast ógjömingur fyrir þá að segja til um, hvernig hlutirnir eiga að vera. Efi og endurmat er alltaf nauðsynlegt hverjum leikara. Varnarkækir — Þegar þú leikur hlutverk, sem þér er mjög að skapi og fellur kannski dálitið vel við þina eigin.persónu, — áttu þá ekki stundum erfitt með að vera bara Kjartan Ragnarsson, þeg- ar þú gengur út úr leikhúsinu að aflokinni sýningu? — Nei, ég rugla aldrei hlut- verkum minum og sjálfum mér saman. Nei! Hins vegar er þessi hætta miklu frekar fyrir hendi ef leikarinn gerir einhverjar vitleysur — er til dæmis með kæki, sem ekki eiga við. Það getur verið erfitt að losna við þá. En, — þegar leikaranum tekst að skila hlutverki sinu heilsteyptu er þessi hætta ekki fyrir hendi. Þegar ég er óörugg- ur hættir mér til að sleikja var- irnar og jafnvel að strjúka höndunum niður með siðunum, — þetta eru varnarkækir og það getur verið erfitt að losna við þá. öðra máli gegnir um kæki, sem maður býr til handa persónunni i samráði við leik- stjórann, — þeir bjóða ekki þessari hættu heim, þvi að þeir eru þá hluti af samræmdri upp- byggðri heild og falla inn i myndina. Að lifa i nú-inu Að lokum spyrjum við Kjartan Ragnarsson þeirrar sigildu spurningar, hvort það sé nokkurt eitt hlutverk sem hon- um er minnisstæðast: — Það var spurning i ein- hverju blaði sem var beint til listafólks um það, hvað þeim væri eftirminnilegast. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld svaraði þeirri spurningu eitt- hvaö á þá leið, að honum væri ekkert minnisstæðast sem hann hefði gert og ekkert það, sem hann ætlaði að gera. Það sem væri honum minnisstæðast væri það, sem hann væri að gera. Ég svara þessari spurningu þinni á sama veg, þvi það er að minum dómi um að gera að lifa i nú-inu, vera leitandi og með efa, — þó má leikari aldrei fara með efann inn á sviðið. Hann verður að hafa komizt að niðurstöðu áður. — Gsal. RÆTT VIÐ KJARTAN RAGNARSSON, LEIKARA HJÁ L.R. pianóinu. Hljóðfæri leikarans er nefnilega hann sjálfur. Það hafa þvi verið uppi mismunandi kenningar meðal leikhúsfólks á öllum timum, um það, hvernig bezteigi að aga hljóðfæri leikar- ans. Kjartan sagði, að það væri ekki mjög auðvelt að byggja upp kerfi i leikhúsnámi, eins og t.d. væri hægt að gera i tónlistarnámi. Það mætti lita á það sem vandamál að erfitt væri að byggja upp kerfi i leik- húsnámi en það má lika lita á það sem kost. „Það er aðeins i einni grein tónlistar, sem þetta „vandamál” kemur fyrir, og þar á ég við sönginn”, sagði Kjartan. „Hjá söngvurum er oftast viðkvæm leit að réttu leiöinni”. — Þú fæst sjálfur eitthvað við hljóðfæraleik og söng.... — Ég gutla aðeins, sagði Kjartan og kimdi. — Það getur verið mjög gagnlegt fyrir leikara að hafa einhverja innsýn i slikt. Leiklistin er að meira og minna leyti sambland af mörg- um listgreinum, s.s. tónlist, myndlist, dans o.fl. Það getur þvi verið notadrjúgt að hafa nasasjón af fleiri listgreinum en leiklistinni einni. Reglulegur i sinni ó- reglu — Svo við snúum okkur að öðru. Nú er vinnutimi leikara ákaflega óreglulegur, — er þvi ekki erfitt fyrir leikara að finna sér tómstundir sem falla að hans vinnutíma? — Jú, það er rétt, að vinnu- timi leikara er óreglulegur, en hann er samt mjög reglulegur i sinni óreglu. Leikstarfið er mjög krefjandi og tekur mann alla þá 10 mánuði ársins, sem leikhúsineru starfandi, —og þvi er ágætt að hverfa alveg frá þeim þessa tvo mánuði ársins. Ég hef leitað eftir þvi að finna tómstundir sem eru andstæður við leiklistina. Á veturna fer ég t.d. oft á skiði og ég virkilega nýt þess að vera uppi á fjöllum og anda að mér fersku lofti. Þá höfum við hjónin einnig reynt að ferðast, eftir þvi sem við höfum haft tök á. 1 sumar ætlum við þó ekki að ferðast heldur vera heima hjá okkur og virkilega að lifa 1 „rólegheitum”. Leikarar mega nefnilega gæta sin á þvi að verða ekki stressinu að bráð. Félagslynd list — Það er eitt, sem mér þykir vert að komi fram i sambandi við leiklistina. Hún er i eðli sinu félagslynd. Leikara tekst vel upp, þegar hann vinnur vel með hinum leikurunum á leiksvið- inu. Útkoman er þvi alltaf sam- vinna. Já, þetta er eins og i knattspyrnunni. Leikarinn má „sóla” svolitið, en samleikurinn er þó alltaf aðalatriðið. Þá er leikstarfið gefandi, — og vinnan krefst þess að fólkið nálgist hvort annaði' vinnunni. Af kynn- um minum við aðrar vinnandi stéttir, þykja mérleikarar vera samhent fólk. Leikarar eru

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.