Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. júli 1975. TÍMINN Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á manuoi. Blabaprenth.f. Hollur er heimafenginn baggi íslenzkri bændastétt er stundum legið á hálsi fyrir að framleiða dýrar matvörur, og þvi er haldið fram af sumum, að bezt sé að hætta allri bú- vöruframleiðslu á íslandi, þvi að landið sé ekkert landbúnaðarland vegna sinnar norðlægu legu. Auðvelt sé að fá búvörur keyptar frá öðrum lönd- um, og þá gjarnan vitnað til þess, að hagkvæmt væri að láta danska bændur um að framleiða mjólk, kjöt og garðávexti handa íslendingum. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Um þessar mundir verða Danir að sækja sínar neyzlu- kartöflur suður fyrir Alpafjöll, og hið sama gildir um önnur lönd á norðlægum slóðum. Ástæðan er sú, að frostkuldar i maibyrjun um alla Norður- og Mið-Evrópu ollu þvi, að nýjar kartöflur verða þremur vikum seinna á boðstólum að þessu sinni en venjulegt er. í mjög fróðlegu erindi, sem Árni Jónasson, erindreki Stéttarsambands bænda, flutti i útvarpi nýlega, sagði hann m.a.: „Kartöfluuppskera hér á landi varð óvenju góð sumarið 1974, svo uggur var i framleiðendum um að ekki mundi takast að selja alla uppskeruna; Þetta fór þó á annan veg, þvi að i júnilok voru allar birgðir frá fyrra ári seldar. Má þvi telja, að kartöfluuppskeran 1974 hafi verið við hæfi og fullnægt þörfum þjóðarinnar i 10-11 mán- uði, og er þá gert ráð fyrir að ný uppskera komi á markað i ágústmánuði. Lengra verður ekki kom- izt, þvi að ekki virðist mögulegt að geyma uppskeru fyrra árs lengra fram á sumar. Smásöluverð á þessum isl. kartöflum var i júni kr. 45.60 á kg.pakkað i 5 kg poka. Ef við þetta er svo bætt niðurgreiðslu rikissjóðs, sem var kr. 18.82 á kg og geymslugjaldi, sem var kr. 2.10, þá hefði smásöluverð á óniðurgreiddum innlendum kart- öflum verið kr. 66.52 i júni. Nú hafa verið fluttar inn nýjar erlendar kartöfl- ur, og er smásöluverð þeirra hvert kg i 5 kg pokum kr. 74.60. Hefði nú kartöfluuppskeran frá árinu 1974 enzt 2 til 4 vikum skemur hefði orðið að kaupa til landsins kartöflur, sem voru um það bil helm- ingi dýrari en þær, sem nú eru á boðstólum. Nægir i þvi sambandi að minna á, að fyrir hálfum mánuði var smásöluverð á pökkuðum kartöflum i Dan- mörku rúmar 5 kr. danskar, eða um 150 kr. isl. hvert kg. Þessum kjörum hefðu neytendur orðið að sæta að þessu sinni, ef innlendar kartöflur hefðu ekki enzt eins og raun varð á, ef þá hefði tekizt að fá nokkrar kartöflur keyptar inn i landið i júnimán- uði, vegna mikillar eftirspurnar i norðanverðri Evrópu. Sagan ætti að kenna okkur, að uppskerubrestur getur orðið næstum hvar sem er á jörðinni og stór- felld hungursneyð verður oftar á suðlægum slóð- um en norðlægum. Þurrkar, fellibyljir og ofsalegt regn veldur meiri skaða á uppskeru jarðargróða en kuldar norðursins. Spyrja mætti, hvar hefur sú þjóð dafnað, sem ekki hefur verið nokkurn veginn sjálfbjarga með matvælaframleiðslu til eigin þarfa, og hvar er þá þjóð að finna nú i dag, sem vill eiga það fjöregg sitt, sem er framleiðsía á mat til daglegs viður- væris,i höndum annarra þjóða? Sú litla kartöflusaga, sem hér hefur verið sögð, ætti að geta orðið umhugsunarefni þvi fólki, sem enn heldur óbrjálaðri skynsemi sinni og hugsun i landbúnaðarmálum. Við hina þýðir ekkert að tala. Miinnumst þvi enn hins fornkveðna, að hollur er heimafenginn baggi." —a.þ. Alan Riding, The Financial Times: Forsetaefni í Mexikó verður valið í haust Enn er á huldu, hver verour þar næsti „einræðisherra í sex ár" MATTUR rikisstjórnar Luis Echeverria forseta Mexikó dvinar nú óðum, enda aðeins tæpir þrir mánuðir þar til eftir- maður forsetans verður til- nefndur. Stjórnmálamenn, skrifstofumenn og viðskipta- jöfrar keppast við að sýna hylli þeim 6 ráðherrum, sem keppa um kosningu sem næsti „einræðisherra i sex ár". Echeverria forseti einbeitir sér að þvi að ganga frá þvi, semhann hefir tekið sér fyrir hendur, og leiða i höfn at- hafnasemi sina i utanrfkis- málum með þvi að bjóða heim og taka á móti mörgum valda- miklum gestum. Athygli ráð- herranna i rikisstjórninni beinist hins vegar öll að fram- tiðinni. Og þegar á allt er litið er forsetinn eini maðurinn i opinberri þjónustu, sem ekki getur bætt aðstöðu sina við til- komu næstu rikisstjórnar. ALLT er þetta hefðbundið og sjálfsagt. 1 landinu er eins- flokks-kerfi, sem nú hefir við- gengizt i nálega hálfa öld, einkum vegna þess, að stjórnarskráin leggur blátt bann við endurkjöri forseta. Ástandið er hins vegar ákaf- lega spennandi og afar mikið i húfi, þar sem þúsundir opin- berra starfsmanna geta átt á hættu versnandi aðstöðu og jafnvel brottvikningu ef þeim tekst ekki að fylkja sér um þann, sem ofaná verður. Bylt- ingarflokkurinn blifur með öðrum orðum en þegnarnir steypa stömpum. Sérhver ráð- herranna sex, sem um for- setatignina keppa, veit, að hann og fylgismenn hans geta hæglega lent úti i kuldanum næstu sex ár ef illa tekst til. Baráttan um forsetatignina er nú með nokkuð öðrum hætti en oft áður. Echeverria forseti hefir aukið frelsi blaðanna mikið siðan hann tók við emb- ætti árið 1970. Hann hefir reynt að nema burt nokkuð af hinni hefðbundnu leynd, sem hvilt hefir yfir vali forseta til þessa. Hann hefir leyft opin- bera kynningu helztu keppi- nautanna og brýnt þá til að lýsa afstöðu sinni til mikil- vægustu mála. Hann hefir einnig skipað forustu Bylt- ingarflokksins að undirbúa stjórnaráætlun næsta kjör- timabil og á hún að verða stefnuskrá hins valda fram- bjóðanda i kosningunum i júli 1976. Raunar virðast þessar breytingar litið annað en þunn lýðræðisgylling, þar sem meginspurningunni, hver velji frambjóðanda Byltingar- flokksins og hvernig hann sé valinn, er enn ósvarað. Satt er að visu, að bent hefir verið á sex ráðherra sem „liklega" frambjóðendur. Áður hefðu nöfn þeirra einnig verið kunn, en ekki birt opinberlega. Hin- um „liklegu" frambjóðendum hefur einnig verið sagt að lýsa skoðunum sinum á hinum mikilvægustu málum, en þeir hafa keppzt um að taka undir skoðanir forsetans af ótta við að spilla möguleikum sinum að öðrum kosti. Að lokum ber að taka fram, að hinn valdi frambjóðandi mun ekki telja sig skuldbundinn til að fylgja fram hinni undirbúnu stefnu- skrá flokksins þegar til kast- anna kemur, fremur en Echeverria núverandi forseti, sem hefir i mörgu látið kenn- ingar flokksins lönd og leið. ENN er þvi allt i óvissu. Val Echeverria og Waldheim koma á kvennaráðstefnuna. frambjóðanda er þó nálega eina umræðuefni átjórnmála- áhugamanna, hvar sem þeir hittast. oe hver og einn hefir sinar eigin skóðanir og getur haft eftir „beztu heimildum", hvert valið verði og hvernig það fari fram. Einn segir jafn- vægisleitina knýja kerfið til þess að velja ihaldssaman forseta á eftir Echverria. Annar segir eftirmanninn val- inn af „byltingarfjölskyld- unni", þ.e. fyrrverandi forset- um, fjölskyldum þeirra og samherjum i efnahagsmálum. Bandarikjamenn eru sagðir knúnir til að taka vel hvaða frambjóðanda sem er. Sumir segja fráfarandi foresta geta valið hvern sem hann vilji, o.s.frv. Vissulega hefir Echeverria siðasta orðið um valið. Erfitt er þó að meta áhrif sterkustu hópanna i stjórnmálum og efnahagsmálum landsins, eða að gera sér þess ljósa grein, að hve miklu leyti hin liflega inn- byrðis barátta er skollaleikur einn til lýðræðisskreytingar. Philipp Agee fyrrverandi starfsm. CIA gaf á sinni tið út bók, sem heitir Innan félagsins. Þar fullyrðir hann, að Echeverria, sem þá var innanrikisráðherra i stjórn Gustavo Diaz Ordaz, hafi sagt yfirmanni CIA á staðnum, að hann yrði næsti forseti, tveim- ur árum áður en valið var til- kynnt. Eðlilegt er þvi að spurt sé, hvort búið sé að velja for- setaefnið, og stjórnmálabar- áttan, sem nú geysar, sé til þess eins háð að vinna bug á öðrum, sem telji sig koma til greina? SENNILEGA gæti enginn svarað þessu nema forsetinn einn. En hann ýtir ýmist undir liklega frambjóðendur eða let- ur þá. Efalitið er tilgangur hans sá einn að valda ruglingi og óvissu tii bess að halda óskert- um völdum eins lengi og fram- ast er kostur. Af sjálfu leiðir, að Echeverria yrði aðeins for- seti að nafninu til, ef vissa væri fyrir þvi, hvert næsta for- setaefni yrði. Þrir menn virðast einna helzt koma til álita. Mario Moya Palencia'var álitinn langliklegastur fyrir tveimur árum, fyrst og f remst af þvi að hann var innanrikisráðherra, en fjórir af fimm siðustu for- setum i Mexikó gegndu þvi embætti áður en þeir urðu for- setar. Echeverria forseti hefir svo að undanförnu ýtt undir aðra hugsanlega frambjóð- endur og Moya er nú aðeins talinn einn af nokkrum likleg- um. Moya er 43 ára, talinn mikill ihaldsmaður og i uppáhaldi hjá einkarekstrar- mönnum, sem setja traust sitt á tengsl hans við hinn volduga og auðuga stuðningsmanna- hóp Miguels Alemán fyrrver- andi forseta. ANNAR liklegur frambjóðandi er einnig vel bekktur meðal almennings i landinu oj þykir að honum sópa. Það er Porfirio Munoz Ledo verkamálaráðherra, sem einnig er 43 ára gamall. Hann er I allmiklu áliti sem vinstrisinnaður menntamaður og talinn gáfaðasti ráðherrann i nuverandi rikisstjórn. Munóz Ledo er höfundur „skrár um efnahagsréttindi og skyldur rikja", en hún hefir verið undirstaða þeirrar utan- rikisstefnu, sem Echecerria hefir fylgt, og einkum var beint að þriðja heiminum. Horfur á vali Munoz þykja hafa aukizt nokkuð við þá yfir- lýsingu Echeverria, að eftir- maður sinn eigi að vera „jafn- vel enn meiri byltingar- maðiir". Kaupmenn og iðju- höldar eru eindregið andsnún- ir vali Murioz Ledo, og hann hefir ekki hlotið stuðning verkalýðsleiðtoga landsins, en þeir eru yfirleitt mjög ihalds- samir. Ef svo færi, að Moya og Muhoz yrðu að þoka, þar sem annar væri talinn of hægri- sinnaður en hinn of vinstri- sinnaður, kynni Byltingar- flokkurinn að velja Hugo Cervantes del Rio. Hann er fyrst og fremst skrifstofu- valdsmaður, 47 ára gamall, og hefir reynzt afar snjall i að enduróma skoðanir Echeverria forseta i öllum meiriháttar málum. Megin- styrkur hans sem frambjóð- anda felst i þvi, að enginn hef- ir ákveðna afstöðu með honum eða móti, þar sem stjórnmála- hneigð hans sjálfs er gersam- lega óþekkt. BARATTA stuðningsmanna þessara ráðherra gengur sinn gang, en viða vakir óttabland- inn grunur um, að Echeverria forseti kunni að hafa allar venjulegar leikreglur að engu oe tilnefna frambjóðanda. sem engum hafi komið I hug. Þessi grunur hefir valdið þvi. að margir hafa velt vöngum um liklega eftirmenn utan þess hóps, sem helzt hefur þótt koma til greina. Ekki ber þó svo að skilja, að öll óvissa sé úr sögunni þegar búið er að tilnefna frambjóð- andann, sem verður gert skömmu eftir að Echverrio flytur fimmtu stefnuræðu sina 1. september i haust. Bylt- ingarflokkurinn hefir að visu haldið áfram og mun halda áfram, en um hitt er gersam- lega ómögulegt að spá, hver stjórnmálahegðun frambjóðanda - flokksins verður, þegar hann er búinn að taka við embætti forseta 1. desember 1976. Echeverria var til dæmis ihaldssamur ráðherra en friálslyndur forseti. Yrði hið sama uppi á teningnum með Moya, eða gerðist Munoz ihaldssamari til þess að treysta kerfið? Mexikómenn hafa þann sið að fela sitt rétta andlitmeðþvi að nota grimur. Forsetinn einn hefir efni á þvi að taka grimuna frá andlitinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.