Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 11. júli 1975. TÍMINN 11 HUmsjón: Sigmundur ó. Steinarsson Eru skotskór Valsmanna geymdir á Hlíðarenda ? — áttu ógrynni fækifæra skora nema einu sinni, í leiknum gegn Keflavik í gærkvöldi, en fókst ekki að og Keflvikingar fóru heim meb bæði stigin SJALFSAGT á ekkert 1. deildar liöanna eins mikið úrval góðra framlinumanna og Valsliðið. En sá gaili er á gjöf Njarðar — og það er stór galli — að þeir eiga erfitt með að skora mörk. Alla vega gekk það afar illa I gærkvöldi, þegar Valsmenn léku gegn Kefl- vikingum á Laugardalsvellinum. Hvað eftir annað skall hurð nærri hælum við Keflavikur-markið. En aðeins sinu sinni tókst þeim að nýta dauðafæri — þau hafa ef- laust verið tiu taisins — en þetta eina mark nægði skammt, þvi að Keflvikingar, sem börðust eins og ljón i leiknum, skoruðu tvivegis og i bæði skiptin var Steinar Jó- hannsson á ferð. Sem sé, 2:1 sigur Keflavikur. Fyrri hálfleikur var heldur lé- leg kvöldskemmtun. Eina mark hálfleiksins skoraði Steinar fyrir Keflavik á 39. minútu. Jón ólafur gaf knöttinn úr þröngri stöðu á Steinar, sem var i enn þrengri stöðu, við markteigshorn vinstra megin. Og Steinar — fæddur markaskorari — fann leiðina i markið fram hjá Sigurði Haralds- syni. í þessum hálfleik áttu Vals- menn nokkur hættuleg tækifæri, m.a. skallaði Ingi Björn af tveggja metra færi beint i fang Þorsteins ólafssonar. Og Berg- sveinn Alfonsson — sem lék sinn 250. leik — brenndi af fyrir opnu marki. Steinar Jóhannsson, skoraði bæfti mörk Keflvikinga SiBari hálfleikur var mun betur leikinn af báðum liðum. Vals- menn gerðu margar tilraunir til að jafnametin —Ingi Björn skall- aði i þverslá og Bergsveinn átti hörkuskot, sem hafnaði i varnar- manni — en það var ekki fyrr en á 25. minútu, að Guðmundur Þor- björnsson'jafnaðifyrir Val. Knött- urinn hrökk til hans af Þorsteini Ólafssyni eftir þunga pressu á markið, og hann afgreiddi hann i netið. Aðeins 5 minútum siðar skor- uðu Keflvikingar sigurmark sitt úr vitaspyrnu. Gróf varnarmistök Valsmanna leiddu til þess, að Steinar fékk knöttinn á frium sjó og einlék að marki. Eina ráð Sigurðar imarkinu var að hindra hann ólöglega. Eysteinn Guðmundsson dómari benti umsvifalaust á vitapunktinn. Og Steinar skoraði sjálfur úr vita- spyrnunni. Keflvikingar eiga hrós skilið fyrir þann dugnað, sembeirsýndu i leiknum. En vissalega er Bleik brugðið. Keflavik er ekki sama stórveldið og áður. Grétar Magnússon og Karl Hermannsson voru aðal vinnuþjarkarnir á miðjunni og stóðu sig vel. I framlinunni voru Steinar og Jón Ólafur virkastir. Lánið lék ekki við Valsmenn i þessum leik. Engu er likara en skotskórnirhafi verið skildir eftir á Hliðarenda. í liðinu eru nokkrir ungirpiltar, sem eflausteiga eftir að klæðast landsliðspeysum áður en langt um liður, þeir láta nokk- ur mörk fljóta með af og til, Dómari i leiknum var Eysteinn Guðmundsson og var röggsamur. STAÐAN 1. deildarkeppnin i knattspyrnu er nú þessi: Akranes ........7 4 2 1 16:7 10 Fram ....... 7 5 0 2 8:3 10 Keflavik........8 3 2 3 7:8 8 Valur........ 8 2 3 3 9:9 7 KR .............7 2 2 3 4:5 6 Vikingur........7 2 2 3 3:5 6 FH..............7 2 2 3 6:14 6 Vestm.ey .......7 13 3 7:7 5 Bikar- úrslit AF bikarúrslitum i fyrrakvöld kom mest á óvart sigur Hauka I Hafnarfirði gegn Þrótti.Rvik, 3:1, eftir framlengingu. 011 mörk Hauka skoraði Loftur Eyjólfsson. Haukar — Þróttir R 3:1 Reynir, A —Völsungur 3:1 Þór —KA 2:1 HVI —Bolungarvik 1:0 Þróttur N — Huginn 2:1 Leiknir — Valur,F 4:1 rOKUM EKKI :UTANVEGA1 LANDVERND Landsmót UAAFÍ hefst í dag: 20-30 þúsund manns inu á Akranesi? á landsmót- Það var gott hljóð i Ingólfi Steindórssyni, framkvæmda- stjóra 15. landsmóts UMFl, þegar við ræddum við hann á Akranesi I gærkvöldi, en mótið hefst I dag. Sagði Ingólfur, að undirbúningur hefði gengið vel og fyrstu keppnisfólkið væri þegar mætt á mótsstað. Alls eru skráðir kepp- endur um 1100 talsins, en að sögn Ingólfs, er búizt viö þvl, að milli 20 og 30 þúsund manns komi til Akraness um helgina I sambandi við mótið. Ekki er óliklegt, að svo margir sæki mótið, verði veðurguðirnir jafnhagstæðir og þeir voru fyrir 10 árum, þegar UMFI hélt lands- mót sitt að Laugarvatni. Alla vega voru starfsmennirnir I gær bjartsýnir og báöu um, aö fólk yrði minnt á að taka sólaroliu með sér. Af hálfu Akraneskaupstaðar hefur verið gert mikið til þess að skapa sem bezta keppnisaðstöðu. Framkvæmdum viö nýja Iþrótta- húsið hefur verið hraðað og verður keppt i þvi I fyrsta skipti um helgina, þó að byggingunni sé ekki fulllokið. Þá hafa verið gerðar lagfæringar á aðstöðu frjálsiþróttafólks, og mun su að- staða vera i góðu lagi. Að sjálfsögóu er húsrými á Akranesi takmarkað. Keppendur og gPStir mótsins munu búa I tjaláborg, sem byrjað var að reisa I gærkvöldi. ÞjónustumiB- stöð verður i Gagnfræ&askóla Akraness og þar verður einnig mötuneyti. Sem fyrr segir, hefst mótið I dag. Hefst það með keppni I körfuknattleik. Siðan tekur hver greinin við af annarri, glima, frjálsiþróttir, knattspyrna, hand- knattleikur og skák, en um kvöld- ið verBur haldinn dansleikur. Engin byggðastefna í knattspyrnunni! Valur náði samkomulagi við Celtic um að leika fyrri leikinn í Laugardal. — Keflvikingar verða að færa sinn leik aftur fyrir EINS OG fram hefur komið i fréttum, mun Valur leika gegn Celtic i Evrópukeppni bikar- hafa. Þar sem Celtic drógst á undan, átti skozka liðið rétt á heimaleik fyrst. En nií hafa tekizt samningar milli Vals og Celtic um það, að fyrri leikur dalsvellinum 17. september Utd. i UEFA-keppninni aftur Eru Valsmenn að sjálfsögðu fyrir leik Vals og Celtic, og kampakátir með þetta sam- leika sennilega 18. eða 19. komulag, þar sem það gefur september á Laugardalsvell- þeim aukna tekjumöguleika. inum. Þetta stafar af þvi, að Hins vegar eru Keflvfkingar Kcykjavikurfélögin hafa for- ekki eins kátir, þvi að þetta gang að Laugardalsvellinum. þýðir það, að þeir verða að M.ö.o. það rlkir engin byggða- liðanna faro fram á Láugar- færa leik sinn gegn Dundee stefna I knattspyrnumálum! Garðar óskarsson form. Umf. Skipaskaga. Ingólfur Steindórsson framkvæmdastjóri og Sigurður Guðmundsson formaður landsmóts- nefndar fyrir framan sjómannsstyttuna á Akranesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.