Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 11. júll 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 67 niðurf rá. Hann komst að hellisopinu, en þá riðaði hann svo af svima, að hann varð að setjast niður. Hann varð að láta hér f yrir berast. Um aðra kosti var ekki að ræða. Hann varð að hafa hér töluverða viðdvöl. Að minnsta kosti um stundarsakir. Fyrsta riffilskotið bergmélaði neðan úr dalnum ein- hvers staðar hægra megin við hann. Rétt á eftir fylgdu þrjú skottil viðbótar. Hann var þó ekki skotmark þeirra. Það var lengra á milli þeirra en svo, að slíkt væri mögu- legt. Auk þess var of dimmt. Aftur heyrðust þrír skot- hvellir og því næst veikt sírenuhljóð. Hver skrattinn... Hvað var að gerast? AAatur. Það eina sem þú þarft að hafa áhyggjur af er aðaflaþérmatar. Hann vissi líkahvar hann átti að leita. Hann hafði séð stóra uglu hefja sig til flugs úr tré einu svolítið neðar, þegar hann kom út úr námunni í fyrsta sinn. Uglan flaug í stórum sveig, en sveif til baka eftir fáeinar mínútur. Hann hafði séð þetta endurtaka sig tvisvar sinnum í rökkrinu. Fuglinn var nú horfinn. Rambo beið þess, að hann kæmi aftur úr hringferð sinni. Á hægri hönd heyrðist frekari skothríð. Hvað var að gerast? Hann stóð skjálfandi og beið í óvissu. Það var þó huggun, að þótt hann skyti ugluna myndi skot hans renna saman við skothríðina neðan úr dalnum. Það myndi ekki koma upp um dvalarstað hans. Að vísu var alltaf erf itt að miða að kvöldlagi, en gamli maðurinn með bruggstöð- ina hafði málað sjálflýsandi málningu á riffilmiðið. Þess vegna var aðstaða hans ekki sem verst. Hann beið lengi. Þegar svitinn á andliti hans og kuldaskjálftinn frá hryggnum voruaðverða honum ofviða heyrði hann loks- ins vængjaslátt, og sá dökka skuggamyndina setjast á eina trjágreinina. Á einu andartaki brá hann rifflinum upp að öxl sér og rhiðaði á svarta blettinn á skrokk ugl- unnar. En hann skalf svo ákaflega, að hann varð að herða alla vöðva til að hafa einhverja stjórn á hreyf ing- um sínum. CA-RACK. Bakslagið frá byssunni var svo mikið, að rif f ilskeptið slóst í rif in á honum. Rambo riðaði af sárs- aukanum og studdi sig ósjálfrátt við námuinnganginn. Hann hélt sig hafa skotið framhjá, og óttaðist að uglan f lygi burt og kæmi ekki aftur, þegar hann sá hana hreyfa sig ofurlítið. En þá féll hún tignarlega ur trénu rakst á trjágrein, en hrapaði svo niður og hvarf í myrkrið. Hann heyrði hana skella á þurrtog fallið lauf ið. Hann f lýtti sér niður brattann í átt að trénu. Ekki þorði hann að hafa augun af þeim stað, sem hann hélt að f uglinn hefði fallið á. Þó missti hann sjónar af staðnum og fann hvergi ugl- una. Eftir langa leit rakst hann loks á hana fyrir tilviljun. Loksins komst hann aftur að bálinu í námunni. Hann féll örmagna niður og rak höfuðið í trjágreinarnar, sem hann notaði sem dýnu. Hann skalf ákaflega. Þó hann reyndi að leiða hjá sér sársaukann og einbeita sér að lok- uðum ránf uglsklónum á uglunni og slétta úfnar f jaðrirn- ar. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að likast til væri þetta gömul ugla, og honum féll vel við skorpna ásýnd hennar. En hann skalf svo ákaf lega, að hann réð ekki við hendur sínar, og gat því ekki slétt úf nar f jaðrirnar nógu vel. Enn skildi hann ekki hvers vegna öll þessi skothríð dundi úti. Fjórðikafli Sjúkrabilinn þaut vælandi fram hjá talstöðvarbílnum og stef ndi í átt til bæjarins. Þrír f lutningabílar skröltu í kjölfar sjúkrabílsins. Þeir voru þéttskipaðir óbreyttum borgurum. Sumir þeirra kvörtuðu hástöfum og æptu hálfvegisað þjóðvarðliðsmönnunum meðfram veginum. Fast á eftir flutningabílunum fóru svo tveir ríkislög- reglubílar, sem fylgdust með þeim, sem á undan fóru. Teasle stóð við veginn, og Ijósgeislarnir flæddu framhjá honum út í myrkrið. Hann hristi höf uðið og gekk hægt í átt að talstöðvarbílnum. — Hefur ekkert heyrzt um hversu margir urðu fyrir skotsárum? sagði hann við talstöðvarmanninn aftur í bílnum. Um talstöðvarmanninn lék geislabaugur frá perunni, sem dinglaði innar í bílnum. — Ég var því miður að fá fréttir, rétt í þessu, sagði hann lágri og rólegri rödd. Einn af þeim og einn af okkar mönnum. Óbreytti borg- arinn fékk skot í hnésbótina, en okkar liðsmaður fékk kúluna í höfuðið. — Guð hjálpi okkur. Teasle lokaði augunum andartak. — Sjúkraliðarnir halda að tvísýnt sé hvort hann kemst lifandi á sjúkrahúsið. — Tvísýnt, hugsaði Teasle með sér. Miðað við hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig hér undanfarna þrjá daga, þá eru hverfandi líkur á því, að hann lif i þetta af. Það er öruggt, að hann lifir þetta ekki af. Þekki ég hann? Nei annars, það er bezt að þú segir mér það ekki. Þeir eru orðnir nógu margir dauðu mennirnir, sem ég þekkti. Það er vonandi búið að saf na þessum fylliröftum saman, svo þeir skjöti' 'ekkiá fléiri. Voru þetta sþeir síðustu á flutningabílunum? HVELL Meistaraverk mitt, /Ög svo eigum viö\( Það er aögefa \ bara Troju-búum það? A svona. 'Þvi ertu i fýlu v Haddi? 1 1 u V 'Ég féll á bruna-æfingui yskólanum i dag. £> K^ý ^ ...««.. Qx>s*k£ J ¦»- í i *J^-£y\*7D ^Qj^SÖ.'C^ —\--------------- 1 Föstudagur 11. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Geir Christensen les söguna „Höddu" eftir Rachel Field (17). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað vio bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Fflharmoniusveitin i Ósló leikur „Karnival i Paris", hljómsveitarverk eftir Johan Svendsen / Luigi Ossoinak og kammersveit Filharmoniusveitarinnar I Stokkhdlmi leikur Litinn konsert fyrir bassafiölu og hljómsveit op. 45 nr. 11 eftir Lars-Erik Larsson / Danska útvarpshljómsveitin leikur Sinfóniu nr. 2 op. 16 eftir Carl Nielsen. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur Hfs og moldar" eftir Guð- mund L. Friðfinnsson Höfundur les (12). 15.00 Miðdegistónleikar Ron- ald Smith leikur Pianóverk eftir Chopin. Jascha Silber- stein og Suisse Romande hljtímsveitin leika Sellókon- sert i e-moll op. 24 eftir David Popper. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 „Sýslað i baslinu" eftir Jón frá PálmholtiHöfundur les (3). 18.00 „Mig hendir aldrei neiit" stuttur umferðarþáttur i umsjá Kára Jónassonar. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis- og byggingar- mál Ólafur Jensson ræðir aftur við Reyni Vilhjálms- son garðarkitekt. 20.00 Frá títvarpinu I Berlln Filharmoniusveit Berlinar leikur Sinfóniu nr. 2 i B-dúr eftir Schubert, Karl Böhm stjórnar. 20.30 „Venus hátt I vestri skin" Umsjón: Vilborg Sigurðardóttir, Elisabet Gunnarsdóttir, Þuriður Magnúsdóttir og Guðrún Friðgeirsdóttir. 21.00 „Ljóð án orða" op. 19 og 30 eftir Mendelssohn Daniel A.dni leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Móðir- in" eftir Maxim Gorki Sigurður SkUlason leikari les (21). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir íþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar Tönlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Hreint té&land fagurt land LANDVERND Tímínner peningar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.