Tíminn - 11.07.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 11.07.1975, Qupperneq 13
Föstudagur 11. júli 1975. TÍMINN 13 Afgreiðslufólk er ef til vill ekki alveg svona elskulegt, en allt að bví OPIÐ TIL KL.10 I KVOLD Fréttaritarar dagblaðanna á Egilsstöðum, Timans, Morgunblaðsins, Þjóðviljans og Visis, þeir Jón Kristjáns- son, Steinþór Eiriksson, Sveinn Árnason og Bjarni Arthúrsson rita isameiningu i bréi, sem þeir hafa sett á fyrirsögnina Fjáraustur og óreiba — eða hvað? þar sem þeir krefjast svara af hálfu Rafmagnsveitna rikisins um ýmis framkvæmdaatriði við Lagarfoss og rannsóknir á Fljótsdalsheiði: „Hér á Héraði hafa miklar umræður átt sér stað undan- farið manna á meðal um fjárreiður Rafmagnsveitna rikisins, einkum þó þeirra framkvæmdaaðila á vegum þeirra, sem starfa við Lag- arfoss og rannsóknir á Fljótsdalsheiði. Umræður þessar eru orðnar svo al- mennar, að við teljum á- stæðu til þess að krefjast svara forstjóra og stjórnar Rafmagnsveitnanna við þeim atriðum, sem mest eru umtöluð, og skora á sömu aðila að gera grein fyrir þessum framkvæmdum opinberlega til þess að al- menningur fái að vita hvort hér er um sögusagnir eða sannleik að ræða og hver beri I rauninni ábyrgð á framkvæmd þessara mála. Það brennur á mönnum að fá svör, meðal annars við þessum atriðum. Hvaða launasamningar kveða svo á, að menn fái 28 tima greidda á sólarhring, miðað við 14 tfma vinnu og ber nauðsyn til að ráða upp á slik kjör? Það mun vera staðreynd að sllkir launa- samningar viðgangast við rannsóknir á Fljótsdalsheiði. Hvernig er launakjörum al- mennt háttað við rannsóknir og virkjunarframkvæmdir? Hver stjórnar þeim fram- kvæmdum að flytja hús og aðstöðu inn á Fljótsdalsheiöi I vorleysingum og ófærð, þegar fyrirfram er vitað að lltið sem ekkert er hægt að vinna að rannsóknum þarna af sömu ástæðu? Hver var aödragandinn að þessum framkvæmdum? Hvernig er kostnaöi við mötuneyti háttað? Hafa verkstjórar frjálsar hendur um innkaup til þeirra? Hér er spurt vegna þess að við mötuneyti á báðum þeim stöðum, sem hér um ræöir, er haldið uppi veitingum eins og I dýrustu veizlum, og mestur hluti innkaupanna gerður I smásölu. Þessi dæmi eru aðeins Iltill hluti af þeim orðrómi, sem á lofti er um óstjórn við þessar framkvæmdir, dæmi sem við vitum að eiga við rök aö styðjast. Það er þvl mjög árfðandi aö fá úrsögn um það frá yfir- stjórn rafmagnsveitnanna, hvort þetta sé með þeirra vitund og vilja, eða hvort vilji sé fyrir þvl að taka þessa hluti til endurskoðun- ar. Það fé, sem þjóðin leggur til þessara framkvæmda veröur að nýtast sem bezt, og það er vítavert að sóa al- mannafé I svo rikum mæli sem þarna litur út fyrir, og óskiljanlegt að opinberir að- ilar skuli ganga á undan með sliku fordæmi á sama tlma sem predikað er um sparnað og rætt um mikinn fjárskort Rafmagnsveitnanna. Almenningur á heimtingu á þvl, að gerð sé grein fyrir þessum málum, ekki aðeins hinn almenni skattborgari hér á Héraði, heldur lands- menn allir, þvi fé það, sem hér um ræöir, er sameign allra landsmanna og fram- kvæmdirnar I rauninni I allra þágu.” A þingi landssambandsins, þingfulltrúar við störf Þingritarar voru Pállna Snorradóttir (t.v.) og sln. Hildur Jónsdóttir. 17. þing Sjdlfsbjargar: Rúmlega tvö þúsund félagar í sambandinu Frá ráðstefnunni I Finnlandi. Frá vinstri: Sigurður Ragnar Pétursson, Þór Vilhjálmsson, Gaukur Jörundsson, Björn Bjarman og Knútur Hallsson. Þingað um norræn höfundarréttarmdl í Finnlandi: Flestir fylgjandi hinum einstaklingsbundna höfundarrétti gébé Rvik — Nýlega var haldið að Hafralækjarskóla I Aðaldal I S-Þing. 17. þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Til þings voru mættir 55 fulltrúar frá 12 Sjálfsbjargarfélögum af 13, auk 3ja áheyrnarfuiltrúa. Innan landssambandsins eru nú þrettán félög með um 1245 félaga og um 850 styrktarfélaga, en starfsemi samtakanna hefur vaxið mjög á undanförnum árum. Eftir kosningu starfsmanna þingsins og þegar kjörbréfanefnd hafði yfirfarið kjörbréf, var yngsta félagið, Sjálfsþjörg, félag fatlaðra á Austfjörðum, sam- þykkt sem aöili að landssam- bandinu. Gestur þingsins var frú Guðrún Helgadóttir deildarstjóri i upp- lýsinga- og félagsmáladeild Tryggingastofnunar rikisins og flutti hún yfirgrpsmikið erindi um tryggingamál, en það var aðal- mál þingsins. Ræddi Guðrún aðallega um þau ákvæði I lögun- um, sem mest varða fatlað fólk, eða reglur um örorkumat, ör- orkulifeyri, styrki, tekjutrygg- ingu og fleiri atriði. Þá svaraöi Guðrún fjölmörgum spurningum þingfulltrúa um tryggingamál. Miklar umræður urðu um skýrslu stjórnar og framkvæma- stjóra, en þar var meðal annars skýrt frá stofnun Sjálfsbjargar I Neskaupstaö, en stofnfélagar voru 23 auk nokkurra styrktarfé- laga. Þá kom i ljós, að úthlutaö hefur verið 22 gjaldfrium simum til mikið fatlaðra, tekjulitilla ein- staklinga, viðs vegar um landið. Um eitt hundrað P-merkjum manna, en þau veita þeim undan- þágu frá reglum um stöðu bif- reiða. Þá hafa 112 öryrkjar fengið sundkort, en Borgarráð Reykja- vikur samþykkti 1974 að veita ör- yrkjum ókeypis aðgang að sund- stöðum borgarinnar. Framhald af 15. siðu. NÝLEGA var haldið fjölmennt þing um höfundarréttarmál I hinu nýja, glæsilega menningarsetri Finna og Svla. Hanaholmen við Helsinki. Frumkvæði að þessu þinghaldi áttu höfundarréttarfé- lögin í Sviþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku, en um framkvæmd og undirbúning sá hið finnska fé- lag. tslenzku höfundarréttarnefnd- inni hafði verið boðið til þingsins, en hana skipa dr, juris Gaukur Jörundsson prófessor, prófessor Þór Vilhjálmsson, Knútur Halls- son skrifstofustjóri, Sigurður Reynir Pétursson hrl. og Björn Bjarman lögfræðingur, en nefnd þessi er menntamálaráðherra til ráðgjafar um höfundarréttarmál skv. hinum nýju höfundalögum frá 1972. Þing þetta var að mörgu leyti gagnlegt og áhugavert og umræð- ur á stundum fjörugar, þar sem skoðanir manna féllu ekki ávallt i sama farveg. Einkum átti þetta við siðasta daginn, er rætt var um grundvallarrök höfundarréttar- ins og hlutverk hans og þýðingu i nútimaþjóðfélagi. Einn af framsögumönnum þennan siðasta dag var Sigurður Reynir Pétursson hrl., sem gerði grein fyrir þeim miklu breyting- um, sem á hefðu orðið i höfundar- réttarmálum Islendinga, m.a. með samþykkt höfundalaganna frá 1972, og i þvi sambandi gat hann um ýmsar nýjungar i þeirri löggjöf, sem að hans dómi veitti islenzkum höfundum meiri rétt- arvernd en almennt gerist á Norðurlöndum, og vöktu þær mikla athygli ráðstefnugesta. Þá er þess að geta, að prófessor Þór Vilhjálmsson stýrði fundi einmitt þennan siðasta dag þings- ins, og að auki tók Björn Bjarman þátt i umræðum og skýrði fyrir þingheimi réttarstöðu islenzkra rithöfunda og þær breytingar, sem hefðu orðið á þeirra högum með stofnun eins státtarfélags á sl. vori. Þess vegna má segja, að islenzku fulltrúarnir á þinginu hafi fengið gott tækifæri til að koma skoðunum sinum á fram- færi, og var ekki annaö að heyra á þingfulltrúum, en hlustað hafi verið með athygli á málflutning þeirra. Það skal tekið fram, að við um- ræðurnar i lok þingsins, sem vissulega voru i heitara lagi, voru þeir þingfulltrúar i meirihluta sem fylgdu þeirri stefnu að við- halda og hafa i heiðri hinn ein- staklingsbundna höfundarrétt. Auk fjölmenns hóps fulltrúa frá öllum Norðurlöndum, sóttu þingið fjöldi erlendra gesta, þ.á.m. frá Bandarikjunum og Sovétrikjun- um, svo og sendimenn frá hinum ýmsu alþjóðastofnunum, sem fara með höfundaréttarmál. Fyrsta daginn var rætt um alþjóðlegan höfundarrétt, og i þeim umræðum vakti ræða sovézka fulltrúans, E.P. Gavri- lovs, athygli manna, þar sem rakin var hin nýja löggjöf þeirra Sovétmanna um höfundarrétt, þar sem horfið virðist frá al- mannarétti á þessu sviði en tekin upp einstaklingsbundinn höf- undarréttur að vissu marki. Framhald af 15. siðu. Eftir hvaða samningi eru mönnum greiddir 28 tímar á sólarhring fyrir 14 tíma vinnu?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.