Tíminn - 11.07.1975, Síða 16

Tíminn - 11.07.1975, Síða 16
 Föstudagur 11. júli 1975. Nútíma búskapur þarfnast BAUER haugsugu Guóbjörn Guöjónsson fyrir góöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS í næstu viku — nánar tiltekiO þann 15. júll nk. — hefst sameiginleg geimferO Banda- rikjamanna og Sovétmanna — sú fyrsta I röOinni. Fyrst veröur Soyuz-geimfari skotið á loft, en nokkrum stundum slöar ApoIIo-geimfari. Förunum er svo ætlað aö fara á spor- baug umhverfis jöröu og hugmyndin er, aö þau verði slöan tengd saman. Á myndinni sjást geimförin aö tengingu lokinni, en efst til vinstri er áhöfn Soyuzar — þeir Alexei Leonov og Valeri Kubasov —og neöst til hægri áhöfn Apollos — þeir Thomas P. Stafford, Vance D. Brand og Donald K. Slyton. Evrópuför Kissingers utanríkisrdðherra Bandaríkjanna: Árangursrik byrjun Fréttaskýrendur álita, að mjög á góma i viðræðum þeirra öryggismálastefna Evrópu beri gromykos og Kissingers. r Deilur Egypta og Isrelsmanna: ER BRÁÐABIRGÐA- SAMKOMULAG í VÆNDUM? „Sjakalinn" leikur enn lausum hala NTB/zReuter-Paris/London. Leit stendur nú yfir I mörgum löndum að hryöjuverkamann- inum Ilich Ramirez — sem einnig gengur undir nöfnunum „Carlos” og „Sjakalinn”. Ramirez er sagður hafa myrt tvo starfsmenn frönsku leyni- þjónustunnar, svo og Lfbana nokkurn, er á að hafa gefið leyniþjónustunni mikilvægar upplýsingar. Leitin tók á sig nýja mynd i gær, þegar þremur starfs- mönnum kúbanska sendiráðs- ins i Frakklandi var visað úr landi. Talsmaður franska inn- anrikisráðuneytisins sagði, að þremenningarnir hefðu starfað iþágu kúbönsku leyni- þjónustunnar (DGI) og væru viðriðnir samtök þar, er Ramirez tilheyrði. Tals- maðurinn bætti við, að einum starfsmanni kúbanska sendi- ráðsins i Bretlandi hefði verið visað úr landi á sömu forsend- um. Brezka lögreglan dreifði i gær ljósmyndum af Ramirez og öðrum Suður-Amerikubúa, sem báðir eru sagðir tilheyra alþjóðlegum hryðjuverka- samtökum. Ramirez sást i London á sunnudagskvöld, en siðan hefur ekkert til hans spurzt. Kissinger og Genscher: Sam- mála, að því er varðar afstööu til deilna Egypta og tsraelsmanna. NTB/Reuter-Paris/Genf. Ekki er annað hægt að segja en för Henry Kissingers, utanrikisráðherra Bandarikjanna, hafi fariö vel af stað — og lofi góðu. í Paris ræddi Kissinger við Valery Giscard d’Estaing Frakk- landsforseta um sameiginlega orkumálaráðstefnu oliuneyzlu — og oliuframleiðslurikja. Að við- ræðunum loknum lýsti Kissinger ánægju sinni með árangur þeirra. Og talsmaður Frakklandsforseta tók i sama streng: — Nú ætti allt að ganga eins og i' sögu. (Störf ráðstefnunnar hafa sem kunnugt er gengið stirðlega og litill sem enginn árangur náðst á henni.). Frá Paris hélt Kissinger til Genf, þar sem hann hóf þegar viðræður við Andrei Gromyko, utanrikisráðherra Sovétrikjanna. Við komuna til Genf i gær sagði Gromyko að þeir Kissinger þyrftu — eins og venjulega — margt að ræða. Athyglisvert var, að sovézki utanrikisráðherrann minntist i þvi sambandi sérstak- lega á málefni Evrópu, auk mála, er snertu samskipti Bandarikj- anna og Sovétrikjanna, og al- þjóðamála, er hæst bæri. Reuter-Bonn. Yitzhank Rabin, forsætisráöherra tsraels hefur án árangurs reynt að fá vest- ur-þýzka ráðamenn til aö fallast á sjónarmiö israelsmanna I deilum þeirra við Egypta. Vestur-þýzka stjórnin styöur eindregiö þá stefnu Bandarlkjastjórnar aö knýja ísraelsstjórn til að láta undan slga, svo aö bráöabirgöa- samkomulag um yfirráö á Sinai-skaga náist sem fyrst. Fréttaskýrendur segja, að Rabin hafi átt von á betri viðtök- Reuter-Kairó. Vonir glæddust I gær um, að nýtt bráðabirgðasam- komulag um friö milli Egypta og tsraelsmanna væri I þann veginn að nást. Þessu ollu einkum ummæli, er Anwar Sadat Egyptalandsforseti viðhafði i blaðaviðtali fyrir skömmu.Til þessa»hefur Egypta- landsstjórn krafizt þess, að Israelsmenn hörfuðu algerlega frá fjallaskörðunum tveim i Sinaiskaga, Mitla og Giddi. í viö- talinu sagði Sadat hins vegar, að Egyptar gætu sætt sig við, að um við sjónarmiðum tsraels- manna, en hann hafi fljótlega rekiösig á vegg. t gærmorgun átti forsætisráðherrann t.d. tveggja stunda langan fund með Hans-Dieter Genscher utanrikis- ráðherra. A þeim fundi bað Rabin Genscher að sýna meiri biðlund, en fékk þau svör, að Israelsmenn ættu að gripa tækifærið, meðan það gæfist. Henry Kissinger er væntanleg- ur til Bonn á morgun, og er þá ætlunin, að þeir Rabin ræðist við. israelskar hersveitir tækju sér stöðu austast í fjallaskörðunum og Bandarfkjamenn kæmu upp og starfræktu viðvörunárkerfi i skörðunum sjálfum. Fréttaskýr- endur álita, að þessi hugmynd Sadats falli nokkurn veginn saman við síðustu tillögur tsraelsstjómar. Bráðabirgðasamkomulag er þvi — a.m.k. að þvi er virðist — skammt undan. Samstarfsmenn Henry Kissingers hafa og stað- fest, að afstaða beggja deiluaðila hafi mjög breytzt til batnaðar á siöasta mánuði. Ljóst er, að bandariski utanrikis- ráðherrann leggur fast að Isra- elsstjórn að taka á sig aukna á- hættu gegn þvi að ná friðarsamn- ingum við Egypta. Rabin er fyrsti forsætisráö- herra tsraels, er heimsækir Vest- ur-Þýzkaland. Honum hefur alls staðar veriö tekið mjög vel, t.d. klappaði mikill mannfjöldi hon- um lof i lófa við ráðhúsið i Bonn, er hann sótti borgarstjórnina heim siðdegis I gær. Fá Tyrkir vopn frá USA? NTB/Reuter- Washington/Ankara. Joseph Sisco, aðstoðarutanrikisráð- herra Bandarikjanna, kom i gær á fund utanrikismála- nefndar fulltrúadeildar 'Eandarikjaþings i þvi skyni að fá nefndarmenn til að aflétta i áföngum banni við sölu á vopnum til Tyrklands. Sisco kvaðst ekki geta ábyrgzt, að Tyrkir tækju upp sveigjanlegri stefnu i Kýpur- deilunni, en ástæða væri þó til að ætla það. Hann sagði enn- fremur, að áframhaldandi bann við vopnasölu gæti haft skaðleg áhrif á sambúð Bandarikjamanna og Tyrkja — áhrif, sem erfitt gæti orðið að uppræta. Búizt er við, að utanríkis- málanefndin fallizt á tillögu þá, er Sisco bar fram. Suley- man Demirel, forsætisráð- herra Tyrklands, fagnaði i gær þeirri ákvörðun Banda- rikjastjómar að vilja aflétta banni við vopnasölu til Tyrk- lands. Aftur á móti kvað hann tyrkrieska ráðamenn bera kviðboga fyrir þeim skilyrð- um, er sett kynnu að vera fyrir áframhaldandi vopnasölu — og væruþeir ekki reiðubúnir að ganga að hverju sem væri i þvi sambandi. Dubaistjórn yfirtekur olíuvinnslu í landinu Reuter-Dubai. Rlkisstjórn ollurikisins Dubai — sem er smárlki við Persaflóa — tdk I gær við eignarráðum á öllum oliulindum og allri oliuvinnslu ii' landinu. Yfirtakan var gerö I samráði við þau olíufélög, er til þess hafa unniðoliu I Dubai — og fá félögin drjúgan skild- ing I sinn hlut scm bætur. Rashid Bin Said A1 Maktum sjeik í Dubai skýrði frá þessu i gær. Að sögn hans fá oliufélög- in 110 milljónir dali i bætur og halda áfram oliuvinnslu i landinu á vegum Dubaistjórn- ar. (Sú hráolia, er streymir úr oliulindum i' Dubai, nemur 400 þúsund fötum á dag.) Óbreytt afstaða v-þýzku stjórnarinnar til deilna Egypta og ísraelsmanna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.