Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélarhf MÆLIFELL í ÍSBARNINGI gébé Rvik — Mikið íshrafl er fyrir Vestur- og Norðurlandi, allt aust- an frá Skaga og langt norður eft- ir. Þetta ishrafl er talið hafa slitn- að frá meginisnum, sem mun vera um 23 sjómilur norður af landinu. Vitað er um eitt skip, sem átti í erfiðleikum I isnum i gær. Þoka var nokkur yfir svæð- inu, en veður að öðru leyti gott. Bergur Pálsson, skipstjóri á Mælifelli, sagði Timanum i gær, að hann og hans menn væru búnir að reyna allan daginn að losna tit úr isnum, en þó að veður væri gott, kæmi þokan i veg fyrir að þeir gætu séð nokkuð að ráði frá sér. — Við erum búnir að reyna að sigla norður fyrir ishraflið, en is- inn er miklu þéttari þar, sagði Bergur. Ekki taldi hann skipið i neinni hættu og sagði, að þeir myndu halda áfram að reyna að losa það úr isnum, sem er nokkuð þéttur. Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur sagði að Veður- stofunni hefðu borizt nokkrar til- kynningar um ishraflið, m.a. frá Hrauni á Skaga og frá Gjögri, þar sem segir, að sundurlausar is- spangir séu um allan sjó og þeki tvo tíl þrjá ti'undu. Þá sagði Guð- mundur, að 7. júlí hefði meginis- inn verið um 23 sjómilur norður af landinu, og að ekki væri búizt við að hann hefði hreyfzt mikið þaðan siðan. Jóhann Pétursson, vitavörður i Hornbjargsvita, sagðist ekki munasvomikinnis á þessum árs- tlma þau fimmtán ár sem hann hefur verið vitavörður við Horn- bjarg. Sagði Jóhann, að þoka hefði verið yfir svæðinu i allan dag, en veður væri ágætt að öðru leyti. Ekki sagðist hann vita um annað skip en Mælifellið, sem ætti i erfiðleikum i isnum. Þá vildi Jóhann endilega koma þvi á framfæri við skipstjórnar- menn skipa og báta, sem kunna að vera á þessum slóðum, að hafa samband við sig og láta vita af sér. Hann sagði, að skipstjóri Mælifells hefði gert þetta, enda væri það ákaflega mikilvægt, bæði til að leita upplýsinga og láta i té nýjar fréttir af isnum. 155. tbl. — Laugardagur 12. júli 1975 — 59. árgangur. HFHÖRDURGUNNARSSON SKULAf UNI 6 b SÍMI (91)19460 15. Lands- mót UMFÍ sett FIMMTANDA landsmót UMFt var sett i gærkvöldi á Akranesi, að viðstöddum forsetahjónunum, mennta- málaráðherra, bæjarstjórn Akraness og geysilegum fjölda annarra gesta og keppenda. Ilófst setningin á þvi að bæjarstjóri Akraness, Magnús Oddsson flutti ávarp. — Keppni I íþrótta- greinum verður i dag, en alls eru keppendur um ellefu hundruð talsins. Starfsfólk Landsmótsins er mjög fjiil- mennt eða þrjú til fjögur hundruð manns, enda i nógu að snúast. A myndinni gefur að lita mótssvæðið. "rn « 15% lækkun til skóla 10% lækkun til hafna Jóhann sagði, að sér virtist sem isinn væri állka þykkur 'og 1968, eða allt upp i tveir rtietrar. Hann kvaðsthafa skoðaðhann i flæðar- málinu, en annars hefði litið sézt af isnum úr landi vegna þokunn- ar. Siðustu fréttir: Timinn hafði samband við skipstjórann á Mælifelli i gærkvöldi, en þá var skipið komið úl úr mesta isnum, en sigldi þó aðeins á mjög hægri ferð. — tsjakarnir eru allt að tvö til þrjú hundruð metra langir, sagði skipstjórinn, Bergur Páls- son. — Við fundum okkur stórán jaka og settum stefnið I hann, og keyrðum þannig áfram þangað til við koin iiui st út úr mesta Isnum. — Það er mikil þoka hér ennþá, við sjáum aðeins um hálfa milu frá okkur, sagði Bergur að lokum. HV. Reykjavik. Tillögur þær til niðurskurðar á fjárlögum ársins 1975, s£m fjárveitinganefnd hefur nú skilað frá sér, fela I sér um 15% lækkun á framlögum til skóla, um 10% lækkun framlaga til hafna og er I þeim eindregið iagt til, að sem minnst verði dreg- iðúr framlögum til framkvæmda, sem þegar eru hafnar — þess i stað verði fyrirhuguðum byrj- unarframkvæmdum frestað. Þannig fela tillögurnar meðal annars i sér lækkun framlaga til byggingar menntaskóla á Austur- landi, úr 30 milljónum kró'na I 5 milljónir, lukkun framlags til byggingar rfkisfangelsa, úr 19 milljónum króna I 4 milljónir, verulega lækkun framlags til byggingar sjúkrahúsa og algert afnám framlags til byggingar sameiginlegs skrifstofuhúsnæðis á vegum fjármálaráðuneytis. Meirihluti fjárveitinganefndar Alþingis, það er fulltrúar stjórn- arflokkanna, hefur nú samþykkt 2.000 milljón króna lækkun á fjár- lögum ársins 1975. Fulltrúar minnihlutaflokkanna greiddu at- kvæði á móti niðurskurðartillög- unum. 1 viðtali við Timann i gær sagði Ingvar Gislason, sem sæti á i fjárveitinganefnd, að samþykkt þessi fylgdi i' kjölfar þess ákvæðis i nýsettum lögum um ráðstafanir i efnahagsmálum, að rikisstjórn- inni -er heimilað að lækka fjár- veitingar um allt að 3.500 milljón- ir króna, að þvi tilskyldu að leitað yrði samþykkis fjárveitinga- nefndar um skiptingu milli ein- stakra fjárlagaliða. — Þetta er að sjálfsögðu hrein neyðarráðstöfun, sagði Ingvar Gislason, — en hjá því verður ekki komist, að gripa til ráðstaf- ana, i þvi skyni að draga úr halla ríkissjöðs. Það væri hreint á- byrgðarleysi að horfa aðgerða- laust á þróun mála, þegar fyrir- sjáanlegt er að halli rikissjóðs yrði hátt i fjórir milljarðar á þessu ári. Lýsisverð fer heldur hækkandi aftur en er enn langt undir því sem við seldum síðast H.V. Reykjavik. Verðfall á loðnu- lýsi á Evrópumarkaði, sem verið hefur stöðugt undanfarna mán- uði, virðist nú hafa stöðvazt, og siðustu þrjár vikur hefur lýsis- verð farið heldur hækkandi. Sölu- verð á loðnulýsi I Evrópu er nú um 300 dollarar fyrir tonnið (SIF), en lægst var það 270 doll- arar fyrir tonnið, fyrir um þaö bil mánuði. Til viðmiðunar má geta þess, að meginhluti þess lýsis, sem framleitt var á loðnuvertiðinrii i vetur, var selt fyrirfram á-verði, sem nam 500—540 dollurum fyrir hvert tonn (SIF). Enn fremur má geta þess, að allt það lýsi, sem til- búið var til afhendingar siðastlið- ið haust, var hægt að selja fyrir 600 dollara tonnið. Verð það, sem nú fæst fyrir loðnulýsi, er þvi aðeins um helm- tngur þess, er fékkst siðast liðið haust, en þróun síðustu vikna hef- ur þó verið heldur til hækkunar. Nýlega fór Sveinn Benedikts- son, formaður stjórnar Sildar- verksmiðja rikisins til London og Hamborgar, i þeim tilgangi að kanna verð a lýsi og mjöli, svo og markaðshorfur. í viðtali við Timann i gær taldi Sveinn það algerlega óuppgert dæmi, hvaðþetta lága verð þýddi fyrir islenzka lýsisframleiðslu, þar sem allur kostnaður hefði hækkað mjög. Hann benti þó á, að siðasta vetrarvertið hefði ekki getað hafizt, ef ekki hefðu komið til opinberar aðgerðir, auk þess sem um 400 milljónir króna voru fyrir hendi I' verðjöfnunarsjóði, sem tæmdist á vertiðinni, eins og kunnugt er. Benti Sveinn enn fremur á, að nokkur vandkvæði hefðu skapazt vegna þess, að verðfall á lýsi setti aðila þann i Rotterdam, G.S. Kie- vit, sem mest hafði keypt af okk- ur fyrirfram, i alvarlega greiðsluerfiðleika, þannig að hann gat ekki staðið við samninga slna nema að litlu leyti. Neyddust Islendingar þá til að selja lýsið á mun lægra verði heldur en samið var um við hann, og gera siðan kröfu til hans um mismuninn. Ekkert hefur enn fengizt úr þeirri áttinni en þann 23. septem- ber næstkomandi verður haldinn fundur með lánadrottnum Kie- vits,og á þeim fundi verður vænt- anlega tekin ákvörðun um áfram- hald málshöfðunarinnar. Að lokum tjáði Sveinn Timan- um, að ofurlitil lyfting virtist einnig vera i fiskimjölsverði á Evrópumarkaði, sem talin væri i sambandi við kaup Rússa á fóð- urvörum frá Bandarikjunum. VIÐSKIPTARÁÐHERRA: Kauphækkunin ein gefur ekki tilefni til að leyfa hækk- un álagningar á vinnu sveinanna FJ-Reykjavik. —Sú fjárhæð, sem atvinnurekendur fá á Ut- selda vinnu sveina, er 181 króna á klukkustund, og sú upphæð er að minum dómi nægjanleg. Þeir fá alla vega ekki meira nú, sagði Ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra, þegar Timinn spurði hann um ástæður rikis- stjórnarinnar til að setja hemil á hækkanir vinnuveitenda, um- fram það sem verðlagsnefnd hafði samþykkt. Það, sem um er að ræða. sagði viðskiptaráðherra, er að þeir fá ekki að hækka þá upp- hæð, sem lögð er á sveinakaup- ið, I seldri vinnu. Ég tel, að kauphækkunin, sem samið var um, gefi ekki ein út af fyrir sig tilefni til þess að álagningin á sveinavinnuna hækki. Þessi hækkunarbeiðni kom I kjölfar kauphækkunarinnar, og þeir fá hækkanir hennar vegna, en ekki vegna einhverra annarra á- stæðna, sem þeir tina til, og þá kannski frá gamalli tiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.