Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. júli 1975. TÍMINN 9 Veturliði í sumarskapi VETURLIÐI Gunnarsson, list- málari sýnir þessa dagana myndir sinar i Norræna húsinu og er fremur skammur timi milli sýninga, fyrst í Norræna húsinu, svo á Kjarvaisstöðum og nú loks aftur i Norræna hús- inu og varla liðin tvö ár, að mig minnir. — Maður er ýmist skammað- ur fyrir að vera of latur, eða of duglegur, sagði Veturliði, þegar ég orðaði afköstin. En mikil afköst koma ekki niður á myndsköpun Veturliða Gunnarssonar, þvi að liklega hafa myndir hans aldrei verið betri og jafnari en einmitt nú, yfir þeim er i senn öryggi og handahófskenndur gáski. Að þessu sinni sýnir Veturliði okkur á annað hundrað myndir, ollu — pastel og vatnsliti, og að mestu leyti eru þetta ný verk. 1 þeim er mikið veðurfar — og mikið af Vestfjörðum, þungum fjöllum, váskaðaog stormi, sem hefur upp sjóinn, og það hrykkt- ir i fjöllunum og húsunum I hviðunum. En svo koma sumar- dagar og fjöll standa i vatni og bátar speglast dreymandi á svörtum leginum. Mannesk j an að hverfa? Veturliði Gunnarsson hefur farið sinar eigin leiðir I mynd- listinni. Verk hans eru auðþekkt frá verkum annarra málara og yfir þeim er oft sérstæður þokki. Auðvitað tekur list hans vissum breytingum með árunum. þótt stileinkennin haldi sér að fullu. Það sem áður var sagt með manneskjum er nú sagt með dapurlegu skýjafari, fjöllum og bátum. Manneskjan er sem sé að hverfa sem myndefni hjá Veturliða henni er vikið til hliðar fyrir nýjum staðreyndum um landið. Auðvitað eru verk Veturliða misjöfn að ræðum, eða öllu heldur falla þau manni misvel I geð. Ég held að það sé rétt, sem einn vina minna sagði einu sinni, þegar Veturliða bar á góma: — Þegar Veturliði málar góða mynd, þá er hún sko góð! Undir þetta geta liklega flest- ir tekið. Veturliði er þrátt fyrir nám I listaskólum, bæði á ís- landi og erlendis, fyrst og fremst náttúrubarn. Hann er ættaður frá Súgandafirði og það eru myndir hans lika, þrátt fyrir Kaupmannahöfn, Paris og Reykjavik. Við göngum um fjöruga sýn- ingu og kröftuga hjá honum i Norræna húsinu. Göngum á fjöll og firnindi, siglum út i Breiða- fjarðareyjar, göngum fjörur og bryggjur við opið haf. Þessu fylgir mikil stemmning, mikið veðurfar. Bátar i fjöru og Veturliði. Liklega finnur málarinn þetta á sér lika, það sýna nöfnin, sem hann velur sumum af þessum myndum. Þær bera sumar veðurfræðileg heiti, sem er dá- litil nýjung. Varla er hægt að ljúka þessu máli án þess að minnast á eina mynd, sem ekki er á sýningar- skrá, en hangir á skilvegg milli sala. Hún erstórog hún er það nýjasta, sem listamaðurinn hefur gert. Haustlitir held ég að hún sé nefnd. Hún boðar liklega ný tiðindi af þessum ágæta vin- sæla listamanni. Að lokum: Við hvetjum listunnendur til þess að sjá Veturliða á sumar- sýningu. Jónas Guðmundsson. Noregur er eitt þeirra landa, sem Bobritzky hefur heimsótt, en þaðan er þessi teikning hans. George Bobritzky. Timamynd: G.E. Rússneskur Banda- ríkjamaður ferðast um landið og málar gébé Rvik— í sumar hefur ferö- azt um landið rússneskur Bandarikjamaður, George Bob- ritzky listmálari. Bobritzky er fæddur I Sovétrikjunum, dvaldi I fangabúðum I Þýzkalandi flest striðsárin, en flutti til Banda- rikjanna 1949 og gerðist banda- riskur rikisborgari 1957. Auk þess að vera listmálari, er Bob- ritzky leikmyndamálari við leikhús I New York. Hann hefur ferðazt mjög mikið um Evrópu, frá Noregi til Grikklands, auk þess sem hann hefur feröazt mikið um Bandarikin, Kanada og Mexlkó, og málað og teiknað mikið á þessum ferðum sinum. Þetta er I annaö skipti sem Bob- ritzky kemur til tslands, en þeg- ar hann var hér fyrir tveim ár- um varð hann fyrir miklum á- hrifum frá landinu og nattúru þess og átti þá ósk heitasta að geta komið hingað aftur og ferð- azt meira um og málað. George Bonritzky kom hér fyrri hluta júnimánaðar og á- ætlar að vera hér fram i ágúst. Hann hefur bifreið sina með sér og ekur hringveginn og stoppar þar sem honum lizt vel á til að mála. — Ég varð fyrir sterkum áhrifum af islenzku landslagi þegar ég var hér siðast, sagöi Bobritzky, og það eru geysi- markir staöir, sem mig langar til að skoða og mála. Það er mun betra og frjálslegra aö vera með eigin bifreiö, en það fer eftir veðri og fjárhagsástæö- um hve lengi ég get dvalizt hér, en vonandi verö ég hér fram i ágúst, sagði hann. George Bonritzky hefur hald- iö margar sýningar, bæði i Bandarikjunum og Evrópu, og hefur hlotið fjölda viðurkenn- inga fyrir verk sin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.