Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 12. júli 1975. Höfundur: David Morrelll Blóðugur hildarleikur 67 — Kern heldur aö svo sé, en hann er ekki viss. — Með öðrum orðum, það er mögulegt að upp undir eitt hundrað af þeim sé enn eftir í tjöldunum þarna upp- frá? Mikið vildi ég að hægt væri að leiða þetta til lykta á einhvern annan hátt, hugsaði Teasle með sér. Ég vildi að baráttan væri aðeins milli mín og þessa unga manns. Hvað skyldu margir verða að láta líf sitt áður en þessi hildarleikur er á enda? Teasle hafði gengið of mikið um svæðið. Hann fann að sviminn ásótti hann á ný og hallaði sér upp að f lutninga- bílnum til að falla ekki um koll. Hann fann hvernig hon- um þvarr máttur í fótunum. Augun ranghvolfdust í hon- um eins og í leikfangabrúðu. — Þú ættir að fara upp i bílinn og hvíla þig, sagði tal- stöðvarmaðurinn. Þó þú sért að mestu í skugga, þá sé ég þig svitna í andlitinu gegn um umbúðirnar. Teasle kinkaði veiklulega kolli. — Segðu þetta samt ekki þegar Kern er staddur hérna. Láttu mig fá kaffið þitt. Hendur hans skulf u þegar hann tók við bollanum og tæmdi úr honum um leið og hann gleypti tvær pillur til viðbótar. Rammt pillubragðið sveið í háls og tungu. I sömu andrá kom Trautman gangandi til hans. Hann hafði verið á tali við þjóðvarðliðana, sem sáust ógreini- lega eins og skuggamyndir í myrkrinu, neðar á veginum. Hann leit á Teasle hvössu og rannsakandi augnaráði. — Þú ættir að vera rúmfastur. — Það verð ég ekki f yrr en þetta er til lykta leitt. — Þess verður trúlega lengra að bíða en þú heldur. Þetta er engin endurtekning á Kóreustríðinu né neinu slíku. Storsveita-aðferðin myndi gefast vel, ef sveit væri gegn sveit. Þó upplausn kæmi í einhvern hluta f ylkingar- innar þá væri óvinurinn þaðáberandi, vegna liðf jölda, að til hans sæist, og timi gæf isttil að endurskipuleggja fylk- inguna. En hér er engu slíku til að dreifa. Þessu er ekki hægt að beita gegn einum manni, sérstaklega ekki gegn honum. Minnsta óreiða eða mistök í liðsskipuninni verður til þess, að nærri ógerningur verður að finna hann. Þá getur hann líka smogið á milli manna þinna án þess þeir verði neins varir. — Þú bendir sífellt á ókosti ástandsins. Geturðu ekki sagt mér neitt jákvætt? Teasle sagði þetta af meiri þunga en hann ætlaði sér. Þegar Trautman svaraði: „ Jú," var eins og reiði fælist í þessari stöðugu rödd: — Það eru nokkur atriði, sem ég á eftir að kanna nán- ar. Ég veit ekki hvernig þú stjórnar lögreglusveit þinni. Ég vil gjarna vita vissu mína áður en ég fer lengra. Teasle þurfti á aðstoð mannsins og samvinnu að halda, þess vegna reyndi hann að draga úr reiði sinni. — Fyrirgefðu, nú er það ég sem snýst á rönguna. Leiddu það hjá þér. Mér líður ekki vel nema ég finni til vesældar og eymdar öðru hverju. Enn einu sinni fannst Teasle eins og fortíð og nútíð rækjust á. Tveimur kvöld- um fyrr hafði Orval sagt: — Það verður orðið dimmt eft- ir tvær stundir. Þá hafði Teasle svarað hvassyrtur: — Heldurðu aðég viti það ekki? Svo hafði hann beðið Orval afsökunar með næstum sömu orðum og hann notaði nú við Trautman. Kannski var þetta út af pillunum. Teasle vissi ekki hvers konar pillur þetta voru, en þær gerðu sannarlega sitt gagn. Sviminn var að hverfa og smám saman náði hann valdi á hugsun sinni. Það olli honum kvíða og óþægindum, að svimaköstin voru nú orðin mun tíðari og stóðu æ lengur. Það var þó bót í máli, að hjart- slátturinn var orðinn reglulegur og hjartað sleppti ekki lengur slögum. Teasle ætlaði að hefja sig upp á pall flutningabílsins, en hann hafði ekki afl til þess. — Hérna, taktu í höndina á mér, sagði talstöðvar- maðurinn. Með aðstoð hans tókst Teasle að komast upp, en hann fór sér of óðslega, og varð að stanza nokkra stund til að jafna sig, unz hann varð svo stöðugur, að hann gat gengið að bekknum og setzt niður. Hann hallaði sér aftur á bak og gat loks slak- að á. Þá var það búið og gert. Hann hafði ekkert að gera nema sitja og hvíla sig. Trautman kom á eftir hon- um uppá bílpallinn með ómeðvituðu áreynsluleysi. Hann stóð álengdar og virti Teasle fyrir sér. Teasle var hálf- ruglaður út af því sem Trautman hafði sagt. Hann mundi ekki nákvæmlega hvað það var. Eitthvað um... Svo mundi hann það. — Hvernig vissir þú að ég var við Choisins Reservoir? Trautman leit spyrjandi á hann. Þú minntist áðan á Choisin Reservoir — — Já, ég hafði samband við Washington áður en ég fór frá Fort Bragg. Þeir sendu mér herþjónustuskýrsluna þína. Teasle líkaði alls ekki að heyra þetta. — Ég mátti til, sagði Trautman. Þú þarft ekki að taka þetta persónu- lega. Það er ekki svo að skilja, að ég sé að hnýsast í einkalíf þitt. Ég varð að gera mér Ijóst hvers konar maður þú ert, ef ske kynni aðskærur ykkar Rambo væru þín sök. Það gat verið að þú værir óðfús að sjá blóðug átök. Mig langaði að vita fyrirfram hvers konar vand- ræðum þú gætir valdið mér. Þar urðu þér á mistök við hann. Þú fórst að troða illsakir við mann, sem þú vissir iiilÍ Laugardagur 12. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (18). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kl. 10.25: „Mig hendir aldrei neitt”— stutt- ur umferðarþáttur i umsjá Kára Jónassonar (endurt.). öskalög sjúklingakl. 10.30: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A þriðja timanum Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 íslandsmótið i knatt- spyrnu, fyrsta deild Jón Ás- geirsson lýsir frá Laugar- dalsvelli siðari hálfleik Vik- ings og IBV. 15.45 t umferðinni Árni Þór Eymundsson stjórnar þættinum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir) 16.30 t léttum dúr Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 17.20 Nýtt undir nálinni örn Petersen annast dægur- lagaþátt. 18.10 Siödegissöngvar. Til- kynningar. 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftiminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson sjá um þáttinn, sem fjallar um geðrann- sókn. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Fram lialdsleikritið: „Aftöku frestað” eftir Michael Gilbert Annar þátt- ur. Þýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur: Harry Gordon: Hákon Waage. Harbord: Ævar R. Kvaran. Barret: Erlingur Gislason. Beed- ing: Helgi Skúlason. Macrae: Sigurður Karlsson. Bridget: Anna Kristi'n Arn- grimsdóttir. Lacey yfirlög- regluþjónn: Gunnar Eyjólfsson. Aðrir leikend- ur: Klemenz Jónsson, Guð- mundur Magnússon, Flosi Ólafsson, Þorgrimur Einarsson, Róbert Arn- finnsson og Sigurður Skúla- son. 21.25 Kvöldtónleikar Adolf Busch og Rudolf Serkin leika Sónötu fyrir fiðlu og pianó nr. 2 i A-dúr op. 100 eftir Brahms. 21.45 „Tveggja saga” eftir Valborgu Bentsdóttur Briet Héðinsdóttir og Gisli Alfreðsson lesa. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ) Auglýsitf ] : í Tunanum | . MMMMIMIIIMMMHMMtMM* GEYMSLU HÓLF GEYMSLUHOLF I ÞREMUR STÆRDUM. NY ÞJONUSTA VID VIDSKIPTAVINI I NÝBYGGINGUNNI BANKASTÆTI 7. Saim inntihankinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.