Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.07.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. júli 1975. TÍMINN 13 Uftt IMHHllllBii III Blaðafulltrúi FLUG- LEIÐA HF um sólarflug innanlands Flugleiðir h.f. þakka J.G. ágæt tilskrif i Landfara þriðju- daginn 8. júli siðast liðinn. Það eru orð að sönnu, að við sem á Suðvesturlandi búum, þurfum að komast i sólskin — og þvi þá ekki að fljúga norður eða austur? Það er annað en gaman að vita sumarið liða án þess að sjá til sólar — og vita glampandi sólskin i aðeins 45 minútna fjar- lægð. t þessu sambandi er vert að minnast hinna tiðu ferða Flug- félags tslands til og frá Reykja- vik. Fimm ferðir á dag til Akur- eyrar, tvær til Egilsstaða, og þar að auki tiðar flugferðir til Sauðárkróks og Húsavikur. Og með framhaldsflugi með Flug- félagi Norðurlands eru staðir eins og Þórshöfn, Raufarhöfn, Vopnafjörður og sjálf Grimsey, aðeins i nokkurra minútna fjar- lægð. Á flugleiðum innanlands gilda "fjölskyldufargjöld allt ár- ið. Samkvæmt þeim greiðir for- svarsmaður fjölskyldu allt far- gjald, en aðrir i fjölskyldunni aðeins hálft gjald. Slikt auð- veldar fjölskyldum, sem og hjónafólki, ferðir norður i sól- ina. Þá má minna á hópferðaaf- slátt á flugleiðum innanlands, svo og sérstök kjör fyrir ung- linga og aldrað fólk. Siðast liðna tvo vetur hafa Flugleiðir geng- izt fyrir ódýrum helgarferðum til og frá Reykjavik. Helgarfar- gjöldin hafa gilt frá öllum við- komustöðum Flugfélags íslands til Reykjavikur og frá Reykja- vik til ísafjarðar, Akureyrar, Húsavikur, Egilsstaða, Horna- fjarðar og Vestmannaeyja. Slikar ferðir, sem byggjast á mjög lágum fargjöldum og vægu gistiverði viðkomandi gistihúsa, verða teknar upp að hausti. Siðast liðinn vetur var meira um leikhúsferðir til Reykjavikur en nokkru sinni fyrr. Grundvöllur þeirra var án efa sérstök hópferðafargjöld með flugvélum Flugfélags ts- lands, sem fjölmargir notuðu sér. Slik hópfargjöld verða einnig i gildi i haust. En svo vikið sé aftur að upphafi bréfins: hugmynd J.G. er snjöll. Aðrar svipaðar hafa verið til umræðu innan félagsins að undanförnu. Þvi ekki að hraða sér norður i sólina strax i dag? f.h. Sveins Sæmundssonar, Anna Þóra Baldursdóttir. Litið inn á fund Alþjóðlega endurhæfingarbandalagsins, sem haldinn var að Hótel Loftleiðum Svíar gáfu Öryrkjabanda- lagi íslands bifreið, sem er sérstaklega útbúin fyrir fatlaða gébé Rvik — Alþjóðlega endurhæfingarbandalagið hélt ráðstefnu i Reykjavik dagana 6.- 9. júli. Ráðstefnuna sóttu fulltrú- ar frá fimmtán löndum, en i end- urhæfingarbandalaginu eru rúm- lega eitt hundrað öryrkjasam- bönd i rúmlega sextiu löndum. öryrkjabandalag tslands gerðist aðili árið 1966, en i stjórn endur- hæfingarbandalagsins á Oddur Ólafsson alþingismaður sæti fyrir tslands hönd. Aðalstöðvar banda- lagsins eru i Bandarikjunum, en núverandi forseti þess er prófess- or dr. K.A. Jochheim, Vestur- Þýzkalandi. öryrkjabandalagi Islands barst mjög höfðingleg gjöf frá sænska öryrkjasamband- inu. Var það bifreið, sérstaklega útbúin til að flytja fólk i hjólastól- um, en þetta er fyrsta bifreiðin sinnar tegundar hér á landi. Ráðstefnuna sótti einnig, auk fulltrúanna, framkvæmdastjóri Alþjóðlega endurhæfingabanda- lagsins, Norman Acton og aðstoð- arframkvæmdastjórinn, frú Sús- an Hammerman, en þau koma bæði frá Bandarikjunum. Ráðstefna þessi, sem er hin ni- unda i röðinni, fjallaði um ýmis öryrkjamál, skýrslur voru gefnar um niðurstöður milliþinganefnd- ar og móta sem haldin hafa verið, rætt var um lög varðandi öryrkja og margt fleira. Fundarstjóri var italski fulltrúinn Dr. Teresa Serra. Bandalagið vinnur að bættri að- stöðu öryrkja, um allan heim. að aukinni fræðslu, bættri félags- legri aðstöðu og umhverfi. All- margar alþjóðlegar nefndir eru starfandi á vegum bandalagsins, t.d. nefnd er fjallar um og metur hjálpartæki og annast dreifingu þeirra, fræðslunefnd, laganefnd, fristundaráð og fleira.Þá hefur bandalagið nána samvinnu við ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóð- anna og á fulltrúa i nefndum þeirra. Arið 1969 hóf bandalagið alþjóð- lega herferð gegn hverskonar farartálmum fatlaðra og lét i þvi sambandi gera merki, sem nú er notað um allan heim til leiðbein- inga. A siðastliðnu ári samþykkti endurhæfingabandalagið áskorun á allar þjóðir heims um hraðatak- markanir bifreiða að fenginni reynslu við hækkaðan hámarks- hraða vegna bensinsparnaðar. Oddur Ólafsson alþingismaður á sæti i stjórn bandalagsins fyrir tslands hönd, en Haukur Þórðar- son yfirlæknir er varamaður hans. Fulltrúi Islands á ráðstefn- unni var Guðmundur Löve. Hver þjóö tilnefnir einn fulltrúa og einn mann i stjórn. Bandalagið, sem nú er fimmtiu ára hefir haldið ráðstefnur á 3ja ára fresti, siðast i Astraliu ’72. Framvegis verða þær á 4ja ára fresti, eða næst 1976 i tsrael. Frú Ellika Ljunggren fulltrúi Merki Alþjóðlega endurhæfingarbandalagsins. BAGGAKASTARI Átakalaus baggahiröing GERÐ BK baggakastarinn sparar bæði tima og erfiði. Einn maður sér um hleðslu bagganna á fljótan og auðveldan hátt Kast-stefna bagganna er stillanleg úr sæti ökumanns, sem er kostur á hallandi landi. Verð kr. 1 10.000.— Til afgreiðslu nú þegdr Nónari upplýsingar hjó sölumanni G/obus? LÁGMÚLI 5, SÍMI 81555 Sviþjóðar á ráðstefnunni, færði öryrkjabandalagi tslands höfð- inglega gjöf, sem var bifreið að Volkswagen-gerð, („rúgbrauð”), sem sérstaklega er útbúin með það fyrir augum að flytja fatlaða i hjólastólum. Ólöf Rikharðsdóttir, formaður öryrkjabandalags Is- lands, veitti gjöfinni móttöku, og þakkaði Svium fyrir hana. Kom i ljós, aö þetta er fyrsta bifr. af þessu tagi hér á landi. Sagði Ólöf, að enn væri ekki ákveðið, hvernig bifreiðin skyldi notuð, en að leitað yrði til borgaryfirvalda i Reykja- vik og Strætisvagna Reykjavikur um það, hvernig hún bezt kæmi að notum. Þetta er Volkswagen-bifreiðin, sem er sérstaklega útbúin með lyftu til að fatlaðir i hjólastólum eigi auðvelt með að komast inn i hana. Tímamyndir: Róbert. Sænski fulltrúinn, Ellika Ljung- gren, afhendir Ólöfu Ríkharðs- dóttur, formanni öryrkjabanda- iags tslands, formlega gjafabréf fyrir bifreiðinni, sem sænska ör- yrkjabandalagið gaf því íslenzka. Guðmundur Löve lengst til hægri. >r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.