Tíminn - 13.07.1975, Page 1

Tíminn - 13.07.1975, Page 1
TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélar hf AAælifell sloppið í gegnum ísinn gébé Rvik — Mælifellið kom til Reykjavikur i gær, eftir tafsama ferð i gegn um isinn fyrir vestan land. Skipið er meðöllu óskemmt, en það var um 21:30 á föstudags- kvöldiðsem það komst endanlega út úr isnum. Guðmundur Hafsteinsson veð- urfræðingur, sagði i gær, að litið væri nýtt að segja af isnum, vegna "þess að svarta þoka væri bæði fyrir vestan og norðan land. Tilkynningar höfðu borizt frá nokkrum stöðum, m.a. frá Reyð- ará á Siglunesi, en þar sást is djúpt til norðurs. A Hombjargs- vita var skyggni innan við fimm- tiu metra,á Gjögri var skyggnið milli fimmtiu og hundrað metrar. Sömu sögu er að segja frá Hrauni á Skaga, þar var svarta þoka. Flugvél Landhelgisgæzlunnar ætlaði i isflug i gærmorgun, en komst ekki vegna þoku. — Bátur, sem var sladdur um átta sjómilur norðvestur af Siglufirði i gær- morgun, tilkynnti um talsvert is- hröngl. 156. tbl. —Sunnudagur 13. júlí 1975—59. árgangur. HFHORÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)1946' r r 15. LANDSMOT UMFI A AKRANESI Jón Diðriksson sigraði með yfirburðum i 500 metra hlaupinu á föstudag. Tima- myndir: F.F. Frá fimleika- sýningu á landsmótinu. Hafsteinn Þorvaldsson, for- maöur ’UMFt, setur mótið. Fyrir aftan hann sitja Sigurður Guðmundsson, for- maður landsmótsnefndar, Vilhjálmur Hjálmarsson, menntam álaráðherra, og Magnús Oddsson, bæjar- stjóri Akranesi, sem allir fluttu ávörp við mótssetn- inguna. Skip með ólöglegan veiðibúnað: gébé Rvik — Sektir við óiöglegum veiðarfærabúnaði hafa margfald- azt á siðustu árum, og hækka raunar dag frá degi, þvi sektirnar eru miðaðar við gullgengiö, sem sifellt tekur breytingum. Geta Knörrinn vekur lítinn dhuga hjd Húsvíkingum ASK-Akureyri. „Dreifibréf var skrifað I vor til um 60 aðila, en einungis um 10 höfðu áhuga, og margir þeirra litinn”, sagði Hörður Þórhallsson útgerðarmaður á Húsavik. Bréfið var sent út i vor og átti eitt af aðal- verkefnum fyrirhugaðs siglingarklúbbs að sjá um verndun og umsjá knarrarins, er Húsvikingar fengu frá Norðmönnum siðastliðið sumar. Eignaraðilarnir, Húsavikurbær, Landeigendafélag Laxár og Mývatns og Samvinnufélag útgeröarmanna og sjómanna á Húsavik hafa haft með umsjón knarrarins aö gera, en hingað til ekki sýnt bátnum neinn sérstakan áhuga. En eins og marga rekur eflaust minni til, lá knörrinn i Reykjavíkurhöfn um nokkurt skeið i vanhirðu og niðurniðslu, en var að lokum fluttur með skipi til Húsavíkur. Hörður sagði, að knerrinum hefði nokkrum sinnum verið siglt siðast- liðið haust, en hann siðan dregin á land og byggt yfir skrokkinn. Siðan knörrinn kom á flot fyrir skömmu, hefur honum einu sinni verið siglt, en Hörður sagði hann vafalaust verða mikið notaðan I sumar. Knörrinn, sem smiðaður var I Noregi, og siglt þaðan til tslands getur meðrifuðsegl og i góðum byr náðallt að 15sjómilna hraða. Sektin allt að 8 millj. sektirnar verið allt að átta milljónir króna hjá stærri skipun- um. Timinn ræddi við Braga Steinarsson, fulltrúa hjá rikissak- sóknara, og veitti hann blaðinu upplýsingar um það, hvernig sektunum væri háttað. Sektin miðast við stærð skip- anna, og i lögum eru þrir stærðar- flokkar, sagði Bragi. 1 fyrsta flokki eru bátar, sem eru 106 rúmlestir eða minni. Sektarupp- hæðir i þeim flokki eru frá u.þ.b. 200 þúsundum til sex hundruð þúsunda. 1 öðrum flokki eru 106 til 350 lesta skip, og eru sektirnar frá fjögur hundruð þúsundum til tveggja milljóna. 1 þriðja flokknum eru skip stærri en 351 brúttó rúmlest, og þar nema sektirnar allt frá hálfri annarri milljón til átta milljóna króna. Auk þess eru afli og veiðarfæri lgöbrjótanna gerð upptæk. Sektir þessar hafa verið miðað- ar við gengi gullsins siðan 1924. Með lagabreytingu 1967 var gerð stórfelld hækkun á sektum þess- um, og aftur árið 1973. Sú hækkun margfaldaði nánast sektarupp- hæðirnar, sagði Bragi. Nú siðustu daga hefur gengi gullkrónunnar verið um átta þúsund og fimm hundruð á hundrað gullkrónur, og þvi er lágmarkssekt báta um tvö hundruð þúsund og hámarkið um átta milljónir króna. Kjarnorku- sprengjur og stór- virkir jarðborar til sam- göngubóta HÉR? BAK LEITA AÐ BYGG- INGAREFNI í SJÓ HEIMSÆKIR ÞINGEYRI 28 og 29 gébé Rvik — Leiðangur hefur verið aö störfum viö Austurland siðan um miðjan júni, viö leit að byggingarefni I sjó. Eins og kunn- ugt er, hefur á undanförnum ár- um verið mikill skortur á hentugu byggingarefni á Austfjörðum. Efnið hefur verið tekið á ýmsum stöðum á landi, t.d. á Héraði, en flutningskostnaðurinn er mjög mikill við að flytja það niður á Firði og hleypir þvi öllum kostn- aði við byggingarframkvæmdir upp. — Leiðangurinn er nú að ljúka rannsóknum sinum, sagði Kíartan Thors, jarðfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnuninni, en hann skipulagði leiðangunnn. Þórdis ólafsdóttir jarðfræðingur er leiðangursstjóri. Kjartan Thors sagði, að Hafrannsóknarstpfnunin hefði tekið þetta verkefni að sér, eftir að Bergur Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri Sveitar- félaganna á Austurlandi óskaði eftir þvi, en rannsóknin fer fram á vegum Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi og á þess kostnað. Byggðasjóður og Hús- næðismálastofnun rikisins hafa veitt styrki i þessu augnamiði. — Leiðangurinn tók sýni á mörgum stöðum, allt frá Loð- mundarfirði til Berufjarðar, sagði Kjartan, og sagðist hann einnig hafa fregnir af þvi að öflun þeirra úr öllum fjörðum hefði gengið allvel. Ekki er þó aö vænta að niðurstöður frá leiðangrinum berist fyrr en i haust, og þvi sennil. útilokað að hægt verði að hefja efnistöku i sumar. — Spursmálið nú er, hvort mögu - leikar séu á að vinna nýtilegt bygginarefni, en við vonumst til og væntum þess að geta bent á svæði, þar sem hægt verður að taka efni til vinnslu, sagði Kjartan. — Þess ber og að gæta, að þetta er aðeins frumkönnun, en Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins mun fá sýnin, sem tekin voru i leiðangrinum til rannsóknar. Byggingarframkvæmdir eru aö hefjast i rikum mæli á Austfjörö- um og gatnagerð hafin, og þá þarf gott efni og nauðsynlegt að athuga, hvort ekki sé hægt að afla þess með hliðstæðum kostnaði og á öðrum stööum á landinu. Bygg- ingarefni fyrir austan hefur hing- að til mest verið tekið á landi og þá með kostnaðarsömum undir- búningi, mölun , hörpun og skol- un, auk þess sem flutningskostn- aðurinn er mjög mikill. Þvi eru niðurstöður leiðangursins mikil- vægar fyrir Austurlandið og vonast er til, að þær reynigt já- kvæðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.