Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga lxxxii Tukthús — konungs garður, stjórnarróð! Liklega er stjórnarráðshúsið elzta bygging, sem nú ber fyrir augu i Reykjavik. A árunum 1759-1770 var reist úr steini öfl- ugt tukthús við Arnarhól, oft kallað „múrinn”. Það átti að geta hýst 16 glæpamenn og 54 venjulega afbrotamenn. Fangar skyldu vinna stranglega i þá daga, og mun sú venja hafa ráð- ið að nokkru við staðarvalið. Og auðvelt átti að vera að afla nauðsynja. Sjávargatan var stutt og einnig skammt að fara til að ná i ull f „Innréttingum” Skúla. Tukthúsið var byggt á ein- hverjum fegursta stað i Reykja- vik. Sumir fanganna komust i annála og þjóösögur. t.d Arnes útilegumaður, sem um skeið var með Höllu og Eyvindi. Lik- lega hefur hann stundum hugs- að til fjallanna á fögrum sumar- degi. Arnes komst raunar til nokkurra metorða I „múrnum”, en flestir munu hafa átt þar illa ævi. Sumir gerðust þó lifverðir hjá Jörundi. Arið 1816 rak Castenskjoid Stjórnarráðið i Reykjavik I okt. 1974. Bakhlið stjórnarráðsins i mai 1975. stiftamtmaður fangana burt til aö létta á rikinu og sendi hvern á sina sveit. Var tukthúsinu breytt i bústað stiftamtmanns árið eftir, og nú kallað konungs- garöur — og hélt þvi nafni lengi. En árið 1904 settist innlend stjórn þarna að með skrifstofur sinar, og siðan er byggingin kölluð stjórnarráðshús, eða stjórnarráð — og sómir sér enn hiö bezta. Húsið gæti frá mörgu sagt væri þvi mál gefið. Náttúrufræðingurinn enski W. Hooker, sem hér var á ferð, samskipa Jörundi sumarið 1809, lýsir þvi sem fyrir augu bar, er hann horfði til lands álengdar i kiki sinum utan af skipinu: „I þessum bæ bar mest á fallegu hvitu húsi með timbur- þaki og þóttist ég vita, að þar væri aðsetursstaður landstjór- ans. En til mikillar undrunar var mér tjáð, að þetta væri betrunarhúsið. Hvarf nú ljóm- inn nokkuð af húsinu er nær kom og sáust önnur fegurri hús. Með strandlegjunni var löng röð af húsum.einkum vöruskemmum, og voru öll úr timbri. Kirkjan skar sig úr, þvl að hún var úr steini, með hellur á þakinu og á henni ofurlitill turn, ferhymt klukknaport úr timbri, og tvær Tutkhúsið f Reykjavik um 1820. klukkur i. Báðum megin við þessi hús voru vesælir kofar á við og dreif milli klettanna. Þessir kofar standa litið upp úr jörðu, en enginn þó beinlinis grafinn i jörð.” Svo var ritað fyrir 166 árum. Nú er gamla tukthúsið virðulegt stjórnarráðshús, hvitt á lit með blágráum grunni og blágráu helluþaki bröttu. Brún er úti- dyrahurðin. Aldur hússins er 210-215 ár. Myndirnar sýna það á ýms- um aldri og umhverfið hefur breytzt mikið. Elzta myndin er frá 1820, gerð eftir málverki L.V. Molkte. Brú er yfir opinn lækinn, ferðafólk á hestum, gömul timburhús i grennd og torfbær álengdar. Teikningin sýnir „kóngsgarð” um miðja 19. öld. Vindmyllan mikla I Bankastræti prýðir um- hverfið. Arið 1974 eru komnar upp stórbyggingar i grenndinni og vinsæl göngugata I forgrunni. Kvistir eru komnir á húsið. Kvisturinn vestan á móti smiðaður 1865, en hinn um 1920. Tukthúsið mun hafa verið fyrir ferðamestur manna- bústaöur hér á landi á sinum tima. — Timarnir breytast! „Kóngsgarður” um 1850.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.