Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR KVIKMYNDA- HORNIÐ LAUGARÁSBÍÓ MAFÍUFORINGINN Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson AUSTURBÆJARBÍÓ FUGLAHRÆÐAN Heldur þunnur þrettándi, sem beinir huga áhorfandans allmjög aö þvi, hversu óþægileg sæti kvikmyndahús bjóöa yfirleitt gestum sfnum upp á. Quinn er greinilega á niöurleiö, og þvi er nokkuö vel til fundiö aö láta hann fá slag I miöri mynd. Hann er samt Ijósasti punktur hennar— þótt grámyglulegur sé. gráh GAMAN Sérkenniieg og býsna góö mynd, sem full ástæöa er til aö mæia meö, þó ekki sem hreinni afþreyingarmynd, þvi aö hugsunin má ekki vera fjar- stödd, ef ánægja á aö veröa af kvöldinu. Hackman og Pacino eru góöir — næstum frábærir á köflum — og önnur úrvinnsia myndarinnar er einnig til fyrirmyndar. A KOSTNAÐ ÁHORFENDA Woody Allen er aö likindum einn naprasti grlnist, sem uppi hefur veriö. Hann er frumlegur, hugmyndarikur og fjölhæfur meö afbrigöum, og erfitt er aö imynda sér nokk- uö þaö, sem hugsanlega gæti reynzt honum heilagt. Hann gerir gys aö himni og jörö og öllu þar á milli, á sérstæöan og kryfjandi máta, sem varpar oft skýru, jafnvel of skýru ljósi á eöli samfélags okkar. Hneykslizt ekki Fyrir fáeinum árum gat læknir nokkur i Bandarikjun- um sér frægöarorö fyrir aö þora aö gefa út fræðirit um kynferöismál, þar sem tekiö var föstum og oft óvægnum tökum á kynllfsdýrkun nútimans. í bók sinni leitaðist læknir þessi, doktor David Ruben, viö aö skýra ýmis fyrirbrigði kynlifsins, leita uppruna og orsaka þeirra og eyða ótta og þröngsýni gagnvart þeim. Yfirlýstur tilgangur bókarinnar var að sjálfsögöu sá, að stuðla að frelsun mannkyns i kynferðismálum og leggja lóö á vogarskálar þeirrar hamingju, sem leitað er eftir. Likt og svo mörg önnur skilgreinandi verk, gefur höfundur bókarinnar sér ákveðnar forsendur — semsé þær, að ham- ingjunnar sé fyrst og fremst að leita I frelsi og frigir — og vinnur viðfangsefni sitt út frá þeim, meö þeim árangri, sem frægur er orðinn. „Hneykslizt ekki á athæfi náunga yðar”, segir Ruben I bók sinni, „heldur skiljiö, aö hegöunareinkenni hans stafa af eðlilegum orsökum og eru afrakstur bælingar”. Þannig leitast hann viö aö finna þjóðfélagslegar skýr- ingar á ýmsu þvl, sem áður var nefnt einu nafni „öfug- uggaháttur”, og leiða fólk til skilnings á þvi, að kynmök I myrkri með hefðbundinni samfarastellingu þurfi ekki að vera hiö eina, sem hlýtur náö fyrir alsjáandi auga guðs. Ástæðulaus ótti Woody Allen viröist ef til vill I fljótu bragði fremur óheppilegur handritshöfundur og leikstjóri aö mynd, sem byggö er á verki af þessu tagi. Háðsglósumeöferö hans á fyrri verkefnum, sem oft á tiöum hefur veriö næsta öfga- kennd, olli öörum aöstandendum myndarinnar nokkrum áhyggjum, þar sem I þessu tilviki var um háalvarlegt verkefni aö ræöa og erfitt aö þræöa þann meöalveg, sem þyrfti til þess aö ganga ekki fram af áhorfendum á einn eöa annan veg. Arangur sá, sem nú blasir við okkur á hvita tjaldinu I Tónabló, sýnir þó og sannar hæfni Allens til aö valda þessu verkefni, þvl aö honum hefur tekizt að skapa grinmynd, sem vart á sinn llka I sögu kvikmyndarinnar. Woody Allen kýs þá leið aö taka fáeina þætti út úr bók dr. Rubens, sveigja þá og beygja aö slnu eigin hugmyndaflugi og gæöa þá llfi meö slnum cigin skilningi á innihaldi þeirra. Sá skilningur er næsta napur á köflum, og þá býsna nærgöngull, en aldrei þó svo, aö ekki megi kima ofurlítiö, og losna þannig viö versta broddinn I skeytinu. Myndin er skopmynd, og ber aö taka henni sem sllkri, en engu að slöur gerir Allen sér grein fyrir alvöru við- fangsefnis slns og vefur I úrvinnslu sina skilgreinandi þætti, sem slæva hláturinn nokkuö. Ef finna á galla á út- færslu hans, ber þar hæst þaö miskunnarleysi, sem hann sýnir áhorfandanum, meö þvl aö skopast aö vandamálum hans og opinbera helgustu leyndarmál hans. Myndínni skiptir Allen niöur I þætti eöa sögur, sem hver um sig er sjálfstæö og á þann eina sameiningarpunkt með hinum að vera hluti af kynferðislegri ævintýraleit dýra- tegundar, sem er að drukkna I eigin lifsleiða. Hann tekur út hluta af samfélagi okkar, sem valdiö hefur mörgum manninum heilabrotum, mótar úr þeim oddhvassar trjón- ur og beinir siðan aö áhorfandanum. Skop myndarinnar Tónabíó: Allt, sem þú hefur viljaö vita um kynllfið, en hefur ekki þoraö aö spyrja um. Leikstjórn: Woody Allen Aöalhlutverk: Woody AlIen.John Carradine, Anthony Quayle, Tony Randall, Lynn Redgrave, Burt Reynolds, Gene Wilder, Lou Jacobi, Lousie Lasser. Tónlist: Mundell Lowe Handrit: Woody Allen, eftir bók doktors David Ruben. beinist aö manninum sem slikum, og þvi er mér til efs, aö allir geti notið myndarinnar sem skyldi. Ef til vill sannar hún ekki gildi sitt að fullu fyrr en mánnkyniö er liðiö undir lok og hún orðin heimildarmynd viö kennslu ungviöis þeirrar tegundar, sem viö tekur. Ástarlyf og eltingarleikur Fyrsti þáttur myndarinnar — og jafnframt annar af þeim tveim, sem raunverulega eru fyndnir — er tiltölu- lega meinlaus og næsta heföbundinn. Woody sjálfur leikur þar hirðflfl nokkurt, sem misst hefur hæfileikann til að gleöja og kæta áheyrendur sina, vegna ofboösgirndar þeirrar, sem drottningin hefur vakiö hjá honum. Hann ráfar um, umsnýr og afbakar Shakespeare og leitar út- gönguleiöar frá eymd sinni. Þó leynist I athöfnum fiflsins broddur, sem ef til vill er naprari en I fljótu bragði viröist. úr þeim má lesa háðs- glósur á kynlifseltingarleik mannsins — hlaup hans eftir forboönum ávöxtum og notkun hans á hinum ýmsu gerö- um ástarlyfja. Ilmvötn eru ástarlyf. Sömu sögu er aö segja af dýrum sportbifreiöum, máltiöum á dýrum veitingastöðum, slöu og úfnu hári, gitargutli, háðsglósum gagnvart óframfærn- um karlmanni og yfirleitt öllu þvi, sem miöar að þvl aö vekja mótsööu þess, sem vakiö hefur kynhvötina. Fífliö hefur nokkuö til síns máls. Ábending En jafnframt þessu felst I upphafsþætti myndarnnar ábending til áhorfenda. Þegar allt brask og brall hiröfifls- ins hefur leitt það á höggstokkinn, tekst þvl enn aö fífla umhverfi sitt, og þótt öxin sé reidd til höfuðs þess, hnlgur staðgengill niður i körfuna. Mottó: Woody Allen er að fifla áhorfendur með gerð kvikmyndar þessarar, og þar viö þekkjast engin mótbrögð. Viö veröum aö sætta okkur við að fíflið gengur alltaf meö sigur af hólmi og reyna aö hafa eitthvert gaman af, meöan þess gefst kostur. Ein orsök — margþætt afleiðing Aörir þættir myndarinnar, fram aö þeim siöasta, eru að nokkru leiddir út frá þeim fyrsta. — Þar eru tekin til með- feröar afbrigöi kynferöislegrar upplifunar mannsins, meö nokkurri hliðsjón af misjöfnum skilningi hans á hvata vökum. Maðurinn, sem verður ástfanginn af sauðkind einni og veitirhenniallt þab, sem konan hans heföi átt að veröa að- njótandi, er I sjálfu sér svipað afbrigöi og konan, sem ekki getur fengiö kynferðislega fullnægingu, án þess að hætta sé yfirvofandi. Annað hefur til að bera hvatir, sem bundn- ar eru mökum við fjarskylda dýrategund, og hitt hvatir, sem bundnar eru umhverfisspennu, en þau eiga þaö sam- eiginlegt aö geta hvorugt fellt sig aö viðurkenndu formi samllfs. Sömu sögu er I rauninni aö segja af manninum, sem fær fullnægingu I þvi að klæðast fötum kvenna og gera sig til við spegilinn. Hvatir hans beinast aö öörum farvegum en fjöldans, og fullnæging þeirra getur haft I för með sér sviptingu á þjóöfélagsstööu. Og þú sjálfur Þessir þrlr þættir, svo og aðnokkru sá, er fjallar um kyn- Hfsrannsóknir og tilraunir vlsindamannsins, eru nokkuð naprir og höföa neikvætt til ákveöinna hluta mannkyns. Þaö getur ekki farið hjá þvl, aö hluti kvikmyndahússgesta finni I fjálfum sér svörun til einhvers af þessum þáttum, og fordæmi þvl myndina innst sinni. Fæstir myndu geta viðurkennt það, fyrir sjálfum sér eöa öðrum, en Allen er á stundum beinskeyttur um of. Þáttur vlsndamannsins I myndinni er slgildur. Þar ægir saman áhrifum og hugmyndum, sem fengnar eru aö láni — auk þeirra sem eru heimabakaðar. Með þeim þætti af- greiðir Allen, I eitt skipti fyrir öll, vakann að þeim gifur- legu rannsóknum, sem átt hafa sér staö á þessu sviði, og ef til vill er ekki laust við aö I felist pilla til vakans að mynd- inni sjálfri — bókar dr. Rubins. Þar kemur og fram tjáning á viðhorfum þeirra, sem álita að kynlífsleit og -dýrkun mannsins um þessar mundir sé eins konar óskapnaður — risavaxiö brjóst — sem fari eyðandi um jöröina og nauðsyn beri til aö hemja. Framsetningarmáti Allens er ef til vill hvað sannastur og mest gagnrýninn i þessum þætti — nema þvl aöeins það reynist nauösynlegt, mannkyni til framdráttar, að geta komizt I „þróaöar samfarastellingar” án þess að hlæja. Svo hlæjum við aftur Síðasti þáttur mynda.únnar á það sameiginlegt með þeim fyrsta aö vera reglulega fyndinn. Það er erfitt að lýsa honum meö orðum, án þess aö eyöileggja síðari upp- lifun hans aö marki, og þvl veröur látiö nægja aö gefa hon- um beztu meðmæli. Þar fyrst fer Allen á kostum, án þess aö vera jafnframt napur og ógnvekjandi. Barátta llkamans viö hinar ýmsu hvatir sínar, vandamál þau og andstæöur, sem komið geta upp innan hans, vegna kynhvatarinnar, er sett fram á þann veg, að seint verður jafnoki fundinn. Þar meö veröur sleginn botn I umsögn þessa og mynd- inni um leið gefin hin beztu meðmæli — með þeim fyrir- vara þó, aö hún er algerlega miskunnarlaus gagnvart áhorfandanum. H.V. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.