Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975. Á blaðsiðu 512 i simaskránni frá 1975, stendur á einum stað: Þor- valdur Guðmundsson, sjálfs- eignarbóndi — Svinabúið Minni- Vatnsleysu, Vatnsleysustrandar- hreppi 6B17. Við hin þekkjum hann vist flest undir nafninu Þorvaldur i Sild og fiski, eða Holti, eða sem veitinga- manninn Þorvald Guðmundsson, en hann hefur rekið verzlun sina Sild og fisk siðan árið 1944, ásamt veitingahúsum. Þorvaldur er fæddur i Holti undir Eyjafjöllum, en fluttist árs- gamall með móður sinni suður til Reykjavikur og þar hefur hann búið siðan og orðið þjóðkunnur af störfum si'num og athöfnum. Er óþarfi að rekja það hér frekar, en fáir vita þó liklega að Þorvaldur Guðmundsson hefur rekið stórbú i tvo áratugi, og lesendum til fróð- leiks brugðum við okkur með honum suður i Minni-Vatnsleysu til að forvitnast um sjálfseignar- bóndann þar Þrovald Guðmunds- son. Var þá m.a. ritað eftir hon- um eftirfarandi: Gerðist stórbóndi vegna skorts á hráefni — Ástæðurnar fyrir þvi að ég hóf rekstur á svinabúi eru liklega aðallega þær, að svinakjöt er nauðsynl. til að framleiða ýmsa góða matvöru, t.d. vinarpylsur. Ég rak á þeim tima eins og nú talsverðan kjötiðnað ásamt verzl- un og veitingarekstri, og það var mjög erfitt þá að afla þessa nauð- synlega kjöts. ‘ Þetta var fyrir tveim áratugum eða svo. Mér varð það ljóst, að eitthvað varð að gera til þess að tryggja fyrirtækjum minum þetta hrá- efni, eða svinakjötog það varð úr að ég fór að svipast um eftir hentugum stað fyrir svinabú. Ég hafði auðvitað enga reynslu i svinarækt, þannig séð, nema kannski var ég dómbær á kjöt- gæðin, en ég ákvað að gera tilraun með þetta. Um þetta leyti sá ég auglýsingu i dagblaði þar sem jörðin Minni- Vatnsleysa á Vatnsleysuströnd var auglýst til sölu. Ég for suður- eftir og ræddi við bóndann. Enginn annar hafði sýnt áhuga á jarðarkaupum þarna, en bóndinn var staðráðinn i að selja og okkur samdi. Ég hófst þegar handa um að byggja þarna svinabú. Jörðin var mjög illa hýst, ibúðarhúsið var hálf-ónýtt og gripahús voru eigin- lega engin, sem þvi nafni máttu nefnast. Minni-V atnsleysa — Það verður að viðurkennast, aö Minni-Vatnsleysa var ekkert sérlega heppileg fyrir búskap. Þarna er að visu 350 hesta tún og þar má hafa um 400 kindur, en annaö graslendi er ekki nema Höskuldarvellirnir, sem eru upp undir Trölladyngju, en jörðin utan túngirðingar er i sameign með Stóru-Vatnsleysu. Þar eru 350 dagsláttur af graslendi, eða 100 kýrfóður. Bóndinn á Stóru- Vatnsleysu, Sæmundur Þórðar- son skipstjóri, nytjar þetta gras- lendi nú einn, en hann býr miklu búi og stundar sjóinn að fomum sið og aflar mikið. Auðvitað hefði ég getað lagt i fjárbúskap ef ég hefði kosið það, en ég hafði sem áður sagði áhuga á að reyna svinarækt, og það voru tildrögin að þvi að ég gerðist bóndi. Þorvaldur Guðmundsson sjálfseignarbóndi sýnir fitulagið, beikonið á skrokknum. Fitulag svfnanna er nú unnt að mæla á lifandi dýrum, enn fremur holdið. Þetta gerir mönnum kleift að hafa aiigrisina með „réttu” lagi, er að slátrun kemur. Nýgotin gylta I stiu sinni. Grisirnir eru á spena fyrstu fimm vikurnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.