Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975. Sjálfseignarbóndinn Þorvaldur pg ráðsmaður hans, Gunnar Andersen. 100 tonn af svinakjöti á ári — Hver er kjötframleiðslan á ári? — Hún losar eitt hundrað lestii á ári. Þar eru einvörðungu talin alisvin. Ekki slátrun á undan- eldisdýrum, en hluta þeirra er slátrað á hverju ári. Það kjöt fer i vinnslu. Umfang þessa búskapar er nú tæplega tvö þúsund svfn. Gylturnar eru 130-140. Þær eignast átta afkvæmi i senn, eða það þykir gott ef 8 grisir komast á legg. Gylturnar gjóta tvisvar á ári. Meðgöngutiminn er þrir mánuöir, þrjár vikur og þrir dag- ar, og skeikar sjaldan miklu frá þvi. Við þetta starfa fjórir menn, þrir karlmenn og ein stúlka. Mikilli hagræðingu verður að beita við þessa tegund búskapar. Verðhækkunum á rekstrarvörum svinabúanna verður að mæta með aukinni hagræðingu. Ég hugleiði nú aö bæta við stóru húsi til viðbótar, með sjálfvirkri fóðrun, vatnshreinsuðum flór og brynningartækjum. Við erum meö eitt svona hús núna, það tek- ur 700 grisi, eða alisvin og ég get bætt við þessu nýja húsi án þess að auka við mannskapinn. Fóður- kerfiö og annar búnaður er danskur. Bústjórinn á Minni-Vatnsleysu heitir Gunnar Andersen. Hann er danskur og er sérfróður á sinu sviöi, eöa tók svinarækt á sínum tima á landbúnaðarskóla. Við höfum hér 200 fermetra nýlegt ibúðarhús, þar sem bústjórinn hefur ibúð og sömu- leiöis starfsliðið og verið er að reisa annað starfsmannahús. Það er algjör forsenda þess að unnt séaðfá gift fólk til starfa á búinu, að geta boðið húsnæði fyrir fjöl- skyldur, en gift fólk er góður vinnukraftur. Svinin eru ekki svin, nema...... — En svinin. Hvernig eru þau sem húsdýr? — Þau eru viðkvæmar, indælar skepnur. Þau eru hreinleg. Svin eru aldrei „svin”, nema svina- hirðirinn sjálfur sé „svin”, segir i einu máltæki. Þau gera greinar- mun á flórnum og básnum. Gera sin stykki i flórinn, en ef litill munur er á básnum og flómum vegna slæmrar hirðu, þá gera þau hvar sem er — sjá engan mun hvort eð er. Þau fara sem sé ,,á klósettið”, þegar aðstæður eru þess virði. Þetta eru viðkvæmar skepnur og þurfa gott atlæti, t.d. reglu- bundinn svefn og matmálstima til þess að þeim liði vel. — Nú telja sumir þig eins konar sérfræðing I svinarækt. Hvar iærðirðu þennan búskap? — Ég hefi þreifað mig áfram, staðráðinn i þvi að ná árangri, ef það á annað borð væri hægt. Ég sæki allar mögulegar ráðstefnur og landbúnaðarsýningar og reyni þannig að fylgjast með. Er áskrifandi að ritum um svinarækt og hefi ráöið i mina þjónustu menn, sem hafa þekkingu á þessu sviði. Ég fer einkum til Danmerkur Þýzkaiands og Bretlands til þess að fræðast um þessi mál. Ég var til dæmis á tveim sýningum i siðasta mánuði, önnur var i Eng- landi en hin i Danmörku. — Nú,heim kemur maður með fróöleik og oft einhverjar nýjung- ar.Þarnahefi ég ekki aðeins afl- að tækja, heldur fræðzt um heppi- legasta húsakost, loftræstingu og annað, sem máli skiptir. Þarna hefi ég kynnzt sjálfvirkri fóðrun, brynningartækjum og ýmsum mælitækjum og lært heilmikið um næringarfræði þessarar búgreinar. Sérstaklega um húsa- kostinn. Það er mjög nauðsyn- iegt, þvi ssin kann til dæmis iila við sig i rökum húsakynnum. Rök húsakynni eru talin heilsuspill- andi fyrir manninn, og sama er um sviniðað segja, þauhafast illa við i vondum, köldum húsum og raka þola þau illa. Góð loftræst- ing hefur mikið að segja einnig birtan og fleira. Náttúrufæða — „efna- fræðigrisinn” Nú.fóðrun dýranna er háþróuð erlendis. Við höfum lært að fóðra þessar skepnur rétt, allt að þvi visindalega. Við leggjum þó áherzluna á náttúrlega fóðrun stofnsins, höfnum alveg t.d. alls konar lyfjum og gerviefnum, sem eiga að flýta vextinum — og gera það. Þetta þekkja margir af kjúklingum, sem þjóta upp i Sláturhúsið á Minni-Vatnsleysu. Vélin til hægri, sem maöurinn stendur viö, er „kalúnvél”, sem tekur hárin af dýrinu. Yfirdýralæknirinn kemur einu sinni I viku og fylgist meödýrunum og siátruninni. 30 og stundi svinaræktina sem hliðarbúgrein. Þessi svinarækt er dreifð um landið. Talsvert er um svinarækt fyrir norðan og á Héraði er stund- uð svinarækt. Viö erum með um 130 gyltur og gelti og mun búið á Minni-Vatns- leysu vera það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Stórbú eru lika fyrir norðan, upp við Úlfarsfell og hjá honum Geir i Lundi. Nákvæma stærð þessara búa veit ég þó ekki. Ekki talinn „bóndi” — heldur einhvers konar braskari — Hver er staða svínaræktar á isiandi? Er þetta þróaður at- vinnuvegur, eða vanþróaður? — Ef á heildina er litið, þá tel ég að við séum ekki komnir mjög langt miðað við þær þjóðir, er framarlega standa. Auðvitað er þetta dálitið misjafnt. Þess er lika að gæta, að svinarækt er i rauninni ekki viðurkennd búgrein á Islandi. Mér hefur verið sagt af ákveðn- um aðilum að ég sé ekki „bóndi” heldur einhvers konar braskari. Svinarækt nýtur ekki sömu að- stööu og aðrar greinar land- búnaðar, — það er liklega vegna þess, að svinaræktin hefur ávallt staðið undir sér! Þá tvo áratugi, sem við höfum starfað við þetta, hefur aidrei orðið tap. Samt höfum við svina bændur aldrei fengið neina styrki og aldrei notið niðurgreiðslna eins og til dæmis fjárbændur. Við notum ýmsar landbúnaðar- vörur og greiðum fullt verð fyrir, til dæmis verðum við að greiða fullt verð fyrir þurrmjólk, en fá- um ekki sama verð á þessu og er t.d. á niðurgreiddu skyri — verð- um jafnvel að greiða hærra verð en sælgætisiðnaðurinn fyrir þessa afurð. — En hvað með þjónustu frá stofnun landbúnaðarins. Er hún fuiinægjandi? — Já, það tel ég. Yfirdýralækn- irinn Páll Pálsson kemur viku- lega og skoðar sláturafurðir og fylgist með starfseminni og dýr- unum. Búnaðarfélag íslands hefur ekki sérstaka deild fyrir svina- rækt en ráðunautur er þó i hænsna- og svinarækt, Gunnar Bjamason, en hann hefur aðsetur á Hvanneyri i Borgarfirði. Þó er mér sagt af fróðum mönnum að engin svin séu á Hvanneyri. . Þá höfum við upp á siðkastið getað fengið stofnlán, sem reynd- ar er ekki óeðlilegt, þar sem ég greiöi i Búnaðarmálasjóð af þessari framleiðslu. Tveir nýfæddir, ásamt bóndanum. Fóðurblöndun er^eitt af verkunum á Minni-Vatnsleysu. Þetta tæki blandar fóðrið, sem síðan fer I sjálfvirkt fóðurblöndunarkerfi inn til ali- grisanna. af stofninum, sem ég keypti á sin- um tima af Högna Halldórssyni en hann hafði svinabú við Lang- holtsveginn i Reykjavik. Þetta var mjög fallegur svi'na- stofn. Ennfremur keypti ég svin af tsak á Bjargi á Seltjarnarnesi, en hann var með Hamcher-stofn. Hann er svartur, með hvita rönd. Sé þessu siðan blandað saman koma út doppótt svin. Nú þetta er ástundað hér á Minni-Vatnsleysu, og frá þessum stofnum hefur ver- ið ræktað I tvo áratugi. Þessi ræktun, heldur stöðugt áfram, þvi að leitin að hinum fullkomnu svinum er liklega óendanleg. Svinaræktin á íslandi — Er svinarækt útbreidd bú- grein á islandi. Eru mörg svinabú I iandinu? — Það eru liklega ekki mörg svinabú á Islandi. Er þá átt við bú, sem sérhæfa sig i svinarækt einvöröungu. Samkvæmt þvf sem búnaðarmálastjóri dr. Halldór Pálsson sagði i ræðu (útvarpser- indi) taldi hann, að hér á landi væru um 800 gyltur og geltir, eða foreldri, en það er I rauninni svinastofninn i' landinu. Ef það er rétt þá er þetta talsvert útbreitt. Mjög algengt mun að bændur hafi 3-4 og upp i 10 gyltur, sumir allt að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.