Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 13. júll 1975. TÍMINN 13 sláturstærðir á ótrúlega skömm- um tima með aðstoð gerviefna. Þetta kemur niður á kjötgæðun- um. Það verður bragðminna kjöt- ið og inniheldur meira af vatni. Að öðru leyti skal ég ekki Uttala mig um gildi þessa hraðvaxtar. Alisvin er um 90 kfló þegar þvi er slátrað. — Þetta með vatnið getur þú sannreynt sjálfur. Ef þú tekur danska svinakótilettu og lætur hana liggja á diski yfir nótt, þá verður stór vatnspollur undir henni um morguninn. golf,leika tennis eða spila bridge. Ekki fá þeir neinar niðurgreiðslu- bætur úr rikissjóði á þessa tómstundaiðkun sina, eins og þeir fá sem hafa suðfjárræktina sem hobby. Nei, rikisstjóður greiðir þannig nauðugur milljónir króna i „tómstundasauðfjárrækt” einstakra manna. Niðurgreiðslur eiga aðeins að koma á afurðir bænda, sem stunda þessa búgrein raunverulega sem atvinnu. Ég hef engar tölur séð um tóm- stundasauðféð, en það er miklu fleira en nokkurn grunar. Kótiletta frá okkur, og öðrum, er nota náttúrlegar aðferðir, væri alveg þurr eftir nóttina, — og svo er bragðið lika annað. Þetta er — ég tek fram — ekki bundið einvörðungu við mitt bú, heldur aðferðina sem slika. Danir ná fram fullum þroska og þyngd á sláturdýri á 156 dögum, en við erum 180 daga að ná þessum árangri. Að visu fer þessi tala lækkandi hjá okkur, en tillit er auðvitað tekið til vaxtarhraða, þegar undaneldisdýr eru valin. A þessum tima hefur svinið borðað fjórfalda þyngd sina, fjög- ur kiló af fóðri gefa eitt kiló af kjöti. Þar fyrir utan er svo móðurmjólkin og vatnið. Við höf- um grisina likalengur ,,á brjósti” en „efnafræðigrisinn” fær að vera. Hann er tekinn frá móður- inni eftir 2-3 daga, en við leyfum þeim að vera hjá henni i 3-5 vikur. Heilsufarið hefur verið gott, á bú- inu — við höfum verið alveg lausir við sjúkdóma, sem er mjög mikils virði og viljum ekki breyta þessu með móðurmjólkina þar af leiðandi. Auðvitað er okkur samt ljóst, að betra er að fóðra afkvæmin en fóðra þau gegnum móðurina. Vaxtarhraðinn hefur aukizt — Gerirðu ráð fyrir að vaxtar- hraðinn geti aukizt án þess að gripið sé til hjálparefna? — Sem áður greindi, þá stefnum við með kynbótum að þvi að auka vaxtarhraðann. Hann hefur lika aukizt. Dýrin ná nú þroska á 6 mánuðum, i stað 8 áð- ur. Inn i þetta blandast auðvitað margt, betri húsakynni, loftræst- ing, hiti og fleira, auk framfara i fóörun dýranna. — Hvað segja útlendingar um dýrin? — Þeir sem hingað hafa komið og hafa lesið skýrslur um dýrin eru ánægðir með starfsemina. Sér á parti undrast þeir frjósemi dýranna, en frjósemi er undirstaða að þvi að svinaræktin sé arðvænleg. Erlendis verða gyltur ekki meira en 2-3 ára, unz frjósemi þeirra er úr sögunni. Hjá okkur verða þær 6 ára. Ég þakka þetta meðal annars þvi, að við höfum ekki gripið til gervi- Það er ekkert leyndarmál, að allar þjóðir berjast við að leysa viðfangsefni og vanda land- búnaðarins hjá sér. Sums staðar er bændum til dæmis borgað fyrir aö framleiða ekki, en annars staðar er þetta gert i formi fram- leiðslustyrkja. Þetta eru neyzlu- vörur og eiga þvi ekki að vera of dýrar fyrir fólkið. Ég er ekki sérfræðingur i efna- hagsmálum, eða landbúnaðar- pólitik, en ég held þó, að engin þjóð greiði mönnum fyrir tómstundastörf i landbúnaði, nema islenzka þjóðin. Sjálfseignarbóndinn Þorvaldur Guðmunds- son — Að lokum Þorvaldur Guð- mundsson, sjálfseignarbóndi. Hvernig taka bændur þér í stétt- ina? — Ég sagði nú frá þvi hér i upp- hafi að ýmsir hafa kosið að velja þessu önnur nöfn en „bóndi”. Ég hefi þó ekki séð eftir þvi að gerast bóndi. Ég fer snemma á fætur og beinti svinabúið. Þangað kem ég siðan tvisvar, þrisvar á dag eftir þvi hvað ég tel nauðsynlegt. Um tilfinningar minar gagnvart þessu er það að segja, að ég hefi ennþá mikinn áhuga á þessum búskap og nota hverja stund til þess að vinna að honum, og fræð- ast og ég nýt þeirra stunda bezt, þegar góðu dagsverki er lokið á búinu. Ég geri ráð fyrir þvi, að is- lenzka bóndanum, þeim er fæst við hinar hefðbundnu búgreinar liði svipað og mér, og þvi er ég ánægður fyrir hönd stéttarinnar, — þetta veitir mönnum sannar- lega viðfangsefni og ánægju i senn. Jónas Guðmundsson. Aligrlsir i stíu sinni i sjálfvirku fóður- og uppeldishúsi að Minni-Vatns- leysu. Á móti holdanautum — rikið greiðir uppbætur á ,,hobby” sumra manna — Ég er lika andvigur holda- nautarækt á lslandi. Við eigum að minu viti ekki að rækta sérstök holdanaut, heldur koma okkur upp kyni, sem bæði er gott mjólkurkyn og er lika gott til kjötframleiðslu. Þetta hafa Danir gert með góðum árangri. Svo — úr þvi að við erum að tala Gurli Krogshave svfnahirðir. Minni-Vatnsleysa. Ráðsmannshúsið. Til hægri á myndinni sést þar sem veriö er að taka grunninn fyrir nýju ibúðarhúsi. Gunnar Andersen bústjóri og kona hans, lnger Christiansen, ásamt börnum sinum. Myndin var tekin I stofu þeirra hjóna á Minni-Vatnsleysu. efna og stofninn er heilbrigður og hefur verið laus við sjúkdóma og farsóttir. — Er þctta bú stórt á erlendan mælikvarða? — Nei. í Danmörku er stærsta búið i einkaeign með 600 gyltur. Þetta er stórrekstur hjá þeim þar. Svinabúið alltaf rekið með hagnaði — Nú fullyrðir þú að aldrei hafi orðið tap á svinaræktinni hjá þér i tvo áratugi. Hvaða verð fáið þið fyrir afurðirnar, fyrir svinakjöt- ið? — Verð á svinajöti til bænda er 325 krónur kilóið. (SS). Sambæri- legt verð til bænda fyrir lamba- kjöt er 400 krónur kilóið og eru þá niöurgreiðslurnar i verðinu. — Ættum við þá kannski að fara út i aö framleiða svinakjöt i stað þess að vera með lamba- kjötsframleiðslu? — Það eru ekki min orð. Við eigum að framleiða lambakjöt, en niðurgreiðslurnar valda þvi, hve lambakjöts er mikið neytt hér. Ef málið er athugað kemur þó i ljós, að við getum ekki notað lambakjöt i alla rétti. Við getum ekki framleitt beikon úr lamba- kjöti, ekki skinku og margt ann- að, sem við viljum borða. Sama er að segja um margvis- lega kjötvinnslurétti eins og t.d. pylsur. Þar þarf svinakjöt með til þess aðvaran sé frambærileg að gæðum. Hitt er svo annað mál, að ég vil ekki fá niðurgreiðslukerfið á svinaræktina. Þar á framboð og eftirspurn að gilda. Það er t.d. að minu viti alveg út i hött að greiða verðbæturá alikálfakjöt til bænda. Þetta kjöt er siðan selt „fyrir slikk” til Hollands og fleiri landa og almenningur er látinn borga. um lambakjöt og þá auðvitað um verðuppbætur á lambakjöt, vegna offramleiðslu á þessu kjöti innanlands. Þá er rétt að taka það með i reikninginn, að margir stunda sauðfjárrækt sér til skemmtunar eða sér til hugar- hægðar, og þeir fá fullar uppbætur á þessa tómstundaiðju sina. Ég þekki marga, sem leika

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.