Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975. — sagt frá Stefáni B. Jónssyni, brautryðjanda í notkun hverahita og tækni á íslandi Fyrir svo til réttum hundraö árum stóð drengur frá Keisbakka á Skógarströnd fyrir altari i Breiðabólstðarkirkju I hópi ferm- ingarsystkina sinna. Hann hét Jón Stefán Bjarni Jónsson fullu nafni, fæddur árið 1861, sonur Jóns tré-, járn- og koparsmiðs Guðmundssonar frá Bildhóli og Mörtu Sigriðar Jónsdóttur prests Benediktssonar á Hrafnseyri og víöar. Presturinn, afi drengsins, var tvimenningur við Jón Sigurðsson forseta. Þessum dreng var öðru visi far- ið en þorra jafnaldra hans. Hann hafði hlotiö mikinn hagleik og tónlistarhneigð I vöggugjöf, en hitt bar þó af, hversu hugmynda- rikur hann var. Þarna var lika úr grasi vaxinn einn af fremstu boð- berum verkmennta á tslandi og um og upp úr aidamótunum slð- ustu. Stefán réðst sextán ára gamall vinnumaður að Litla-Langadal og var þar 13 ár. Átján ára réði hann sig til trésmiðanáms að Amar- bæli á Fellsströnd til Boga Smiths. Þá var móðir hans látin, og faðir hans hafði brugðið búi. Með sér hafði hann langspil, er hann hafði smiðað á fermingar- aldri, og þótti meistaranum i Arnarbæli handbragðið slikt, að hann stytti námstimann úr þrem árum I tvö. Tuttugu ára lauk hann þess vegna trésmiðanámi. Hann hleypti nú heimdragan- um, og starfaði um skeið i Reykjavlk og á Akranesi. Hann var ekki fyrr flotinn yfir tvitugs- aldur en hann fór að standa fyrir byggingum á þessum stöðum og raunar víðar. Meðal annars smlð- aðihann á þessum árum kirkjuna á Kolbeinsstööum I Kolbeins- staðahreppi. Tómstundir sínar notaöi hann til þess að læra ensku hjá Jóni Ólafssyni ritstjóra og lesa allt, sem hann komst yfir um ýmsar fræðigreinar, svo sem landafræði, sögu, stærðfræði, eölis- og efnafræði, söngfræði og fleiri fræðibækur, sem þá voru að byrja að koma út hér. Atvinna var hér þá litil og stopul I Reykja- vík. En um þessar mundir var talsverður uppgangur á Aust- fjöröum og leituðu margir sér at- vinnu þar, einkum á sumrin. Stefán B. Jónsson var meðal þeirra, sem bárust austur. Var hann um skeið I Mjóafirði. A Akranesi hafði hann kynnzt Sveini Oddssyni kennara, sem var forgöngumaður um bindind- ismál, gerzt þar góðtemplari, og þegar til Mjóafjarðar kom, beitti hann sér fyrir stofnun stúku þar, þótt við nokkuð ramman reip væri að draga meðal Mjófirðinga á þeirri tið. Þetta var á þvi skeiði, er langt var liöið á harðindaárin, sem dundu yfir upp úr 1880. Þau höfðu mjög ýtt undir vesturfarir, og sumarið 1887 slóst Stefán B. Jóns- son I þann hóp, þá tuttugu og sjö ára gamall. Auk þess freistuðu hans frásagnir af amerlskri vél- tækni. Hélt hann á útflytjenda skipi frá Austfjörðum og gerðist túlkur vesturfaranna. Það er skemmst af þvi að segja, að Stefán fékk þegar vinnu við húsasmiðar i Winnipeg. Jafn- framt sökkti hann sér niður i lest- ur alls konar rita um verklegar nýjungar og tók að gefa sig sjálf- ur aðýmsum tilraunum, uppfinn- ingum og endurbótum á tækjum. A tvennu fékk hann einkaleyfi i Kanada, endurbættri gerð sláttu- véla og gluggalás, sem hann vann upp. En uppskera hans af þessu varð lltil, því að auðfélög boluðu honum út af markaðnum. Fljótlega tók hann að selja Is- lenzkum bændum vestra alls kon- ar vélar og vinnutæki, sem gátu aukið afköst og sparað vinnuafl, og auk þess skrifaði hann I blöö og flutti fyrirlestra um hugðarefni sín. En þetta nægði honum ekki. Hann taldi mikla nauðsyn að efla samheldni og félagsanda, og þess vegna stofnaði hann málfunda- félög, þar sem margvlsleg mál- efni voru rædd til örvunar og auk- innar þekkingar. Arið 1898 réðst hann i útgáfu eins konar ársrits, Stjörnunnar, sem i senn var almanak og hvatningarrit um verkefni. Þetta rit gaf hann út tvi- vegis, og meðal annars fjallaði hann þar um frystihús og ishús og gerð þeirra — bæði þá gerð is- húsa, er henta mátti sveita- heimilum til þess að geyma mat- væli, og frystihús, sem sér i lagi voru ætluð til þess að geyma sild til beitu. Þarna lýsti hann einnig straumferjum, sem berast fram og aftur bakka á milli fyrir til- verknað straumsins, gerð þeirra og meðferð á þeim, og hvatti til þess, að þær yrðu teknar upp. Hann skrifaði einnig um fugla- rækt og útungun, kösun skepnu- fóðurs, leiðbendi um mörg atriði, sem smiðir þurftu að kunna skil á, og lýsti, hvernig búa mátti til málningu. Loks auglýsti hann ákaft ýmiss konar vélar og verk- færi, sem gátu létt bændum og búaliði störfin og aukið afköst. Þessu riti dreifði henn ekki einungis meðal Islendinga vest- an hafs heldur sendi það einnig hingað heim. Loks var hann sí- skrifandi hvatningarbréf. Hann velti þvl fyrir sér, hvernig nota mætti aflið i Lagarfossi til vöru- flutninga á fljótinu og skrifaði blaði á Seyðisfirði um þær hug- myndir sinar. Hann bauðst til þess að smiða straumferjur fyrir lágt, ákveðið verð, og hann bar fram þá hugmynd, að fengið yrði gufuskip til verndar og aðstoðar bátum á Islandsmiðum, einkum I vondum veðrum, en ella notað til þess að taka við bátaafla til verkunar. En hann fékk engin svör og engar undirtektir. „Hver veitnú nema síðar kunni að verða eitthvað hugsað út i þetta af ein- hverjum”, sagði hann. Það var huggun hans. Þá skrifaði hann stjórnarvöld- um hér, llklega landshöfðingja, og lýsti nýrri gerð opinna báta með lofthólfum og vatnshólfum, er tæma mátti og fylla að vild, og fleiri nýbreytni I bátasmið, sem miðaði að þvl að verjast slysum. En stjórnarvöldin svöruðu ekki fremur en aðrir. Árið 1893 hafði Stefán fest ráð sitt. Gekk hann að eiga Jóhönnu Sigfúsdóttur, sem ættuð var af Fljótsdalshéraði. Hafði hún flutzt ung vestur um haf með foreldrum slnum og alizt þar upp I ts- lendingabyggðum. Var hún fyrir- myndar kona og húsmóðir, og voru þau ávallt samhent I þvi, að búa ser fagurt og gott heimili, er dró að sér vini þeirra vegna snyrtimennsku og gestrisni og menntandi viðræðna húsráðend- anna. Eftir sex ár brugöu þau hjónin á nýtt ráð. Þau afréðu að flytjast heim til Islands, og um mitt sumarið 1899 komu þau heim. Þá hafði Stefán haft tólf ára útivist. Þau settust að á Dunkárbakka I Hörðudal, á heimaslóðum Stefáns, þar sem hann gaf sig að smiðum, jafnframt þvl sem hann tviefldist I baráttu sinni fyrir verklegum framförum. Sjálfur gerði hann grein fyrir vesturför sinni og heimkomu i fyrirlestri, sem hann flutti I Reykjavik nokkru eftir aldamótin. I honum lýsti hann kyrrstöðu, tregðu, óstjórn, fátækt og vondu árferði, sem gekk yfir fólkið varnarlitið, og vonleysi þess og uppgjöf, sem sigldi I kjölfarið: „íslenzka þjóðin hefur langa- lengi álitið sig olnbogabarn skaparans, að þvi er snertir líkamlega velllðan, sem eðlilega stafi af þvi, að hún byggir þennan hala veraldarinnar — þetta hrjóstruga, ísi þakta illviðra- land”, sagði hann I fyrirlestrin- um. Sjálfur segisthann hafa verið svipaðs sinnis, er hann, fór vestur um haf. Vestra gekk hann stundum upp á hæð eina, þar sem fögur útsýn var um blómlegar lendur á vorin. Þá hvarflaði hugur hans löngum til Islands, og einmitt þarna, and- spænis frjósemd Kanada, breytt- ust viðhorf hans: „Því að eins og ég var trúlaus á kosti íslands sem aðrir, þegar ég fór til Amerilcu, eins var ég nú orðinn trúaður á þá, einmitt vegna þess, að ég hafði oft virt Is- land fyrir mér frá þessari sjónar- hæð til samanburðar við ame- rlku”. Hann þóttist skilja, að eitt- hvað sannaði, „að það er aðallega maðurinn, en ekki landið, sem mestu veldur um það, hve gott er að búa I landinu”. I Krukkspá væri sagt, að af langviðrum og lagaleysi myndi landið eyðast. „Þessi hrakspá virðist hafa fallið landsmönnum svo vel i geð”, sagði Stefán, „eða þá virzt svo bersýnileg og átakanlega senni- leg, eins og hún er þó röklaus, ef ekki heimskuleg, að hún hefur grafið um sig inn I sálir manna sem óskeikul, guðleg opinberun um óafstýranleg framtiðarörlög Islands og jafnframt náttúrlega ekki gert alllltið til þess að draga úr llfsvon og starfsfjöri þjóðar- innar...En fyrir mitt leyti álit ég, að ef það kynni að eiga að liggja fyrir Islandi að eyðast i þeim skilningi, sem hér er átt við, að þá verði það alls ekki af langviðrum og lagaleysi heldur af trúnni á þessa hrakspá, eða af vonleysi, skammsýni og dáðleysi lands- manna sjálfra”. Stefán vildi láta „'sanna og sýna á þann hátt, að ekki verði á móti mælt með rök- um, og á þann hátt, sem fullnægir algerlega farsældarkröfum landsmanna sjálfra, að landið sé gott og byggilegt I sjálfu sér til samanburðar við önnur lönd”, og til þess að .vinna að þvi var hann kominn heim. Hann naut þeirrar ánægju við heimkomuna að sjá að betur var ástatt I landinu en hann hafði gert sér I hugarlund: „Efnahagur fólks hér er ekki neitt nálægt þvi eins bágborinn og ég hafði hug- mynd um eftir fréttum þeim, er blööin og vesturfararnir höfðu flutt vestur yfir hafið”. Samt sem áður mættu Stefáni vlðast kveinstafir, barlómur og ótrú manna á getu sina. Meðal þess, sem hann hugðist þegar hrinda I framkvæmd, var stofnun rjómabús I Hörðudal og fleiri sveitum I Dölum. Það hefði orðið fyrsta rjómabú landsins, ef á legg hefði komizt. En þegar málið var komið nokkuð á rekspöl, var fæti brugðið fyrir það af mönnum, sem mikils máttu sin þar vestra. Annað heppnaðisthonum betur. Sföasta ár nítjándu aldar tók hann sér far umhverfis landið með strandferðaskipi og bauð mönnum skilvindur, strokka og prjónavélar, hvar sem hann kom. Hann flutti mál sitt keimlikt og trúboði eða predikari, en hann boðaði ekki sælu I huldum heimi, heldur betra llf i heimahögum i krafti nýrrar tækni og vinnuvéla. Menn lögðu eyrun við þessari predikun, og þegar einn hafði reynt þessi nýju tæki, komu fleiri á eftir. Árið 1901 fluttustStefán og kona hans til Reykjavikur og settust að á Laugavegi 10. Hafði hann þá sótt um styrk til alþingis til þess að koma upp trésmiðaverk- smiðju. Ekki hlotnaðist honum styrkurinn, en hugmyndin komst i framkvæmd litlu siðar. Jó- hannes Reykdal, annar hug- kvæmur framfaramaður, hófst handa um stofnun þess konar fyrirtækis I Hafnarfirði og smiðir I Reykjavik höfðu samtök um að koma upp trésmíðaverksmiðj- unni Völundi, Stefán hafði samið ritgerðir um ýmis áhugamál sin, einkum stofnun rjómabúa, og reynt að koma þeim i Búnaðarritið og Andvara, en mætt þar tregðu. Jafnskjótt og hann kom til Reykjavlkur hófst hann handa um útgáfu timarits, sem hann nefndi Hlln, er teljast verður eitt hið merkasta rit af sinu tagi, þótt ekki væri það stórt I sniðum né yrði langllft. Það hófst á svo- felldri brýningu: „öllum heilbrigðum mönnum er eiginlegt að þrá það að geta lif- að farsælu lifi, og sumum tekst að ná þvi takmarkifyrr eða siðar að meira eða minna leyti. En þeir eru þó miklu fleiri, sem aldrei ná þvi takmarki (hér á landi og alls staðar), og ef til vill vegna þess, að þeim hafa aldrei verið kennd hin réttu tök á lifinu. Og þeir eru ávallt sorglega margir, er sjá sig Hjónin á lleykjum i Mosfellssveit áriö 1909: Stefán B. Jónsson og Jóhanna Sigfúsdóttir, ásamt dóttur sinni, Þóru Mörtu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.