Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 15
TÍMINN 15 tilneydda að leggja sál og likama i sölurnar daglega fyrir munn og maga alla sina ævi, án þess ef til vill nokkurn tima að komast i þær kringumstæður að geta litið á lifið með sjálfstæðilegri gleði og von. Slikt lif er ekki lif, heldur dauða- strið. Og þjóð vor á sannarlega of marga einstaklinga, sem mikinn hluta ævi sinnar lifa þviliku von- lausu dauðans lifi — framfara- lausu, gleðisnauðu og vonlausu nauðungarlifi. Þetta þarf að breytast. Og þessu er lika unnt að breyta. En til þess þarf einlægan, sterkan og almennan vilja. Og aðeins það.” 1 Hlin bar margt á góma. Þar var rætt i fyrsta sinn hér á landi um að isverja kindakjöt og frysta, i stað þess að salta það og salt- brenna, og fly.tja það á markað með kæliskipum. Þar var rætt um rjómabú og smjörgerð, minnt á gildi umbúða og jafnrar þyngdar á hverju smjörstykki og gerðar svo strangar kröfur um hreinlæti i fjósum, hirðingu gripa og við mjólkurmeðferð og mjaltir, að fullgilt mun enn i dag, ef fylgt er. Þar kom og fram sú hugmynd að leiða heitt vatn úr laugunum i Laugadal til Reykjavikur, afla neyzluvatns utan bæjar, tryggja hUsin hjá innlendu félagi hreinsa göturnar á sómasamlegan hátt og byggja bæinn skipulega með svo breiðum götum, að rúm væri fyrir rafmagnsbrautir. Stefán sá sem sé fyrir sér þá tima, þegar „Reykjavik telur nokkra tugi eða hundruð þúsunda ibúa og nær út yfir tvo til þrjá næstu hreppana”. Hann reifaði einnig hafnargerð i Reykjavik eða Hafnarfirði og þá rafmagnsjárnbraut á milli bæj- anna. Þetta boðaði hann allt á árunum 1901-1902. Verzlunarfélag Islands var ein hugmynda hans, borin fram 1902- 1903. Fyrst og fremst átti það að annast alla slátrun, kjötverkun og kjötsölu. Hann hafði viljað láta BUnaðarfélag tslands taka aðsér þessa verkun, en litla áheyrn hlotið. Jafnframt vildi hann, að öll kaupfélög og pöntunarfélög gengju i þessi samtök. Hann prentaði meira að segja eyðublöð, sem menn áttu að útfylla, ef þeir vildu eiga hlut að þessu. Þarna er i rauninni fitjað upp á samtökum, áþekkum Sláturfélagi Suðurlands og Sambandi islenzkra sam- vinnufélaga. Svonefnda atvinnu- skrifstofu, sem raunar var vinnu- miðlunarskrifstofa, reyndi hann einnig að stofna. Um garðyrkju og iðnað skrifaði hann margt, fóðrun búpenings og næringar- gildi fóðurs og matar, endurbætur á sláttuvélar, svo að þær hæfðu islenzkum staðháttum. En ekki hvað sizt var rekinn i Hlin mikill áróður fyrir útbreiðslu skilvindna, strokka og annarra smjörgerðartækja, prjónavéla, saumavéla, garðplóga, reiðhjóla, vagna og nýrra smiðatóla, og meira að segja „sjálfhreyfi- rúllna” fyrir gluggatjöld. Auk þess má nefna þvottavélar og þvottavindur, gólfþvottabúnað, seyðslukistur og kvartir til að mala korn og bein til skepnufóð- urs. Stefán virtist fylgjast með öllu nýju, og jafnskjótt og hann hafði spurnir af einhverju, sem honum þótti álitlegt, hófst hann handa um að útvega það. Og þetta var ekki verzlun nema að nokkru leyti — þetta var fyrst og fremst árátta, trúboð. Það var evangeli- um tækniframfaranna, sem hann flutti, og markmiðið var að hefja þjóðina yfir arðlitið strit og fá- tækt og kjarkleysi. Mjólkurhörgull hrjáði Reykvik- inga, þegar Stefán fluttisti bæinn, ogmjólkursala var með öllu skipulagslaus. Núkom Stefán upp fyrstu mjólkursölu bæjarins, jafnframt þvi að hann seldi brauð. Gerði hann samning um mjólkurkaup við bændur á Alfta- nesi, og sjálfur kom hann upp kúabúi að Hliðsnesi, sem hann keypti, og þar var systir hans, sem Marta hét, ráðskona hans. Um skeið var honum i huga að virkja sjávarföll i ósnum við Hliðsnes til raforkuvinnslu. Mjólkina lét hann sækja á hest- Vesturheimi á heimsstyrjaldar- árunum fyrri. Hann varð einnig fyrir þungum, fjárhagslegum áföllum af völdum ábyrgða, sem hann tók á sig fyrir menn, sem ekki stóðu i skilum, þegar til kom. En á köflum hagnaðist hann á rekstri sinum, og sagði hann, að bUskapurinn á Reykjum hefði verið annað það, sem gaf honum mestan arð. Með hagsýni og iðjusemi urðu þau hjón þó vel efnuð á þeirra; tima mælikvarða, en fáir eða engir söfnuðu þá auði hér á landi. Ekki er ósennilegt að Stefán hafi átt bágt með að þola seinlæti og tregðu landa sinna, þegar framfaramál voru annars vegar. Til dæmis er bersýnilegt, að hann hefur komizt á öndverðan meið við embættismennina, sem stjórnuðu Búnaðarfélagi Islands um aldamótin. Hann vildi láta BUnaðarfélagið brjótast i stór- virkjum, sem mörkuðu timamót eins og nýskipan kjötverkunar- innar og skipulagningu kjötsöl- unnar, en þeir litu á Búnaðar- félagið sem leiðbeiningar- og hvatningarstofnun, er ekki gæti haft þess konar forystu. Hin mikla hugsjón Stefáns, sem ætiö mun halda nafni hans á lofti, var tæknifæðing landsins og þó sérstaklega landbúnaðarins. Þessi tæknivæðing var honum þó aldrei markmið i sjálfu sér, held- ur leið til þess að rétta þjóðarhag og auka manndóm. En jafnframt brauzt hann i öðru, einkum á sið- ari árum: Stofnun samtaka, sem áttu að vera eins konar allsherj- arbandalag góðvildar og rétt- dæmis, utan og ofan við deilur og séfdrægni stjórnmálaflokka. Stefán lifði um eitt skeið ævi sinnar mikið upplausnartimabil i islenzkri stjórnmálasögu. Þegar árið 1908 stofnaði hann i Mosfells- sveit Menningarfélag íslendinga, sem átti að þroska fólk til nýs skilnings með sanngjörnum rök- ræðum á tiðum málfundum. Hann hugsaði sér svipað fyrirkomulag og i góðtemplarareglunni, sem hann þekkti vel — mörg sam- félög, eins konar stúkur, sem mynduðu siðan stærri sambönd. 1 þessum félagsskap áttu allir að vera fullgildir, konur og karlar og einnig fólk á sveitarframfæri, ef það hafði ekki sjálft steypt sér i örbirgð með leti. Þetta var mjög frjálslynt viðhorf á þeirri tið, er sveitarómagar voru réttlitið fólk. Þau takmörk voru þó innan þessa félagsskapar, að þar skyldu ekki þeir vera, er hærri launa nutu en opinberir starfsmenn i næst- lægsta launaflokki, enda var launajöfnuður eitt af markmiðun- um, sem stefnt var að. Gerði Stefán sér vonir um, að þessi félagsskapur jafnaðarmennsku, bræöralags, sannleiksleitar og málamiðlunar i öllum ágrein- ingsmálum breiddistút um landið og jafnvel til annarra landa. Máli sinu til framdráttar gaf hann Ut blað, sem Fósturjörðin nefndist, á Mosfellssveitarárun- um, og þegar hann endurvakti samtökin sin i Reykjavik gaf hann löngu siðar út blað, (1925’26), sem hét Vor. Varði^ hann til þess siðustu kröftum sin- um, þvi að hann dó 1928, og hafði þá verið veikur i heilt ár, og bar- izt við ólæknandi sjúkdóm. En þessi félagsskapur Stefáns varð aldrei annað en fámennur hópur i kringum hann sjálfan. SU von, að hann gæti gerzt upphafs- maður mannbótastefnu i sam- félagsmálum brást með öllu. Deilur stjórnmálaflokka auðnað- ist honum ekki að setja niður eða reisa skorður við vafasamri með- ferð á opinberu fé með voldugum alþýðusamtökum, sem vörðuöu veginn og mótuðu hugarfar fólks i þeim mæli, að i berhögg við þau yrði ekki gengið. Aftur á móti er þess minnzt enn þann dag i dag viöa um land, að hann kom nieð skilvinduna, strokkinn eða prjónavélina á bæ afa og ömmu og létti af fólkinu ánauð forneskjulegra starfshátta. Stefán stóð i bréfaskiptum við viðskiptavini sina um allt land i nær þrjá áratugi, leiðbeindi um meðferð véla og verkfæra, svar- Lundur, hús Stefáns B. Jónssonar við innanverðan Laugaveg, árið 1906. Stefán standandi á tröppunum, en Jóhanna, kona hans, sitjandi á svölunum, ásamt dóttur þeirra. vögnum Ut á Álftanes og upp að Elliðavatni, þar sem hann keypti einnig mjólk. Fá misseri hafði Stefán bæki- stöð sina og verzlun á Lauga- veginum. Réðst hann i að byggja hús, sem hann nefndi Lund, inni við Hlemmtorg, og stóð það á mörkum Rauðarárstigs og Laugavegar til skamms tima. Þegar þessi bygging var fullgerð, fluti hann allt sitt þangað, og er þar ekki sizt frásagnarvert, að i kjallaranum á Lundi kom hann upp gerilsneyðingu sölumjólkur- innar, áratugum áður en sölu- samtök réðust i slfkt. Þarna kom hann einnig upp vindmyllu, svo að hann gæti sjálfur malað mjölið i brauðið. 1 þessu nýja húsi var meira að segja lyfta og miðstöð til upphitunar. Hann færðist lika si- fellt i aukana við útvegun alls nýs búnaðar, og þar á meðal voru oliugasvélar, miðstöðvarhitunar- tæki, sem hituðu loft og veittu um hUsin, og jarðeplavélar til notkunar við sáningu, upptöku og hreinsun. Arið 1906 hófst nýtt timabil i lifi Stefáns. Þá keypti hann Reyki i Mosfellssveit, þar sem hann hóf stórbrotinn búrekstur. Setti hann þar upp kúabú, er liklega hefur veriðeitt hið stærsta á landinu i þá tið, tuttugu til þrjátiu kýr i fjósi. Mjólkina seldi hann i Reykjavik, ásamt mjólk bænda á grannbæjum. Mjólkina varð auð- vitað að flytja á hestvögnum til Reykjavikur, en þar eð slfkur vegur náði þá ekki lengra en upp að Grafarholti, varð hann sjálfur að ryðja það, sem eftir var leiðar- innar upp að Reykjum en við það fékk hann til liðs við sig einn af grönnum sinum, sem sá hver hagur myndi verða að sliku, er fram liðu stundir. Hann ruddi einnig akfæran veg frá Reykjum upp á f jall, svo að hann gæti notað fjórhjölaðan vagn til þess að aka á heyji af engjum er þar voru. Vegna túnávinnslu á Reykjum fann Stefán upp gaddavirsherfi, sem breiddust þaðan út. En merkast alls og frægast, er hann gerði á Reykjum, var þó, að hann leiddi heitt vatn úr hver inn f hús- in til upphitunar. Var leiðslan hálfur þriðji kilómetri að lengd. Á þessu verki byrjaði hann vor- ið 1908. Heita vatnið leiddi hann f miðstöðvarofna, sem hann setti i öll herbergi hússins, en einnig rann það i fjósið, þar sem þvf var safnað í tunnur og notað sem drykkjarvatn handa kúnum, þeg- ar það hafði kólnað svo, að það var ekki nema ylvolgt. Heitt vatn var einnig i' krana i eldhúsi, og baðlaug var gerð við ána, sem rann gegnum túnið, og yljuð með afrennslisvatni. Hann notaði einnig jarðhita við garðyrkju, þvi að garða mikla hafði hann á Reykjum, og árið 1912 fékk hann mann til bess að gera tilraun með ræktun tómata i vermireitum, yljuðum með heitu vatni. Þetta var I fyrsta skipti, að heitt vatn /ar notað á þennan hátt. En árin 1908-1911 virkjaði borgirzkur Jóndi, Erlendur Gunnarsson á sturlureykjum, hveragufu til jpphitunar og matreiðslu á bæ iinum. Skolpleiðslu lét Stefán einnig gera á Reykjum, er þá mun varla hafa viða þekkzt í sveitum. Arið 1913 brá Stefán búi og skipti hann þá á Reykjum og þrem húsum i Reykjavik. Seldi hann tvö þeirra fljótlega aftur, en bjó i niu ár f einu þeirra, Njáls- götu 22, og rak þar matvöruerzlun auk vélasölunnar. Loks keypti hann árið 1922 Undraland, nýbýli við Suðurlandsbraut, þar sem hann bjó siðan til æviloka árið 1928. Á Reykjavíkurárum sinum hin- um siðari (1918) útvegaði hann fyrstu dráttarvélina, sem til landsins kom, og Þórður Ás- mundsson á Akranesi reyndi til jarðvinnslu. Stefán brauzt i mörgu, en græddi ekki fé, sem neinu nam. Hann var fyrst og fremst hug- sjónamaður og hirti ekki um að safna auði. Hann var lika mjög fómfús, þegar þörf almennings kallaði, eins og bezt sést á þvi, að hann eftirlét Landsverzluninni viðskiptasambönd sín við um- svifamesta hveitihringinn i Stefán B. Jónsson og kona hans, Jóhanna, f Iéttikerru á götum Reykjavikur árið 1905.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.