Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975. Fjölnota heyvagninn má nota á margvíslegan hátt: Sem votheysvagn og er þá útbúinn votheysgrindum og sjálflosandi útbúnaði. Auka losunarfæriband að aftan fáanlegt. Sem mykju- dreifara og þarf þá aðeins að fá mykjudreifibúnað aftan á vagn- inn. Sem alhliða flutningsvagn. —JF— vagninn nýtist allt árið og er því mjög hagkvæm fjárfesting. Ýmsar stærðir fáanlegar. Nónari upplýsingar hjá sölumanni G/obuse LAGMÚLI 5, SIMI 81555 BILAVARA- KLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTiR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ Öxlar hentugir i aftanikerrur bretti hurðir húdd rúður o.fl. Odýrt: vélar gírkassar drif hásingar fjaðrir BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—5 Jaugardaga. AuglýsídT i Tímanum Jóhanna Sigfúsdóttir, kona Stefáns. Myndin er tekin um 1920. Þessa mynd af Stefáni tók Carl ólafsson ljósjnyndari i Reykjavik um 1920. a8i fyrirspurnum og útvegaöi jafnvel vörur, sem fólk bað hann um, þótt hann seldi þær ekki sjálfur. Meðal bréfavina hans voru margir helztu framfara- menn i bændastétt, svo og kaup- félagsstjórar og kaupmenn, sem áhuga höfðu á hinni nýju tækni, auk alls almennings, sem pantaði sér eina prjónavél eða skilvindu. Fengu allir sömu afgreiðslu, hvort sem um litlar eða stórar pantanir var að ræða. Hann kapp- kostaði að hafa alltaf varahluti til I vélarnar, svo sem prjónavéla- nálar o.fl., svo að þær entust sem bezt og lengst, enda voru þær sumar notaðar um 30-40 ára skeið. — oOo — Þau hjón voru vinsæl, dáð og virt af samferðafólki sinu, enda voru þau glæsileg, skemmtileg og vingjarnleg við alla, ekki sizt við börn og unglinga, og alla er minna máttu sin. Réttu þau mörgum hjálparhönd á ýmsan hátt, skyldum og vandalausum, er þess þurftu með. En kjörorð hans var — að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft — gera það sjálf- bjarga. Stefán hvatti unga menn til framtaks og dáða, með fræðandi viðræðum, svo að vinnumönnum hans fannst þeir vera i skóla á heimili hans, eins og einn þeirra hefur látið ummælt á prenti. Hann orti talsvert á yngri árum IKanada og alla ævi kastaði hann fram tækifærisvisum, en flikaði þvi litt. Var hann of gagnrýninn á þau verk sin. Auk prentaðs máis eru til i handriti eftir hann ýmsar ritgerðir um margvisleg málefni. Hann ritaði siðari hluta ævinnar i ýms blöð I Reykjavik greinar um mál, er á dagskrá voru, þegar hann gaf ekki út blað sjálfur, svo sem i Alþýðublaðið, Timann og Visi (undir dulnefninu Haukur) um járnbrautarmál, gjaldeyris- mál o.fl. Benti hann þar á margt, sem siðar var tekið til greina án þess að hans væri getið. Ritgerð er til eftir hann i hand- riti, sem birtist I „Orvali” fyrir nokkrum árum, sem nefnist „Fyrirkomulag mannfélagsins árið 2000”. Var hún samin vestur I Winnipeg 1897. Lætur hann þá trú og von i ljós, að þá verði heimur- inn orðinn eitt allsherjarriki, fyr- ir áhrif framfara á öllum sviðum, og án hers og vopna. • Heimili þeirra hjóna var fýrir- mynd að reglusemi, snyrti- mennsku, gestrisni og allri um- gengni. Þau voru samhent i þvi að lagfæra og prýða það innan húss og utan. Gróðursettu þau viðast blóm og trjágarða þar sem þau bjuggu. Jóhanna var mikil húsmóðir, vandvirk, smekkieg og heilsteypt kona, sem öllum gerði gott með þýðugeði,sem nærri henni komu. Þau voru bæði sönghneigð, og var oft mikið sungið og spilað á gitar eða orgel á heimilinu. Jó- hanna lék á bæði þessi hljóðfæri og dóttir þeirra lærði ung á orgel. Þau höfðu bæði mjög fallegar raddir og sungu oft saman. Ljóðelsk voru þau einnig og las Stefán oft upp beztu kvæði góð- skáldanna, er þau voru nýkomin út og siðar, fyrir gesti sina. Var mest talað um almenn mál og ýms menningarmál, en sögu- burður um náungann leiðst ekki á þvi heimili. Ef svo bar undir tóku þau venjulega svari þess, er á var hallað. Þau eignuðust gott bókasafn, en Stefán stofnaði nokkur lestrar- félög, þar sem hann kom fyrri hluta ævinnar, bæði hér á landi og vestra. Lánaði hann jafnvel út bækur sinar endurgjaldslaust, þar sem litill var bókakostur, svo sem við Islendingafljót á þeim ár- um' — oOo — Áhrifin af starfi og ritum Stefáns hafa orðið mikil, þegar alls er gætt, og i öllu studdi kona hans hann með ráðum og dáð. Má hiklaust telja hann braut- ryðjanda i véltækni og framför- um hér á landi og þá ekki sizt i notkun hverahitans. En hann var einnig brautryðjandi frjálsrar hugsunar, jafnaðar og bræðra- lags og virkrar ættjarðarástar. Hann þorði .að ganga i berhögg við afturhald, kreddur og hleypi- dóma samtiðar sinnar og boða nýja trú á sigur hins góða, ef menn aðeins „vildu”. Likja mætti honum við klettinn úr hafinu, sem stendur af sér all- ar öldur og holskeflur. Hann trúði á köllun sina og hélt ótrauður fram stefnu sinni til hinztu stund- ar, þótt hann mætti deyfð og andróðri sumra, að berjast fyrir réttlæti, andlegu viðsýni, sann- leika og velferð allra manna. — Sú var hugsjón hans. Stefán aðhylltist Unitara-trú vestur I Kanada og hér voru þau hjón I söfnuði séra Haraldar Nielssonar. Þau hugsuðu mikið um trúmál og trúðu á algóðan Guð, er öllu stjórnaði til góðs, „Guð hæst i hæð, þig himnum of- ar / i heiði stjarnamergðin lofar, — með göngu sinnar himin- hljóm.” „Náttúran er min helga bók”, sagði hann stundum. Þau höfðu yndi af að ganga úti i góðu veðri I islenzkri náttúru. Þau elskuöu ísland með hreinni ætt- jarðarást og hér vildu þau lifa og deyja. (Um ættir Stefáns má visa til Niðjatals séra Jóns Benedikts- sonar, útg. hjá prentsm. Leiftri 1971). JH—ÞMS Þóra Marta Stefánsdóttir, einkabarn þeirra Stefáns og Jóhönnu. Myndin er tekin sumarið 1910.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.